18.01.2017
- Bréf og greinargerð stjórnenda tónlistarskóla um nám á frahaldsstigi í tónlist (8. maí 2015)
- til þingmanna, borgarfulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og annarra sem málið varðar eða vilja kynna sér það
- Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms (13. maí, 2011)
- milli Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra
- Af tónlistarskólum í Reykjavík 2010-2011
- 18. janúar 2017:
- „Það ber ekki mikið í milli“ (Mbl.is): „... Dagrún Hjartardóttir, starfandi formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), um stöðu kjaradeilu félagsins og Samband íslenskra sveitarfélaga...“
- 17. janúar 2017:
- Ófremdarástand sem verður að binda endi á (Vefur Kennarasambands Íslands): „Tónlistarkennarar, sem tilheyra grasrótarhópi innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, afhentu Degi B. Eggertssyni ályktun í hádeginu í dag. Í ályktun hópsins segir meðal annars að óviðunandi sé að FT hafi verið með lausa samninga í nærfellt fimmtán mánuði...“
- 33. janúar 2017:
- Fara yfir nýtt tilboð í kjaradeilu (Dagrún Hjartardóttir - RUV.is): „... Tónlistarkennarar hafi verið samningslausir í fimmtán mánuði. Félagið hafi fyrir áramót reynt að höggva á hnútinn með því að slá af öllum kröfum og lagt til skammtímasamning með afturvirkri hækkun launa. Því hafi ekki verið tekið...“
- 10. janúar 2017:
- Tónlist fyrir alla (Arna Kristín Einarsdóttir): „... Tónlistarskólum hefur sömuleiðis verið þröngur stakkur sniðinn og ljóst að þróun tónlistarkennslu á Íslandi hefur gert það að verkum að það er að miklu leyti komið undir efnahag og aðstæðum foreldra hvort börn fá tækifæri til að læra á hljóðfæri, nokkuð sem Gustavo Dudamel lítur á sem mannréttindi...“
- 7. janúar 2017:
- Athugasemdir KÍ við yfirlýsingu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (Vefur KÍ): „Fimmtudaginn 22. desember síðastliðinn sendi samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sér yfirlýsingu um stöðuna í kjaraviðræðum þeirra við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Í yfirlýsingunni (sem sjá má neðst hér í fréttinni) eru ýmsar fullyrðingar sem Kennarasamband Íslands gerir athugasemdir við. Fullyrðingar sambandsins og athugasemdir KÍ eru sem hér segir...“
- 30. desember 2016:
- Tónlistarkennarar samningslausir í 14. mánuði (Dagrún Hjartardóttir - Morgunblaðið, bls. 24): „... Þessi tillaga FT hefur þann megintilgang að lágmarka þann skaða sem óásættanlegar tafir við samningsgerðina hafa valdið félagsmönnum, m.a. í formi lægri launasetningar þessa 14 mánuði. Laun félagsmanna FT yrðu eftir sem áður enn tugum þúsunda króna lægri en annarra kennara og stjórnenda í KÍ...“
- 25. desember 2016:
- Tónlistarkennarar samningslausir (Þorsteinn Kristófer Jónsson - Feykur.is): „... Nú liðu nokkrir mánuðir ég var staddur heima um kvöld, þegar dyrabjallan hringdi, fyrir utan var stráksi með gítarinn, sagði mér að hann væri kominn til að uppfylla skuldbindingar sínar. Hann kom inn og spilaði fyrir mig allt sem hann hafði æft, og var það alveg með ólíkindum hvað hann hafði náð miklum árangri á ekki lengri tíma. Ég þakkaði honum fyrir komuna, óskaði honum góðs gengis í framtíðinni og sagði honum enn fremur að hann hefði gert upp allar skuldir við mig...“
- 22. desember 2016:
- Erfitt að knýja fram uppbyggilegt samtal (Mbl.is): „... SNS gerði út um leikinn í síðustu kjaraviðræðum með því að útvarpa þeim ósannindum að tónlistarskólakennarar krefðust hærri launa en leik- og grunnskólakennarar. Það er öllum ljóst að lítið stéttarfélag hefur ekki úr mörgum leikjum að tefla ef stærri aðilinn ákveður að nota yfirburði sína með þessum hætti...“
- Litlar undirtektir sveitarfélaga vonbrigði (Mbl.is): „Samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum segir stöðuna í kjaraviðræðum þeirra við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga óviðunandi og að samtal síðustu daga hafi litlum árangri skilað. Það séu vonbrigði að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg hafi ekki séð sér fært að koma meira til móts við tónlistarkennara...“
- 21. desember 2016:
- Vilja svar við nýju tilboði í dag (Mbl.is): „... „Verkföll eru liðin tíð fyrir litla hópa og það sást í verkfalli tónlistarkennara árið 2014. Það er ekki lengur inn í myndinni,“ segir hún, spurð hvort tónlistarkennarar íhugi verkfall ...“
- 19. desember 2016:
- Árangurslaus fundur í kjaradeilu (Mbl.is): „Fundur í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus. Ríkissáttasemjari sleit fundi og hefur ekki boðað nýjan. Nýr fundur verður líklega boðaður á nýju ári...“
- Reykjavíkurborg – örlagavaldur í kjarasamningageð FT? (Tónlistarkennarar um land alt - Vísir.is): „... Margir eiga erfitt með að skilja hvernig borgin getur tekið yfir kjarasamningagerð sem samninganefnd Sambandsins hefur með höndum, ekki síst með hliðsjón af lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla (nr. 75/1985)...“
- 17. desember 2016:
- Leysi deiluna við tónlistarkennara (Garðar Örn Úlfarsson - Vísir.is): „... Ef fer sem horfir, að tónlistarskólakennarar haldi áfram að dragast aftur úr í launakjörum miðað við önnur aðildarfélög KÍ, er hætt við að þeir hverfi til annarra starfa og að það hafi áhrif og bitni á tónlistarfræðslu komandi ára. Það sem tekið hefur áratugi að byggja upp, má eyðileggja á örskotsstundu,“ segja kennararnir...
