Árið 1931 var Björgvin Guðmundsson sem þá var búsettur í Winnipeg í Canada ráðinn söngkennari við Menntaskólann og Barnaskólann á Akureyrir. Fluttist hann þangað alkominn 15. september þá um haustið. Þá voru þar starfandi tveir karlakórar, Geysir og Karlakór Akureyrar, en enginn blandaður kór. Nú, með því að Björgvin hafði mikið kynnst, og starfað að blönduðum kórum erlendis þótti honum kúnstuglega við bregða um tónmenningarhætti, ekki einungis á Akureyri, heldur á öllu landinu, þar sem nálega í hverju þorpi og sveit voru karlakórar og margir í Reykjavík, en hvergi á öllu landinu fyrirfannst blandaður kór sem starfaði sjálfstætt. Þetta og fleiri ástæður varð til þess að hann áformaði að gera tilraun til að stofna sjálfstætt blandað söngfjelag á Akureyrir. Aðrar ástæður voru m.a. að árið áður hafði Björgvin fjölritað Alþingishátíðarkantötu sína, Íslands þúsund ár og uppfært hana í Winnipeg þá um veturinn við mikinn orðstír. Hafði hann meðferðist um 50 eintök af nefndri kantötu svo það var tilvalið verkefni fyrir nýstofnaðan kór. Þá rjeðst að nokkur löngun Björgvins til að koma tónverkum sínum á framfæri, og til að kynna þjóðinni jafnframt pólyphoniskan eða fjölradda kórlagastíl. Með því líka að hann fann talsverðan áhuga fyrir þessari fjelagsstofnun hjá sönggefnu fólki í bænum. Einkum þó kvenþjóðinni sem undi ástandinu eins og það var, ekki allskosta vel og þóttust all afskiftin starfsmöguleikum á tónmeningar-vettvangi bæjarins sem vonlegt var. Í áheyrn fjölmennis hreifði Björgvin þessu máli fyrst í afmælissamkvæmi Sigtryggs Benediktssonar hótelhaldara 30. nóv. 1931. Var það viðstaddur mest allur Geysir og fleira fólk. Kvað hann það heita löngun sína að stofna blandaðan kór og vildi hann nú leita álits helstu fyrirmanna Geysis um þetta mál, og hvort vænta mátti af þeim virks eða velviljaðs liðsinnis við að hrinda málinu áleiðs. Söngstjóri Geysis, Ingimundur Árnason svaraði þegar. Kvaðst hann telja það æskilegt að þessi hugmynd gæti komist til framkvæmda, en taldi hins vegar tormerki á að slíkt væri framkvæmanlegt, a.m.k. í byrjun nema með tilstyrk Geysis og þeim tilstyrk væri hann síst af öllu mótfallinn, en taldi samt rjett að málið lægi í kyrrþey þann vetur og fannst þegar á að ýmsir voru honum sammála í öllum atriðum, og var svo ekki meira rættum það það að sinni.
En haustið 1932 tók Björgvin fyrir alvöru að koma þessari fyrirætlun sinni í framkvæmd með tilstyrk aðal hvatafólks þessa fyrirtækis, en til þess má sjerstaklega nefna Hermann Stefánsson kennara og frú Þórhildi Steingrímsdóttur og systur hennar tvær, Ingibjörgu og Margréti. Hrein Pálsson söngvara sem þennan vetur var búsettur á Akureyrir, góðu heilli. Frú Guðrúnu Árnadóttur, Sigurjónu Jakobsdóttur og Þórunni Þorsteindóttur. Snorra Sigfússon skólastjóra og konu hans, Guðrúnu Jóhannesdóttir. Starfaði allt þetta fólk að því fyrirfram að útvega söngkrafta í hinn fyrirhugaða kór. Þá sneri Björgvin sér til söngstjóranna, með liðsinni. Hvort þeir vildu styrkja starfið á þessu byrjunarstigi með að lána söngkrafta aðeins þennan vetur. Ingimundur söngstjóri Geysis tók því mjög vel og sömuleiðis formaður hans, Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni. Sýndu þeir og góðvilja sinn í verkinu með að koma sjálfir í kórinn og fengu með sjer nokkra af bestu söngkröftum Geysis. Hinsvegar vildi Ákell Snorrason söngstjóri Karlakórs Akureyrar ekkert liðsinna þessu fyrirtæki, en stofnaði í stað þess kvennakór litlu síðar. Um þessar mundir voru talsverðir söngkraftar í menntaskólanum sem komu að góðu heilli þennan fyrsta vetur sem fjelagið starfaði. Það kom loks að fyrstu æfingu var boðuð, og var hún háð sunnudaginn 23. október 1932 í Menntaskóla Akureyrar sem Björgvin hafði lánaðan í því skini til að byrja með og var þá byrjað að æfa fyrrnefnda kantötu. Á þessi æfingu mun hafa mætt rúml. 30 manns, en framundir eða yfir áramót var fólk að bætast við og enda hallast úr lestinni, uns sá hópur sem söng á konsertum flokksins í mars og apríl, sem nánar verður getið, var fullskipaður, en hann samanstóð nær eingöngu af búsettu bæjarfólki á kvenhliðina, en nærri 2/3 af skólapiltum og Geysismönnum á karlahliðina, svo sem sjá má af eftirfarandi skrá fyrir söngfólk ofangreindra konserta, en þeir voru þessir:
Sópran: | | Alt: | - Ungfr. Brynja Hlíðar (skólamær) - Ungfr. Hulda Benediktsdóttir - Ungfr. Ingibjörg Jónsdóttir - Ungfr. Ingibjörg Steingrímsdóttir - Frú Lovísa Pálsdóttir - Ungfr. Margrjet Steingrímsdóttir - Ungfr. María Hallgrímsdóttir (skólamær) - Ungfr. Matthildur Pálsdóttir - Ungfr. Sigríðir Guðmundsdóttir - Frú Sigurjóna Pálsdóttir - Ungfr. Steinunn Jónasdóttir - Frú Svafa Jónsdóttir - Frú Þórhildur Steingrímsdóttir - Ungfr. Þórunn Þorsteinsdóttir | | - Ungfr. Brynhildur Steingrímsdóttir - Ungfr. Anna Snorradóttir (báðar barnaskólastúlkur) - Frú Filippia Þorsteinsdóttir - Frú Guðrún Árnadóttir - Frú Guðrún Jóhannesdóttir - Ungfr. Guðrún Bíldal - Frú Guðbjörg Þorsteinsdóttir - Ungfr. Kristín Guðlaugsdóttir - Ungfr. Lára Jóhannesdóttir - Ungfr. Matthildur Olgeirsdóttir - Ungfr. Rósa Gísladóttir (barnaskóla-mær) - Ungfr. Rósa Þorsteinsdóttir - Frú Sigurjóna Jakobsdóttir - Ungfr. Svafa Stefánsdóttir | Tenór: | | Bassi: | - Geir Stefánsson (skólapiltur) - Gunnar Magnússon (Geysismaður) - Gunnar Pálsson (Geysismaður) - Ingimundur Árnason (Söngstjóri Geysis) - Hermann Stefánsson (Í báðum flokkum) - Hreinn Pálsson - Jakob Hafstein (skólapiltur) - Kristján Jónsson (skólapiltur) - Páll Jónsson - Steinþór Gestsson (skólapiltur) - Þorgeir Gestsson (skólapiltur) - Örn Snorrason (skólapiltur) | | - Friðgeir H. Berg - Kjartan Ásmundsson (Geysismaður) - Guðmundur Gunnarsson (Geysismaður) - Gunnar Jónsson - Jakob Þorsteinsson - Jón Jónsson frá Ljárskógum (skólapiltur) - Jón Norðfjör - Jón Steingrímsson - Sigtryggur Benediktsson (í báðum flokkum) - Stefán Gunnbjörn Egilsson - Stefán Halldórsson (Geysismaður) - Snorri Sigfússon - Sveinbjörn Finnsson (skólapiltur) - Tómas Tryggvason (skólapiltur) - Unndór Jónsson (skólapiltur) - Þorsteinn Þorsteinsson (formaður Geysis).
