Fréttir á Músík.is

26.02.2016
Músík.is <musik@musik.is>

2016

 
25. feb.

Daníel Bjarnason og Reykjavik FestivalÍslensk tónlist í brennidepli í Los Angeles

„Það er mikill áhugi á íslenskri tónlist og Íslandi sem menningarþjóð og þetta endurspeglast í því,“ segir Daníel Bjarnason, listrænn stjórnandi Reykjavík Festival – tíu daga tónlistar- og listahátíð sem Los Angeles fílharmónían efnir til í apríl á næsta ári...

2015

 
13. jan.

Jóhann JóhannssonJóhann Jóhannsson vann Golden Globe í Hollywood !

Jóhann hlaut viðurkenninguna fyrir tónlistin í kvikmyndinni the Theory of Everything sem fjallar um ævi eðlisfræðingsins Stpehne Hawkins.

9. jan.

Jóhann JóhannssonIce and fire: the classical music scene in Iceland

The Guardian skrifar um íslensku tónlistarsenuna...

2014

 
22. sept.

Anna ÞovaldsdóttirVerk Önnu Þorvaldsdóttur gefin út af Deutsche Grammophone

... Dreymi var flutt á tónlistarhátíðinni Ultima í Ósló í fyrradag og í tilefni af því var birt tilkynning á Facebook-síðu Universal Music Classics að plata með verkum Önnu kæmi út undir merki Deutsche Grammophon í nóvember.

22. ágúst

Proms-tónlistarhátíð BBC 2014 í Royla Albert HallSinfónían í Albert Hall !

Proms-tónlistarhátíð breska útvarpsins BBC föstudagkvöldið 22. ágúst.

Bein útsending kl. 18:20.

28. apríl

Ólafur ArnaldsBAFTA-sjónvarpsverðlaunin 2014

Ólafur Arnalds vinnur fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.

„Það leið næstum því yfir mig úr stressi“ (Ruv.is)

2013

 

26. nóv.

Bestu íslensku plötur ársins 2013 (Rás 2)

15. okt.

Skrekkur 2013Skrekkur 2013 – Hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík

Langoltsskóli vann Skrekk 2013.

15. okt.

Ásgeir TraustiÁsteir Trausti verðlaunaður

Ásgeir Trausti hlýtur evrópsk tónlistarverðlaun – sjá mbl.isIceland Music ExportEuropean Border Breakers Awards.

4. júní

Úlfur HanssonÚlfur Hansson tónskáld verðlaunaður

Úlfur Hansson tónskáld vann fyrstu verðlaun í flokki tónskálda 30 ára og yngri á Alþjóðlega tónskáldaþinginu sem haldið var í Prag í síðasta mánuði.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt tónskáld vinnur til verðlauna á þinginu. Verðlaunin fékk Úlfur fyrir verkið So very strange, sem hann lék meðal annars á hljóðfærið Ohm sem hann hannaði og smíðaði sjálfur, en verkið var framlag Ríkisútvarpsins... [Meira]

17. apríl

Nótan 2013Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi 2013 var haldin í fjórða sinn sunnudaginn 14 apríl sl. í Hörpu. Hátíðin þótti taka fyrri hátíðum fram í flestu og sýna með eftirminnilegum hætti að tónlistarfræðslan á Íslandi stendur nú með miklum blóma.

NótutóN, sér samið lúðrakall Nótunna opnaði hátíðina en níu atriði fengu sérstaka viðurkenningu. Farandgripur Nótunnar var og afhentur fyrir besta atriðið og einnig sérstök viðurkenning fyrir „Ísmúsþema“ í viðurkenningarflokknum frumsamin og eða frumleg atriði.

Hér má sjá og heyra öll atriði Nótunnar 2013... [Meira]

16. janúar

Nótan 2013 - Frumsamið / frumlegtFrumleg eða frumsamið byggi á Ísmús

Í tilefni af opnun „Ísmús“ (gagnagrunnur um íslenskan músík- og menningararf) sl. sumar hefur Tónlistarsafn Íslands og Nótan ákveðið að taka höndum saman um að setja íslenskan tónlistar- og menningararf í brennidepil og tengja þátttökuflokkinn frumlegt/frumsamið við íslenskan tónlistar og menningararf á Nótunni 2013. (úr Fréttabréfi FT frá í ágúst 2012 ).

Vefsíða hefur nú verið sett upp um verkefnið... [Meira]

2012

 
8. júní

ÍsmúsNý Ísmús opnar – Viðburðu í menningalífinu !

8. júní 2012 kl. 17:00, opnaði menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nýjan og stórbættann Ísmús – Íslenskur músík- og menningararfur.

Til að gefa hugmynd um það efni og innihald sem nú verður almenningi aðgengilegt eru þarna skráð 41.966 hljóðrit, 192 handrit og bækur 2.644 einstaklingar, 438 kirkjur, 514 orgel, 706 myndskeið... [Meira]

2. maí

Anna ÞorvaldsdóttirTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 – Anna Þorvaldsdóttir

Verðlaunin hlaut Anna fyrir verkið Dreaming – sjá nánar á vef Norðurlandaráðs.

– Anna Thorvaldsdóttir á Vefnum: Anna ÞorvaldsdottirFaceBookTwitterMySpaceYouTube

21. mars

Nótan 2012Nótan 2012 – uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi

Hátíðin fór fram í þriðja sinn sunnudaginn 18. mars og nú í Hörpu. Í Eldborg voru tvennir tónleikar með tónlistaratriðum sem best þóttu heppnast á fernum svæðistónleikum tónlistarskóla fyrr í mánuðinum.

