|
Forsíða |
Sr. Bjarna Þorsteinsson, prestur, tónlistarfræðingur og tónskáld frá Siglufirði, skipar stóran sess í íslenskri tónlistarsögu. Músa vinnur nú við að koma hinu mikla verki sr. Bjarna, Íslensk þjóðlög, í gagnagrunninn Ísmús <musik.is/ismus>. 14. mars 2002: Menntamálaráðuneytið veitir Músu styrk til að koma Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar á Netið og til verkefnisins Munnleg geymd. 21. júlí 2001: Músa opnar lítinn vef um sr. Bjarna. Vefurinn er liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að gera íslenska tónlistarsögu aðgengilega á Netin. Á vef sr. Bjarna má m.a. finna grunnupplýsingar um tónlistarfrömuðinn og verk hans, umfjöllun um höfuðverk sr. Bjarna, Íslensk þjóðlög, formála bókarinnar (75 bls.), og skrif Baldurs Andréssonar um sr. Bjarna. |
Íslensk tónfræðarit (Mynd: Guidónísk hönd úr íslensku tónfræðariti (Lbs. 1566 4to) frá 1755 eftir síra Ólaf Brynjólfsson í Görðum á Akranesi) Músu vinnur við að gera öll íslensk tónfræðarit aðgengilega í Ísmús <musik.is/ismus>. Fyrsta kennsla í söngfræðum sem prentuð var á Íslandi er inngangur í fyrstu útgáfu Grallarans (1594). Við þessa messusöngsbók studdust Íslendingar hvað varðaði kirkjusöng í rúm 200 ár. Bókin var fyrst prentuð í umsjá Guðbrands biskups Þorlákssonar (1542-1627) og kom alls út í 19 útgáfum fram til 1779. Smári Ólason sá um facimilie útgáfu þessa tónfræðainngangs og hefur hann gefið leyfi fyrir að þessi útgáfa verði sett á Vefinn. Önnur merkileg íslensk söngfræðarit eru:
|
Ísmús - íslensk músík <musik.is/ismus> (Mynd: Gaumgæfið kristnir. Úr ÍB 70 4to: Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum) er gagnagrunnur sem hýsir myndir, umritannir og hljóðritannir af handritum sem sem innihalda nótur af ýmsum toga. Um er að ræða skinn- og pappírshandrit frá 1100 til um 1800. Músíkin skiptist í tvo aðalflokka. Skinnhandritabrot (fragment) með trúarlegari tónlist fram til um 1550 (brot úr kaþólskum kirkjusöng) og pappírshandrit frá því á 16. öld og fram að 1800, aðallega lúterskur kirkjusöngur. Fyrsta erindi hvers kvæðis er umritað stafrétt og er það sett undir nótur lagsins sem mörg hver hafa verið umrituðu í nútíma nótnaskrift. Grunnurinn varðveitir einnig gamlar fónógrafhljóðritanir (af vaxhólkum) sem gerðar voru á árunum 1903-34 af Jóni Pálssyni og hljóðritannir Jóns Leifs frá þriðja ártug 20. aldar. Þessar hljóðritannir sem eru mjög misjafnar að gæðum hafa verið hljóðhreinsaðar eins og kostur er og búnar í flutningshæft form. Má þarna heyra bæði veraldlegan söng og sálmasöng. Eru þessi dæmi birt hér til þess að menn geti betur gert sér grein fyrir flutningshætti laga fyrr á öldum dæmi um svokallaðan gamlan söng. Ástæða þess að orðið músík er notað hér er sú að orðið tónlist var ekki til í íslensku fyrr en í lok 19. aldar. Markmiðið með Ísmús er þríþætt:
Sem dæmi um spurningar sem Ísmús mun hjálpa til við að svara má nefna: Eru þau lög sem þjóðin söng við sálma sína og kvæði frá kristnitöku fram til um 1800 samin af íslendingum eða hafa þau borist hingað frá útlöndum? Hverjir gætu verið höfundar þessara laga? Ef lögin eru erlend, hvaðan, og hvernig bárust þau til lands? |
