Hver er stefnan? Framsóknarflokkurinn svaraði í gær. Þá hafa allir flokkar brugðist við tilmælum um að birta stefnu sína í málefnum tónlistar og tónlistarfræðslu. Þrír dagar eru til kjördags; kjósið rétt ! Stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum tónlistar og tónlistarfræðslu Sjálfstæðisflokkurinn svaraði í gær. Þar segir að stefna flokksins hafi verið mótuð á landsfundi 12. - 15. apríl sl. Þó málefni tónlistarinnar hafi ekki verið tekin sérstaklega fyrir væri um þau fjallað m.a. í ályktunum um menningarmál og skóla- og fræðslumál (sjá hér neðar).
Framsóknarflokkurinn hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum um stefnu í málefnum tónlistarfræðslunnar!!
Stefna annarra flokka sem bjóða fram 12. maí liggur fyrir.
Íslandshreyfingin lifandi land sendi undirrituðum póst í morgun þar sem stefna flokksins í málefnum tónlistarfræðslunnar er útlistuð (sjá hér neðar). Ekki hefur unnist tími til að setja stefnuna upp á vef flokksins.
Þá sitja stjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, einir uppi með að svara ekki ítrekuðu fyrirspurnum um stefnu í málefnum tónlistarfræðslunnar!!
Stefna annarra flokka sem bjóða fram 12. maí liggur fyrir.
Nú eru liðnir 4 dagar síðan ég ítrekaði áskorun til stjórnmálaflokkanna um að þeir sýndu fram á stefnu í málefnum tónlistarfræðslunnar. Frjálslyndi flokkurinn (sjá hér neðar) og Samfylkingin (sjá hér neðar) hafa brugðist við; Framsóknarflokkurinn, Íslandshreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa engu svarað.
Níu dagar eru nú til kjördags. Ríkisstjórnin stendur og fellur sitt á hvað miðað við daglegar skoðanakannanir, og flokkar sjá sér ekki fært að svara einfaldri beiðni um stefnu í grundvallar máli!? Vafalaust er mikið að gera og tíma hugsanlega betur varið í annað en að svara málaleitan sem þessari. Sé svo, er kjósandanum væntanlega vorkun þó hann hugsi með sér; það er e.t.v. djúpt á stefnu í málinu?
En, hvað má finna um tónlistarmál eða tónlistarfrræðslu á vefsvæðum þeirra þriggja
flokka sem ekki hafa svarað? - Framsóknarflokkurinn <www.framsokn.is><framsokn@framsokn.is>:
- Undir flipanum Kosningastefnuskrá 2007 er 17 síðna Stefnuskrá Farmsóknarflokksins 2007 (sækja pdf-skjal). Þar segir formaður flokksins í inngangi: „Hér á eftir fara helstu áherslur Framsóknarflokksins“.
- Á bls. 7 fá menntamál nokkrar mjög almennt orðaðar setningar undir yfirskriftinni „Menntun er lykillinn að lífskjörum framtíðarinnar“.
- Á bls. 9 er menningarstefnunni gerð skil í enn knappara máli undir yfirskriftinni „Menning er dýrgripur hverrar þjóðar“.
- Allir geta væntanlega tekið undir það sem þarna er sagt, en tónlistin er þarna hvergi nefnt ! !
- Íslandshreyfingin lifandi land <www.islandshreyfingin.is><islandshreyfingin@islandshreyfingin.is>:
- Á forsíðu er hægt að velja annars vegar Stefnuyfirlýsing og hins vegar Þetta viljum við.
- Þarna er talsvert fjallað um skapandi atvinnugreinar og er það vel en; ég fann þó hvergi orðið „tónlist“ ! !
- Sjálfstæðisflokkurinn <www.xd.is><xd@xd.is>:
- Sjá stefnu Frjálslynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hér neðar.