Á lokaathöfn Nótunnar fengu níu atriði sérstaka viðurkenningu, þrjú af hverju námsstigi. Farandgrip Nótunnar hlaut strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrir frábæran flutning og mun skólinn varðveita gripinn fram að uppskeruhátíð næsta árs.

Á milli tónleika voru boðin tónlistaratriði, hljóðfærasmiðju, grillað slátur og margs konar kynningar vítt um húsið.

2. mars

Íslensku tónlistarverðlauninÍslensku tónlistarverðlaunin

Ahent í Hörpu 29. febrúar 2012.

15. jan.Strengur - Tómas R. Einarsson 2011

Tómasar R. fær fína dóma !

Strengur, nýjasti diskur Tómasar R. Einarssonar, flokkaður með því besta sem út koma 2011 ! ... [Meira]

12. jan.

Pétur Kristjánsson (1952-2004)Péturs W. Kristjánssonar minnst á laugardag - Sextugsafmæli á SPOT

Péturs Kristjáns hefði orðið sextugur nú á laugardaginn 7. janúar. Af því tilefni verður haldin tónleikaveisla á Spot í Kópavogi og mun allur ágóði af kvöldinu renna í Minningarsjóð Péturs... [Meira]

10. jan.Ungir einleikarar 2012

Ungir einleikarar með Sinfó

Sigurvegarar úr samkeppni ungra hljóðfæraleikara á háskólastigi fá tækifæri til að leika einleik með Sifnóníuhljómsveit Íslands í Hörpu 12. janúar næstkomandi ! ... [Meira]

2011

 
22. des.

Amati strengjakvartettinn í SaskatchewanViolin Treasure Chest Started With a Bicycle

– Frétt frá 1959: Lögberg, 16. apríl

Fréttin segir frá því að Stephen Kolbinson (Stefán Kolbeinsson), sjötugur kornbóndi af íslenskum ættum, hafi selt Háskólanum í Saskatchewan strengjahljóðfæri, heilan kvartett, sem smíðaður var af ítölsku Amati hljóðfærasmiðunum á 17. öld. Háskólin greiddi einungis 20.000$ fyrir hljóðfærin, tæplega 2.4 milljónir á núvirði; aðeins brot af því sem Stefán hafði greitt fyrir þau en hljóðfærin eru talin ómetanleg. Amati strengjakvartettinn sem starfræktur við skólann og leikur hann á þessi hljóðfæri.

Stefán er sagður ástríðufullur safnari sem keypti sína fyrstu fiðlu fyrir fé sem hann fékk fyrir að selja reiðhjól. Fáir hliðstæðir kvartettar eru til í heiminum segir í frétinni og enginn í Kanada.

  • 1. fiðla kvartettsins er smíðuð 1637 af Nicolo Amati III (1596-1684)
  • 2. fiðla, smíðuð 1627 af þeim bræðrum Antonio (1555-1640) og Hieronymus Amati (1556-1630)
  • Víólan er smíðuð af sömu bræðurm 1607
  • Sellóið er frá 1690, smíðað af Hieronymus Amati II (1649-1740)
Hér má lesa meira um Stefán, einnig hér – fróðleikur um Amati.
26. nóv.

Íslenska óperan - La BohemeÍslenska óperan – La Bohème í vor

„Íslenska óperan hefur ákveðið að ráðast í uppsetningu á hinni þekktu óperu La Bohème eftir Giacomo Puccini á vormisseri. Um hlutverkaskipan og aðra aðstandendur sýningarinnar verður tilkynnt síðar. Frumsýning verður um miðjan mars, en miðasala á La Bohème hefst í desember.“ ... [Meira]

24. okt.

Ólafur Þórðarson 2009Lifandi sýning um tónskáld

„Sýning um tónskáldið Sigfús Halldórsson var opnuð í Tónlistarskóla Ísafjarðar á laugardag í samvinnu við Tónlistarsafn Íslands. „Þetta er fyrsta skref okkar til að byggja upp samstarf við Tónlistarskóla Ísafjarðar,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafnsins. „Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi, sem er svo að segja ný stofnun, er að reyna gefa sýningum safnsins framhaldslíf með því að koma með þær í stærri sveitarfélög landsins. Í þessu tilfelli er það sýning um Sigfús Halldórsson,“ bætir hann við“ ... [Meira]

11. ágúst

Ólafur Þórðarson 2009Tónleikar til styrktar Ólafi Þórðarsyni

14. apríl 2011 voru haldnir í Háskólabíói tónleikar til syrktar Ólafi Þórðarsyni. Tónlistarsafn Ísland gerði videoupptöku af tónleikunum sem nú hefur verið gerð aðgengileg á vef safnsins.

Fjöldi landsþekktra listamanna lagði málefninu lið og rann ágóðinn óskiptur til Ólafs. Enn er hægt að styðja Óla og eru bankaupplýsingar gefnar á vef Tónlistarsafns.

7. júní

Kolbeinn BjarnasonKolbeinn Bjarnason !

Kolbeinn fékk nýverið mikið lof í þýska tónlistartímaritinu Neue Zeitschrift für Musik fyrir hljóðritun á flaututónlist japanska tónskáldsins Toshio Hosokawa. „Til að segja það strax: Þessi framúrskarandi Naxos-diskur setur nýja mælikvarða í Hosokawa-diskógrafíunni hvað varðar val verka, túlkun og upptökugæði.“ ... [Meira]

13. maí

Samkomulag um tónlistarnámRíki og sveitarfélög undirrita samkomulag um tónlistarnám

Miklum áfanga er náð með undirritun samkomulags ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu tónlistarnáms... [Meira]

5. maí

Tónlistin og lífiðTónlistin og lífið – laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00

Í tilefni af opnun Tónlistarhússins Hörpu standa Félag tólistarskólakennara og Félag Íslenskra hljómlistarmanna fyrir ráðstefnu í Kaldalóniþetta er fyrsti viðburðurinn í þessum sal hússins.

