Íslenska óperan kl. 20:00 Óperutvenna: Madama Butterfly og Ítölska stúlkan í Alsír. Höfundur útdráttanna er Ingólfur Níels Árnason og er hann jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Tónlistarstjóri er Kurt Kopecky, sem leikur jafnframt á píanó og gegnir í raun hlutverki heillar hljómsveitar. Sönghlutverk eru í höndum fastráðinna söngvara Íslensku óperunnar, þeirra Huldu Bjarkar Garðarsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Davíðs Ólafssonar, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar.
|