Nú helda ég því ekki fram að þetta sé nákvæm, hvað þá tæmandi, úttekt á stefnu Framsóknarflokks, Íslandshreyfingarinnar eða Sjálfstæðisflokks í málefnum tónlistarfræðslunnar. Þar sem þessir flokkar hafa hins vegar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum um málið tel ég mig í rétti þegar ég les í og túlka yfirlýsingar þeirra varðandi málaflokkinn. Hér neðar er vakin athygli á grein Árna Heimis Ingólfssonar, Hvar er menningarpólitíkin? Þörf lesning fyrir stjórnmálamenn. Þá á ekki síður erindi Kosningagúrkan ógurlega sem Stefán Jónsson leikstjóri veifaði í Fréttablaðinu í gær – erindið er raunar ekki bara við stjórnmálamenn, heldur ekki síður við okkur öll. Beinar stungur og óvæntir krókar, jafnt frá hægri og vinstri, svo gripið sé til hnefaleikamáls, hitta þarna óþægilega oft í mark.
Nú eru liðnir 4 dagar síðan ég sendi flokkunum áskorun um stefnu þeirra í málefnum tónlistarfræðslunnar og hefur Frjálslyndi flokkurinn einn brugðist við (sjá hér neðar). Ekki skal því trúað fyrr en fullreynt er að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Íslandshreyfingin og Samfylking geti ekki bent á eða gert grein fyrir stefnu sinni í þessum málaflokki! Ég hef því ítrekað fyrirspurn mína um að flokkarnir bendi á stefnu sína í málefnum lista og menningar og sérstaklega stefnu sína varðandi málefni tónlistarfræðslunnar í landinu.
Í þessu samhengi er rétt er að benda á ágæta grein Árna Heimis Ingólfssonar í Fréttablaðinu sl. laugardag (28. apríl), Hvar er menningarpólitíkin?
Í framhaldi af hádegisfundi Samfélagsins 24 apríl sl. – Er tónlistarnám aðeins fyrir útvalda? – sendi undirritaður tölvupóst á þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis í kosningunum 12. maí nk. Sagði ég frá því að Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefði á hádegisfundinum dreift stefnu sinni varðandi fyrirkomulag tónlistarfræðslu í landinu (sjá hér neðar), Músík.is myndi birta þessa stefnu og var þess óskað að aðrir flokkar vísuðu á sína stefnu í þessu máli. Ef stefna liggur ekki fyrir í þessum málaflokki sérstaklega var óskað eftir stefnu flokksins í menningarmálum almennt.
Stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum tónlistarfræðslunnar vorið 2007 - Framsóknarflokkurinn <www.framsokn.is><framsokn@framsokn.is>:
- Frjálslyndi flokkurinn <www.xf.is><xf@xf.is>:
- Íslandshreyfingin lifandi land <www.islandshreyfingin.is><islandshreyfingin@islandshreyfingin.is>:
- Íslandshreyfingin vill veg tónlistarkennslu sem mestan.
- Íslandshreyfingin vill að tónlistarkennsla sé aðgengileg öllum, óháð efnahag.
- Íslandshreyfingin vill að tónlistarskólar hafi aðstöðu til að kenna börnum á skólatíma innan veggja grunnskólans. Það er mjög fjölskylduvænt að börn þurfi ekki að sækja tónlistarskóla eftir að grunnskóla lýkur á daginn.
- Íslandshreyfingin vill að ríkið greiði fyrir tónlistarkennslu nemenda á framhaldsstigi í tónlist.
- Ísandshreyfingin vill ekki setja nein aldursmörk í söngnámi.
- Íslandshreyfingin vill að menntamálaráðuneytið geri námskrá fyrir kennaramenntun í tónlist og setji reglur um réttindi og skyldur tónlistarkennara.
- Samfylkingin <www.samfylking.is><samfylking@samfylking.is>:
- Sjálfstæðisflokkurinn <www.xd.is><xd@xd.is>:
- Vinstrihreyfingin – grænt framboð <www.vg.is><vg@vg.is>:
Jón Hrólfur Sigurjónsson |