Með Hörpu eru tímamót og því við hæfi að halda tónlistinni á lofti sem hornsteini íslenskrar menningar. Tónlistarkennarar jafn og tónlistaráhugafólk er hvatt til að fjölmenna... [Meira]

3. maí

List- og menningarfræðsla á ÍslandiList- og menningarfræðsla á Íslandi

Ráðist var í umfangsmikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi árin 2008 - 2009. Í úttektinni voru lagðar til grundvallar eftirfarandi spurningar:

  • Hvað er gert í listfræðslu og hvernig er það gert?
  • Hver eru gæði listfræðslu á Íslandi?
  • Hvaða möguleikar liggja í listfræðslunni nú og í framtíðinni og hverjar eru áskoranirnar?
25. mars

Skúli SverrissonJóel PálssonSkúli Sverrisson og Jóel Pálsson

tilnefndir til norrænu tónlistarverðlaunanna 2011 [Meira]

23. feb.

Metal rokkWacken Metal Battel - Sex hljómsveitir í úrslitum

Metalviðburður árisins, haldin á Sódóma Reykjavík laugardaginn 5. mars:

22. feb.

Eyþór IngiViltu heyra uppáhaldslagið þitt leikið á orgel?

Eyþór Ingi organisti Akureyrarkirkju heldur óskalagatónleika í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag, 27. febrúr kl. 20.00 [Meira]

21. feb.Af tónlistarskólum í Reykjavík
10. feb.

HarpaHarpa að verða klár... að innan

Það styttist óðum í að tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verði opnað almenningi... [Meira]

2010 
14. des. Dísa ljósálfur - SöngvarDísa ljósálfur - Söngvar 13 sönglög eftir Gunnar Þórðarson við texta Páls Baldvins Baldvinssonar úr söngleiknum Dísa ljósálfur. Í heftinu eru laglínur söngvanna með hljómabókstöfum yfir nótunum og textum undir.
Textarnir standa að auki sjálfstætt hægra megin á opnunni... [Meira]
27. nóv.

Hvað myndir þú gera?Myndir þú staldra við, á leið í Bónus, ef fyrir utan stæði einn flottasti fiðluleikari heims og léki Bach af miklum móð á fiðlu sem metin væri á 3.500.000$? Já, er það já?! En ef þú vissir ekki að fiðlarinn væri svona frægur og fiðlan svona dýr? Hvað myndirðu þá gera...? [Meira]

23. okt.

Sönglög Sigfúsar HalldórssonarSönglög Sigfúsar Halldórssonar – Ný og endurbætt útgáfa! 92 lög í tveimur heftum; þar af 10 lög sem ekki hafa komið út áður.

Bókin fæst í Tónastöðinni.

Hér má sjá lagalistann og dæmi um nótnasetningu.

23. okt.Tónlist í leikskóla - Sigríður PálmadóttirTónlist í leikskóla er ætluð þeim sem kenna í leikskólum eða á yngri stigum grunnskóla og öðrum sem starfa með ungum börnum. Fjallað er um tónlist sem þroskaþátt í leik barna og skipulögðu starfi í söngstundum, tónlistartímum og þemavinnu. Einnig eru hér margs konar hugmyndir að efni sem nota má jafnt í formlegu starfi sem óformlegu og er því skipt niður í hljóðleiki, sönglög og hlustunarefni... [Meira]
15. maí

Björgvin TómassonOpinbert fé til kvikmyndagerðar skilar sér aftur í ríkissjóð í formi tekjuskatts – Niðurstöður könnunar á fjármögnun 112 íslenskra kvikmyndaverka 2006–2009

Ríkissjóður fær nánast alla upphæðina sem veitt er til kvikmyndagerðar til baka í formi tekjuskatts meðan á framleiðslu kvikmyndaverks stendur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um fjármögnun íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka árin 2006-2009. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag... [Meira]

2. feb.Yfirlýsing rektora háskólannaRektorar íslenskra háskóla lýsa yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð á fjárveitingum til háskólanáms. Á þessu ári og því síðasta hafa íslenskir háskólar tekið á sig skerðingu sem nemur 8,5 - 15% af heildarfjárveitingum og samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneyti er gert ráð fyrir 25 - 30% niðurskurði til viðbótar á næstu tveimur til þremur árum... [Meira]
12. feb.

Björgvin TómassonIðnaðarmaður ársins 2009

6. febrúar sl. var Björgvin Tómasson orgelsmiður útnefndur iðnaðarmaður ársins 2009 af forseta íslands. Björgvin er menntaður tónmenntakennari en stundaði nám í orgelsmíði í Þýskalandi. Frá því námi lauk 1986 hefur Björgvin smíðað yfir 30 orgel í kirkjur víðsvegar um landið... [Meira]

2. feb.Ástardrykkurinn í Íslensku óperunniUppfærsla Íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti hlaut afbragðsgóðan dóm í heilsíðuumfjöllun í einu virtasta óperutímariti heims, Opera Now... [Meira]
14. jan.Carmina Chamber Choir

Iceland Music Exprot greinir frá því að Gramophone hafi valið Melodia, hljómdisk kammerkórsins Carmina, sem „Editor's Choice“ í nóvember sl. og nú, einn af bestu diskum ársins í klassískri músík!

