Músík.is: Forsíða

Íslenskar skýrslur og nefndarálit er varða tónlist
Icelandic reports telated to Music

07.03.2013
Forsíða musik.isEfnisyfirlit yfit texta og skrif
Félag tónlistarskólakennara
Könnun á starfi tónlistarkennara, þjónustu og umfangi tónlistarskóla (2003)
>> Umfangsmikil könnun sem gefur afar fróðlega innsýn í starf tónlistarskóla í landinu.
Fræðsluráð Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
Vinnudagur grunnskólanemenda eftir einsetningu og lengdan skóladag (1997)
>> Ýmsar upplýsingar um hugsanlegt fyrirkomulag tónmenntakennslu í grunnskólum og hvernig laga megi starfsemi tónlistarskóla að breyttum aðstæðum er skapast við lengdan skóladag. (Athugasemdir: Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Njáll Sigurðsson, Þórunn Björnsdóttir, Herdís H. Oddsdóttir
Skýrsla starfshóps um útgáfu námsefnis í tónmennt fyrir 4.- 6. bekk (1990, Námsgagnastofnun)
>> Merkileg lesning, sérstaklega með tilliti til rannsókna Ingvars Sigurgeirssonar (1988, 1991). Skýrsluhöfundar ekki einróma. Herdís skilar séráliti og vill að skiptingin verði: flutningur, greining, sköpun; ekki: söngur og raddbeiting, hreyfing og tjáning, hljóðgjafar og hljóðfæri, hlustun og kynning eins og í Aðalnámskrá grunnskóla. Herdís vill einnig meiri sköpun á kostnað söngs. Erfitt er að merkja að rannsóknir Ingvars Sigurgeirssonar hafi hreyft við höfundum þessarar skýrslu. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Iðnaðarráðuneytið
Íslenskur tónlistariðnaður - aukin sóknarfæri (1997)
>> Tónlist á Íslandi skoðuð sem atvinnu- og iðngrein. Mikið af fróðlegum upplýsingum. Hugmyndir settar framu um það hvernig styrkja megi og styðja greinina í náinni framtíð. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson)
Ingvar Sigurgeirsson
Viðhorf kennara til nýs námsefnis (1988) – Bráðabirgðaskýrsla tekin saman að beiðni námsgagnastjóra
>> Kennarar nota lítið násefni í tónmennt. Námasefni 4. bekkjar grunnskóla fær sæmilegan vitnisburð en efni 5. bekkjar afleitan. Flestir kennarar láta í ljós efasemdir um nýtt og endurskoðað efni fyrir 1. og 2 bekk. Skýrsluhöfundur bendir á nauðsyn þess að þetta mál sé krufið til mergjar áður en frekari áætlanir um námsgagnaútgáfu verði teknar. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Menntamálaráðuneytið
Skýrsla menntamálaráðherra um stöðu list- og verkmenntagreina, heimilisfræða og íþróttakennslu í skólum landsins og um menntun kennara í þessum greinum, samkvæmt beiðni (1988)
>> Mikill fróðleikur um stöðu tónmenntar og menntun kennara skólárið 1987-88. Skýrsla þessi er grunnur nefndarálits Njáls et al (1990). (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002 -2003: niðurstöður könnunar í febrúar - mars 2003
Tölfræðihandbók um menntun og menningu (1996)
>> Miklar upplýsingar um menntun og menningu á Íslandi og samanburður við önnur lönd. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Upplýsingar um leik-, grunn- og tónlistarskóla skólaárið 1996-1997 (1996)
Njáll Sigurðsson, Sigríður Sveinsdóttir, Sigursveinn Magnússon, Freyr Ófeigsson
Samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar: Nefndarálit (1990 Menntamálaráðuneytið)
>> Áhugaverð lesning um stöðu tónmenntar í grunnskólanum. Hugmyndir viðraðar um hugsanlegt samstarf tónlistarskóla og grunnskóla. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Rekstur og Ráðgjöf ehf.
Rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita: Greinargerð. Unnið fyrir Menningar-, uppeldis- og félagsmálasvið Reykjavíkurborgar (1997)
>> Hér má finna mikið af gagnlegum upplýsingum um tónlistarskólakerfið í Reykjavík. Lagðar eru fram tillögur um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einnig fyrirkomulagið í Reykjavík sett í samhengi við þessa starfsemi í nágrannasveitarfélögum borgarinnar. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Samtök um tónlistarhús
Álitsgerð nefndar um tónlistarhús (1997)
Sigríður Sveinsdóttir
Könnun á starfssemi og aðbúnaði tónlistarskóla haustið 1989. (Menntamálaráðuneytið, 1990)
Stefán Edelstein, Egill Friðleifsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Sigríður Pálmadóttir, Jón Ásgeirsson, Njáll Sigurðsson
Endurskoðun námsefnis og kennslu í tónmennt í barna- og gagnfræðaskólum: Nefndarálit (Menntamálaráðuneytið, Skólarannsóknardeild, 1972)
>> Hér er lögð til veigamikil endurskoðun á tónmenntakennslu, námsefnisgerð og menntun kennara. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Álitsgerð og tillögur um skipan tónlistarfræðslu. Stefán Edelstein, Jón Hlöðver Áskelsson o.fl. (Menntamálaráðuneytið, Skólarannsóknardeild, 1983)
Tónlistarráð Íslands
Könnun á fjölda tónlistariðkenda á Íslandi (1992)
>> Sennilega fyrsta tilraun til að meta með könnun fjölda reglulegra tónlistariðkenda á Íslandi. Könnunin ætti að fást hjá Tónlistarráði Íslandis sem tók við af Tónlistarbandalagi Íslands árið 1992. (Athugasemdir Jón Hrólfur Sigurjónsson).
Könnun á tónleikahaldi á Íslandi árið 1995 (1996)
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN)
Skýrsla um könnun á meðal erlendra gesta á Iceland Airwaves 2012
>> Helstu niðurstöður eru að velta erlendra gesta hefur aukist um 66% frá árinu 2011 í rúmar 800 milljónir króna. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gestanna tæplega 1,1 milljarður króna. Veltu-aukninguna má helst rekja til þess að erlendum gestum hefur fjölgað mikið á milli ára eða um 46% (Úr samantekg á vef ÚTÓN) Nýtt! [7. mars 2013]

Á vefnum frá september 1996Tónlistarsafn Íslandsmusik@musik.is