Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Constellation
03.21-04.16
2. hluti - B -
3. hluti - A -1-

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síða202 - 208
03.21 – 04.16:
Hljóðsekvens:

Þessi sekvens er að mestu byggður á sömu hljóðlind og er á „01.26“ en í fjórföldu tempói (ný hljóðritun í nýju tempói) Um er að ræða 110 slög. Bergmálið stígur í 50 fyrstu slögin (16 sekúndur) og þar eftir verður bergmálið að eins konar "tvíslagi". Sekvensinn stígur í styrk og hljóðið er "truflað" með "feedback" effekt, þar til að allt verður að einskonar suði í stutta stund, en fellur síðan aftur til hins sama.

Þessi sekvens er snögglega stöðvaður með kröftugu cymbalhljóði sem smám saman hverfur á næstu 10 sekúndum. Inn í þennan cymbalsekvens er skotið tveimur kröftugum suðhljóðum, mislöngum, ásamt djúpum suðsekvens. Þessum hljóðsekvens lýkur svo með 15 "tvíslögum" þeirrar gerðar sem við heyrðum fyrr, taktmælir með tvíslagi.

Nú erum við komin í gegnum það sem ég kalla 1. hluta verksins. Í næsta hluta mætum við algjörlega nýju umhverfi, miklu mildara, líðandi orgelhljómi ásamt nokkrum hendingum sem Þuríði Pálsdóttur syngur. Við er um þó reglulega minnt á fyrsta hlutan með því að höfundur setur inn rytmiska suðsekvensa öðru hvoru.

2. hluti – B –

04.16 – 07.00

Dæmi 31

Það sem helst einkennir hljóðmynd þessa hluta er orgelhljómur (dæmi 31).(269) Eins og fram hefur komið, samdi Magnús lítið orgelverk, sem fékk titilinn Ionization, og fjallað hefur verið um hér að framan. Brot úr þessu verki liggur sem grunnhljómur kaflans, en að auki koma fyrir rytmiskar suðslaufur ásamt nokkrum hendingum sem Þuríður Pálsdóttir syngur. Það sem einna helst einkennir orgelhljóminn er að hann er leikinn afturábak á hálfum hraða. Það brot sem valið er úr verkinu virðist vera tilviljunarkennt, enda kemur í ljós skærin hafa verið notuð til að afmarka tíma, en ekki stað í verkinu (dæmi 31).


269Nótnadæmið er óhæft til greiningar. Það skal aðeins gefa til kynna orgelhljóminn sem liggur í bakgrunninum í gegnum allan B-hlutann.


203

Myndin hér að ofan sýnir að orgelhljómurinn lifir allan þennan hluta, en á stöku stað er skotið mislöngum "rytmaslaufum" ásamt hendingum söngkonunnar. Þær hendingar eru "sérsmíðaðar", þ.e. þær eru ekki teknar úr orgelverkinu en þó í stíl við þær hendingar sem þar koma fyrir.

Hendingarnar koma greinilega í ljós á blaði (dæmi 32) sem ég fann í hirslum höfundar. Um er að ræða 12 tóna röð og svo dálítil úrvinnsla á henni. Hendingar A, B og C mynda heila 12 tóna röð, D hendingin er svo A afturábak og E hendingin er B afturábak, og þessar hendingar notar höfundur í verkinu. Þessar raðir er ekki að finna í Ionization, en báðar bera þó einkenni lítilla tvíunda (eða stórra sjöunda).

 

Dæmi 32

Úr verkinu Ionization notar höfundur svo 16 takta brot sem hann klippir saman til að ná þeirri tímalengd sem hann óskar. Um er að ræða eftirfarandi brot (dæmi 33). Með því að leika verkið inn á segulband á hraðanum 3 3/4 og leika það síðan afturábak á hraðanum 7 1/2 hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu með þetta brot:


204


Dæmi 33

Tónskáldið notar taktana 26-41 úr verkinu. Hið innrammaða er klippt burtu, þ.e. tónlistin hoppar frá tóninum G# í 1og slaginu í taki 27 yfir á tóninn H á 3. slagi í takt 28. Þaðan er leikið til loka takts 36, en þá hoppar hann yfir takt 37 og kemur inn á öðru slagi í takt 38, á tóninn A og leikur út næsta takt (39).