|
Eins og þessi skrá ber með sjer voru af 28 konum tvær menntaskóla námsmeyjar og þrjár úr Barnaskólanum. Og af 28 karlmönnum, 10 skólapiltar, 7 Geysismenn auk tveggja sem töldu sig líka meðlimi í blandaða kórnum, og aðeins 9 sem töldu sig eingöngu meðlimi blandaða kórsins. Sunnudaginn 15. janúar 1933 var lokið fyrstu umferð kantötunnar og um miðjan febrúar var farið að hugsa til að dagsetja konserta. Stakk þá Hrein Pálsson upp á því í samráði við söngstjóra að kosin yrði bráðabirgðar framkvæmdarstjórn, og var það gert 24. febrúar og hlutu þessir kosningu: Snorri Sigfússon formaður og meðstjórnendur, Hermann Stefánsson, Hreinn Pálsson, Guðrún Árnadóttir og Þórhildur Steingrímsdóttir. Tók þessi bráðabirgðastjórn þegar á sínar herðar margvíslegar athafnir í sambandi við konserta fjelagsins og margskonar undirbúning sem nú fór í hönd og fórst það prýðilega úr hendi. Sjerstaklega vann Hreinn Pálsson af miklum dugnaði að auglýsingasöfnun og yfirleitt hverju sem var, að undirbúningi konsertanna. Um þessar mundir sem stjórnin tók til starfa kom upp í skólanum illkynjuð kvefsótt og varð það til þess að stjórnin leigði æfingarpláss í Skjaldborg það sem eftir var vetrar. Einnig tafði vesöld þessi fyrir konsertum sem upphaflega var ákveðið að yrðu laust upp úr miðjum mars, en gátu ekki komist upp fyrr en um mánaðamótin mars og apríl. Eins og þegar mun augljóst, þó ekki hafi það verið tekið beinlínis fram, var Björgvin Guðmundsson söngstjóri kórsins og fjekk hann Vigfús Sigurgeirsson fyrir aðalspilara þegar í starfsbyrjun og frú Þorbjörgu Halldórs fyrir aðstoðarspilara. Var með þeim hin besta samvinna. Sjerstaklega aðstoðaði Þorbjörg mikið við sjeræfingar og fleira þar að lútandi. Við konsertana voru notuð tveir flyglar og orgel undir kórana og ljek Sveinn Bjarman á orgelið. En frú Þorbjörg ljek ein undir alla einsögva. Einsöngvarar voru Gunnar Pálsson, Hermann Stefánsson og Hreinn Pálsson. Fjelagið söng kantötuna Islands þúsund ár fjórum sinnum í Nýja Bíói þetta vor fyrir yfirfullu húsi í öll skiptin og við fádæma hrifningu tilheyrenda. Konsertdagarnir voru: 31. mars. 2., 3. og 26 apríl. Á þriðja konsertinum var jafnvel stofan í Nýja Bíói full og fjöldi fólks varð frá að hverfa. Svo mjög hrifu þessir konsertar hug fólksins. En blöðin (þessi óþreytandi útvörður íslensks kotborgarháttar, sem engist sundur og saman af öllum kvölum illúðar og öfundsýki ef hann sjer eitthvað teygja sig hársþykkt upp úr skítnum og skítmennskunni sú strax að hjer þurfti skjótra athafna við. Þau tóku þessu öllu eins og hundur heilli köku eða öðru sem hann skorti útsjón til að vinna á). Sum minntust ekki á konsertana enda þótt kórinn væri búinn að eyða í þau auglýsingum og aðgöngumiðum, en hvað hin snerti skal vísað í amtsbókasafnið til ritgerðar eftir V. St. um nefnda konserta og fleira eftir hann sem prýðir a.m.k. Íslending sem þessar mundir. Sem sagt. Músíkantar Akureyrar fylltust eðlilega mikilli gremju og vandlætinu yfir að stögnstjórinn og kórinn skyldu leyfa sjér þá óskammfeilni að bjóða bæjarbúum upp á slíkan óhroða sem þeir töldu konserta þessa vera. Það tónverk sem tveimur árum áður hafði lokkað þau orð út úr stórblöðum Winnipegborgar sem telur 300.000 íbúa, að stærri borgir mættu þess vegna líta þangað öfundaraugum, var nú orðið svo aumt að flutningur þess gat ekki talist neinn músíkalskur viðburður norður á Akureyri. Hitt varð að þolast þó annað eins væri boðið þar sökum þess að um útkjálkaskap væri að ræða. En að láta annað eins heyrast annarsstaðar. Efni það gat ekki komið til mála. Þrátt fyrir rógmælgi og þvaður söngdýrkenda bæjarins var samt síðasti konsertinn 26. apríl vel sóttur, og vel tekið. S.d. komu sendimenn og vjelar frá Columbia Record Co. Til að taka inn á hljómplötur kórsöng norðanlands og varð karlakórinn Vísir af Siglufirði þeim samferða til bæjarins. Og með því að söngur karlakóranna var látinn ganga fyrir og vjelamennirnir lítt útbúnir að vaxplötum var vaxið svo á þrotum þegar blandaði kórinn komst að að engar plötur var hægt að taka. Söng hann því inn á leyfarnar kvöldin 28. og 29. apríl nokkur lög, og heppnaðist það furðanlega, en sum af plötunum brotnaði á leiðinni út og gátu því aldrei komið til greina. Þá söng kórinn alla kantöntu í útvarp 29. s.m. og heppnaðist vel . Var þar með vetrarstarfinu lokið og hafði að öllu samanlögðu gengið vel. En boðað var til fundar í menntaskólanum 7. maí. Var hann fremur illa sóttur, en eigi að síður var þar borin upp tillaga um að stofna formlega söngfjelag, og var síðan lesið upp og samþykkt uppkast af lögum fjelagsins sem söngstjóri hafði að mestu leiti sett saman. Skyldi nafn fjelagsins vera kantötukór Akureyrar og tilgangur þess að syngja einkum kantötur og önnur stærri verk í Oratoríu-stíl og skyldi aðal-áhersla lögð á íslensk tónverk. Með því hugðist fjelagið að vinna tvennt. Sem sje að efla og kynna íslensk tónverk og einnig pólyphoniskan kórlagastíl. Skyldi þannig lögð mest áhersla á að starf þess væri jöfnum höndum þjóðlegt og listrænt. Var Kantötukór Aureyrar þar með stofnaður sem slíkur en stjórnarkosningu frestað til hausts. Lauk svo starfsárinu með því að eftir fundinn safnaðist kórinn saman upp á spítala og söng þar nokkra þætti úr kantötunni.
Annað starfsár kantötukórs Akureyrar hófst með því að haldinn var fundur í Skjaldborg Sunnudaginn 24. sept. 1933. Ekki gat kallast vel mætt, en þó sæmilega. Á þessum fundi var kosin stjórn fyrir næsta starfstímabil og hluti þessi kosningu: Stefán Gunnbjörn Egilsson formaður og meðstjórnendur, Hermann Stefánsson, Vigfús Sigurgeirsson, Guðrún Árnadóttir og Svafa Stefánsdóttir. Spilari var kosinn Vigfús Sigurgeirsson og söngstjóri Björgvin Guðmundsson. Þá var og ákveðið að enduræfa hátíðar-kantötuna ef hægt yrði að fá til þess að mæta sömu krafta og veturinn áður. Heppnaðist þetta furðu vel og var nefnd kantata sungin við góða aðsókn og góðan orðstýr dagana 21. og 22. nóvember um haustið og hafði kórinn kaffidrykkju í Skjaldborg eftir fyrri konsertinn. Annars höfðu viðfangsefni kórsins fyrir þennan vetur verið ákveðin Helgikantata Björgvins Guðmundssonar, Til komi þitt ríki og Glory to God (Dýrð sé Guði) og Hallelúja úr óratoríunni Messías eftir Handel. Hafði Finnbogi Jónsson fjölritað þetta allt um sumarið og var tekið til við að æfa þessi nýju viðfangsefni jafnskjótt og fyrrnefndum konsertum var lokið. En nú missti kórinn nokkuð af sínum bestu karlakröftum. Geysismennina flesta því eins og vonlegt var gátu þeir ekki lengur staðið í tveimur söngfjelögum, enda búnir vel að gera. Eigi að síður óx meðlimatal kórsins geypilega þetta haust, og þó að óneitanlega slæddust þá inn sundurleitir og varhugaverðir kraftar, ber eigi síður að líta á hitt að einmitt í því flóði bætast kórnum sumir af hans virkustu meðlimum ýmist á sönglegum eða fjelagslegum vettvangi, og sumir á hvortveggja, svo sem kvensólóistinn Helga Jónsdóttir sem auk fádæma óeigingjarns örlætis á hæfileikum sínum hefur lagt óvenju farsæla fjelagslega starfshæfni á altari kórsins og yfirleitt má telja alla þá, af þessum árgangi sem á annað borð ílentist í kórnum meðal tryggustu og öruggustu meðlima hans svo sem þetta starfsyfirlit mun leiða í ljós. Hjer fer á eftir meðlimaskrá kórsins þennan vetur.
Sópran: | | Alt: | - Björg Baldvinsdóttir (Nýliði) - Helga Jónsdóttir sólisti (Nýliði) - Halldóra Pálsdóttir Nýliði - Inga Austfjörð nýliði - Ingibjörg Jónsdóttir - Ingibjörg Steingrímsdóttir - Ingileif Jónsdóttir nýliði - Lovísa Pálsdóttir - Kristjana Austman nýliði - Margrjet Steingrímsdóttir - Ruby Guðmundsdóttir nýliði - Sigurjóna Pálsdóttir - Steinunn Jónasdóttir - Svafa Jónsdóttir - Þóra steindórsdóttir nýliði - Þórdís Ingimarsdóttir nýlið | | - Anna Snorradóttir - Brynhildur Steingrímsdóttir - Filippía Þorsteindóttir - Guðrún Arnadóttir - Guðrún Bíldahl - Guðrún Jóhannesdóttir - Guðbjörg Þorsteindóttir - Gunnlaug Baldvinsdóttir nýliði - Jóninna Þorsteinsdóttir nýliði - Kristín Guðlaugsdóttir - Matthildur Olgeirsdóttir - Lára Jóhannesdóttir - Otta Þorsteinsdóttir nýliði - Pálína Jónsdóttir (Sigga Palla) Nýliði - Rósa Gísladóttir - Rósa Þorsteinsdóttir - Ragnheiður frá Hvítadal nýliði - Sigríður Guðjónsdóttir - Sigurjóna Jakobsdóttir - Svafa Stefánsdóttir | Tenór: | | Bassi: | - Árni Kristjánsson (Skólapiltur) nýliði - Árni Þorbjarnarson (Skólapiltur nýliði - Björgvin Bjarnason (Skólapiltur nýliði - Finnbogi Jónsson nýliði - Geir Stefánsson (Skólapiltur) - Helgi Ágústsson nýliði - Hermann Stefánsson - Höskuldur Steindórsson nýliði - Kristján Jónsson (Skólapiltur) - Páll Jónsson - Sigurgeir Jónsson (Nýliði) - Sigvaldi Sigvaldason (Skólapiltur nýliði) - Unndór Jónsson (áður í bassa) (Skólapiltur nýliði) - William Möller (Skólapiltur nýliði).
| | - Benidikt Jónasson (Skólapiltur nýliði - Bjarni Halldórsson nýliði - Erlendur Sigmundsson (Skólapiltur nýliði) - Friðgeir H. Berg - Guðmundur Gunnarsson (Geysismaður) - Gunnar Jónsson - Stefán Gunnbjörn Egilsson - Haukur Stefánsson nýliði - Ingimar Jónsson nýliði - Jakob Þorsteinsson - Jón Jónsson (Skólapiltur) - Jón Þórarinsson (Skóalpiltur nýliði - Jón Norðfjörð - Konráð Jóhannsson nýliði - Kristján Halldórsson nýliði - Sigfús Jónsson Nýliði - Sigurður Egilsson nýliði - Sigurgeir Jónsson nýliði - Sigtryggur Benediktsson - Snorri Sigfússon - Stefán Bjarman Nýliði - Stefán Björnsson nýliði
|
Við samanburð á meðlimaskránni beggja áranna kemur í ljós að meðlimatalan hefur aukist um 17, úr 56 upp í 73. En þessi aukning er smáræði hjá víxlingum sem leiða í ljós að 22 hafa gengið úr en 39 bæst við. Þannig eru eldri meðlimir aðeins 34 á móti 39 yngri. Á radddeildunum koma víxlingarnar niður þannig að: - Úr sópran gengu 7 en við bættust 9 - Úr alt gengu 0 en við bættust 6 - Úr tenór gengu 8 en við bættust 11 - Og úr Bassa gengu 7 en við bættust 13.