- 16. desember 2016:
- Öll í sama liðinu? (Örlygur Benediktsson - Vísir.is): „... Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? ... “
- 15. desember 2016:
- Dagur íslenskrar tónlistar? (Sigurgeir Sigmundsson - Fréttablaðið): „... Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tón- listarskólakennara...“
- 8. desember 2016:
- Tónlistarskólar eru undirstaða tónlistarlífsins (Guðni Tómasson - Fréttatíminn): „Ráðamenn og þeir sem halda um tauma í samningaviðræðum um þessi mál átta sig ekki á því sem við og forverar okkar í starfi hafa lagt á sig til að byggja upp þetta mikla tónlistarlíf. Það tekur áratugi að byggja svona hluti upp en svo getur það tekið örskamman tíma og í raun bara nokkur pennstrik að leggja þetta í rúst.“
- 29. nóvember 2016:
- Tónlistarkennarar fá betri laun sem barþjónar en í skólunum (Vísir.is): „... Það er mat tónlistarkennara að þeir séu með allt að 15 prósentum lægri laun en grunnskólakennarar. „Það mætti ætla að launabilið yrði enn meira þegar búið er að semja við grunnskólakennara. Við teljum það sanngjarnar kröfur þegar við förum fram á að launabilið sem myndaðist þegar við drógumst aftur úr verði minnkað,“ leggur Dagrún áherslu á...“
- 28. nóvember 2016:
- Auður tónlistar á aðventu (Hafliði Helgason - Vísir.is): „... Tónlistarkennarar vinna merkilegt starf. Þeir hafa verið samningslausir í heilt ár. Það er vond staða og við henni þarf að bregðast. Við eigum mikið undir því að ungt fólk hafi aðgang að fjölbreyttum uppbyggilegum tómstundum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að ungmennum sem stunda tónlistarnám og annað skapandi tómstundarstarf farnast betur í lífinu...“
- 23. nóvember 2016:
- Taka „Gylfann“ á þetta? (Guðríður Arnardóttir - Vísir.is): „... Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. ... Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. ... Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi...“
- 21. nóvember 2016:
- Ekkert í lífinu reynst mér dýrmætara að læra en tónlistin (Jakob Frímann Magnússon - Bylgjan, Reykjavik síðdegis): ... Þúsundir tónleika sem íslenskir tónlistarmenn halda árlega, á Íslandi og í útlöndum, er einhver fegursti vitnisburður um menningarstig þjóðarinnar sem hugsast getur... Tónmenntakennarar eiga í engu að vera undirborgaðir, ef eitthvað ættu að yfirborga þá...
- 18. nóvember 2016:
- Engin lausn í sjónmáli (Mbl.is): „Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og sveitarfélaganna. Samningar þeirra hafa nú verið lausir frá 31. október í fyrra...“
- „Computer says no“ (Ólafur Ragnarsson söngvari - Vísir.is): „... Þeir sömu hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum...“
- 16. nóvember 2016:
- Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! (Aðalheiður Steingrímsdóttir - Vefur Kennarasambands Íslands): „... Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið...“
- 14. nóvember 2016:
- Tónlistarskóli eða ekki tónlistarskóli? Þar er efinn, eða hvað? (Ingunn Ósk Sturludóttir - Bæjarins besta): „... Er það virkilega svo að sveitarfélög sjái fyrir sér að reka ekki TÓNLISTARSKÓLA? Það gæti orðið svo í náinni framtíð að þau hreinlega gætu það ekki lengur því nýliðun í stéttinni er lítil sem engin og þegar farið að bera á atgervisflótta vegna slakra kjara og þeirri lítilsvirðingu sem störfum þeirra er sýnd þegar þeir opna launaumslögin sín um hver mánaðarmót. TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR eru að jafnaði með 10-15% lægri laun en kennarar í öðrum skólagerðum. Samræmist það stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að greiða beri sömu laun fyrir sambærilega vinnu? Ja ég bara spyr? ...“
- 12. nóvember 2016:
- Sprettur tónlist upp af sjálfri sér? (Friðrika Benónýsdóttir - Vísir.is): „... eða hvaðan halda þessir ráðamenn að allt þetta frábæra tónlistarfólk sem fram kemur á svona hátíð sé komið? Halda þeir að tónlist spretti bara af sjálfri sér og kennsla í henni sé algjört aukaatriði? Að það blómlega starf sem fer fram í tónlistarskólum landsins sé bara eitthvert dútl til þess hannað að halda börnunum af götunni rétt á meðan foreldrarnir eru að klára að vinna þann daginn? ...“
- 11. nóvember 2016:
- Tónlistarkennarar – Engir annars flokks kennarar (Gunnar Guðbjörnsson - Vísir.is): „... Tveimur kjarasamningum grunnskólakennara hefur verið hafnað og er enn óvíst hvenær samningar nást sem þeir sætta sig við. En það sitja ekki allir við sama borð því að sumum kennurum er ekki einu sinni gert óásættanlegt tilboð: Tónlistarkennurum...“
- 4. nóvember 2016:
- Óharmonísk kjaradeila (Indriði H. Þorláksson): „... Starf tónlistarskóla er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og unglinga og forsenda blómlegrar tónlistarstarfsemi. Til þess að stefna því starfi ekki í óefni verða sveitarfélögin að sýna uppeldislega ábyrgð, menningarlega reisn og félagslegan þroska og beina því til umboðsmanna sinna í samninganefnd sveitarfélaga að láta af vopnaskaki og ganga til samninga sem tryggi tónlistarskólakennurum sambærileg kjör og þau semja um við grunnskólakennara.“
- 2. nóvember 2016:
- Spyrja hvort ekki sé mál að linni (Vefur Kennarasambands Íslands): „... Menntun tónlistarskólakennara, sem oftar en ekki hefur staðið yfir frá barnsaldri, felur í sér gríðarlega uppsöfnun á sérþekkingu, leikni og hæfni. Kennslusviðið spannar allan aldur og öll námsstig í menntakerfinu – engin önnur kennarastétt kennir þvert á öll skólastig. Í starfinu felst bæði gríðarleg sérhæfing og mikil kennslufræðileg breidd. Tónlistarskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði – enginn getur komið í þeirra stað...“
- 31. október 2016:
- Er starf tónlistarskólakennara minna virði en annarra kennara? (Þórunn Elfa Stefánsdóttir - Vísir.is): „... Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar...“
- 28. október 2016:
- Stjórn KÍ krefst þess að samið verið við FT (Vefur Kennarasambands Íslands): „... Sú hugmynd að allar skólagerðir vinni saman gengur ekki upp ef mismunun í kjörum kennarahópanna heldur áfram. Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu.“
- Samningslausir í nær eitt ár (Mbl.is): „... Staða tónlistarskólakennara er með þeim hætti að nýliðun er lítil sem engin innan stéttarinnar og afstaða sveitarfélaganna er farin að hafa áhrif á starfsánægju tónlistarskólakennara í starfi...“
- Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? (Þórður Á Hjaltested - Vísir.is): „Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT...“
- Kjarasamningar tónlistarkennara hafa verið lausir í eitt ár (Vísir.is): „... Kjarasamningar tónlistarskólakennara hafa nú verið lausir í tæpt ár, eða frá 1. nóvember 2015...“
- 21. október 2016:
- Af kjaramálum tónlistarskólakennara og annarra opinberra starfsmanna (Guðríður Arnardóttir - Vísir.is): „... Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar...“
- 20. október 2016:
- Kennsla - geggjaðasta listgreinin (Kristín Valsdóttir - Vísir.is): „... Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.“
- 19. október 2016:
- Tónlistarnám ætti að vera einn af hornsteinum menntunar (Magnea Gunnarsdóttir - Vísir.is): „... Sú var tíðin að tónlistarskólakennarar nutu sömu kjara og aðrar kennarastéttir, en nú kveður við nýjan og falskan tón. Ástæða þessa er líklega fyrst og fremst sú að tónlistarkennarar misstu úr eina samningslotu hrunárið 2008, og sátu því eftir. Nú er svo komið að ef ekki verður betur staðið að málum mun skeika um 14% í launamun á milli þeirra og annarra kennarastétta eftir þrjú ár, tónlistarskólakennurum í óhag...“
- 18. október 2016:
- Þungar áhyggjur af stöðu samningamála (Vefur Kennarasambands Íslands): „... Í launahugmyndum SNS er tónlistarskólakennurum áfram boðið að vera með laun allt að 15% lægri en annarra kennara. Þetta er með öllu óásættanleg niðurstaða. Svæðisþingið skorar á SNS að ganga til samninga nú þegar.“
- Viðhorf sveitarstjórnamanna reiðarslag (Dagrún Hjartardóttir - vefur KÍ): „... Stefna sveitarfélaga um að sambærileg og jafnverðmæt störf séu launuð með sama hætti virðist hafa tekið u-beygju. Skilaboð sveitarfélaga til tónlistarkennara sem birtast í þessum hugmyndum eru skýr: störf ykkar eru ekki jafn verðmæt og störf annarra kennara...“
- 15. október 2016:
- Og við hvað vinnur þú svo á daginn? (Tryggvi Baldvinsson - Visir.is): „... Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokk- anna í mennta- og menningar- málum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.“
- 27. september 2016:
- Tónlistarskólar kvarta til umboðsmanns (Ruv.is): „... Fram kemur einnig að við afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á tillögunum hafi verið að mati TK/TSDK brotið gegn mörgum grundvallarreglum stjórnsýslulaga. Beiðnum skólanna um að fá aðgang að gögnum málsins hafi verið mætt með þögninni einni, að því frátöldu að skólarnir fengu eftir mikinn eftirgang afrit af greinargerð matsnefndarinnar. Með því hafi andmælaréttur TK/TSDK verið virtur að vettugi við meðferð málsins. Þá hafi ráðherra ekki látið skólunum í té rökstuðning fyrir ákvörðun sinni, þrátt fyrir lagaskyldu þar um. Skólarnir gera einnig athugasemdir við skipan matsnefndarinnar...“
- 26. september 2016:
