Tónminjasetur Íslands Hafnargötu 6, Stokkseyri
Símanúmer
PósturVerkefniStjórnStofnskrá
 English 15.10.2003
Frá opnunarhátíð Tónminjaseturs 12. október 2003







Löngu er orðið tímabært að komið verði á fót tónminjasetri á Íslandi svo að á markvissan hátt megi hefja skráningu, söfnun og sýningu muna og minja sem tengjast þróun tónlistar í landinu frá upphafi til dagsins í dag.

Til þessa hefur hvergi á einum stað verið hægt á fá upplýsingar um einstaka þætti tónlistarsögunnar, halda sýningar eða bjóða uppákomur sem tengjast þessari sögu.

Tónminjasetur ætti að stuðla að rannsóknum og skapa aðstöðu fyrir fræðaiðkun á sviði íslenskrar tónlistar og tónlistarsögu sem til þessa hefur verið mjög afskipt.

Heildstæð skráning tónminja er ekki til en skráning er nauðsynleg forsenda þess að yfirsýn fáist.

Með vaxandi vægi tónlistar í íslensku menningarlífi hefur áhugi aukist mjög, bæði innanlands og utan.

Víða í samfélaginu liggja munir og minjar sem skoða þarf vandlega hvort og þá hvernig halda ber til haga. Væri tónminjasetur til staðar, og meðvitund í samfélaginu um að slíkt setur tæki við munum og gögnum sem tengdust tónlistarsögunni, má fullyrða að mikil verðmæti kæmu í ljós frá almenningi. Mörg dæmi eru um að ómetanlegum verðmætum hafi einfaldlega verið fleygt þegar hagir fólks breyttust eða af því að meðvitund um gildi þeirra var ekki fyrir hendi.



Tónminjasetur Íslands var formlega stofnað 15. febrúar 2003. Kosin var stjórn sem hafa skyldi það megin markmið að koma starfsemi setursins af stað og styrkja grundvöll þess. Stjórnin skyldi starfa til 12. október 2003 og var stofnfundi frestað þangað til. Í fyrstu stjórn voru kosnir:

  • Jónatan Garðarsson
  • Torfi Áskelsson
  • Hinrik Bjarnason
  • Ægir Hafberg
  • Ísólfur Gylfi Pálmason
Organistinn“, fyrsta sýning Tónminjaseturs var opnuð við hátíðlega athöfn 12. október sl. í nýinnréttuðu húsnæði setursins að Hafnargötu 6 á Stokkseyri. Sama dag var nýtt orgel, smíðað af Björgvini Tómassyni, vígt við hátíðarguðsþjónustu í Stokkseyrarkirkju. Dagurinn var vel valinn því 110 ár voru þá liðin frá fæðingu dr. Páls Ísólfssonar, tónlistarfrömuðar, orgelleikara og tónskálds.

Með opnun þessarar fyrstu sýningar hefur stjórn Tónminjaseturs tekist að leysa það verkefni sem hún fyrir rúmum sex mánuðum tók að sér. Framhaldsstofnfundur hefur verið boðaður nú í nóvember og verða ákvarðandi um næstur skref í uppbyggingu setursins teknar þar. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.
English 15.10.2003


Vefstjóri© 2003  Músa