Eftir að hafa kynnt sjer þessa skýrslu er auðskiljanleg sú mikla og snögga breyting sem varð á kórnum þetta haust því síst af öllu furðulegt þó hann sýndist þungur í vöfum og sundurleitur. Sje jafnframt gætt þeirra örðugu viðfangsefna sem hann tók til meðferðar enda var það tilfellið að hvorki vannst tími nje möguleikar til að samsyngja raddirnar, sem skyldi. Einkum var það tenórinn sem hafði tekið miklum stakkaskiftum í lakari áttina, en það var einmitt radddeildin sem, vegna ágætra krafta tilheyrandi Geysi, hafði sett mestan glans á kórinn árinu áður og var eðlilegt að fólk saknað þess. Þetta vor (1934) hjelt kórinn fjóra konserta dagana 27. 28. og 29. mars og 2. maí. Einsöngvarar voru Helga Jónsdóttir, Hermann Stefánsson, Hreinn Pálsson og Stefán Bjarman. Aðalspilari Vigfús Sigurgeirsson og meðspilari Sveinn Bjarman. Aðsókn að öllum þessum konsertum var yfirleitt slæm, mátti kannski teljast sæmileg að 1. og síðasti konsert en afleit að hinum, en frá kórsins hendi var annar og síðasti konsert best lukkaðir. En eins og áður er vikið að hafði kórinn tekið miklum breytingum, sumum í lakari áttina, en þó ekki öllum. T.d. var nú styrktar-samræmi milli radd-deilda betra en árið fyrir því þá mátti heita að tenorinn (prýðilega fagur að vísu) yfirgnæfði allar hinar radd-deildirnar, og eins höfðu sópran og bassi tekið talsverðum framförum og samsungist til muna. Hinsvegar voru nú ekki nema tvö hljóðfæri notuð til undirleiks, píanó og orgel í stað þriggja árinu áður og auk þess vantaði nú kraftmesta spilarann, frú Þorbjörgu.. Mun þetta ásamt lakari tenórdeild hafa valdið því að minni glans var yfir konsertunum sem slíkum og að verulega tilþrifa gætti minna hjá kórnum. Þessu tóku blöðin mjög feginsamlega og þá ekki síður gæsluverði tónlistarinnar í bænum, sem sje Valdimar Steffensen, Hallgrímur Valdimarsson og Gunnar Sigurgeirsson. Raunar varð hvorum tveggja minna úr umræðum um söng kórsins en ætla mátti en sneru í þess stað reiði sinni gegn viðfangsefnunum. Kantata Björgvins var vitanlega neðan við alla krítik, og jafnframt upplýsti Gunnar Sigurgeirsson að Handel væri laklegt annars eða þriðja flokks tónskáld, sem sje var það nú að verða augljóst, sem raunar hafði örlað á árinu áður, að það var ekki kórinn sem slíkur sem þessir menn höfðu aumur á, heldur stefnuskrá hans í sambandi við Björgvin Guðmundsson og tónverk hans, enda kom að betur á daginn sem síðar mun getið. Við því var ekki hægt að gera á annan hátt en koma kórnum úr vöfunum, og það kunni að takast með þeirri aðferð að úthúða kórnum fyrir allt sem hann gerði, þetta viðhorf skildu fáir jafnvel innan kórsins þegar í stað, en hitt duldist ekki að fyrrnefndir menn voru þegar komnir talsvert áleiðs með að safna utan um sig andstöðuklíku gegn Kantötukórnum, þó duldar væru ástæður og eins hitt hve víðtæk andúðin var orðin. Þessu öðru starfsári kantötukórsins lauk með fundi sem haldinn var þ. 8. maí. Á þeim fundi var m.a. kosin framkvæmdar-stjórn fyrir næsta starfsár og hlutu þessi kosningu: Snorri Sigfússon formaður og meðstjórnendur: Bjarni Halldórsson, St. Gunnbjörn Egilsson, Margrjet Steingrímsdóttir og Svafa Stefánsdóttir. Spilar var kjörinn áfram Vigfús Sigurgeirsson og söngstjóri Björgvin Guðmundsson. Fundurinn sæmilega sóttur.
Þriðja starfsárið hófst með tveimur mislukkuðum fundum sem haldnir voru í Skjaldborg hvorn sunndaginn eftir annan 23. og 30. sept. 1934. Var síðan stofnað til æfinga, en þær vildu fara forgörðum fyrsta sprettinn og ollu því ýmsir annmarkar svo sem sláturannir, húsnæðisvandræði o.fl. Þó greiddist úr þessu þegar leið á október. Viðfangsefni fyrir þennan vetur voru fyrsti og síðasti þáttur úr Óratoríunni Friður á Jörðu eftir Björgvin Guðmundsson. Hafði Finnbogi Jónsson fjölritað raddirnar eða kórana án undirspils en sóló-lög, forspil og undirspil afritaði söngstjórinn fyrir tvo flygla. Þetta haust urðu enn mikil starfskraftaskifti í kórnum. Hann minnkaði um 11 manns úr, 73 í 62. Úr kórnum viku 33 meðlimir, en 22 bættust við. Víxlingar í radd-deildum voru sem eftir fylgir.- Úr sópran viku 7 en við bættust 2 - Úr alt viku 6 eð við bættust 3 - Úr tenór viku 9 en viðbættust 10 - Úr bassa viku 11 og við bættust 6.
Þannig var kórinn enn nýr að rúmum 1/3 hlutum. Meðlimaskrá hans þetta ár hljóðar svo:
Sópran: | | Alt: | - Björg Baldvinsdóttir - Fríða Stefánsdóttir nýliði - Helga Jónsdóttir - Inga Austfjörð - Ingibjörg Steingrímsdóttir - Kristjana Austman - Lovísa Pálsdóttir - Matthildur Pálsdóttir nýliði - Margrjet Steingrímsdóttir - Sigurjóna Pálsdóttir - Sara Benediktsdóttir nýliði - Steinunn Jónasdóttir | | - Anna Snorradóttir - Brynhildur Steingrímsdóttir - Filippía Þorsteinsdóttir - Guðrún Árnadóttir - Guðbjörg Bjarnadóttir nýliði - Gunnlaug Baldvinsdóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Kristín Hannesdóttir nýliði - Kristín Guðlaugsdóttir - Lára Jóhannesdóttir - Matthildur Olgeirsdóttir - Otta Þorsteinsdóttir - Ragnheiður frá Hvítadal - Rósa Þorsteinsdóttir - Sigr. Pálína Jónsdóttir - Sigríður Skaftadóttir nýliði - Svafa Stefánsdóttir | Tenór: | | Bassi: | - Ari Guðmundsson nýliði - Björgvin Bjarnason - Finnbogi Jónsson - Hermann Stefánsson - Helgi Ágústsson - Hjalti Gestsson nýliði - Höskuldur Steindórsson - Ingi Hansen nýliði - Jakob Böðvarsson- nýliði - Jón Árni Guðlaugsson - nýliði - Jónas Þórðarson - nýliði - Kristján Böðvarsson nýliði - Magnús Jónsson nýliði - Páll Jónsson - Sigurjón Sæmundsson nýliði - Svafar Helgason nýliði | | - Barði Brynjólfsson - nýliði - Bjarni Halldórsson - Bjarni Þorbergsson nýliði - Friðgeir H. Bergs - Gísli Kristinsson - nýliði - Haukur Stefánsson - Jóhann Kröyer - nýliði - Jón Þórarinsson - Kristján Björnsson - nýliði - Kristján Halldórsson - Sigurður Egilsson - Sigfús Jónsson - Sigurgeir Jónsson - Snorri Sigfússon - Stefán Bjarman - St. Gunnbjörn Egilsson - Valdimar Pálsson - nýliði |
Það mun hafa verið þetta haust að Steinsen bæjarstjóri og Vilhjálmur Þór gengust fyrir að kórinn fengi eftirleiðist styrk úr Bæjarsjóði, kr. 300 ár ári. En með því að kórinn var heldur í fjárþröng varð að ráði að æfa upp úr viðfangsefnum liðinna ára og halda með því konsert í desember snemma. En ýmsar tálmanir hindruðu að það gæti tekist, og komst sá konsert (11 konsert kórsins) ekki upp fyrr en 17. janúar 1935. Var hann sæmilega vel sóttur og heppnaðist að öðru leyti ágætlega frá einsöngvara og kórsins hendi. Það varð því mörgum undrunarefni þegar að viku liðinni Dagur kom með skammargrein frá Gunnari Sigurgeirssyni. Kom þar bersýnilega fram persónuleg óvild greinarhöfundar til Björgvins Guðmundssonar og Kantötukórsins. Munu margir hafa fundið það en enginn tók samt svari kórsins eða söngstjórans svo vart yrði við og yfirleitt var hið andlega andrúmsloft bæjarins ekki sem hreinast um þessar mundir. Hafði Sigurður Skagfield komið til bæjarins þennan vetur öndverðan og hóf þegar ofsókn á hendur Björgvini með svo mikilli frekju að hvert hneykslið rak annað. Var hann og vel studdur til ofsóknanna af fyrrnefndum þremenningum og Áskatli Snorrasyni að auk nefndu það sumir að þeir Gunnar og Skagfield hafi bundist samtökum í að gera fyrrnefndan konsert að árásarefni, a.m.k. hafði Skagfield það í flimtingum nokkru fyrir konsertinn að hann hafi verið búinn að skrifa um hann og þá skyldu Björgvin fá það sem honum nægði. En nú for svo að Skagfield gat ekki verið í bænum þegar konsertinn var. En þegar hann þrem vikum til mánuði síðar kom til bæjarins heyrðist hann þakka Gunnari mjög innvirðulega góða frammistöðu þegar þeir heilsuðust á bryggjunni. Enda var það opinbert leyndarmál öllum sem vildu skilja að þenna vetur var myndað á Akureyri blátt áfram samsæri gegn kórnum, starfi hans og söngstjóra. Um þetta leyti flutti Vigfús Sigurgeirsson alfarinn úr bænum að nokkru leyti og varð það hnekkir fyrir kórinn í bráð. Í stað hans tók Fanney Guðmundsdóttir að sjer spilamennskuna en Þorbjörg var aðstoðarspilari áfram. Kom og brátt í ljós að Fanney var verkinu vel vaxin svo eigi leið á löngu að starfið kæmist aftur á eðlilegan rekspöl. En með því að seint var byrjað á aðal-viðfangsefnum urðu konsertar með seinna móti. Þetta var 16. apríl söng kórinn í fyrsta skipti á aðalfundi K.E.A. og vakti sá söngur eftirtekt, til hins betra, ýmsra sem áður höfðu látið kórinn afskiptalausan og yfirleitt samsöng kórinn til minna þenna vetur sem og var viðurkennt eftir konserta kórsins af þeim sem annars vildu viðurkenna og meta starf hans að nokkru, en það voru fáir. Fyrstu aðalkonsertar kórsins þetta vor sem voru sá 12. og 13. í röðinni, fóru fram dagana 28. og 29. apríl Viðfangsefnin voru sem fyrr getur, fyrsti og síðasti þáttur úr söngdrápunum Friður á Jörðu, Einsöngvarar voru : Björg Baldvinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hermann Stefánsson, Hreinn Pálsson og Sigurjón Sæmundsson. Leikið var undir á tvo flygla af þeim Fanneyju Guðmundsdóttur og Þorbjörgu Halldórsdóttur og undir ýmsa þætti á orgel af Sveini Bjarman. Frá söngfólksins hendi lukkuðust þessir konsertar vel, en aðsókn var svo slæm að undrum sætti. Rúmlega hálft hús á fyrri konsertinum en aðeins örfáar manneskjur á þeim síðari, um 70 manns sem flest hafði verið á þeim fyrri og kom því meðfram í samúðarskini og voru þar að koma í ljós drög til þess hollvinahóps sem síðan hefur skipað sjer um kórinn. En þessi bágborna aðsókn sannaði ljóslega hve illvíg undirróðursstarfsemi hafði verið rekin gegn kórnum af óvinum hans, og hve víðtæk áhrif hennar voru orðin. Enda ljetu nú blöðin ekki á sjer standa að reka nú smiðshöggið á ofsóknirnar er ríða skyldi kórnum að fullu. Kom þegar í stað í Degi skammargrein frá Gunnari Sigurgeirssyni mun svæsnari en sú fyrri um veturinn. Beindist hann nokkuð að kórnum en þó enn meira að söngstjóra og viðfangsefnum, sem hann fann auðsjáanlega lítið gott við en mest illt. Krafðist hann þess með svo berum orðum sem hann þorði að viðhafa að kórinn hætti að syngja tónverk eftir Björgvin og geta þeir sem vilja leita uppi þessar ritsmíðar hans í Degi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hvað miklu þessi síðari rigerð Gunnars hafi áorkað varð aldrei uppvíst því Björgvin Guðmundsson sem annas þóttist sjá kórinn feigan hvort sem væri tók sig til og skrifaði á móti. Fletti hann ofan af tilgangi Gunnars og þeirra fjelaga með andróðursstarfi sínu gegn kórnum á þann hátt að það vakti mikla athygli í bænum og áreiðanlega margan til umhugsunar um hvernig þessum málum væri virkilega háttað. Var það einnig til þess að Gunnar þagnaði og hrökklaðist til Reykjavíkur litlu síðar, og er hann að mestu úr sögunni. En meðan þessi fór fram hjelt Kantötukórinn aðalfund sinn 10. maí. Fór þar fram stjórnarkosning og varð hún þannig skipuð: Formaður áfram, Snorri Sigfússon og meðstjórnendur: Bjarni Halldórsson, Jónas Þórðarson, Helga Jónsdóttir og Margrjet Steingrímsdóttir. Spilari var kjörin Fanney Guðmundsdóttir og söngstjóri Björgvin Guðmundsson. Annars var á þessum fundi talsvert rætt um framtíð fjelagsins og það hvað hægt væri að taka til bragðs til að bæta úr bráðustu fjárhags-örðugleikum kórsins sem um þetta leiti voru miklir ásamt öðrum þrengingum og var yfirleitt heldur dauft yfir fundinum.Kom þó til tals að halda einn konsert enn á Akureyri og eins fara eitthvað og var stjórninni falið að athuga það nánar og ákvarða. Tveim dögum síðar (12. maí) hjelt svo stjórnin fund, og var það ákveðið að halda einn konsert til á Akureyri, og fara síðan til Húsavíkur jafnskjótt og vegir leifðu. Fór Akureyrar-konsertinn (sá 14. í röðinni) fram 21. s.m. við sæmilega aðsókn og góðar viðtökur, enda prýðilega lukkaður frá kórsins hendi. Fannst það all greinilega á að stemming bæjarfólks gagnvart kórnum hafði tekið miklum búningsbótum frá næsta konsert á undan, og varð það til mikillar hressingar fyrir söngfólk og söngstjóra. Af Húsavíkurferðinni er það að segja að hún kom til framkvæmda á uppstigningardag, 30. maí. Var það að samþykkt að hver meðlimur greiddi kr. 2.00 í ferðasjóð til að tryggja ferðakostnaðinn. Veður var hið besta og ferðarlagið yfirleitt skemmtilegt. Var áð í Vaglaskógi og á Fosshól á austurleið en í Reykjadalshrauni og Breiðamýri á heimleið og var kórinn þar staddur um miðnæturskeið. Viðtökur á Húsavík voru hinar bestu, kirkjan troðfull og viðtökur með ágætum, enda var konsertinn vel-lukkaður yfirleitt. Þeir sem mest greiddu fyrir kórnum þar voru séra Friðrik Þórarinn Stefánsson og Júlíus sýslumaður og Sigurður Bjarklind. Varð talsverður hagnaður af ferðinni, sem var í alla staði vel lukkuð og skemmtileg sem að ofan greinir. Endaði þetta þriðja og örðuga ár Kantötukórsins þannig miklu ánægjulegar en menn hafði dreymt um mánuði fyrr. Hafði kórinn í lok þess haldið 15 konserta frá stofnun og auk þess sungið við önnur tækifæri og þó fjárhagurinn væri þröngur ennþá var samt bjartara yfir framtíðinni verið hafði um langt skeið.
