ISCM hátíðin 1973


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Þó svo Listahátíðin sem telja má allt frá upphafi alþjóðlega listahátíð, hafi verið haldin tvisvar sinnum á þessum tíma (1970 og 1972), þá fór lítið fyrir svokallaðri nútímaleg tónlist á efnisskránni. Því var ISCM (International Society for Contemporary Music) hátíðin sem haldin var í Reykjavík sumarið 1973 kærkomin tilbreyting. Þar sem starfsemi Musica Nova var að fjara út á þessum árum voru virkir útverðir nýrrar tónlistar fáir – ólíkt því sem verið hafði allan áratuginn á undan.

Félag íslenskra tónlistarmanna hafði verið meðlimur í alþjóðlega ISCM félagsskapnum frá 1938 og Tónskáldafélagið gerðist aðili árið 1948. Sameinuðust þessi félög þá aðild sína undir heitinu Íslandsdeild ISCM.

Ísland hafði alltaf sent fulltrúa sinn eða beðið fulltrúa erlendra félaga að mæta fyrir sína hönd á aðalfund I.S.C.M. Það var því ekki óeðlilegt, eins áhugasamur og Jón Leifs var um að halda alls kyns tónlistarhátíðir, að stjórn Tónskáldafélagsins samþykktu eftirfarandi tillögu árið 1965:

Ekkert varð úr þessari hátíð. Málið var tekið fyrir að nýju árið 1972, og til að gera langa sögu stutta er birta hér samantekt sem lögð var fyrir stjórnarfundi Tónskáldafélagsins í september 1973:

Stjórn T.Í. annaðist allan undirbúning og skipulagningu músíkdaganna. Voru margir fundir haldnir, þótt ekki væru þeir bókaðir, enda ekki fjallað um stefnumótandi mál, heldur einstök framkvæmdaratriði.

Fram að þessu höfðu eftirtalin íslensk verk verið flutt á ISCM hátíðum: Sónata fyrir trompet og píanó eftir Karl O. Runólfsson (Salzburg 1952), Fiðlusónata eftir Leif Þórarinsson (Stokkhólmi 1956) Sönglög við Tímann og vatnið eftir Fjölni Stefánsson (Vín 1961), Flökt fyrir hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson (Amsterdam 1963), Óró nr. 2 fyrir kammersveit eftir Leif Þórarinsson (Stokkhólmi 1966) og Spectacles fyrir slagverk og tónband eftir Atla Heimi Sveinsson (Basel 1970). Af þessu má sjá að Íslendingar höfðu verið virkir þátttakendur í starfsemi félagsins í um tuttugu ár.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998