2009

 
10. des.ReginfirraKraumslistinn 2009 – Dómnefnd tilkynnir um 20 hljómplatna úrvalslistans

„Kraumslistinn 2009, viðurkenning Kraums til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi í íslenskri plötuútgafu á árinu, verður kynntur þann 16. desember. Dómnefnd Kraumslistans hefur nú valið og birt úrvalslista yfir 20 plötur.“... [Meira]


26. okt.

Kristinn SigmundssonKristinn Sigmundsson slær í gegn í Rosenkavalier í Metropolitan í New York

... „The cast of the current revival is solid, also stellar. But one figure towered above the rest on Friday, literally and figuratively. Undertaking his first Baron Ochs in New York, the Icelandic bass Kristinn Sigmundsson dealt in revelations. His tone dark and his dynamic range broad, he exuded raw power, crusty lust and comic bravado, all reinforced by a trace of gravitas“... [Meira]


20. sept.

Heilbrigð æskaHeilbriðg æska - Pönkið og Kópavogurinn 1978-1983

Laugardaginn 19. september opnaði í Tónlistarsafni Íslands sýningin Heilbriðg æska - Pönkið og Kópavogurinn 1978-1983. Á vef safnsins er að finna ljósmyndir, myndskeið og nánari upplýsingar um sýninguna sem verður opin til áramóta og alla daga vikunnar milli kl. 11:00 og 16:00 í september og október.


16. sept.

ReginfirraReginfirra sigrar !

Reginfirra (Kvartett Ingimars Andersen) sigraði nýlega í keppni ungra norænna jazzleikara ásamt norsku tríói - sjá Moggafrétt og einnig á vef keppninnar. Sigurinn er að sumu leyti merkilegri fyrir það að sömu spilarar komu líka að K-tríói sem sigraði í þessari keppni í fyrra !


26. ágúst

Siemens tekur afstöðu

Þýska stórfyrirtækið Siemens hefur ákveðið, þrátt fyrir kreppu, að standa í lappirnar og skera ekki niður stuðning við listir og menningu. Sjá nánar á Mb.is


10. ágúst

Gogoyoko – sátt og sanngirni í sölu og útgáfu á tónlist !

Gogoyoko.com hefur oppnað markaðstorg þar sem kaupa má tónlist beint af rétthafa. Tónlistarfólk og plötuútgáfur fá beinan aðgang að aðdáendum tónlistar - milliliðalaust.

Þátttaka er ókeypis !

  • Sem rétthafi setur þú tónlistina inn á síðuna til sölu, ákveður
    verðið og fær 100% af söluhagnaðinum
  • gogoyoko.com annast fyrir þig greiðslur á VSK og greiðslur til STEF og greiðslumiðlunar
  • Þú færð hluta af auglýsingatekjum síðunnar sem miðast við þá hlustun sem tónlist þín hlýtur á gogoyoko
  • Auglýsingartekjurnar skiptast á milli gogoyoko.com (50%), tónlistarfólks / plötuútgáfa (40%) og góðgerðarmála (10%)
9. maí

Tónlistarsafn Íslands opnað

Á Kópavogsdögum 9. maí 2009 var Tónlistarsafn Íslands formlega opnað með sýningunni Dropar úr íslensku tónlistarlífi. Þar getur að líta nokkra muni úr eigu íslenskra tónlistarmanna sem voru leiðandi á sviði tónlistar á tuttugustu öldinni – sjá nánar á vef Kópavogsdaga.


23. jan.

Tónlistarsafn Íslands sett á fót í Kópavogi

Áralöng barátta hefur nú skilað þeim árangri að listgreinin tónlist hefur fengið safn sem opnað verður almenningi seinna á árinu. Nánar um málið á vef Kópavogsbæjar.


2008
 
5. des.

Rokkarinn er látinn – Tjaldið fallið

Rúnar Júlíusson er látinn, 63 ára – Rúnar.is. Umföllun fjölmiðla: Mbl.is, Visir.is, Dv.is. Viðtal við Maríu Baldursdóttur.


12. nóv.

Efnilegasta unga tónskáldið í Hollandi

Einar Torfi Einarsson, ungur tónsmiður úr Fjarðabyggð, hlaut nýverið „Henriëtte Bosmans Prize“ sem efnilegasta ungtónskáld í Hollandi á sviði klassískar nútímatónlistar (sjá nánar).


31. okt.

LungA tilnefnd til Evrópuverðlauna

Ungmennaskiptiverkefnið Menningarbræðsla LungA frá árinu 2007 hefur verið tilnefnt til Evrópuverðlauna fyrir hönd Íslands á Youth week í Brussel í byrjun nóvember (sjá nánar).


24. sept.

K-TríóK-Tríó sigrar í norrænni keppni ungra jazz-tónlistarmanna

Ungir, efnilegir og allir nýútskrifaðir úr Tónlistarskóla FÍH. K-Tríó skipa Kristján Martinsson píanó, Pétur Sigurðsson bassi og Magnús Trygvason Elíassen trommur. Nánar um K-Tríó; nánar um keppnina.


17. ágúst

Íslenska óperan í KópavogiVerðlaunatillaga

Föstudaginn 15. ágúst sl. var kynnt verðlaunatillaga að húsi fyrir Íslensku óperuna sem fyrirhugað er að rísi í Kópavogi. Nánari upplýsingar má finna á vef Kópavogsbæjar – sjá einnig frétt á fréttavefnum Eyjan.


14. ágúst

Íslenska óperan í Kópavogi

Á morgun, föstudaginn 15. ágúst kl. 14, kynnir undirbúningsnefnd að byggingu óperuhúss í Kópavogi niðurstöðu dómnefndar í framhaldssamkeppni um hönnun mannvirkisins. Kynningin fer fram í Salnum og eru allir velkomnir. Verðlaunatillagan verður birt á vef Kópavogsbæjar og Íslensku óperunnar ásamt öðrum tillögum í samkeppninni.