Fjórða starfsár Kantötukórsins hófst með því að stjórnin hafði fund með sjer 2. október 1935 til að ræða um og undirbúa vetrarstarfið. Vegna fjárhagsörðugleika varð það að ráði að engu skyldi kosta til fjölritunar, heldur aðeins æfa upp síðasta þáttinn af Friður á Jörðu og bæta við smálögum innlendum og útlendum. Líka stóð þá fyrir dyrum aldar-afmæli séra Matthíasar 11. nóv. og stóð til að kórinn syngi þar sem kostaði æfingu sjerstakra viðfangsefna. Þá var boðað til fundar 6. s.m., en hann var illa sóttur og ekkert markvert gert þar annað en boða æfingu næsta þriðjudag. Um sumarið hafði söngstjóri ráðið Lovísu Frímasdóttur sem spilara kórsins á móti Fanneyju og reyndist hin besta samvinna með þeim, enda báðar hinar prýðilegustu stúlkur. Enn á ný varð allmikil breyting á kórnum. Stækkaði nú meðlimatala hans um 17, úr 62 niður í 45 þannið að burt viku 26 en 9 bættust við, allt karlmenn. Þessi breyting kom niður á radd-deildunum sem eftirfarandi tafla sýnir:- Úr sópran vék 1 en við bættist 0 - Úr alt viku 9 en viðbættust 0 - Úr tenór viku 11 en viðbættust 6 - Úr bassa viku 5 en viðbættust 3
Þannig minnkar milliröddin um meira en helming, og tenórinn um 1/3 og víxlast þar að auki svo að meira en helmingur hans eru nýliðar. En meðlimaskrá kórsins fylgir hér á eftir.
Sópran: | | Alt: | - Björg Baldvinsdóttir - Helga Jónsdóttir - Inga Austfjörð - Ingibjörg Steingrímsdóttir - Kristjana Austman - Lovísa Pálsdóttir - Matthildur Pálsdóttir - Margrjet Steingrímsdóttir - Sigurjóna Pálsdóttir - Sara Benediktsdóttir - Steinunn Jónasdóttir | | - Borghildur Steingrímsdóttir - Guðrún Arnadóttir - Gunnlaug Baldvinsdóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Matthildur Olgeirsdóttir - Otta Þorsteinsdóttir - Sigr. Pálína Jónsdóttir - Svava Stefánsdóttir | Tenór: | | Bassi: | - Eiríkur Guðmundsson nýliði - Finnbogi Jónsson - Georg Jónsson nýliði - Guðmundur Guðmundsson nýliði - Hermann Stefánsson - Ingi Hansen - Jónas Þórðarson - Jón Hallur Nýliði - Kristján Sæmundsson nýliði - Magnús Ólafsson nýliði - Páll Jónsson | | - Barði Brynjólfsson - Bjarni Halldórsson - Bjarni Þorbergsson - Friðgeir H. Berg - Gísli Kristinsson - Hannes Marteinsson nýliði - Kristján Björnsson - Kristján Halldórsson - Hjörtur Gíslason nýliði - Haukur Stefánsson - Rósmann Mýrdal nýliði - Sigurgeir Jónsson - Snorri Sigfússon - St. Gunnbjörn Egilsson - Valdimar Pálsson |
Framanaf gengu æfingar fremur stirt. Hið fyrsta sem fyrir lá var að æfa tilhlýðileg viðfangsefni fyrir minningar-athöfn séra Matthíasar Jochumssonar vegna aldar-afmælis hans er standa skyldi yfir í 3 kvöld. Söng kórinn fyrsta kvöldið, 9. nóv. Og heppnaðist miðlungi vel. Var síðan haldið áfram æfingum, en þær gengu treglega meðfram vegna húsnæðisleysis. Fjekk kórinn aðeins eitt kvöld á viku í Skjaldborg, en tók Zion á leigu eftir hátíðarnar fyrir aðalæfingu. Þessar víxlingar á æfingaplássum trufluðu talsvert mætingar. Þó sá kórinn sjer fært að halda tvo konserta upp úr miðjum vetri og fóru þeir fram 18. og 20. febrúar, þá 16. og 17. í sögunni. Undirleik önnuðust þær Fanney og Lovísa en einsöngva þau Helga Jónsdóttir , Hermann Stefánsson og Hreinn Pálsson. Aðsókn var sæmileg að báðum og heppnaðist fyrri konsertinn sjerlega vel og mun hafa verið sá listrænasti í túlkun kórsins að svo komnu, enda voru undirtektir hlustenda með afbrigðum góðar. Síðari konsertinn lukkaðist ekki eins vel, enda voru það aðrir hlustendur og viðtökur miklu daufari, en slíkt hefur mikil áhrif. Þá söng kórinn í útvarp 1. mars og heppnaðist það vel að öllu leyti [Í útvarpsdagskránni stendur aðeins: Kantökukór Akureyrar syngur. Frá Akureyri] Við þessum konsertum geltu blöðin meinleysislega, þ.e.a.s. þau sem ekki hundsuðu þau alveg. Um þetta leyti kom til tals að kórinn æfði aftur upp Íslands þúsund ár og færi með hana til Reykjavíkur þá um vorið og var í því skini tekið til æfinga sleitulaust, en síðan kom í ljós að slíku fyrirtæki var ekki hægt að hrinda í framkvæmd með svo litlum fyrirvara sem þar var um að ræða. Var þá kallaður fundur og förin ákveðinn, en frestað til næsta árs. Var þessi ákvörðun tekin 7. apríl en jafnframt ákveðið að æfa eitthvað lengur, a.m.k. út mánuðinn. Nokkru síðar varð tiltal um að fara til Dalvíkur, en úr því varð þó ekki. Og var loks boðaðaur aðalfundur, og var hann haldinn 22. maí og urðu á honum all veruleg stjórnarskifti. Þótti formaður hafa slegið allt of slöku við kórinn allt starfsárið og var það rjett. Bættust á þessum fundi þrír nýjir í stjórnin og var hún þá þannig skipuð.: Formaður Finnbogi Jónsson og meðstjórnendur, Jón Hallur, Jónas Þórðarson, Helga Jónsdóttir og Svafa Stefánsdóttir. Spilarar og söngstjóri voru kjörnir þeir sömu og áður. Leið svo fram þar til viku af júní en þá leitaði Sigurður Eggertz bæjarfógeti til við kórinn að halda stuttan konsert í tilefni af komu konungshjónanna til Akureyrar, og varð það loks að ráði. Var þá tekið til æfinga á ný 10. júní. Æfði kórinn upp 4 kórlög og 2 úr Friður á Jörðu og 2 úr Íslands þúsund ár. Þurfti ekki meira því nú var afráðið að Geysir syngi líka. Fór þessi konungskonsert fram í Nýja Bíó Laugadaginn 27. júní kl. 6. e.h. og heppnaðist vel frá beggja kóranna hálfu og hjelt þó kantötukórinn þar vel sinum enda. Lauk þannig á hirðsiðavísu þessu fjórða starfsári kórsins.