Munnleg geymd (Mynd: Þórður Guðbjartsson (1891-1981) kvæðamaður á Patreksfirði) Þjóðfræðasafn Árnastofnunar geymir um 2000 klst. af hljóðrituðum þjóðlegum fróðleik sögur, vísur, þulur, þjóðlög, o.fl. sem safnað hefur verið á ýmsum tímum. Skráning þessa efnis í gagnagrunn er langt komin. Músa hefur skilgreint verkefni sem sem m.a. mun opna aðgengi að þessu efni á Netinu. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Árnastofnun. Menntamálaráðuneytið hefur nú (12. mars 2002) lýst yfir ótvíræðum stuðningi við verkefnið með fjárstyrk sem duga mun til að koma verkefninu af stað. Aðstandendur Músu vona að þessi stuðningur auðveldi frekari fjáröflun við verkefnið. 1. maí 2004 Í dag opnaði Jón Þórarinsson tónskáld og fræðimaður Munnlega geymd, gagnagrunn sem veitir aðgang að þjóðfræðaefni Árnastofnunar. Um er að ræða 2000 klst. af hljóðupptökum þar sem rætt er við ríflega 2000 aldraða Íslendinga úr öllum landshlutum. Heimildarmennirnir segja sögur, kveða rímur, syngja sálma og gefa innsýn í samfélag og menningu sem nú er horfin. Búið er að skrá yfir 90% af þessu efni, um 38.000 færslur, og er þessi skráning þegar aðgengileg á Netinu. Unnið er við að setja hljóðupptökurnar sjálfar í grunninn og má þegar heyra hljóð við um 900 færslur. Ekki er fráleitt að tala hér um nýja Íslendingabók því fullyrða má að nær allir geti fundið skyldmenni í svo miklum fjölda heimildarmanna. Auðveldur aðgangur að þessu efni er mikilvægur fyrir skólakerfið og fræðimenn fá hér aðgang að öflugu tæki til rannsókna á menningararfi og sögu þjóðarinnar. Munnleg geymd er hluti af Ísmús verkefninu og bætist við tvo gagnagrunna sem þar eru fyrir: Handrit og prent, sem birtir músíkhandrit varðveitt í íslenskum söfnum, og Hljóðrit þar sem hlíða má á elstu hljóðritanir sem gerðar voru á Íslandi og varðveist hafa. Unnið er við að koma Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar í gagnagrunn sem ætlunin er að tilheyri Ísmús. Þar með er komin gátt að músík- og menningararfi þjóðarinnar en ekki á sinn líkan. 23. apríl 2004: Eins og fræðast má um á verkefnasíðu Músu, hefur undanfarið ár verið unnið við að hanna gagnagrunn utan um Þjóðfræðaefni Árnastofnunar, verkefni sem hlotið hefur nafnið Munnleg geymd. Þjóðfræðaefnið er alls um 2000 klst. af hljóðritunum. Búið er að skrá mest af þessu efni á vegum Árnastofnunar og er sú skráning þegar aðgengileg á Netinu. Vinnan nú felst aðallega í að klippa hljóðritin niður og tengja þau við fyrirliggjandi skráningu. Munnleg geymd verður hluti af Ísmús verkefninu og bætist við þau tvö söfn sem þar eru fyrir: Handrit og prent og Hljóðrit. Áhugasamir geta kynnt sér prufuútgáfu verkefnisins <www.musik.is/mg> en formleg opnun er fyrirhugað 1. maí n.k. Allar ábendingar um villur eða betrumbætur á viðmóti eru vel þeganar. 10. feb. 2004: Undanfarna mánuði hefur Músa, í samvinnu við Árnastofnun og fyrirtækið Vefsýn unnið að smíð- gagnagrunns sem geyma mun og birta hljóðritasafn Árnastofnunar – um 2000 klst. af þjóðfræðaefni. Samningur við Vefsýn um smíði grunnsins var undirritaður 5. sept. 2003 (sjá nánar) og er stefnt að formlegri opnun 29. þessa mánaðar. Búið er að skrá í grunninn upplýsingar um mest af hljóðritunum og eru þær upplýsingar aðgengilegar. Hljóðritin sjálf eru hins vegar enn ekki aðgengilega nema að litlum hluta. 