Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Þorkell Sigurbjörnsson
Fípur
Race Track
La Jolla Good Friday I / II

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síða 236 - 242

Fípur (Segulbandsverk - 1971 - 7:05)

Þorkell leggur alla elektróníska tónsköpun til hliðar í nokkur ár, eða fram til sumarsins 1971. Þá var honum boðið að koma og vinna í EMS stúdíóinu í Stokkhólmi vegna þess að hann hafði getið sér orð sem áhugamaður um elektróníska tónsköpun. Í ágústmánuði 1971 verður til verkið Fípur, sem er 7 mínútna langt verk. Var þetta fyrsta verkið sem var fullklárað í hinu nýja, en þá ófullgerða tölvustúdíói EMS.

Helstu einkenni verksins eru nokkur músíkölsk mótíf sem koma fyrir í ýmsum myndum. Í flestum tilfellum birtast þau þrisvar í röð og er hver endurtekning fyrir sig umbreyting á temanu, m.ö.o. ákveðin tæknileg úrvinnsla á hugmyndinni. Einnig má finna langa, þéttliggjandi sínustónakomplex (tonegimische) sem koma fram á ýmsum tíðnisviðum. Þessi sínustónakomplex standa annaðhvort ein sér eða sem bakgrunnur undir öðrum meira "lagrænni/rytmiskari" hugmyndum. Úrvinnsla hugmynda er minimalistísk.

Aðaleinkenni verksins eru eftirfarandi:

Löng hljóð sem hljóma ein og sér og eru "skekkt" á ýmsan tæknilegan hátt (dæmi 59):


Dæmi 59

Hljóð sem koma í formi "impúlsa", þ.e. hljóð án ákveðinnar tónhæðar en þó í ákveðnu rytmisku mynstri (dæmi 60):


Dæmi 60

Músíkalskar "línur", í flestum tilfellum brotnir hljómar sem eru endurteknir tvisvar til þrisvar, í stígandi eða fallandi sekvens (dæmi 61) (315):


215 Þessar hendingar koma gjarnan fyrir sem ostinato en það er aðferð sem Þorkell notar oft í tónsmíðum sínum.


237


Dæmi 61

Mótíf sem hefjast á löngum tóni, sem síðar leysast í þrepum (jafnvel krómatískt) uppávið/niðurávið um litla þríund, í einni eða tveimur röddum (dæmi 62):


Dæmi 62

Hljómauppbyggingar (dæmi 63):


Dæmi 63

Ákveðin rytmamynstur (dæmi 64) (316):


Dæmi 64

Þessi músíkölsku mótíf fá svo tæknilega úrvinnslu. Ef litið er á heildarform verksins má auðveldlega tala um tvær aðalhugmyndir. Annars vegar langa tóna/"tonegemiche" sem samanstanda af sínustónakomplexum. Hins vegar andstæðuna við það, brotin fjögurratóna mynstur sem koma fyrir í ýmsum tónhæðum, stígandi og fallandi. Höfuðmótíf verksins myndu þá vera eftirfarandi (dæmi 65 á næstu síðu):


316 Helst er áberandi rytminn 4/4 - 3/4 sem er algengur í íslenskum þjóðlagastíl.

238

239

Það sem vekur athygli við þetta verk er einfaldleikinn. Staðreyndin var sú að möguleikar hins nýja stafræna stúdíós í Stokkhólmi voru ekki ýkja miklir og öll vinnsla mjög flókin og hæg; enda völdu margir analógstúdíóið sem menn þekktu betur til.

Aftur verður hlé í elektrónískri tónsköpun hjá Þorkeli, en hann fylgist vel með og er óspar á að benda Íslendingum á þessa nýju möguleika. Það er síðan vorið 1975 að Þorkell rekur endahnútinn á elektróníska tónsköpun sína fram til dagsins í dag með því að semja þrjú kvadrófónísk tónverk, Race Track og La Jolla Good Friday I og II í Center for Music Experiment í University of California í San Diego. Tvö síðarnefndu verkin voru gefin út á hljómplötu í Bandaríkjunum árið 1981. Á ný sýnir Þorkell frumkvæði sitt vegna þess að þessi verk voru fyrstu kvadórónísku verkin sem lokið var við í San Diego. Verkin vöktu athygli og bárust víða, m.a. alla leið til Ástralíu og í framhaldi af því var honum boðið að koma þangað og kynna verkin og þær aðferðir sem notaðar voru við samningu þeirra. En það var eins með þetta boð og stundum vill verða með slík boð: " ég býð ef þú borgar sjálfur". Þorkell fór aldrei til Ástralíu.

Aðstöðuleysi kom í veg fyrir að Þorkell héldi áfram að vinna með elektróníska tónlist. Það var ekki á færi einstaklings að dvelja langtímum saman erlendis við stúdíó að semja tónlist og ekki höfðu aðstæðurnar á Íslandi breyst neitt hvað varðaði aðstöðu til elektrónískrar tónsköpunar. Því eru þessi þrjú verk síðustu elektrónísku verkin sem Þorkell hefur samið til þessa.