Enda þó fjórða starfsár kantötukórsins væri ekki athafnaríkt að ytra útliti er það eigi að síður þýðingarmikið í sögu hans. Meðlimatala hans lækkar þá all verulega eins og meðlimaskrá hans hjer að framan ber með sjer, og þó sú fækkun stafaði sumpart að burtflutningi og öðrum gildum forföllum hæfra meðlima, viku sömuleiðs burt meðlimir sem annaðhvort skorti hæfni eða fjelagslegan áhuga fyrir starfinu. Það fólk sem þá verður eftir hefur því flest til að bera annaðhvort starfs- eða fjelagshæfni og í mörgu falli hvortveggja. Það er m.ö.o. eindregið kantötufólk að örfáum undantekningum er síðar komu í ljós. Þetta ár er kórinn að mestu leiti laus við ofsóknir. Hann tekur verulegum framförum og nú örlar fyrst á verulegum fjelgs-anda innan hans. Jarðvegurinn er því sæmilega búinn undir fimmta starfsárið sem ætíð mun teljast með þeim merkustu í sögu hans. Kom það í ljós þegar í starfsbyrjun að áhugi fyrir starfinu var almennari en að undanförnu en verulegar æfingar hófust þó með seinna móti þetta haust. Var fyrsta samæfing 27. október en áður hafði söngstjóri haft nokkrar sjeræfingar, einkum fyrir karlmennina. Um þessar mundir tók líka Guðrún Þorsteinsdóttir til starfa við radd-beitingarkennslu innan kórsins. Hafði stjórnin ráðið hana til fjögra mánaða í því skini og jafnframt sett upp að hún gerðist meðlimur. Annars er fátt að segja af starfi kórsins framan af vetrinum. Hann söng nokkur lög á fullveldisdeginum, 1. des og svo í útvarp 29. sm.m. [21:00 Akureyrarkvöld: a) erindi (sjera Benjamin Kristjánsson): b) Karlakórinn Geysir syngur (söngstj. Ingimundur Árnason; c)upplestur (Helgi Valtýsson); d) Kantötukór Akureyrar syngur (söngstj.: Björgvin Guðmundsson Úr dagskrá útvarpsins] Heppnaðist hvortveggja sæmilega en ekkert meira. Eftir hátíðar var svo tekið til að æfa af kappi aðal viðfangsefni þessa starfsárs, sem voru miðuð við væntanlega söngför kórsins til Reykjavíkur. En þau voru fyrst og fremst kantata Björgvins Íslands þúsund ár, Fríð, fríð, úr Friður á Jörðu. Ó, faðir, úr Helgikantötu, sami höfundur, og nokkur smálög. Þetta haust stækkaði kórinn, en ýms forföll og víxlingar valda því að erfitt er að ákveða nákvæmlega hve mikið. Orsakast sá glundroði einkum af forföllum og lántökum í sambandi við suðurförina. Þá má og geta þess að sumt af því fólki sem nú kom á vettvang hafði áður verið í kórnum og sennilega alltaf skoðað sig meðal meðlima hans. Hjer á eftir fylgir skrá yfir alla sem eitthvað störfuðu í kórnum um þennan vetur, með nauðsynlegum skýringum, og eru á henni 66 nöfn eða 21 fleiri en árið fyrr.:
Sópran: | | Alt: | - Björg Baldvinsdóttir - Guðrún Þorsteinsdóttir nýliði - Helga Jónsdóttir - Inga Austfjörð - Ingibjörg Steingrímsdóttir - Lovísa Pálsdóttir - Margrét Antonsdóttir nýliði - Margrjet Steingrímsdóttir - Matthildur Pálsdóttir - Sigurjóna Pálsdóttir - Steinunn Jónasdóttir | | - Brynhildur Steingrímsdóttir - Efa Kröyer nýliði prýðileg - Guðbjörg Þorsteinsdóttir nýliði (einn af stofnendum) - Guðrún Árnadóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Gunnlaug Baldvinsdóttir - Hildur Þorsteinsdóttir nýliði - Jónborg Þorsteinsdóttir nýliði - Matthildur Olgeirsdóttir - Otta Þorsteinsdóttir - Sigr. Pálína Jónsdóttir - Sigurjóna Jakobsdóttir nýliði - Svafa Stefánsdóttir | Tenór: | | Bassi: | - Ari Guðmundsson - Björn Gunnarsson (Forfallaðist og hætti) - Eiríkur Guðmundsson (forfallaðist) - Georg Jónsson (Forfallaðist frá söngför) - Guðmundur Guðmundson - Gunnar Magnússon (Lánaður úr Geysi) - Hermann Stefánsson (Bannað að fara) - Jón Á Guðlaugsson nýliði - Jón Hallur - Jónas Þórðarson - Kristinn Þorsteinsson (Lánaður, úr Geysi) - Ólafur Magnússon (Lánaður, úr Geysi) - Páll Helgason nýliði - Páll Jónsson - Sigurgeir Sigurðsson nýliði - Þorsteinn Austman - nýliði - Örn Snorrason nýliði | | - Barði Brynjólfsson (Forf. Frá söngför) - Bjarni Halldórsson - Bjarni Þorbergsson (Forf. Og hætti) - Björn Júlíusson nýliði - Eiður Haraldsson nýliði - Finnbogi Jónsson (fluttist úr Tenór) - Friðgeir H. Berg (Forf. Og hætti) - Gísli Kristinsson - Guðm. Gunnarsson (Lánaður, úr Geysi) - Gunnar Jónsson (forf. Og hætti) - Hannes Marteinsson - Hjörtur Gíslason - Kristján Björnsson - Kristján Halldórsson - Kristján Sigurðsson ( nýliði) - Rósmann Mýrdal ( forf. Frá söngför) - Sigurður Róbertsson nýliði - Sigurgeri Jónsson (forf frá söngför) - Stefán Gunnbj. Egilsson (Bannað að fara) - Stefán Halldórsson (Úr Geysi forfallaðist) - Sigfús Jónsson - Sveinn Bjarnason (forf. Og hætti) - Axel Pjetursson nýliði - Baldur Stefánsson - nýliði forf. Og hætti - Valdimar Pálsson. |
Þannig upplýsir ofanrituð skrá að af þeim 66 sem þar eru skráðir er 5 lánaðir úr Geysi vegna söngvararinar. Sjö, þ.á.m. einn af Geysismönnum víkja alveg úr kórnum og 8 forfallast frá söngförinni. Í henni taka þátt 51 af meðtöldum 4 Geysismönnum, en hin virkilega meðlimatal kórsins hækkar um 10, úr 45 upp í 55. Úr kórnum frá fyrra ári hafa vikið 9, en 19 bæst við, og af þeim hafa 7 tilheyrt kórnum. Víxlingar í radddeildum koma niður sem hjer segir. - Úr sópran viku 2 en við bættust 2 - Úr alt viku 0 en við bættust 5 - Úr tenór viku 3 en við bættust 6 - Úr bassa viku 4 en við bættust 6
Þar að auki flutti einn tenór, Finnbogi Jónsson í bassa. Eins og þegar er getið var tekið til óspilltra málanna við æfingar þegar upp úr nýári. Og um sama leiti var hafinn undirbúningur undir ferðina. Var að mikið verk sem kom að sjálfsögðu mest niður á stjórn og söngstjóra, og þá áreiðanlega harðast niður á formanni kórsins, Finnboga Jónssyni, enda reyndist hann frábærlega ötull og óbilgjarn í öllu því vafstri frá því fyrsta til þess síðasta. Þótti að vísu nokkuð einráður af sumum en dugnað hans viðurkenndu allir og eigi að ástæðulausu. Sömuleiðis reyndust meðstjórnendur prýðilega hver á sínu sviði. Margt þurfti að gera og um margt að hugsa. Fyrst var að fá heimildir fyrir hverjir gætu farið. Þá hvort þeir ættu vísan dvalastað í Reykjavík. Þá að fá það sem bundnir voru störfum lausa útvega dvalarstaði í Reykjavík fyrir þá sem enga áttu þar að. Að útvega þar hljómsveit til að annast undirleik, að útvega sólista í viðbót við það sem kórinn hafði á að skipta. Að útvega farkost o.m. fleira. Allt þetta útheimti talsverðar brejfaskriftir. Það varð að útbúa sjerstök form til undirskrifta fyrir kórfjelaga og fleira þ.u.l. Kom þá fjölritari Finnbogi sjer oft vel, enda var hann ótrauður að útbúa í hendur stjórnarinnar þau gögn sem með þurfti í það og það skiptið. Undirbúningurinn innávið gekk fremur greiðlega. Kórðmeðlimir gátu flestir ákveðið sig til fararinnar, og jafnframt gefið upplýsingar um kringumstæður sínar í Reykjavík. Þá mátti heita fyrirhafnarlaust að fá loforð um hljómsveit og sáu þeir fyrir því Sigurður Þórðarson tónskáld og Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari. Einnig tók Sveinn G. Björnsson póstgæslumaður að sjer að greiða fyrir upphaldi kórsins í Reykjavík með atbeina karlakórs Reykjavíkur. Þeir Hreinn Pálsson og Gunnar Pálsson lofuðust góðfúslega til að taka að sjer einsöngva eftir þörfum, og er þá talið það af undirbúningi sem minnst þurfti fyrir að hafa. Viðvíkjandi örðum undirbúningi er það að segja að hann gekk bæði vel og illa. Allmarga þurfti að fá lausa frá störfum, og var flest af því fólki í þjónustu K.E.A., og er skjótast af að segja að fararleyfi því til handa fengust, ekki einungis með góðu heldur einstakri alúð, og áttu þeir ágætismenn Vilhjálmur Þór og Jakob Frímannsson þó eftir að fara betur undir fótinn við kórinn sem bráðum verður getið. Sömuleiðis gekk greiðlega að fá lausn fyrir flest af því fólki sem starfaði hjá öðrum fyrirtækjum, að einu undanteknu, en það var Menntaskóli Akureyrar. Tveir af meðlimum kórsins voru starfsmenn skólans, semsje Hermann Stefánsson íþróttakennari, sólóisti kórsins og leiðari tenórdeildarinnar, og St. Gunnbjörn heimavistarstjóri. Er það skemst af að segja að ekki einungis stjórnin og söngstjórinn, heldur líka ýmsir af leiðtogum bæjarins svo sem Þosteinn M. Jónsson, Sigurður Eggerz og Snorri Sigfússon þjörkuðu fram á síðustu forvöð við að fá ,einkanlega Hermann sem sönghæfni kórsins hvíldi svo mjög á, lausan, en allt kom fyrir ekki. Menntastofnunin sá sjer ekki annað samboðnara en að stemma stigu fyrir þessari söngför sem svo mikið var búið að hafa fyrir. Og henni og forstjóra hennar til makalegrar skammar skal þess líka getið að söngförin fjell algerlega inn milli upplestrarfrís og prófs, einmitt á þeim tíma sem Hermann hafði ekkert við stofnunina að gera. Nú horfði til stórra vandræða því fyrir utan að verða af með einsöngvarann, Hermann Stefánsson, var þó enn meiri hnekkir að missa hann úr tenórdeildinni sem var þannig búin að röddum að ófæra var að leggja upp með svo erfið sem viðfangsefnin voru. En þá er það sem þeir Vilhjálmur og Jakob koma aftur til sögunnar, eftir tilvísun Hreins Pálssonar, og enn lánar K.E.A. kórnum mann, Kristinn Þorsteinsson deildarstjóra. Þar að auki keypti kórinn til ferðarinnar 2 aðra tenóra úr Geysi og mun neitunin um Hermann Stefánsson hafa kosta kórinn milli 5 og 600 krónur fyrir utan þá geypi fyrirhöfn sem þetta ódrengskaparbragð Sig. Guðmundssonar hafði í för með sjer. Þá er að geta annars örðugleika í sambandi við æfingar sem orsökuðust af slæmum inflúensufaraldri sem gerði fyrst vart við sig í öndverðum mars og olli því að algert samkomubann var skipað af hjeraðslækni 11. s.m. Var því ekki afljett fyrr en um páska, 28. s.m. en söngstjóri fjekk leyfi til að kalla saman kórinn til æfingar á Skírdag, 25. En eftir að banninu var afljett tók inflúensan fyrst að breiðast út fyrir alvöru og tók þá vitanlega kórmeðlimi ekki síður en aðra, svo að sífelld veikinda-forföll áttu sjer stað innan hans þann stutta æfingartíma