5. sept. 2003: Í dag var undirritaður samstarfssamningur Músu og Vefsýnar hf. <www.vefsyn.is> um gerð gagnagrunns sem halda mun utan um Munnlega geymd og gera efnið aðgengilegt á Vefnum. Á undanförnum mánuðum hafa tæplega 100 klst. af þjóðfræðaefni verið fluttir af segulböndum yfir á tölvutækt form og er stefnt að því opna almenningi aðgang að þessu efni fyrir áramót. Framhaldið hve hratt mun ganga að koma öllu þjóðfræðaefni Árnastofnunar í grunninn er háð þvi hve vel gengur að afla stuðning við verkefnið. 5. sept. 2003: Í dag var undirritaður samstarfssamningur Músu og Vefsýnar hf. <www.vefsyn.is> um gerð gagnagrunns sem halda mun utan um Munnlega geymd og gera efnið aðgengilegt á Vefnum. Á undanförnum mánuðum hafa tæplega 100 klst. af þjóðfræðaefni verið fluttir af segulböndum yfir á tölvutækt form og er stefnt að því opna almenningi aðgang að þessu efni fyrir áramót. Framhaldið hve hratt mun ganga að koma öllu þjóðfræðaefni Árnastofnunar í grunninn er háð þvi hve vel gengur að afla stuðning við verkefnið. 10. feb. 2003: Í dag fékk Músa stuðning frá Alþingi til verkefnisins Munnleg geymd. Verkefni er unnið í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og hefur undirbúningur staðið yfir undanfarið ár. |
Námsefni Vorið 2001 fékk Músa styrk frá menntamálaráðuneytin til námsefnisgerðar fyrir framhaldsskóla. Um er að ræða efni fyrir tónlistarhluta þriggja áfanga er nefnast Listir og menning (LIM 103, 113 og 203). Verkinu mun ljúka á árinu 2002. 20. feb. 2004: Lim músík – Námsefni í tónlist fyrir framhaldsskóla er nú fáanlegt hjá Músú. |
Tónlist á Íslandi í 1000 ár (Mynd: Hljómskálinn við Tjörnina í Reykjavík sem Lúðrasveit Reykjavíkur stóð fyrir að byggður væri 1922. Fyrsta húsið á Íslandi sem byggt var sérstaklega yfir tónlistina. Tólistarhús Kópavogs kom næst, tekið í notkun 1999) Músa hefur tekið saman uppkast að atburðaskrá íslensks tónlistarlífs frá upphafi. Hér er um að ræða verkefni í vinnslu sem vonandi vinnst tími til að uppfæra. Með tímanum er hugmyndin að til verði skrá þar sem sjá megi í stórum dráttum hvernig tónlistarlífið á Íslandi þróaðist. Allar ábendingar um efni / biðburði eru vel þegnar. |
Tónlistarsaga Reykjavíkur (Baldur Andrésson) Baldur Andrésson lét eftir sig Tónlistarsögu Reykjavíkur í handriti. Verkið er tæpar 500 vélritaðar síður og hafa erfingjar Baldurs gefið leyfi fyrir birtingu ritsins á Netinu. Einnig hefur fengist leyfi fyrir að birta megi á Netinu önnur skrif Baldurs um tónlist en hann var um árabil afkastamikill í skrifum um tónlist fyrir blöð og tímarit. Nú er unnið við að kom þessum textum í tölvutækt form. Í framhaldinu hyggst Músa vinna að því að fleiri textar um tónlistarsögu einstakra bæja eða héraða landsins verði gerðir aðgengilegir á Vefnum. Tónleikaskrár Í tónleikaskrám liggja miklar upplýsingar og gríðarlegur fróðleikur um tónlistarlífið á hverjum tíma. Músa hefur safnað miklu magni tónleikaskráa sem ná allt aftur fyrir aldamótin 1900. Gagnagrunnur með þessu efni, að viðbættu ítarfefni, til að mynda Tónlistarsaga Reykjavíkur Baldur Andrésson, gæti orðið eins konar slóð gegnum tónlistarsöguna með tengingum og vísunum í, allt tónlistarlífið. |