Nú stekkur tónlistin til baka til takts 33. Verkið heldur áfram út takt 36, og frá takti 37 snýr hann aftur til andante. Þessu broti úr orgelverkinu lýkur svo á langri fermötu í takti 41.(270)

04.16 – 04.26

Millikaflinn hefst á 10 sekúndna orgelhljómi með mjög djúpan bassatón sem undirlag. Þessi djúpi tónn er C–pedaltónninn í takti 41 sem verður svo djúpur við að leika verkið á hálfum hraða (ath. að verkið er leikið afturábak).

04.26 – 05.30

Orgelhljóðið líður hægt áfram, eins og í hálfgerðri "leiðslu" en undir hann er lögð rytmisk bandslaufa með suð–hljóðum. Við tímann 05.01 erum við kominn aftur að síðasta slaginu í takti 36. Á fyrsta slaginu í takti 36 kemur nokkurs konar "skot"–hljóð sem er hljóðið frá pappahólknum spilað mjög hratt. Við 05.20 kemur sópranröddin með sína fyrstu hendingu,


270Skýringar tónskáldsins á þessum "götum" í verkinu er sú að hann óskaði að ná ákveðnum tíma með orgelhljómi, en ekki ákveðnum hlutum orgelverksins. Það var orgelhljóðið sem unnið var með.

205

A–hendinguna frá nótnadæminu hér að ofan. Þessari litlu hendingu lýkur með veiku brotu úr suðsekvensinum.

05.30 – 05.47

Hér heyrum við greinilega klippingu í orgelhlutanum þar sem hoppað er til baka í takt 36 og aftur lagður inn suðsekvens.

05.47 – 06.15

Strax að loknum suðsekvensinum heyrum við sópranröddina aftur sem syngur B hendinguna úr nótnadæminu hér að ofan.

06.15 – 06.50

Hér kemur ró yfir orgelhljóminn á meðan suðsekvensinn keyrir 5 sinnum. Það er örlítil hæg hreyfing í pedalröddinni. Hreyfingin sem á sér stað er sú sama og í takti 34-33. (271)
06.53 – 07.00

Við tímann 06.53 heyrum við sópranröddina að nýju sem nú syngur síðustu tvo tónana í 12 tóna hendingunni, þ.e. C- hlutann úr nótnadæminu hér að ofan. Orgelið kemur inn á 1og slaginu í takti 27 og leikur afturábak til upphafs orgelkaflans, út takt 26.

3. hluti – A1 –

Þessi hluti verksins er mest unninn. Miðað við A–hlutann felst sá munur einna mest í því að samspil hljóðanna eykst til muna og við það eykst orkan og spennan í hljóðmynd verksins. Engri nýrri hljóðlind er bætt við heldur eru hljóðin og samspil þeirra meira unnið og því má tala um einskonar „gegnfærslu“ og endurtekningu á hljóðunum, bæði frá A–hlutanum og einnig að hluta frá B–hlutanum.


Dæmi 34


271Ath. Verkið er leikið afturábak.

206

07.00 – 07.06

Þessi hluti hefst á kraftmiklu cymbalhljóði, sömu gerðar og við þekkjum frá 1. hluta (02.22).

07.06:30 – 07.12:30

Í fótspor hins kraftmikla cymbalhljóðs kemur "kluster" hljómur með tóninn D sem lifir lengur en aðrir tónar í hljómnum og stendur því út úr sem eins konar grunntónn. Þessi "kluster" hljómur er byggður á talröddinni frá A–hlutanum og sópranröddinni frá B–hlutanum lagt í einn lóðréttan hljóm–"tonegmische".