sem var eftir uns lagt yrði upp í söngförina. Þá átti kórinn í allmiklum örðuleikum í sambandi við skipakost og skal hjer drepið á þá helstu. Fyrst sneri stjórnin sjer til Eimskipa og buðu þeir sæmilega skilmála, en takmörkuðu svo farþega rúm að sumir urðu að vera í lest. En stjórninni þótti viðurhlutamikið að sotera fólkið allar götur frá 1. farrými niður í lest og varð ekki af samningum. Þá kom til mála að leigja lítið eimskip af Akureyri, Sverrir, en þegar til skoðunar kom fengu margir ímugust á því. Skipið lítið og skort þar að auki nægjanlegt farrými. Þá var leitað samninga við Bergenska um farrými á eimskipinu Nova og buðu þeir svo góð kjör að samningar tókust, en nokkru síðar hætti fjelagið við að senda skipið umrædda ferð og var þar með fokið í það skjól . Þá leitaði stjórnin fyrir sjer hjá Sameinaða sem hafði tvö skip í förum á heppilegri áætlun fyrir söngförin og tókust þar einnig samningar. Skyldi Ísland flytja kórinn suður en Drottningin til baka. Var nú samin tilhögunarskrá fyrir kórinn, að því er snerti æfingar og konserta í samræmi við áætlun skipanna, en svo leit út sem örlaganornirnar væru ekki enn búnar að ákveða sig í sambandi við þessa söngför, því að morgni hins 13. apríl strandaði Ísland í Luth-firðinum á leið sinni til landsins í þá ferð sem kórnum skyldi að notum koma. Nú vandaðist málið. Rúm vika til stefnu þar til kórinn skyldi mæta á æfingu í Reykjavík og engin skip í förum, en engu hægt um að þoka á hvorugum vettvangi. Hugkvæmdist þá frú Sigurjónu Jakobsdóttur og söngstjóra samtímis að flýja á náðir ríkisstjórnarinnar með að senda varðskip eftir kórnum því hann átti vísa ferð norður með Drottningnni og varð það að ráði. Tókst Þosteinn M. Jónsson á hendur að flytja þetta mál við ríkisstjórnina, enda sjálfsagt enginn færari til þess en hann, enda tilkynnti hann kórnum daginn eftir að kvöldi þess 14. að varðskpið fengist og varð þá mikill fögnuður innan kórsins sem geta má nærri. Síðasta æfingin undir söngförin fór fram mánudagskvöldið 19. apríl og stóð til kl. 11:1/2. Og kvöldið eftir kom Varðskipið Ægir og tilkynnti skipstjóri Einar Einarsson að hann óskaði að fara kl. 7. f.h. næsta morgun og var kórmeðlimum tilkynnt það um kvöldið. Miðvikudaginn 21. apríl sem var síðasta vetrardagur var veður stillt og loft ljett en jéljadrög í útsveitum. Ekki var beinlínis hlýtt í veðri, en pollurinn svo sljettur að hvergi sást gári. Um kl. 7. fh. Tóku kórmeðlimir að tínast á bryggjuna og kl. Rúml. 7:40 steig sá síðast á skipsfjöl, raðaði kórinn sjer jafnskjótt upp og söng Yfir fornum eftir Helga Helgason og að því enduðu voru landfestar leystar og vjelar skipsins settar á hreifingu. Þá var kl. Rjett 7:45. Þá söng kórinn Ó. Guð vors lands, en byrjaði í ógáti heilum tóni of hátt en hjelt þó út, þ.e.a.s. bestu sópranarnir og skreið skipið á meðan austur frá bryggjunni. Þar með var söngförin hafin. Gekk sjóferðin vel, Enda var aðhlynning með þeim ágætum að á betra varð ekki kosið. Einkum sýndi Brytinn, Halldór Kernesteð frábæra lipurð og hugkvæmni í starfi sínu og sama má segja um alla skipshöfnina., allt frá skipstjóra til yngsta háseta. Sem fyr getur var fjörðurinn spegilsljettur og hjelt fólk sig fyrst uppi við og fór í ýmsa leiki á þilfari, en þegar kom út til móts við Hvanndalabjörg tók bára að ýfast og jafnframt að gusta ónotalega á móti svo talið var ráðlegast að hafa sig undir þiljur. Urðu ýmsir dálítið sjóveikir einkum meðan farið var fyrir Skagafjörð og Húnaflóla, og Breiðafjörð því á þeim köflum var sjór ókyrrastur. Norðvestast í Faxaflóa barst kórnum skeyti frá Sveini G. Björnssyni um að koma ekki að bryggju fyr en kl. 1.0 vegna móttöku-athafnar. Þetta var snemma á Sunnudagsmorguninn fyrsta, veður hið fegursta og blítt að sama skapi. Var því hressandi fyrir þá sem sjóveikir höfðu kennt, að koma upp og viðra sig í sólskininu þegar lagst var á bak við Engey kl. 10:45 og þar lá Ægir í nærri tvo tíma, en þá var lagt að bryggju. Söng kór Yfir fornum þegar skipið renndi að bryggju, en Fóstbræður svöruðu með Sangerhilsan eftir Grieg fyrir hönd Karlakórs Reykjavíkur sem ekki gat sungið vegna veikinda söngstjórans. Síðan talaði Sveinn G Björnsson nokkur orð til Kantötukórsins en fararstjóri, Jóhann Frímann svaraði fyrir kórsins hönd og síðan söng kórinn. Nú brosir elfan eftir Björgvin Guðmundsson og síðan var gengið af skipi. Mikill fólksfjöldi var á bryggjunni og tafðist mörgum, og ekki síst söngstjóra við að taka í framrjettar hendur. Sem sag, aðkoman til Reykjavíkur var með ágætum ánægjuleg. Þetta kvöld hjelt S.Í.K. kveðjusamsæti fyrir karlakórinn Vísi á Siglufirði sem um þetta leiti var einnig í konsertleiðlangri til höfuðstaðarins, á Hótel Borg, og bauð samandið Kantötukórnum þangað. Þar talaði Sveinn G. Björnsson fyrir minni Björgvins Guðmundssonar og kórsins, sem Jóhann Frímann svaraði með mjög lipurri tölu og þá fór formaður sambandsins, Ólafur Pálsson fram á að kórinn syngi, og þóttist söngstjóri tæplega geta skorast undan því þó ástæður kórsins væru allt annað en góðar þar eð hann var ný stiginn af skipsfjöl og allir eptir sig, ýmist af sjóveiki eða sjóriðu eða hvortveggja. Bað söngstjóri því fararstjóra að gera grein fyrir ástæðum og síðan söng kórinn 3 smálög; Innum Gluggann eftir Sigurð Þórðarson, Íslands og Þei, þei og ró ró , bæði eftirsöngstjórann. Heppnaðist söngur þessi svo vel að óhætt má fullyrða að þar með væri lagður traustur grundvöllur að giftu og viðgangi kórsins í sambandi við dvöl hans og konserta í Reykjavík. Þarna var samankomin um 500 manns sem allt var eitthvað við söngmál riðið í höfuðborginni, og barst þar með hróður kórsins um allan bæ strax morguninn eftir, og svo hefði orðið, og ekki síður ef ver hefði tekist. Þetta var því örlagarík stund, enda fágæt á allan hátt, og því líkast sem góðir englar hjeldu vörð um kórinn eins og reyndar oftast. Og mun þessi áminnsta stund verða ógleymanleg öllu sönnu Kantötufólki. Ekki vannst tími til að halda nema þrjár æfingar með hljómsveitinni þrátt fyrir dugnað og lipurð hljómveitarstjórans, Þórarins Guðmundssonar. Fór sú fyrsta fram í Varðarhúsinu, föstudaginn 23. apríl, en svo stutt svo að ekki varð komst yfir meira en helming kantötunnar. Önnur æfing fór fram í útvarpssalnum sunnudaginn 25 og heppnaðist vel, og sú síðasta í Gamla Bíó mánudaginn 26. og var sömuleiðis vel lukkuð. Fyrst konsert fór fram í gamla Bíó þriðjudaginn 27 apríl og hófst kl. 7.15. Karlakór Reykjavíkur fagnaði kantötukórnum með söng af hliðarsvölum hússins og sungu þeir Nú fljetta norðurljós bleikrauð bönd eftir Björgvin Guðmundsson en Kantötukórinn svarað með Innum gluggann eftir Sigurð Þórðarson, síðan hófst kantatan og fór hið besta fram. Að söngnum loknum ávarpaði útvarpsstjóri söngstjóra og söngfólk með velvöldum orðum og bað menn að lokum að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra og var það gert. Hvert sæti var skipað og yfir öllum konsertinum hvíldi einhver hátíðlegur viðhafnarblær sem gerir hann minnisstæðan. Annar konsert fór fram á sama stað og tíma daginn eftir og mun hann hafa verið glæsilegastur af þeim 5 konsertum sem kórinn hjelt í Reykjavík. Húsfyllir var eins og kvöldið áður. Þriðji konsert fór fram fimmtudaginn 29, og sá fjórði með breyttri söngskrá þann 30. apríl. Báðir tæplega eins vel heppnaðir frá söngfólksins hálfu. Að þeim fyrri var aðsókn slakari, kringum 2/3 í húsið en á þeim síðari svo til fullt hús, en báðum konsertunum var tekið með miklum fögnuði tilheyranda. Fimmti og síðasti konsertinn á sama stað sunnudaginn 2. maí kl. 2. eh. Við húsfylli með svipuðum hætti og hátíðleik og sá fyrsti, það eina sem útaf bar var að Guðrún Þorsteinsdóttir gat ekki sungið sína sóló vegna kvefs er hún hafði tekið. Í lok þessa konsert ávarpaði Sigfús Halldórs frá Höfnum kór og söngstjóra mjög vinsamlega og undirstrikaði mannfjöldinn ræðu hans með ferfalldu húrrahrópi. Þá þakkaði söngstjóri fyrir sig og kórinn og lét síðan syngja, Þei, þei og ró ró. Undirleik á öllum þessum konsertum annaðist 10 manna hljómsveit undir forustu Þórarins Guðmundssonar sem reyndist kórnum hinn ágætasti vinur í hvívetna. En sólistar voru Hreinn Pálsson og Gunnar Pálsson í stærri hlutverkum og Ragnar e. Kvaran, Guðrún Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ingibjörg Steingrímsdóttir í smærri hlutverkum. Þá sungu tenórdeild á flestum konsertunum: Árni Þorbjarnarson, Geir Stefánsson og Þorgeri Gestsson, allt gamlir Kantötu-félagar. Síðar um kvödlið söng kórinn í Útvarp og fór síðan í samkvæmi sem karlakór Reykjavíkur stofnaði til í Oddfellowhúsinu og fóru þar fram söngur og ræðuhöld framundir morgun. Úr hópi karlakóranna eru það einkum fjórir menn sem vöfstruðu mikið og þarft í sambandi við þessa söngför, en það eru Sigurður Þórðarson söngstjóri, Sveinn G. Bjönsson formaður og Árni Benediktsson fjárhirði Karlakórs Reykjavíkur og Kjaran Ólafsson brunavörður úr karlakórnum Fóstbræður og yfirleitt voru viðtökur og aðbúð Reykvíkinga með ágætum prýðilegar. Á mánudaginn 3. maí hjelt kórinn heimleiðs með Drottningunni. Átti skipið að leggja frá bryggju kl 6. e.h. og voru þá allir komnir um borð. Það mun hafa skift þúsundum fólk sem safnast hafði saman á bryggjunni, þrátt fyrir fremur kalt veður og eins að skipið var ferðbúið síðar en ráð var fyrir gert beið fólkið þarna þess að skipið færi í rúman klukkutíma. Að skipshlið kom Karlakór Reykjavíkur og söng Kantötukórinn úr hlaði og skiptust kórarnir á söng og húrrahrópum síðustu mínúturnar áður en skipið leysti frá bryggju, en það var kl. 7. eh. Til Ísafjarðar kom Drottningin að aflíðandi hádegi þrd. 4. maí. Þar hjelt kórinn konsert er hófst kl 2:30.. Aðsókn var góð og fagnaði Sunnukórinn Kantötukórnum með söng af svölum hússins. Hafði