24. júlí

Að varðveita og miðla menningu

Í Fréttablaðinu í dag svara Bjarki Sveinbjörnsson þeim ávirðingum sem fram komu hjá Páli Baldvin Baldvinssyni í Fréttablaðinu 18. júlí sl. Bjarki segir verkefnið byggja á víðtækri samvinnu, ekki síst við tæknimenn Ríkisútvarpsins. Eftir eigi að útværa framkvæmdina en verkefnið snúist um að varðveita, bjarga og miðla menningarverðmætum úr nútíð og fortíð. Verkefnið muni styðja Ríkisútvarpið í því menningarhlutverki sem því er sannarlega ætlað að sinna. Ef vel tekst til ætti einkaframtakið líka að hafa hag af.

Í ljósi þessara skrifa verður umfjöllun Páls Baldvins og Jórunnar Sigurðardóttur um málið vart skilin öðru vísi en sem fljótfærni. Ef þau erum hins vegar enn á móti málinu væri fróðlegt að fá rök fyrir þeirri afstöðu.


19. júlí

Fjöregg þjóðarinnar

Víðsjárþáttur RÚV í gær, 18. júlí, hefst á pistli Jórunnar Sigurðardóttur um Tónlistarsafn Íslands og þá yfirlýsingu sem forsætisráðherra gaf á minningarathöfn um Einar Odd og vísað er til hér neðar (17. júlí). Jórunn fer mikinn. Talar um kafbátahernað, húsbyggingar og hugmyndafræði varðandi menningarútvarp. Hjá RÚV sé fyrir hendi „allt til alls til þess að vinna það verk sem Tónlistarsafni Íslands virðist nú skyndilega ætlað að vinna, án samráðs við nokkurn nema pólitíska pótentáta með mislitar hendur“. Hjá RÚV sé skilningur, þekking, djúpstæð ástríða... en ekki skreytiþörf. Loks þakkar Jórunn Páli Baldvin fyrir að vekja athygli landsmanna á hvernig fólk með áhrif, eða í áhrifastöðum, er að kasta á milli sín fjöreggi Ríkisútvarpsins.


18. júlí

Líf og list um landið

Morgunblaðið í dag, 18. júlí 2008 (bls. 16), fjallar frekar um hugmyndir Einars Odds og félaga sem Fréttablaðið reifaði í gær. Verkefnið er nefnt Líf og list um landið og atvinnufyrirtæki sögð ætla að leggja hönd á plóg. Vitnað er samtals við Bjarka Sveinbjörnsson sem segir hér mikið verk að vinna, mikil menningarstarfsemi fari fram vítt um landið sem fullt erindi eigi til allrar þjóðarinnar. Eftir eigi að þó að útfæra hugmyndirnar nánar í samvinnu stofnana, fyrirtækja, hins opinbera og einkaaðila. Málið muni skýrast á næstu mánuðum.

Annar tónn er í leiðara Fréttablaðsins í dag 18. júlí 2008. Páll Baldvin Baldvinsson finnur þar þessu máli flest til foráttu. Sérstaklega virðist honum í nöp við fyrirhugað tónlistarsafn í Kópavogi, mörg slík séu þegar til í landinu. Einnig sér Páll Baldvin þarna atlögu að Ríkisútvarpinu. T.d. eigi að efla FM-dreifikerfi þess þrátt fyrir að þegar sé starfrækt slík dreifikerfi á vegum hins opinbera sem og einkaaðila. Auk þess sé þarna vegið að sjálfsprottinni starfsemi sem í dag njóti fjármagns víða að. Páll lýkur pistlinum með því að lýsa frati á menningarpólitík ríkisins og segir síðan: „Ekki hefur í einni ræðu verið safnað saman jafn mörgum tillögum sem eru á skjön við veruleikann og til marks um ruglið í menningarstefnu ríkisins sem nú er flutt í forsætisráðuneytið.“

Í ljósi fréttar Morgunblaðsins sem vísað er til hér ofar og þess sem þar er haft eftir Bjarka Sveinbjörnssyni er illskiljanlegt hvert Páll Baldvin er hér að fara, eða hvaða tilgangi svona skrif eiga að þjóna.


17. júlí

Menning á landsbyggðinni

Fréttablaðið birtir í dag, 17. júlí 2008, merkilega frétt á bls. 11. Þar segir að efla eigi Rondó-rás Ríkisútvarpsins, gera segulbandasafn RÚV aðgengilegt og stórefla menningarútvarp á landsbyggðinni. Væntanlegu Tónlistarsafni Íslands er ætlað stórt hlutverk í þessum áætlunum. Nefnt er að ríkisstjórnin muni styðja verkefnið sem mótast hafi m.a. fyrir tilstuðlan Einars Odds Kristjánssonar þingmanns sem lést 12. júlí 2007. Fréttin getur hins vegar ekki um að þessar hugmyndir hafi verið inntakið í ræðu sem forsætisráðherra hélt þegar minnisvarði var afhjúpaður um Einar Odd á Flateyri 12. júlí s.l.

Merkileg frétt sem hlýtur að verða til frekari umfjöllunar á næstu dögum.


10. apríl

Íslenska sveitin Soundspell sigrar í International Songwriting Competition! Sjá nánar á 245.is.


10. apríl

Í dag voru kynntar niðurstöður hönnunarsamkeppni um óperuhús í Kópavogi. Af þremur tillögum sem fram komu voru tvær valdar til áframhaldandi þróunar og er áætlað að valið verði milli þeirra innan tveggja mánaða. Sjá nánar á vef Kópavogsbæjar og frétt á Mbl.is.