- Samningur undirritaður um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar (Mennta- og menningarmálaráðuneytið): „... Í samningnum er kveðið á um að Menntaskóli í tónlist láti í té fullnægjandi gögn til að hægt sé að veita honum viðurkenningu um stofnun einkarekins listframhaldsskóla á sviði tónlistar. Við lok samningsins og að uppfylltum ákvæðum hans er gert ráð fyrir að gerður verði þriggja ára þjónustusamningur um rekstur skólans ... Einnig eru í samningnum ákvæði um framkvæmd og þar kemur meðal annars fram að skólanámskrá og upplýsingar um skólann verði birtar á heimasíðu skólans í júlí á næsta ári... [?]“
- 4. ágúst 2016:
- Ráðherra vísar gagnrýni á bug (Morgunblaðið, bls. 10) – Menntamálaráðherra: „... Ég hafna því algjörlega að það sé með einhverjum hætti staðið óeðlilega að þessu...“
- 3. ágúst 2016:
- Rekstraraðila nýs framhaldsskóla ákveðnir (Morgunblaðið, bls. 4): „Leitað verður til Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólans í Reykjavík vegna reksturs tónlistarframhalds- skóla, að því er fram kemur í bréfi mennta- og menningarmálaráðu- neytisins til skólanna frá 25. júlí sl., að liðnum fresti annarra bjóðenda til athugasemda...“
- 28. júlí 2016:
- Nýr listframhaldsskóli á sviði tónlistar fer af stað í haust (Illugi Gunnarsson - Bítið á Bylgjunni): „... Með öðrum orðum að það verði einhvers konar inntökupróf. Ég ætla ekki að útfæra þau; það verða auðvitað bara fagaðilarnir að gera. En að það sé auðvitað horft til þess að þarna sé verið að hleypa inn nemendum sem við ætlum að fjárfesta í sem sannarlega sýna það að þau hafa eitthvað til að bera til þess að leggja út á þessa braut... Þarna verða ekki eintóm stórséní inni, en við viljum gjarnan að þarna verði gerða kröfur...“
- 27. júlí:
- Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara (Þóra Einarsdóttir - Visir.is): „Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands...“
- 13. júlí:
- Um háskólamenntun í tónlist – framsækið nám í söng (Þóra Einarsdóttir - Mbl.is): „... Söng- og hljóðfæranámið við LHÍ tekur mið af breyttum veruleika hvað varðar starfsvettvang tónlistarmanna, en aðeins lítil prósenta söng- og hljóðfæraleikara fær atvinnu eða fasta stöðu við sinfóníuhljómsveitir eða óperuhús. Flestir sinna fjölbreyttum störfum á sviði tónlistar...“
- 6. júlí 2016:
- Segir fullyrðingu deildarstjóra LHÍ ranga (Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra - Mbl.is): „... aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við mbl.is að starfsmenn ráðuneytisins kannist ekki við að ritgerðin hafi neitt verið notuð í vinnu við framkvæmd útboðs á nýjum framhaldsskóla í listum...“
- Tryggvi M. Baldvinsson ræðir við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur – meðal annars um hvernig hugmynd ráðherra listframhaldsskóla, sem fengin er úr rigterð Freyju Gunnlaugsdóttur, mun hafa slæm áhrif á Tónlistardeild Listaháskóla Íslands (frá 15:40).
- 5. júlí 2016:
- Athgasemd fráTónlistardeil Listaháskóla Íslands – vegna meistaraprófsritgerðar Freyju Gunnlaugsdóttur, klarínettuleikari og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík: „...Sú ályktun Freyju að námið við LHÍ henti nemendum TR illa eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Engin gögn, engin viðtöl við nemendur eða rannsóknir liggja þessu að baki. Þessi ummæli virðast því einkum hugsaðar sem tilraun til að upphefja námið við TR...“
- Um háskólamenntun í tónlist – námsþróun í alþjóðlegri samvinnu (Þóra Einarsdóttir - Visir.is): „... Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi...“
- 6. júní 2016:
- Leiðast seinlegar samningaviðræður (Fréttablaðið, bls. 4): „... Þar sem við misstum úr eina umferð í kjarasamningum árið 2008 og hefur ekki enn tekist að ná okkar fyrri stöðu leggjum við ofuráherslu á að okkar hlutur verði leiðréttur núna og störfin ekki gjaldfelld...“ (Sigrún Grendal formapur FT)
- 13. júní:
- Kennarar og stjórnendur tónlistarskóla langþreyttir á samningsleysi (vefur KÍ): „Tónlistarkennarar fjölmargra tónlistarskóla hafa síðustu daga sent frá sér ályktanir og yfirlýsingar þar sem þeir lýsa furðu yfir þeirri stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tónlistarskólakennarar innan Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla (FT) hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í deilunni...“
- 1. júní 2016:
- Tekist á um tónlistarnám (Ruv.is): „... Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega að menntamálaráðherra hefði ekki staðið við loforð um að koma þessum málum í betra horf í eitt skipti fyrir öll svo ekki þyrfti ítrekað að bjarga skólunum frá þroti á síðustu stundu en héldi áfram að kenna Reykjavíkurborg um það ófremdarástand sem ríkti í málaflokknum...“
- 31. maí 2016:
- Tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda (Vefur Alþingis): Umræður á Alþingi um framlengingu samkomulags ríkis og sveitarfélaga um stuðning ríkisisn við tónlistarnám á framhaldsstigi í almennum tónlistarskólum.