07.15 – 09.20

Í næstu tvær mínútur heyrum við heilsteypta og kraftmikila heild þar sem allar hljóðlindir verksins, að undanteknu orgelhljóðinu, spila saman og sækja sína sameiginlegu orku í taktmælishljóðið sem liggur sem eins konar járnbrautarspor í hljóðheildinni. Þessi heild er tvískipt, hluti 1 og hluti 1a þar sem 1a hlutinn er 1 hlutinn leikinn afturábak.

Þessi hluti hefst á rytmiskri suðslaufu sem minnir okkur dáltíð á slaufuna sem heyrist í 2. hluta verskins. Þrátt fyrir dálitla ónákvæmni þá gæti þessi sekvens útlagst rytmískt eitthvað á þennan hátt: ŒŒ Ó | ŒŒ . Eingöngu er unnið með suðhljóð í upphafi þessa hluta, sem nær hápunkti sínum í kraftmikilli innkomu cymalhljóðsins. Út úr því vex síðan taktmælirinn en honum er fylgt eftir af suðhljóðum, bæði "háum" og "djúpum". Því er fylgt eftir með vaxandi cymbalhljóði sem er leikið mjög hægt aftur á bak með þremur innskotum frá öðrum hljóðlindum, kvenrödd, suðhljóði og sínustóni.

Á hápunkti cymbalhljóðsins birtist takmælirinn að nýju eftir því sem sínustónninn deyr út. Taktmælirinn er sóttur í A–hlutann og inn í hann er skotið ýmsum "minningum" þaðan; suðhljóði (07.43), kvenröddinni ("stell" 07.45) pappahólknum (07.48) djúpu suðhljóði leiknu afturábak (07.55), cymbalhljóði leiknu afturábak (08.00) suðhljóði (08.04) og kvenröddinni (08.08) sem segir síðasta hluta titilsins – "lation". Þessum sekvens lýkur með kraftmiklu suðhljóði.

Ró færist yfir taktmælinn sem smám saman "kúvendir" og spilar afturábak. Við tímann 08.14 birtist kraftmikið suðhljóð í 6 skúndur og strax á eftir sama hljóð leikið afturábak (08.20). Því er fylgt eftir með kvenröddinni sem stuttu áður flutti okkur "lation", sem nú segir það sama, en afturábak (08.25). Cymbalhljóðið í sinni upphaflegu mynd, (08.30), suðhljóð (08.34) og sópranröddin, sem nú syngur A–hendinguna frá nótnadæminu hér að framan.

Á sama hátt og rakið er hér að framan koma hljóðin, annaðhvort saman eða hvert um sig, áfram eða afturábak. Höfundi tekst að halda spennu og krafti í framvindu verksins, m.a. við

207

það að láta taktmælinn liggja sem "brautarspor" fyrir hin hljóðin að "keyra eftir", eins og sjá má á myndinni hér að neðan (dæmi 35)


Dæmi 35

10.13 – 11.15:
Sínustónar.

Nú er bara eftir að kveðja. Á sama hátt og inngangur verksins er, þá lýkur því á sínustónum. Þó eru hér ekki sömu tíðnir/tónar á ferðinni og í upphafi (dæmi 36).


Dæmi 36


208

Hér eru á ferðinni þrír krómatískt samliggjandi tónar sem dreift er yfir stórt tíðnisvið. Eru þetta tónarnir F# (2960), G (6276) og G# (51,9) dreifðir yfir þessa tíðni með miðjutóninn efstan.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan og einnig má heyra í verkinu, gæti vissrar ónákvæmni við að koma þessum tónum af stað. Þeir koma inn hver á eftir öðrum, eins og bandið hafi verið klippt aðeins og snemma, en það gerir verkið bara "mannlegra".

Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998