Tónminjasetur Íslands(Mynd: Tónleikar í eldúsinu á Grímsstöðum á Fjöllum) Löngu er orðið tímabært að komið verði á fót tónminjasetri á Íslandi svo að á markvissan hátt megi hefja skráningu, söfnun og sýningu muna og minja sem tengjast þróun tónlistar í landinu frá upphafi til dagsins í dag. Til þessa hefur hvergi á einum stað verið hægt á fá upplýsingar um einstaka þætti tónlistarsögunnar, halda sýningar eða bjóða uppákomur sem tengjast þessari sögu. Tónminjasetur ætti líka að stuðla að rannsóknum og skapa aðstöðu fyrir fræðaiðkun á sviði íslenskrar tónlistar og tónlistarsögu sem til þessa hefur verið mjög afskipt. Heildstæð skráning tónminja er ekki til en skráning er nauðsynleg forsenda þess að yfirsýn fáist. Með vaxandi vægi tónlistar í íslensku menningarlífi hefur áhugi aukist mjög, bæði innanlands og utan. Loks má geta þess að víða í samfélaginu liggja munir og menjar sem skoða þarf vandlega hvort og þá hvernig halda ber til haga. Væri tónminjasetur til staðar, og meðvitund í samfélaginu um að slíkt setur tæki við munum og gögnum sem tengdust tónlistarsögunni, má fullyrða að mikil verðmæti kæmu í ljós frá almenningi. Mörg dæmi eru um að ómetanlegum verðmætum hafi einfaldlega verið fleygt þegar hagir fólks breyttust eða af því að meðvitund um gildi þeirra var ekki fyrir hendi. Músa vinnur nú að markvissri kynningu á þessari hugmynd. Þingsályktun var lögð fram á alþingi 2001-02 og hlaut málið góðar viðtökur (127. löggjafarþing 20012002. Þskj. 661 - 404. mál). Fyrirhugað er að leggja málið aftur fram á yfirstandandi þingi. Einnig er unnið við að stofan félag sem vinna mun að framgangi málsins. 29. sept. 2003 Sunnudaginn 12. október sl. var Tónminjasetur Íslands formlega opnað á Stokkseyri með sýningunni Organistinn. Inntak sýningarinnar er starf frumkvöðla í hljóðfæraleik og tónlistarmálum á svæðinu. Tónminjasetri Íslands er ætlað að skrá, varðveita og sýna tónminjar þjóðarinnar, gamlar sem nýjar, og auka meðvitund um gildi þeirra. Til þessa hefur enginn einn aðili sinnt þessum hluta menningarinnar sem skildi. 12. október er fæðingardagur Páls Ísólfssonar, eins merkasta frumkvöðuls íslenskarar tónmenningar á 20. öld en nú eru liðin 110 ár frá fæðingu hans. Í tilefni dagsins verður nýtt orgel vígt í Stokkseyrarkirkju. 16. feb. 2003: Í gær kl. 14:00 var haldinn á Stokkseyri stofnundur Tónminjaseturs Íslands. Þar með líkur starfi undirbúningshóps sem í tæp tvö ár hefur unnið við að kynna hugmyndina um Tónminjasetur og afla henni stuðnings. Að undirbúningshópnum stóðu Músa , Björn Ingi Bjarnason og Einar S. Einarsson frá fyrirtækinu Hólmaröst ehf. á Stokkseyri og Sigurður Bjarnason, starfsmaður Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands á Selfossi. Undirbúningshópurinn starfaði í tæp tvö ár, hélt marga fundi og lagði á sig töluverða vinnu sem m.a. hefur skilað 7 miljóna króna stuðningi á fjárlögum ársins 2003, 250 þúsund króna styrk frá Landsbanka Íslands, og fjölda einstaklinga, félaga og fyrirtækja sem gerast hafa stofnfjáraðilar að setrinu og lýst þannig stuðningi við hugmyndina. Á stofnfundinum vour eftirtaldir aðila kosnir í fimm mann stjórn Tónminjaseturs: Jónatan Garðarsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hinrik Bjarnason, Ægir Hafberg og Torfi Áskelsson. Stjórnin mun vinna að framgangi setursins fram að 12. október 2003 og var stofnfundi formlega frestað þangað til. 1. des. 2002: Í dag fékk Músa stuðning frá Landsbanka Íslands til að vinna að framgangi Tónminjaseturs á Stokkseyri; frekari frétta að vænta af málinu fljótlega. |
|