Geirdal ort sjerstakar tækifærisvísur í tilefni af komu kórsins og voru þær prentaðar í laglegum eintökum og nokkurt upplag afhent Kantötukórnum. Þessar vísur söng svo Sunnukórinn undir stjórn Jónasar Tómassonar með laginu, Þú álfu vorrar yngsta land eftir Jón Laxdal og í lok konsertsins sungu báðir kórarnir þjóðsönginn. Þessi konsert heppnaðist miðlungi vel. Var kórinn slæptur af sjóvolki og sumir alveg forfallaðir. Þá voru mikil viðbrigði með undirspilið sem Fanney Guðmundsdóttir annaðist ein á lítinn flygil, en vel var konsertinum tekið. Síðan var haldið um borð, og þar kvöddust kórarnir með söngvum og húrrahrópum og Jóhann Frímann mælti nokkur orð til Ísfirðinga að skilnaði. Síðan var lagt af stað kl. 4. Á Siglufirði var nokkur viðdvöl daginn eftir, 5. maí, en enginn konsert haldinn þar og kl 7. eh. Sama dag lagði Drottningin að bryggju á Akureyri. Var þar fyrir meiri mannfjöldi en menn þóttust muna dæmi til. Karlakórinn Geysir heilsaði með söng og Kantötukórinn svarað af skipsfjöl. Annars var veður hvasst og gjóstið. Síðan hjelt bæjarfógeti, Sigurður Eggerz stutta tölu og vel orðaða, þakkað hann söngstjóra og kór góða frammistöðu og þann heiður sem hann taldi hvortveggja hafa gert bænum með söngför þessari. Bað hann hvortveggja lengi lifa og ljet hrópa ferfalt húrra. Þannig endaði þessi happasæla söng- og sigurför Kantötukórsins til Reykjavíkur. Varð nú nokkurt hlje á starfinu. Að vísu var meiningin að halda konserta á Akureyri svo fljótt sem við yrði komið en ýmsar bægðir hömluðu að það gæti orðið fyr en fimmtudaginn 20.maí.. Sá konsert heppnaðist prýðilega frá söngfólksins hendi og var vel fagnað af áheyrendum, en þeir voru sára fáir, aðeins vinir kórsins, þrátt fyrir það var ákveðið að endurtaka konsertinn næsta sunnudag, 23, en það fór á sömu leið hvað aðsóknina snerti, enda bersýnilega til þess stofnað af óvinum Kantötukórsins, því nú tekur karlakór Akureyrar upp þá nýbreytni að auglýsa ókeypis konsert í samkomuhúsi bæjarins samtímis. Nú voru sem sagt á ný hafnar ofsóknir gegn Kantötukórnum og söngstjóra hans, en til að segja þá sögu verðar að hverfa _ -1 _ ár aftur í tímann. Haustið 1935 kom til Akureyrar heimshornamaður nokkur, Róbert Abraham að nafni og gyðingur að ætt. Var hann í atvinnuleit og ljest vilja reyna hjer fyrir sjer með píanókennslu og eins með að halda smávegis píanóhljómleika af og til. Ráðgaðist hann um þetta við Björgvin Guðmundsson sem raunar áleit að hann gæti unnið fyrir sjer á þennan hátt, og þá einnig endurreist lúðrasveitina og jafn vel komið upp einhverri hljómsveit ef hann ílentist í bænum, og lofaði Björgvin að styðja hann til alls þessa eftir föngum með því honum virtist pilturinn lipur píanisti og fremur músíkalskur, og leið svo veturinn að hann hjelt 2-3 píanóhljómleika og kenndi píanó og þýsku. En svo haustið 1936 dettur honum í hug að stofna blandaðan kór, og eftir því sem síðar kom í ljós bendir margt til að þeir Áskell, Valdimar og Hallgrímur hafi átt góðan þátt í þeirri hugmynd, a.m.k. ljet Áskell hann velja úr sínu liði það er hann vildi sem skaut all skökku við undirtektir hans þegar Kantötukórinn var í myndun. Fór nú Gyðingurinn og útsendarar hans á stúfana eftir starfskröftum. Tókst þeim að lokka Fanneyju Guðmundsdóttur spilara Kantötukórsins og nokkrar stúlkur úr honum í þetta fyrirtæki undir því yfirskini að þetta yrði aðeins stuttur tími, aðeins einn konsert og svo aldrei meir. En þessi stutti tími náða bara fram í miðjan apríl og þá hjelt Abraham tvo konserta fyrir fullu húsi rejtt áður en kantötukórinn fór suður. Og nú fengu blöðin málið. Nú áttu þau ekki orð til að dásama þetta menningar fyrirtæki sem þessi stóri listamaður væri búinn að hrinda af stokkunum, en þegar kantötukórinn kom úr söngförinni litlu síðar, þá þögðu þau eins og hundar, og auðvitað skríllinn með þeim sem ásamt þeim ætlaði að vera allt í gelti yfir snilli Abrahams. Það kom líka á daginn að hjer var ekki um neina bráðabirgðarstofnun að ræða því strax í September haustið eftir gerðu útsendarar Abrahams svo frekar og ítrekaðar tilraunir til að ræna fólki úr Kantötukórnum fyrir næsta vetur, en var sem betur fór lítið ágengt. Og þá er það Sigurður Guðmundsson sem býður honum sal menntaskólans til æfinga af því sagði hann að þetta væri svo ákaflega mikið menningarspursmál. Sá hinn sami sem á allan hátt reyndi að hefta viðgang kantötukórsins veturinn áður með neituninni um Hermann og fl. Þannig er það augljóst að þetta var allt útspekulerað frá byrjun. Það átti að nota þennan Gyðing sem vitanlega hefur eingöngu útlend tónverk á boðstólum til að eyðileggja Kantötukórinn og kollvarpa starfi hans. En nú er að taka upp þar sem frá var hofið. Við þessa tvo síðustu konserta fyrir hálftómu húsi, var spilað undir á tvo flygla af þeim Fanneyu og Lovísu, en sólóar sungu þau Helga Jónsdóttir og Hermann Stefánsson. Konsertarnir heppnuðust hið besta sem fyrr getur. 29. s.m. hjelt svo kórinn aðalfund sinn. Var hann í 400 króna skuld því kostnaður við upphald kórsins í Reykjavík hafði farið langt framúr áætlun. Hafði hann þó sungið inn um 6000 krónur, haldið 8 konserta á starfsárinu og að þeim meðtöldum 25 alls frá stofnun. Úr stjórn gengu Jónas og Helga og var hún endurkosin, en Jónas neitaði að taka á móti kosningu og var St. Gunnbj. Egilsson kosinn i hans stað. Varð þá stjórnin þannig skipuð. Formaður: Finnbogi Jónsson og meðstjórnendur, Jón Hallur, St. Gunnbj. Egilsson, Helga Jónsdóttir og Svafa Stefánsdóttir. Þá var samþykkt að efna til skemmtisamkomu eins snemma og við yrði komið að haustinu, og halda upp á 5 ára afmæli Kantötukórsins 23. október og var afmælisdagurinn miðaður við fyrstu söngæfingu er kórinn hafði 23. okt. 1932. Báðir spilarar höfðu upplýst að þær mundi flytja til Reykjavíkur þar um sumarið og varð því máli sjálf-frestað en söngstjóri var endurkjörinn. Er þá lokið að segja frá 5 ára starfsferli Kantötukórs Akureyrar.
Þetta haust 1937 hóf Kantötukórinn starf sitt óvenju snemma. Kom stjórnin saman á fund 7. sept. og var þar samþykkt að efna til kvöldskemmtunar til arðs fyrir kórinn 10. október. Var þegar boðað til æfinga og sú fyrsta haldin 10 sept. Og jafnframt var tekið að undirbúa 5 ára afmælisfagnað kórsins er fram skyldi fara fyrsta vetrardag 23. október þar eð þá voru liðin rjett 5 ár frá því er kórinn hafði sína fyrstu söngæfingu,. Nokkur hnekkir var það að þetta sumar fluttu báðir spilarar úr bænum til Reykjavíkur. En í stað þeirra fjekk söngstjóri ungfrú Maríu Jónsdóttir fyrir aðalspilara og frú Jórunni Geirsson til aðstoðar. En þrátt fyrir það var áhugi hjá kórnum með mesta móti gengu æfingar vel. Kvöldskemmtunin fór fram sem ákveðið var 10. okt. Og heppnaðist í alla staði prýðilega og var svo fjölsótt að fjármál kórsins komust á rjettan kjöl. Skuldir allar frá árinu fyrir var hægt að greiða og auk þess hafði kórinn afgang er nægja myndi til að bera afmæliskostnaðinn. Þá fór einnig afmælishátíðin fram á settum tíma og það með þeirri prýði að orð var á gert. Þótti þeim sem þar voru það eitt skemmtilegasta samkvæmi sem þeir hefðu setið. Við það tækifæri bárust kórnum nokkur heillaskeyti, m.a. frá skipshöfninni á varðskipinu Ægi, en svo hafði verið til stofnað að þeir yrðu þá staddir á Akureyri eftir samkomulagi við Skipstjóra, en lagvarandi ótíð hamlaði því. Þá söng kórinn bæði í samkomuhúsinu og Bíó 1. desember á frí-samkomum sem bærinn hjelt í tilefni af deginum, og tókst það vel, einkum í Bíói. Þá var sungið í útvarp 4. jan 1938 og tókst það fremur illa bæði frá kórsins hendi og einkum þó útsendingin sem var fyrir neðan allar hellur. Svo að bestu lögin sum fjellu alveg úr. Meðfram vegna óvanra spilara urðu aðal viðfansefni kórsins þennan vetur smálög án undirleiks. Breytingar urðu dálitlar á kórnum þetta haust en þó með minnsta móti, og án þess að meðlimatala hans raskist til muna. Hjer fer á eftir meðlimaskrá hans þetta ár:
Sópran: | | Alt: | - Anna Jónsdóttir nýliði - Anna Pjetursdóttir nýliði - Björg Baldvinsdóttir - Helga Jónsdóttir - Inga Austfjörð - Ingibjörg Steingrímsdóttir (Um tíma forfölluð vegna lasleika) - Matthildur Pálsdóttir - Margrjet Antonsdóttir - Margrjet Steingrímsdóttir - Sigurjóna Pálsdóttir - Snjólaug Baldvinsdóttir nýliði - Steinunn Jónsdóttir | | - Brynhildur Steingrímsdóttir - Eva Kröyer - Guðrún Árnadóttir - Guðbjörg Þorsteinsdóttir - Jónborg Þorsteinsdóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Matthildur Olgeirsdóttir - Sigr. Pálína Jónsdóttir - Sigurjóna Jakobsdóttir - Svafa Olgeirsdóttir nýliði - Svafa Stefánsdóttir - Þóra Vilhjálmsdóttir nýliði | Tenór: | | Bassi: | - Arnór Einarsson nýliði - Eiríkur Guðmundsson - Georg Jónsson - Guðmundur Guðmundsson - Hermann Stefánsson - Halldór Jónsson (V-Íslendingur. Dvaldi á Akureyri þennan vetur) - Jón G. Guðlaugsson - Jónas Þórðarson - Kristján Rögnvaldsson (Nýliði- gekk í kórinn síðla vetrar) - Páll Jónsson - Ragnar Sigurðsson nýliði - Runólfur Heydal (Nýliði-skólapiltur) - Svafar Helgason (nýliði fyrrum meðlimur) - Þorsteinn Austmann | | - Axel Pjetursson (stopull) - Barði Brynjólfsson - Bjarni Halldórsson - Björn Júlíusson - Eiður Haraldsson - Finnbogi Jónsson - Gísli Kristinsson - Hannes Marteinsson - Hjörtur Gíslason - Jón Ragnar Helgason nýliði - Kristján Björnsson - Kristján Halldórsson - Kristján S. Sigurðsson - Rósmann Mýrdal - Stefán Gunnbjörn Egilsson - Valdimar Pálsson (Frá Möðruvöllum nýliði) - Sigurgeir Jónsson |
Þannig telur kórinn nú 55 meðlimi sem er einum færra en í fyrra. Úr kórnum frá fyrra ári, 14 hafa fallið úr, en 13 bæst við. Og koma þá víxlingar niður á radddeildum þannig: - Úr sópran viku 2 en við bættust 3 - Úr Alt viku 3 en við bættust 2 - Úr tenór viku 6 en við bættust 6 - Úr bassa viku 3 en við bættust 2.