- Fjórir geta rekið nýjan listframhaldsskóla (Ruv.is): „... Fjórir tónlistarskólar uppfylla skilyrði sem sett eru fyrir því að reka nýjan listframhaldsskóla á sviði tónlistar. ... Gerð er krafa um að bjóðendur hafi að lágmarki 10 ára reynslu við rekstur tónlistarskóla með minnst 50 nemendur á framhaldsstigi, sem og miðstigi í söng. Þá þurfi þeir að sýna fram á möguleika á að sinna klassískri og rytmískri tónlistarkennslu fyrir allt að 200 nemendur...“
- 14. maí 2016:
- Útboð vegna listaskóla (visir.is): „Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir í dag eftir þátttakendum í auglýstu ferli um rekstur listframhaldsskóla á sviði tónlistar. Miðað er við að skólastarf hefjist á skólaárinu 2016 til 2017...“
- 4. maí 2016:
- „Tónlistarskólarnir eru mjög illa staddir“ (Freyja Gunnlaugsdóttir - Morgunvakt Rásar 1): „... Um mitt síðasta ár voru tónlistarskólarnir í Reykjavík á framhaldsstigi nánast gjaldþrota, þar sem borgaryfirvöld litu svo á að þau gætu valið að styðja eingöngu við tónlistarnám á grunn- og miðstigi. Ríkið ætti að sjá um afganginn. Í síðasta mánuði var undirritað nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Jafnframt var greint frá því að mennta- og menningarmálaráðuneytið vinni að því að setja á laggir listframhaldsskóla sem sérhæfði sig í tónlist, og að miðað væri við að skólastarf hefjist næsta haust...“
- 13. apríl 2016:
- Stuðningur við tónlistarnám (Mbl.is): „... Á móti framlagi ríkisins skuldbinda sveitarfélög sig til að taka yfir verkefni frá ríkinu, sem tilgreind eru í samkomulaginu og sem nema 230 m.kr. á ársgrundvelli. Sveitarfélögin sjá til þess að framlagið renni til kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru í viðurkennda tónlistarskóla án tillits til búsetu og uppfylla nánari skilyrði sem sett verða í lögum um tónlistarskóla. Þau eiga einnig að ábyrgjast að nemendur sem njóta framlags greiði ekki annað en skólagjöld til viðkomandi tónlistarskóla...“
- 12. apríl 2016:
- Óvissa stuttu fyrir stofnun listframhaldsskólans (Morgunblaðið, bls. 1): „...Spurður hvort óvissa sé ekki mikil svo stuttu fyrir áætlaða opnun skólans segir Illugi gera ráð fyrir að fáir muni stunda fullt nám í skólanum sem aðalskóla á fyrsta starfsári hans, en fjölmargir muni koma til með að geta sótt sér einingabært nám í hann samhliða öðru námi.“
- Listframhaldsskóli tekur til starfa í haust (Morgunblaðið, bls. 1): „... Með tilkomu listframhaldsskólans segir Halldór að ríkið sé að taka á sig meiri ábyrgð þegar kemur að tónlistarkennslu. „Ríkið tekur 200 nemendur sem annars þyrfti að kosta af hálfu sveitarfélaganna.“ Að mati Halldórs kemur nýja fyrirkomulagið sér óneitanlega best fyrir nemendur búsetta í Reykjavík...“
- 6. apríl 2016:
- Framhaldsskóli í tónlist á næsta skólaári (Morgunblaðið bls. 11): „... Áfram er gert ráð fyrir samkomulagi til þriggja ára milli ríkis og sveitarfélaga um aðkomu ríkisins að tónlistarnámi á vegum sveitarfélaga fyrir aðra nemendur á framhaldsstigi í tónlist en með því að hluti nemendahópsins færist til listframhaldsskólans verður Jöfnunarsjóði gert kleift að hækka framlag fyrir hverja kennslueiningu og færa nær raunkostnaði tónlistarskólanna.“ [Undirstrikun og feitletrun musik.is]
- 5. apríl 2016:
- Nýr skóli býður upp á sérnám í tónlist til stúdentprófs (Visir.is): „Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. ... Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla...“
- 10. mars 2016:
- Borgin ber ábyrgð en þarf ekki að borga (Ruv.is): „Reykjavíkurborg ber ábyrgð á tónlistarkennslu en hafði rétt á því að fella niður fjárframlög til slíkrar kennslu á framhaldsstigi, samkvæmt dómi í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn borginni. Skólinn ætlar að áfrýja niðurstöðunni...“
- 9. mars 2016:
- Stutt í samning um tónlistarkennslu (Ruv.is): „Menntamálaráðherra vonast til að samningar milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun tónlistarskólanna verði kynntir innan skamms. Málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. Sérstakur framhaldstónlistarskóli, sem ríkið fjármagnar, tekur starfa í haust, sem liður í samkomulaginu...“
- 11. desember 2015:
- Alvarleg staða tónlistarskóla í Reykjavík – hvar liggur ábyrgðin? (Kristinn Örn Kristnsson - Vísir.is): „... Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi...“
- 26. nóvember 2015:
- Tónlistarnám fyrir rétti (Freyja Gunnlaugsdóttir – Vísir.is): „Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins...“
- 21. nóvember 2015:
- Á afmæli Bjarkar (Silfur Egils): „... En að tónlistinni er nú sótt af yfirvöldum. Tónlistarskólar eru í fjársvelti og mæta litlu nema þvergirðingi og stífni frá yfirvöldum. Ég sé á Facebook að borgarstjórinn í Reykjavík mærir Björk á afmælinu. Besta kveðjan sem hann gæti sent henni og okkur hinum er að taka nú myndarlega á vanda tónlistarskólanna – jú, og bara leysa hann...“
