Art 2000, haldin 18. - 20. okt. 2000 í Salnum, var fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið á Íslandi. Músa hannaði vef hátíðarinnar <musik.is/art2000>.
|
CAPUT Það var sennilega árið 1996 sem komið þeim CAPUT-mönnum var á það bent hve nauðsynlegt væri fyrir hópinn að halda úti vef. Af einhverjum ástæðum gerðist lítið þar til síðla árs 2000. Þann 8. júní 2001 opnaði Músu svo formlega CAPUT-vefinn <musik.is/caput> með viðhöfn í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27. Á vefnum má til að mynda fræðast um sögu hópsins, nálgast upplýsingar um þær hljóðritannir sem gefnir hafa verið út með leik hópsins, sjá hvaða tónskáld hafa samið fyrir hópinn, skoða upplýsingar um CAPUT-meðlimi og kynna sér dagskrá hópsins sem framundan er.
Músa sér um viðhald vefsins.
|
Tónlist á Íslandi á 20. öld (Mynd: Úr ritgerð Bjarka: greining á tveimur Etýðum sem Þorsteinn Hauksson vann í IRCAM um 1980)
Tónlist á Íslandi á 20. öld Með sérstakri áherslu á upphaf og þróun elektrónískrara tónlistar á árunum 1960-90 er doktorsverkefni Bjarka Sveinbjörnssonar við háskólann í Álaborg í Danmörku. Í verkinu birtist nákvæmt yfirlit yfir íslenskt tónlistarlíf á tímabilinu 1920 - 60 og umfjöllun um öll íslensk elektrónísk tónverk samin voruá árunum 1960 - 80.
|
Tónlistarskólar á Íslandi Músa heldur úti vef sem tilgreinir alla íslenska tónlistarskóla. Ef skóli hefur vef, er vísaði í hann, ef skóli hefur ekki vef eru tilgreindar upplýsingar eins og heimilis- og póstfang, símanúmer, o.s.frv. Hvergi á vefnum er að finna jafn nákvæman vef yfir tónlistarskóla landsins.
Vefurinn er uppfærður eftir því sem ábendingar berast og árlega miðað við símaskrá.
|
Þjóðsöngur Íslendinga <musik.is/lofsaungur> Áður en þessi vefur var smíðaður bárust Músu af og til fyrirspurnir frá útlöndum varðandi íslenska þjóðsönginn. Þegar við rákumst á viðhafnarútgáfu forsætisráðuneytisins frá 1957 leituðum við leyfa fyrir að mega byggja vef á þeirri útgáfu. Stjórnarráðið veitti leyfi fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og var vefurinn opnaður 1. maí 2000 - ekki hafa borist fyrirspurnir um sönginn síðan. |