Póstur

Músík og saga ehf.
menntun og reynsla

11.05.2004
Forsíða
Bjarki SveinbjörnssonBjarki Sveinbjörnsson stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og Danmörku. Hann er annar stofnenda Músu. Bjarki hefur skrifað fjölda greina um íslenska tónlist, kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og haldið námskeið og fyrirlestra. Sérsvið Bjarka er íslensk tónlist á 20. öld. Auk rannsóknarvinnu og kennslu starfar Bjarki sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, Rás 1, þar sem hann hefur um árabil gert vikulega þætti um íslenska tónlist. <Frekari upplýsingar um Bjarka>
Jón Hrólfur SigurjónssonJón Hrólfur Sigurjónsson stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og kennir nú við Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Jón Hrólfur hefur haldið nokkur námskeið um upplýsingatækni og tónlist á vegum Opna listaháskólans og haldið úti <musik.is> frá 1995. <Frekari upplýsingar um Jón Hrólf>
Smári ÓlasonSmári Ólason stundaði framhaldsnám í Vínarborg. Hann er organisti, fræðimaður á sviði kirkjutónlistar og hefur langa reynslu af kennslu og stjórnunarstörfum við tónlistarskóla. Smári vinnur nú að samanburðarrannsóknum á lögum við Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar og verða niðurstöðurnar birtar í Ísmús. <smariola@ismennt.is>
Þórir Þórsson stundaði framhaldsnám í Englandi og Bandaríkjunum. Hann hefur langa og mikla reynslu sem hljóðfæraleikari, stjórnandi, kennari og skólastjórnandi. Þórir stundar rannsóknir á tónlistarnámi og -kennslu og hafa skrif hans birst í viðurkenndum fagtímaritum, hann hefur unnið við námskrárgerð og samið og gefið út námsefni. þórir vinnur nú, í samvinnu við Músu, að námsefnisgerð með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Auk þess að stunda rannsóknir starfar Þórir sem kennari við Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reyjkavík og fleiri tónlistarskóla á stór-Reykjavíkursvæðin. <Frekari upplýsingar um Þóri>

 Forsíða   ©  2000 – 2003  Músík og saga ehf.   musik@musik.is