- 13. október 2015:
- Leyfa þeir tónlistarskólunum að lognast út af? (Jóhann Páll Jóhannsson - Stundin): „... Það er tvískinnungsháttur að tala um mikilvægi íslensks tónlistarlífs á tyllidögum en höggva að rótum þess þegar teknar eru ákvarðanir um fjárveitingar. Fari svo að tónlistarskólarnir á höfuðborgarsvæðinu grotni niður, þá mun það gerast vegna pólitískra ákvarðana stjórnmálamanna sem telja framhaldsmenntun í tónlist ekki peninganna virði.“
- 6. október 2015:
- Illugi Gunnarsson um deilu ríkis og borgar vegna tónlistarskóla (Bítið á Bylgjunni): „... Reykjavíkurborg dró sitt framlag til baka...“
- 4. október 2015:
- Óvissa ríkir um framtíð fjögurra tónlistarskóla (Stundin): „Í opnu bréfi til borgarstjórnar kemur fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi sagt á fundi að hann „tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt“.“
- 3. nóvember 2015:
- Opið bréf til borgarstjórnar (Þórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Gguðbjörnsson, Sigurður Flosason - Vísir.is): „... Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011.“
- 2. nóvember 2015:
- Ef ég væri söngvari (Auður Gunnarsdóttir - Vísir.is): „Þegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim.“
- 60 milljónir til tónlisaskóla í Reykjavík (Mbl.is): „Gert er ráð fyrir 60 milljóna króna viðbótaframlagi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjáraukalaga vegna uppsafnaðs rekstrarvanda nokkurra tónlistarskóla í Reykjavík...“
- 24. október 2015:
- Neyðarástand í söngskólum (Þór Breyðfjörð – Morgunblaðið, bls. 28): „Ef litið er á aðalhlutverk í nýjustu sýningu Íslensku óperunnar kemur í ljós að flest aðalhlutverk eru í höndum söngvara frá Söngskóla Sigurðar Demetz og Söngskólanum í Reykjavík. Þarna eru tveir sjálfstæðir skólar sem eru stoðirnar í íslenskri óperu og það er verið að drepa þá með sinnuleysi stjórnvalda.“
- 21. október 2015:
- Hennar líf vér kjósum (Katrín Jakobsdóttir – Vísir.is): „... Ef við sem þjóð sjáum okkur ekki fært að fjárfesta í menningu komum við til með að hafa lítið annað að státa af en þetta snotra sker sem við byggjum. Hvað verður þá um Gunnar og Njál, Snorra og Egil, Jónas og Kiljan, Kaldalóns og Leifs, Kjarval og Erró, Björk og Sigurrós?“
- 20. október 2015:
- Kalla eftir ábyrgð (Freyja Gunnlaugsdóttir – Vísir.is): „... En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík?“
- Glötum ekki niður tónlistarnáminu! (Katrín Jakobsdóttir – Vísir.is): „...Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt.“
- Hvatning (Sveinn Einarsson – Morgunblaðið, bls. 19): „Stjórnvöld, hvort sem er í ríkismálum eða sveitarstjórnarmálum, hafa auðvitað séð sóma sinn og keppst um að styrkja þessa starfsemi á allan máta; þurft kannski að skipta með sér kostnaði til að miðla málum, ef þeir fengu ekki að hafa það allt í sinni hendi. Verðugt er verkefnið...“
- 17. október 2015:
- Tenórar deila (Kristján Jóhannsson og Gunnar Guðbjörnsson – Vísir.is): „... Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi...“
- 15. október 2015:
- Ég er reiður (Kjartan Óskarsson – Morgunblaðið, bls. 18): „Það er jú svo að skv. verkaskiptalögunum frá 1989 eru tónlistarskólar verkefni sveitarfélaga, þar með talið framhaldsstigið, hvað sem forsvarsmönnum sveitarfélaga kann að finnast um það...“
- Stöndum vörð um söngnám (Hanna Dóra Sturludóttir – Vísir.is): „... Vandi skólans og annarra tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til deilna ríkisins og Reykjavíkurborgar um hver eigi að borga nám á mið- og framhaldsstigi í söng...“
- 12. október 2015:
- Hvernig verða tónlistarmenn til? (Garðar Cortes – Morgunblaðið, bls. 18): „... Eins og mér er bölvanlega við að blása eigin trompet, þá get ég ekki annað en minnt á mig og mína stofnun sem á í vök að verjast fyrir heimsku og hortugheit „venjulegra“ manna sem í nafni stjórnmála halda sig geta hagað sér öðruvísi en upp- eldi þeirra segir til um...“
- 7. október 2015:
- Skólarnir fara á hausinn ef ekkert verður að gert (Garðar Cortes – Morgunblaðið, bls. 12): „Söngskólinn í Reykjavík er í sömu sporum og aðrir stórir tónlistarskólar og líður undir lok verði ekkert að gert...“ Garðar Cortez.
- Borgin beri ábyrgð á tónlistarkennslunni (Illugi Gunnarsson – Morgunblaðið, bls. 12): „... Illugi gerir í bréfinu at- hugasemd við framangreinda túlkun, en hann telur að hvorki samkomulagið frá árinu 2011 né viðbótarfjár- veiting þingsins í vor jafngildi því að ríkið taki ábyrgð á rekstrinum og beri þannig að standa undir skólunum.“
- 6. október 2015:
- Lokun blasir við – Framtíðin í höndum ríkisvaldsins (Morgunblaðið, bls. 13): Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík verður lokað um áramót að óbreyttu.
