Fyrirlestrar Aðstandendur Músu hafa haldið fjölda fyrirlestra um aðskiljanlegustu efni er varða tónlist, upplýsingatækni, tónlistarfræðslu og tónlistarsögu. Ef þörf er á fræðandi erindi er Músa því með langa reynslu og mikla þekkingu.
Námskeið Músa getur skipulagt og staðið fyrir margvígslegum námskeiðum, allt frá notkun upplýsingatækni í námi og kennslu til flutnings gamalla sálmalaga...
Námsefnisgerð Aðstandendur Músu eru starfandi kennarar og hafa sem slíkir stundað námsefnisgerð svo árum skiptir. Sumt af þessu efni hefur verið gefið út og er notað við tónlistarkennslu víða um land, annað er óútgefið þó það hafi verið þróað og prófað árum saman. Gríðarleg þörf er fyrir vandað námsefni á öllum sviðum tónlistarfræðslu, það sama má segja um próf og námsmat í tónlistarnámi og -kennslu. Músa veitir þjónustu á þessu sviði.
Fyrsta námsefnið sem gefið er út sérstaklega af Músu er Lim músík Námsefni í tónlist fyrir framhaldsskóla. Efnið byggir á Aðalnámskrá framhaldsskóla listir (1999) og er hér í fyrsta sinn reynt að bregðast við skorti sem verið hefur á íslensku námsefni sem þjónar þessum markmiðum hvað varðar tónlist og tengls hennar við aðrar listgreinar.
Rannsóknir Líkt og með námsefni er mikill skortur á vel unnum rannsóknum varðandi íslenskt tónlistarlíf. Háskóli Íslands menntar bókmenntafræðinga og listfræðingar starfa fjölmargir við söfn landsins. Formleg menntun á sviði tónlistarrannsókna hefur fram til þessa verið lítil sem engin ef frá eru talin einstaka námskeið eða verkefni sem unnin hafa verið við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í landinu eru tiltölulega fáu einstaklingar sem aflað hafa sér formlegrar menntunar á þessu sviði. Aðstöðuleysi og skortur á stuðningi hefur hins vegar hamlað því mjög að tónlistarrannsóknum væri sinnt sem skildi. Spyrja má: ef ekki eru gerðar vandaðar rannsóknir, hvernig á þá að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi tónlistarnám og tónlistarkennslu? Ef ekki er stutt við rannsóknir, hvernig á þá að safna, halda til haga og miðla fortíð og nútíð til uppvaxandi kynslóðar?
Músa tekur að sér hvers konar rannsóknir á sviði íslenskrar tónlistar og tónlistarfræðslu.
Vefsmíði Musik.is er sá vefur sem lengst hefur verið í þróun af þeim vefjum sem Músa heldur úti. Markmið vefsins má finna hér. Af öðrum vef-verkefnum sem Músa hefur komið eða má nefna Þjóðsöngsvefinn, CAPUT-vefinn og Art2000. Þetta eru dæmi um tiltölulega einfalda vefi þar sem megin áherslan er á einfalt viðmót og aðgengi að upplýsingum. Önnur verkefni, svo sem Ísmús, eru þess eðlis að smíða þarf gagnagrunn til að halda utanum efnið.
Músa bíður einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og samtökum, skólum og sveitarfélögum þjónustu og ráðgjöf varðandi uppsetningu hvers kyns tónlistartengds efnis á vef. |
|