Race Track (Segulbandsverk - 1975 - 20:10)

Race track er eins og áður sagði kvadrófónískt verk, þ.e. höfundur leikur sér með að láta hljóðið hlaupa milli fjögurra hátalara sem stillt er upp í hvert horn salarins. Verkið byggir aðallega á sama hljóðinu sem hleypur í hring um áheyrandann. Hljóðin líkjast bílahljóði á kappakstursbraut og renna glissando upp og niður um litla þríund og áheyrandinn hefur á tilfinningunni að hann sé staddur á kappaksturbraut þar sem bílar koma og fara hjá með ógnarhraða. Hugmynd höfundar er að vinna með hljóð í rúmi og á sama tíma er hið rytmiska samspil hljóðanna og þróun þeirra í tíma mjög undir áhrifum hins vinsæla minimalisma 8. áratugarins. Þessi áhrif má heyra í fjölda verka Þorkels frá þessum tíma.

La Jolla Good Friday I / II (317) (Segulbandsverk - 1975 - I - 17:10, II - 21:15)

Þetta verk ásamt Race track eru krefjandi verk til hlustunar, eins og mörg minimalistisk verk eru. Verk í þessum "stíl" byggja á að kynna lítið frummótíf, oftast nokkurra tóna hending eða rytmamótíf. Þessir tónar eða mótíf þróast hægt og bítandi verða oft á tíðum er erfitt að fylgja þeim, einkum þó í samspili með fleiri hugmyndum sem eru settar í gang og látnar


317 Berist fram: La Hoja....


240

fylgja samskonar ferli: "...stadigt nye kombinationer og overlapninger med en euforisk virkning, der sigter på at få 'bevidsheden til at flyde'" (318).

Auk hins minimalistíska þróunarferlis sem hinar músíkölsku hugmyndir fylgja í þessum verkum, vinnur Þorkell á sama tíma með tilraunir í þá átt að láta hljóðið leika í "rúmi". Verkin eru kvadrófónísk – mótífin hlaupa úr einum hátalaranum yfir í annan.

Í upphafi La Jolla Good Friday heyrum við þrjú hljóð sem eiga rætur í þessum tónum (dæmi 66):


Dæmi 66

Hljóðin koma inn sem "tonegemisch" og stíga og falla í styrk, fyrst hvert og eitt en síðan í hægfara samspili sín á milli.

Stuttu síðar kemur inn nýtt mótíf (dæmi 67):


Dæmi 67

Þetta mótíf kemur inn mörgum sinnum og þróast síðar, einkum þó hinn krómatíski hluti þess.

Upp úr miðju verksins er einnig lítil hending sem fær álíka mimimalistíska meðhöndlun (dæmi 68):


Dæmi 68

Að lokinni úrvinnslu þessara "tónölu" hendinga lýkur verkinu á kafla sem nánast einungis er rytmiskur, þ.e. ekki unnið með tónhæðir heldur einungis rytma og þróun hans.

Í La Jolla Good Friday II vinnur höfundur með sama efni, hugmyndir og stef og í I, og er erfitt að gera sér grein fyrir hvað greinir á milli þessara verka, svo lík eru þau í allri vinnslu og uppbyggingu. Eins og í fyrra verkinu er unnið með stígandi/fallandi styrk ásamt þróun lítilla mótífa og þá aðallega með krómatíska mótífið hér að ofan. Einnig er hluti verks nr. II brot úr verki nr. I sem er leikið afturábak.


318 Skilgreining á verkinu In C eftir Terry Riley í bókinni GADS Musikhistorie s. 545. Mér finnst þessi skilgreining eiga vel við stílinn.


241 (Síða 242 er auð)

Algengt var að elektrónísk verk sem voru unnin í stúdíóum, gæfu öðru fremur til kynna hve góðum tökum tónskáldið hefði náð á tækninni fremur en eiginlega færni þess sem tónskálds. Tæknin var svo ný og framandi, möguleikarnir óþrjótandi, tækni og þekking í stöðugri þróun.
Margir möguleikar opnuðust á næstu árum og þróunin var mjög ör. Þorkell var hvattur af mönnum vestan hafs að reyna að komast inn í IRCAM í París, sem var þá enn í mótun Það féll hins vegar í hlut eins af nemendum Þorkels, Þorsteins Haukssonar að fara í IRCAM (sjá nánar um það í kaflanum um hann). Þorsteinn var þá kominn á kaf í elektróníska tónlist eftir að hafa kynnst þessari tónsmíðaaðferð ásamt öðrum nemendum í svokölluðum tónföndurtímum (319) Þorkels í Tónlistarskólanum. Ný kynslóð tónskálda var að koma fram með Hjálmar H. Ragnarsson, Snorra Sigfús Birgisson, Þorstein Hauksson og Lárus H. Grímsson í fararbroddi og Þorkell valdi að helga sig hefðbundnum hljóðgjöfum eins og hljóðfærum og mannsröddinni, sem upp frá þessu hefur verið hans listrænni miðill í allri hans tónsköpun.


319 Má einnig lesa sem "Segulbandsföndur".
Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998