- Leysum bráðavandann (Visir.is, Skúli Helgason): „Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna...“
- Tónlistarskólar í borginni að leggja upp laupana – Ríkisstjórnin stóð ekki við sinn hlut (Eyjan.is): „... Skúli [Helgason] segir að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni afar tvísýnan og nú þegar hafi einn skóli sagt upp öllum sínum starfsmönnum...“
- 7. sept. 2015:
- Fiðlunemandi þarf að flytja frá Vopnafirði (RÚV): „Stúlka, sem hefur æft á fiðlu frá unga aldri, fær ekki að halda námi sínu áfram í vetur. Vopnafjarðarhreppur vill ekki niðurgreiða tónlistarnám hennar á Akureyri þar sem hún sækir menntaskóla...“
- 27. ágúst 2015:
- Höfuðborg eða hjáleiga? (Visir.is, Freyja Gunnlaugsdóttir): „... Röksemdir Reykjavíkurborgar í þessari deilu verða að teljast hæpnar. Samkvæmt verkaskiptasamningi milli sveitarfélaga og ríkisins sem hefur verið í gildi frá 1989, sem byggist á lögum um tónlistarskóla, taka sveitarfélögin alfarið að sér rekstur tónlistarskóla og launagreiðslur til þeirra. Til þess að takast á við þetta verkefni voru sveitarfélögunum tryggðir sérstakir tekjustofnar sem ekki hefur verið hreyft við þrátt fyrir sinnaskipti borgarinnar...“
- 21. ágúst 2015:
- 20. ágúst 2015:
- Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra (mp3 – Reykjavík síðdegis á Bylgjunni)
- Rekstur tónlistarskóla í Reykjavík í uppnámi í vetur (mp3 – Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, Gunnar Guðbjörnsson)
- Tónlist borgar sig (Visir.is, Þorvaldur Gylfason): „... Ríki og byggðir halda úti skólum um allan heim vegna þess að miklu fleiri njóta ávaxta skólagöngunnar en þeir einir sem sækja skólana. Einkaframtaki er af þessum sökum hvergi á byggðu bóli treyst fyrir menntakerfinu nema í aukahlutverki...“
- 19. ágúst 2015:
- Réttast væri að spila ekki eina einustu nótu á menningarnótt (Egill Helgason): „Á laugardaginn er menningarnótt, það er fyrst og fremst tónlistarhátíð. Borgarstjórnin í Reykjavík er afar stolt af henni. En á sama tíma stendur borgarstjórnin fyrir aðför að tónlistarnáminu í borginni. Það sætir gríðarlegu fjársvelti, tónlistarskólarnir upplifa stöðugan niðurskurð, og nú er framhaldsnám í tónlist í uppnámi vegna togstreitu milli borgar og ríkis...“
- Tónlistartjón (Visir.is, Fanney Birna Jónsdóttir): „... Tónlistarskólastjórnendur í Reykjavík telja að sveitarfélagið beri ábyrgð á rekstrinum og stuðningur ríkisins við nám lengra kominna breyti engu þar um. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem túlkar lögin með þeim hætti sem það gerir og þannig ljóst að önnur sveitarfélög hafa ekki séð ástæðu til að halda fjármunum frá tónlistarskólum þegar 65 prósenta stuðningi ráðuneytisins sleppir...“
- Tjón á Tónlistarlífi (Visir.is, Halldór Halldórsson): „... Samkomulagið fjallar ekki um yfirtöku ríkisins á framlagi til framhaldsmenntunar í hljóðfæranámi og mið- og framhaldsstigi í söng heldur samþykkir ríkið aðkomu að kennslukostnaði og það orðalag er ekki hægt að túlka sem yfirtöku á öllum fjárframlögum til framhaldsstigsins...“
- Borgarfulltrúi segir borgina bera ábyrgð (Visir.is, Júlíus Vífill Ingvarsson): „... Hann segir að skyldur sveitarfélaga séu skýrar og að samkomulagið sem undirritað var árið 2011 um aðkomu ríkisins að kennslukostnaði tónlistarskóla létti ekki skyldum af sveitarfélögum...“
- Segja skilning borgarinnar vera rangan (Visir.is, Illugi Gunnarsson): „... Skilningur formanns borgarráðs um að samkomulagið hafi með einhverjum hætti losað sveitarfélögin frá ábyrgð sem kveðið er á um í lögum varðandi rekstur tónlistarskóla á mið- og framhaldsstigi er rangur...“
- 18. ágúst 2015:
- Rótgrónir tónlistarskólar í Reykjavík í óvissu (mp3 – Ríkisútvarpið, Síðdegisutvarpið – Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga): Samkomulagið 2011 gekk út á að komast út úr óþolandi ástandi sem fólst í að tónlistarskólar voru lokaðir nemendum sem ekki áttu lögheimili í því sveitarfélagi sem rak tónlistarskólann...
- Segir að ríkið virði ekki samkomulag (Visir.is): „„Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra...“
- Vegna ummæla formanns borgarráðs í Fréttablaðinu 18. ágúst 2015 um málefni tónlistarskóla í Reykjavík (Mennta- og menningarmálaráðuneytið): „... Samkomulagið breytir ekki ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla sem kveðið er á um í lögum nr. 75/1985 og leysir þau t.d. ekki undan þeirri skyldu að veita sjálfstæðum skólum, sem hlotið hafa samþykki þeirra, fjárhagslegan stuðning...“
- 15. ágúst 2015:
- Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir (Visir.is): „„Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.“
- 18. júní 2015:
- Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám (Stöð 2, kvöldfréttir): „... „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi...“
- 16. júní 2015:
- Tímamót í íslensku tónlistarlífi? (Vísir.is – Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson): „... Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann...“
- 15. júní 2015:
- Menntamálanefnd þingsins: Vilja stórefla tónlistarnám (Fréttablaðið, bls. 4): „Frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um eflingu tónlistarnáms verður rætt á þingfundi á morgun...“
- 14. júní 2015:
- Óvissa um fjármögnun tónlistarnáms (Morgunblaðið, bls. 4): „... Þetta átti náttúrlega að koma sem innspýting í starfsemi skólanna en gerði það ekki, heldur spöruðu sveitarfélögin sér það sem þessu nam í kostnaði við rekstur skólanna. Mér finnst líklegt að þetta verði einfaldlega skorið niður ef þessi framlög detta úr gildi...“ (Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri).