2. apríl

Kraumur, styrktasjóður hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur landslagsarkitekts og Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hefur úthlutaðí fyrsta skipti – sjá nánar frétt á Mbl.is.


19. mars

Íslensku tónlistarverðlaunin 2008 voru afhent í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þetta var í 14. sinn sem þessi árlega uppskeruhátíð bransans er haldin. Framan af virtis fremur dauflegt yfir samkomunni, heiman úr stofu séð a.m.k., þú úr rættist er á leið kvöldið. Þeir sem misstu af veislunni geta hér horft á hverlegheitin næstu tvær vikurnar.


14. feb.

Víkingur Heiðar Ólafsson sigraði í einleikarakeppni við Juilliard tónlistarskólann í New York. Sjö tónlistarmenn kepptu um að fá að leika píanókonsert nr. 3 eftir Bartók með hljómsveit skólans í Avery Fisher Hal. Sjá nánar á Mbl.is.


5. feb.

Mbl.is greinir frá því að hljómsveitin Soundspell sé nú komin í úrslit í alþjóðlegri lagakeppni í Nashville í Bandaríkjunum. Tilkynnt verður um sigurvegar í apríl – hægt er að kjósa hér.


30. jan.

Vísir.is greinir frá því í dag að íslenska sveitin Soundspell hafi komist í undanúrslit í alþjóðlegri lagakeppni í Nashville í Bandaríkjunum. 4. febrúar nk. verður ljóst hvort sveitin verður ein þriggja hljómsveita í unglingaflokki sem kemst í úrslit (sjá nánar).


2007
 

3. des.

Hljómsveitin Hraun er komin í 5 liða úrslit tónlistarkeppni BBC, The Next Big Thing 2007 – sjá frétt Mbl.is. Þúsundir listamanna frá 88 löndum tóku þátt þannig að afrek okkar sveitar er eftirtektarvert. Atriðin 5 sem eftir standa leika fyrir dómnefnd í London á sunnudaginn (9. des).

Önnur skemmtileg frétt af sama toga. Sveitin Cliff Clavin var á föstudaginn valin til þátttöku í The Global Battle of the Bands sem fram fer í London um næstu helgi – sjá nánar á Mbl.is.


30. nóv.

Hljómsveitin Hraun, ein að 20 listamönnum / hljómsveitum sem kemst í aðra umferð tónlistarkepn BBC, The Next Big Thing 2007.


2. sept.

„Hljómahöllin“; Reykjanesbær stendur myndarlega að uppbyggingu tónlistar- og menningarhýss (sjá nánar í frétt á Mbl.is).


25. júlí

Önnur úthlutun úr tónlistarsjóði 2007. Veittir voru styrkir til 51 verkefnis að heildarfjárhæð 18.150.000 kr. Í lok júlí verður auglýst eftir umsóknum en þá verða eingöngu veittir ferðastyrkir (Lesa meira á vef menntamálaráðuneytisins).


10. maí

Í framhaldi af hádegisfundi Samfélagsins (sjá 25. apríl) var haft samband við alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningunum vorið 2007 og þeir beðnir um að gera grein fyrir stefnu sinni í málefnum tónlistar og tónlistarfræðslu.

Svör flokkanna liggja fyrir.


25. apríl

Er tónlistarnám aðeins fyrir útvalda? Fundur Samfélagsins þann 24. apríl 2007

Samfélagið, félag diplóma-, meistara- og doktorsnema félagsvísindadeildar Háskóla Íslands hélt í samstarfi við Félag Tónlistarnema (FTN), hádegisfund þriðjudaginn 24. apríl í Háskóla Íslands, sem bar yfirskriftina Tónlistarnámaðeinsfyrirútvalda? Erindi héldu:

  • Fjóla Einarsdóttir, formaður Samfélagsins
  • Sigurður Flosason, aðstoðarskólastjóri tónlistarskóla FÍH – Tónlistarnám á Íslandi árið 2007
  • Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri-græn
  • Illugi Gunnarsson fyrir Sjálfstæðisflokk
  • Guðjón Ólafur Jónsson fyrir Framsóknarflokk
  • Valdimar Leó Friðriksson fyrir Frjálslynda flokkinn
  • Björk Vilhelmsdóttir fyrir Samfylkingu
  • [Lesa meira]

12. apríl

Umfjöllun RÚV 11. apríl um vanda tónmenntarkennslu í grunnskólum er fylgt eftir í hádegisfréttum 12. apríl .


11. apríl

Enn fjallar Ríkisútvarpið um tónlistarkennslu, nú um vandamál tónmenntarkennslu í grunnskólum [Kvöldfréttir RÚV, 11. apríl]

Ríkisútvarpið heldur áfram að fjalla um kröfu umboðsmanns alþingis um að tónlistarnemar fái námskostnað endurgreiddann [Morgufréttir RÚV, 11. apríl]


10. apríl

Nefnd vegna tónlistarskóla ekki fundað í rúmt ár [Kvöldfréttatími Sjónvarpsins, 10. apríl]


9. apríl

Tónlistarnemar fái endurgreitt [Af vef RÚV 9. apríl 2007]

Umboðsmaður Alþingis vill að menntamálaráðuneytið endurgreiði tónlistarnemum í framhaldsskólum kostnað sem hann segir að ráðuneytið hafi látið nemendurna greiða án þess að fyrir því væri heimild í lögum. [Lesa meira]


2006
 

2. nóv

Leiðin til draumalandsins

Í Víðsjá Ríkisútvarpsins sl. þriðjudag (31. okt.) var var rætt við Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, doktorsnema í hagfræði, um skapandi atfvinnugreinar og upplifunarhagkerfið.


23. júní

Aldurstakmörk afnumin

Morgunblaðið greinir frá því á bls. 6 í dag að nýtt Menntaráð Reykjavíkurborgar hafi á fyrsta fundi sínum 22. júní samþykkt samhljóða að afnema þær aldurstakmarkanir sem fyrrverandi meirihluti kom á varðandi tónlistarnám. Sjá vef Menntasviðs.

! Viðauki 4. júlí 2006 !
Ástæða er til að benda lesendum á fundargerð þessa fundar menntaráðs (pdf-skjal) þar sem fram kemur eitt og annað fróðleg í bókunum meiri- og minnihluta ráðsins.


14. júní

Íslensk tónskáld slá í gegn

Á Alþjóðlega tónskáldaþinginu í París sem lauk 9. júní voru verkin Flecte Lapis II eftir Atla Ingólfsson og Equilibrium IV: Windbells eftir Huga Guðmundssonar valin meðal 10 athyglisverðustu verka þingsins. Þetta er glæsilegur árangur þar sem 60 verk frá þrjátíu löndum kepptu um heiðurinn. Sjaldgæft er að ein þjóð eigi tvö verk í hópi tíu athyglisverðustu verkanna en í þetta sinn var árangur Íslands og Eistlands eftirtektarverður þar sem báðar þjóðir áttu tvö verk í úrvalinu. Viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir tónskáldin þar sem Alþjóðlega tónskáldaþingið beinir þeim tilmælum til þeirra þrjátíu útvarpsstöðva í fjórum heimsálfum sem þátt taka í þinginu að leika verkin í dagskrá sinni.


23. maí

Tónlist blómstrar á Íslandi

Félag tónlistarskólakennara send fimm spurningar varðandi tónlist og tónlistarfræðslu til 40 stjórnmálamanna sem skipa efstu sæti stjórnmálaflokka í 13 sveitarfélögum. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi þessarar starfsemi í samfélaginu. 16 svör bárust úr 10 sveitarfélögum og eru þau um margt fróðleg. Tekinn var saman bæklingur um málið og er hann aðgengilegur hér.


2. mars

Tónræn umönnun – áhugaverð rannsókn

„Rannsóknin byggir m.a. á klínískum aðferðum fræðigreinarinnar músíkþerapíu, hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar, hugmyndum um lífsgæði, hugmyndum heilbrigðisstétta um umhyggju, hugmyndum Daniel Stern um líðan nýbakaðra mæðra og um jákvæð áhrif sem inngrip af ólíkum toga geta haft á líðan fjölskyldumeðlima, hugmyndafræði stuðningshópa, rannsóknum á áhrifum tónlistar á tilfinningar og líðan fólks.“ [Meira]


2. mars

Blaðið fjallaði 28. febrúar um baráttu tónlistarnema fyrir réttinum til tónlistarnáms undir fyrirsögninni „Tónlist er gull“. Einnig birti blaðið niðurstöður könnunar þar leitað er álits forsvarmamma sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á kröfum tónlistarnema.


21. feb.

Baráttutónleikar Félags tónlistarnema á Nasa í kvöld, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20:30. Fram koma Stuðmenn, Páll Óskar og Monica, Diddú, Tómas R. Einarsson, Benni Hemm Hemm, Ragnheiður Gröndal, Hilmar Jensson o.fl. Aðgangseyrir 700 kr.


17. feb.

Félag tónlistarnema hefur nú kært Reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga fyrir að brjóta á rétti nemenda til tónlistarnáms. Frá þessu var sagt í morgunfréttum RÚV, 16. febrúar, og á vef Morgunblaðsins sama dag.


15. jan.

Hrakin frá námi í tónlist !

9. janúar sl. var rætt við tvo nemendur Tónlistarskóla FÍH á Fréttavaktinni eftir hádegi á NFS. Unga fólkið fullyrti að það myndi hrökklast frá námi ef fram færi sem horfir um málefni tónlistarskólanna í Reykj.avík


11. jan.

Tónlistarnemar hafa nú stofnað félag og hyggjast berjast fyrir réttinum til tónlistarnáms óháð búsetu, aldri eða efnahag. Samkvæmt morgunfréttum RÚV, 10. jan. sl. ætlar unga fólkið að funda með ráðamönnum um málið. Félag tónlistarnema safna nú undirskriftum við málstaðinn. Lesendur eru hvattir til að leggja unga fólkinu lið.


2005
 

30. des.:

„Atlaga að tónlistarlífinu í landinu“

Í fréttum Ríkisútvarpsins 30. des., kl. 17:00, var enn fjallað um stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík. Í síðdegisútvarpi Rásar 2 sama dag, laust eftir kl. 17:30, var svo rætt nánar um málið við Björn Th. Árnason, skólastjóra Tónlistarskóla FÍH. Björn lítur svo á að hér eigi sér stað „atlaga að tónlistarlífinu í landinu.“ Málið bar enn á góma í þætti Rásar 1, Í vikulokin, 31. des.

Nú er mér spurn: ætlum við tónlistarmenn og tónlistaráhugafólk að láta það yfir okkur ganga án öflugrar umræðu, að mis-vitrir stjórnmálamenn dagsins í dag lemstri eða lami það fyrirkomulag tónlistarfræðslu sem landsmönnum öllum hefur staðið til boða í 40 ár! Við erum í dag meðal allra ríkust þjóða heims – ekki veit ég hvar við vorum á þeim mælikvarða fyrir 40 árum. Af hverju getum við ekki í dag hlúð að undirstöðum lista og menningar ef við gátum það fyrir 40 árum? Ætlum við að láta það viðgangast að karp pólitíkusa um það hvort ríki, borg eða bær greiðir fyrir þessa menntun, rústi þessu fjöreggi þjóðarinnar?