- Segja tónlistarnámið í uppnámi (Stöð 2, kvöldfréttir): „Fimmtán ára drengur, sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði í níu ár, þarf að flytja til Reykjavíkur til að leggja stund á framhaldsnám, verði hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Foreldrar hans hafa áhyggjur af stöðunni...“
- 13. júní 2015:
- Menntamálaráðherra með augum Gunnars – skopteiknara Fréttablaðsins.
- 10. júní 2015:
- Ríkið kosti tónlistarnám út 2015 (RUV): „Allsherjar- og menntamálanefnd lagði í gær fram frumvarp um að ríkið fjármagni hljóðfæranám á framhaldsstigi í tónskólum landsins út árið 2015. Kostnaðurinn við þetta verður 520 milljónir króna, en ekki er heimild í fjárlögum ársins vegna þessara verkefna...“
- 8. júní 2015:
- Tónlistarmenn ættu að anda rólega (Bítið á Bylgjunni): Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðhera í viðtali.
- Viðtal (RÚV – Síðdegisútvarpið): Júlíana Rún Indriðadóttir, aðstoðarskólastjóra í Tónskóla Sigursveins.
- Skerðir ekki tónlistarnám á landsbyggðinni (RUV.is): „... Ástæða þess að samkomulagið verður ekki framlengt er meðal annars túlkun Reykjavíkurborgar á því, sem setti ekki peninga á móti ríkinu inn í tónlistarskóla eins og önnur sveitarfélög...“
- Feilnóta Illuga (Visir.is – Magnús Guðmundsson): „... Það hlýtur að segja okkur að gott aðgengi að tónlistarnámi, sem og öðru afreksstarfi, sé fádæma hagstæð leið fyrir samfélagið til eflingar komandi kynslóða. Gott aðgengi að góðu tónlistarnámi er þannig frábær fjárfesting fyrir samfélagið...“
- 6. júní 2015:
- Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur (Visir.is): „„Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar..“
- Aðeins einn tónlistarskóli: aðeins einn (Gys.is)
- 5. júní 2015:
- Engar ákvarðanir teknar um tónlistarnám framhaldskskólanemenda (Mbl.is): „Fyrirkomulag á stuðningi ríkisins við tónlistarnám framhaldsskólanemenda er á upphafsreit, enn á eftir að ræða við alla málsaðila og engar ákvarðanir hafa verið teknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem send var á fjölmiðla fyrr í dag [...] Í tilkynningunni er lögð áhersla á að samráð verði haft við alla hagsmunaaðila og þannig reynt að stuðla að því að sátt náist um málið, „enda mikið í húfi fyrir framtíð tónlistarnáms á Íslandi.““
- Tónlistakennarar segja hugmyndir menntamálaráðherra afturför (Bítið á Bylgjunni): Rætt við Júlíönu Rún Indriðadóttur, aðstoðarskólastjóra Tónskóla Sigursveins og Árna Harðarson, skólastjóra Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlistarskólastjórar hafa sent menntamálaráðherra bréf og greinargerð um málið.
- 4. júní 2015:
- Rætt við Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra (Ríkisútvarpið, kvöldfréttir)
- Af hugmyndum eignalausa ráðherrans (Kvennablaðið – Kristbjörn Árnason): „... Nýjasta geræðishugmynd ráðherrans gengur út á það, að allt framhaldsnám í tónlistarsviðinu verði aflagt á landsbyggðinni og fært til Reykjavíkur. Þ.e.a.s. hann vill færa alla slíkar stofnanir til höfuðborgarinnar svo kostnaðurinn færist til nemenda og foreldra þeirra...“
- Ekkert framhaldsnám í tónlist úti á landi (RUV): „Tónlistarskólastjórar tónlistarskóla á landsbyggðinni gagnrýna harðlega hugmyndir menntamálaráðherra um breytingar á fjármögnun tónlistarnáms á framhaldsstigi...“
- Boðar einn ríkisskóla (Hringbraut): „Illugi Gunnarsson menntamálaráðhera er harðlega gagnrýndur af skólastjórum tónlistarskóla hringinn í kringum landið fyrir þá ráðagerð að setja allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjavík...“
- Framlög ríkisins renni í einn tónskóla (RUV): „Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir koma til greina að ríkið veiti einum tónskóla á höfuðborgarsvæðinu fjármuni til að bjóða upp á tónlistarnám á framhaldsskólastigi...“
- Einn tónlistarskóli í Reykjavík fái peningana (Fréttablaðið, bls. 10): „Ráðgert er að veita allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Sveitarfélög munu þar með reka sína tónlistarskóla án fjárframlags frá ríkinu...“
- 17. desember 2014:
- Reykjavík Forces Its Music Schools Into Bankruptcy (Gunnar Guðbjörnsson - The Reykjavik Grapevine): „... A look at the taxpayers’ share in the schools’ financing provides some interesting results. In 2008, Reykjavík taxpayers paid 8,751 ISK per person to maintain the music-school system, whereas the sum had gone down to 6,035 ISK in 2012. This is a cutback of 31%, more than any Icelandic municipality enforced...“