Og svo er eitt sem ekki kom fram í þeirri umfjöllun sem vísað er til hér að ofan og litla athygli hefur fengið: aldurstakmörk. Verið er að útilokka alla landsmenn sem eldri eru en 25 eða 27 ára frá tónlistarnámi í tónlistarskólum! Þetta á jafnt við um tónlistarkennarar, tónlistarmenn og aðra þá sem viðhalda vilja sinni menntun eða færni á sviði tónlistar. Hafa menn hugleitt hvað hér er að gerast?


14. des.:

„Það er gott að búa í Kópavogi“

Í fréttatíma Ríkisútvarpsins 20. des. kom fram að Gunnar Birgisson, með hjálp einkaaðila og ríkisins, ætlar að standa fyrir byggingu óperuhúss í Kópavogi. Er ekki merkilegt hverju hægt er að koma í framkvæmd ef vilji er fyrir hendi?

Atlaga að tónlistarnámi á Íslandi!
Í Morgunvakt Ríkisútvarpsins 14. des. (og í kvöldfréttum daginn áður) var vakin athygli á því alvarlega ástandi sem uppi er í tónlistarfræðslu í landinu. Ósamkomulag um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, með Reykjavík í fararbroddi, hefur leitt til aðgerða sem fela í sér beina árás á tónlistarnemendur og réttinn til tónlistarnáms. Afleiðingarnar eru átthagafjötrar, skerðing á námsaðgengi og brot á gildandi lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Hvar eru nú „jafnaðarmenn“ í Reykjavík? Borgin fer hér fremst í atlögu að réttindum til menntunar sem landsmenn hafa notið frá því að jafnaðarmaðurinn Gylfi Þ. Gíslason gekkst fyrir lagasetningu um stuðning við tónlistarnám á 7. áratug síðust aldar.


19. apríl:

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

CAPUT hópurinn og Kammersveit Reykjavíkur hafa verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Alls eru tilnefndir 11 tónlistarhópar frá öllum Norðulöndunum. Verðlauninin nema 3,7 króna og verða afhent á Norðurlandaráðsþinigi í Reykjavík nú október. Sjá nánar á vef NOMUS.


3. jan.:

Hagræn árhif tónlistar á Íslandi

Ágúst Einarsson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur gefið út bókina Hagræn áhrif tónlistar. Niðurstað Ágústar er að músíkin sé langt frá því að vera kostnaðarsamur lúxus sem skili í besta falli andlegum verðmætum. Framlag menningarlífsins í heild til landframleiðslunnar sé um 4%. Til samanburðar eru þetta meiri umsvif en eru af veitingarekstri og um þrefalt meiri umsvif en af landbúnaði eða ál- og kýsiljárnframleiðslu. Tónlistargeirinn einn og sér veltir árlega um 6,5 miljörðum og leggur um 1% til landsframleiðslunnar. Ágúst bendi á hve gróskumikið tónleikahald er nú í landinu og að klassísk tónlist sé þar mest áberandi. Hér má ætla að beint samband sé við þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í tónlistarmenntun í landinu. Síðustu fjóra ártugi hefur tónlistaskólum fjölgað nær sexfalt og nemendafjöldi ellefufaldast.

Margt fleira fróðlegt er að finna í bók Ágústar og er óhætt er að meta bókina sem merkilegt framlag til menningarumræðunnar í landinu.


2004
 

2. okt.:

CAPUT fær menningarverðlaun DV í annað sinn

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2003 voru afhent í 26. sinn 30. sept. sl. CAPUT-hópurinn hlaut verðlaunin í flokki tónlistar, m.a. fyrir tónleika þar sem flutt voru tvö sjaldheyrð og kröfuhörð meistaraverk 20. aldar, Pierrot Lunaire eftir Arnold Schönberg og Hamar án meistara (Le Marteau sans Maitre) eftir Pierre Boulez. Einnig þótti merkilegt framlag CAPUT til 15:15 tónleikaraðarinnar sem hefur verið fastur liður á Nýja sviði Borgarleikhússins síðustu misseri. CAPUT hlaut einnig Menningarverðlaun DV 1995.


18. sept.:

Silfurplötur Iðunnar gefnar út

Ræðan Gunnsteins Ólafssonar haldin á 75 ára afmæli Iðunnar og í tilefni af útgáfu á silfurplötum Iðunnar


Sú skoðun hefur löngum verið lífseig hér á landi að tónlistararfur okkar Íslendinga sé heldur lítill að vöxtum. Tónlistarmenning landsmanna hafi verið frumstæð og vanburða öldum saman og hún ekki rétt úr kútnum fyrr en um miðja 20. öld. Vissulega var söngur og hljóðfærasláttur okkar Íslendinga með allt öðru móti en gerðist á meginlandi Evrópu fyrr á öldum en við nánari skoðun kemur í ljós að tónlistarlíf á Íslandi var margbrotnara og fjölbreyttara en margan hefði órað fyrir... [Meira]


1. maí: 

Munnleg geymd – ný Íslendingabók?


23. mars

MP3 fjölrása (surround) handan við hornið (BBCi) – Forvitnileg frétt!


2003
 

21. maí

Ríkisútvarpið tilnefnir tónverk fyrir Tónskáldaþingið í Vínarborg.



Á vefnum frá maí 2003©  2008  Músa