Þess skal og getið að einn tenórinn, Halldór Johnsson var hjer aðeins ferðamaður og aðeins starfandi meðlimur þann stutta tíma sem hann dvaldi á Akureyri þó hann sje settur á meðlimaskrána. Svo sem fyrr getur voru viðfangsefni Kantötukórsins þennan vetur mikið til smálög án undirleiks. Aðal konsertar kórsins á Akureyri voru tveir, 26. og 27. í röðinni. Fór þeir fram dagana 6. og 10. mars og heppnuðust báðir ágætlega. Aðsókn að þeim fyrri var góð en slæm að þeim síðari. Blöðin geyspuðu letilega og skrifuðu ögn um leið eins og gengur með útlifaðar búrtíkur og svo var það ekki meira. En um þetta leiti fór Páll Ísólfsson þess á leit við kórinn að hann syngi nokkur lög í útvarp á tónskáldakvöldi Björgvins Guðmundssonar er fram átti að fara 3. apríl. Gat því ekkert hlje orðið á æfingum því einmitt um þetta leiti hafði kórinn óvenju lítið á takteinum af hans tónverkum. Líka olli það talsverðum erfiðleikum að aðalspilari kórsins, María Jónsdóttir, fór til útlanda um þessar mundir og varð því enn á ný að yrkja uppá nýjan stofn með spilara og voru þá til fengnir Árni Ingimundarson og Ingibjörg Steingrímsdóttir. Eigi að síður heppnaðist þessi útvarpssöngur kórsins hið besta, sem sumpart var því að þakka að salurinn var útbúinn með öðrum hætti en venjulega, tjaldaðar hátt og lágt og hljóðneminn hafður á öðrum stað en áður. Við þetta tækifæri var nýtt útvarpstæki fengið til láns hjá viðtækjaversluninni og sett upp í salnum og safnaðist kórinn þar allur saman til að hlusta á útvarpið að sunnan. Þetta sama útvarpstæki keypti svo kórinn og gaf söngstjóra sínum það á afmælisdegi hans 26. apríl. Þá skal þess getið að dagana 16. og 23. mars söng kórinn á vegum K.E.A. í Nýja Bíó og þótti takast mjög vel svo hinn besti rómur var gerður að. Var nú lítið eitt hlje á æfingum, en um þessar mundir tók ungmennafjelag keldhverfinga að manga til við kórinn að koma til Ásbyrgis og syngja á hjeraðsmóti þar síðari hluta júnímánaðar. Urðu um þetta nokkur fundarhöld og fór svo að það var samþykkt og jafnframt að haldinn yrði konsert á Húsavík í sömu ferðinni. Skyldi æfingum fækkað niður í eina á viku, Vildu þær þó heldur mislukkast sökum skróps og veikinda innan kórsins. Boðað var til aðalfundar 10. maí og komu þar fram tillögur um lagabreytingar o.fl. svo fundartími hrökk ekki til að afgreiða málin og var því fundi fresta til 17. s.m. en skipuð nefnd til að undirbúa laga-frumvarp fyrir þann fund. Svar svo haldin framhalds-fundur á settum tíma og hin nýju lög samþykkt þar og að öðru leiti gengið frá málum. Reyndist fjárhagur sæmilegur og í sambandi við það er vert að geta þess að á þessu starfsári öndverðu hugkvæmdist söngstjóra að afla kórnum fjár með þeim hætti að mynda sjerstaka deild með styrktarmeðlimum er greiddu árlega kr. 10 á ári í fjelags-sjóð gegn ókeypis aðgangi að öllum konsertum kórsins og þeim fjelags-rjettindum sem þeir æsktu eftir. Gekk þetta svo vel að á örstuttum tíma og fyrirhafnarlaust var aflað yfir 60 meðlima og bætti þetta fjárhag kórsins mikið, en dró vitanlega úr inntektum af aðal-konsertum. Á þessum fundi var kosin stjórn fyrir næsta ár, og hluti þessi kosningu: Finnbogi Jónsson formaður, og meðstjórnendur Bjarni Halldórsson, Jónas Þórðarson, Guðrún Árnadóttir og Svafa Stefánsdóttir. Er þá loks að geta Ásbyrgisferðarinnar.Hún hófst kl. Rúml. 3. eh. Laugadaginn 18. júní. Veður var þungbúið og skúralegt en milt og stillt. Til Húsavíkur kom kórinn kl. Rúml. 6 _ og hjelt þar sinn 28nda. Konsert kl. 9 síðd. Við litla aðsókn en góðar viðtökur og vellukkaðan frá kórsins hendi. Sólistar á Akureyrarkonsertunum höfðu verið Eva Kröyer, Helga Jónsdóttir og Hermann Stefánsson, en sú fyrstnefnda forfallaðist frá Ásbyrgisferð svo að á Húsavík sungu þau Helga og Hermann tvísöng. Daginn eftir mátti heita úrslitalaus rigning og varð því minna úr skemmtun í Ásbyrgi en ella. Bæði kórinn og fólkið varð að halda sig undir hömrunum hálf hrakið og gat ekki hjá því farið að kulda nokkrum slægi að mönnum. Lagði kórinn svo heimleiðs kl. Rúml. 5 og komst til Akureyrar kl 1 _ og lauk þar með sjötta starfsáir Kantötukórsins, en hvað frammistöðu hans snerti í þessari ferð mega allir vel við una, enda var söng hans hvaðanæfa tekið með hrifningu. En fjárhagsleg útkoma þessarar ferðar var slæm eða um kr. 400 í tap. Með þessu starfsári er þó rjettast að telja söng kórsins á Torfunes-bryggju í tilefni af komu Krónprins-hjónanna dönsku. Var sjerstaklega óskað eftir að Kantötukórinn tæki að sjer móttökusönginn og fór sú athöfn fram á bryggjunni kl. 2 _ s.d. 27. júlí er Drottning Alexandrína lagði að bryggju. Voru aðeins sungin tvö lög, Ó guð vors lands og Kong Christian, en þau þóttu sungin af miklum ágætum og voru þau ummæli höfð eftir krónprinsinum að hvergi og aldrei hafi sjer verið fagnað með jafn góðum söng. Tveim dögum síðar andaðist ein fjelags-systirin, Otta Þorsteinsdóttir Thorarensen og tók kórinn að sjer að syngja við jarðarförina sem fór fram laugardaginn 6. ágúst. Við það tækifæri söng kórinn, Í rökkurró hún sefur eftir söngstjórann og sem hann setti út fyrir blandaðar raddir í tilefni af þessu dauðsfalli. Var það síðan fjölritað. Söngurinn við þessa athöfn tókst vonum framar vel og athöfnin fór vel fram og var kórnum til sóma. Báru 6 fjelagssystur kistuna út úr kirkjunni og ýms önnur samhygðar merki sýndi kórinn sem bar vott um. Hinnar látnu var almennt saknað, enda getur ekki einlægari og ábyggilegri fjelaga en hún var. Þessi útvararsöngur var síðasta athöfnin á þessu 6. starfsár kórsins og því lengsta í sögu hans að svo komnu.
Fyrsti vísir til athafna á þessu sjöunda starfsári Knatötukórsins var að stjórnin kom saman á fund 4. september 1938 til að ræða um vetarstarfið. En vegna þess hve leyst hafði úr síðasta starfsári var ákveðið að hefja ekki æfingar að svo komnu. Síðan var haustfundur haldinn 20. s.m.. Og fyrsta söngæfing viku síðar, 27. s.m. hafði verið ákveðin haustskemmtun eins og árið áður og gengu fyrstu æfingar kórsins í að undirbúa hana. Var hún svo haldin 16. október í Samkomuhúsinu við sæmilega aðsókn og lukkaðist að öðru leiti dável. Varð síðan uppíhald í æfingum til 25. sm.a. en þá var byrjað á vetrarverkefninu sem að þessi sinni var II. þáttur úr óratoríunni Strengleikar eftir Björgvin Guðmundsson. Gengu fyrstu æfingar sæmilega nema hvað sóprandeildin sótti ver en venjulega og hjelst það viðloðandi allan veturinn. Hafði til þessa jafnan gengið svo að einhver radddeildin væri slakari við mætingar en hinar, sem meðfram stafaði þá stundum af lasleika og öðrum forföllum, og svo mun einnig hafa verið að þessu sinni, en þá vill einmitt metnaðurinn oft dvína í ofanálag. Þá varð kórinn að eyða nokkrum tíma í undirbúning undir Fullveldisdaginn 1. desember. Söng hann þann dag í tveimur stöðum og tókst sæmilega þrátt fyrir mikil forföll sökum veikinda. Breytingar á kórnum urðu enn dálitlar, að tiltölu viðlíka og árið áður. Hjer fer á eftir skrá yfir virka meðlimi á þessu starfsári, með tilheyrandi athugasemdum.:
Sópran: | | Alt: | - Anna Jónsdóttir (forfallaðist frá konsertum) - Anna Pjetursdóttir - Aðalheiður Jensen (nýliði) - Björg Baldvinsdóttir - Friðný Baldvinsdóttir (nýliði) - Helga Jónsdóttir - Inga Austfjörð - Inga Steingrímsdóttir - Margrjet Steingrímsdóttir - Sigurjóna Pálsdóttir - Snjólaug Baldvinsdóttir - Steinunn Jónasdóttir
Alls 12 í röddinni | | - Brynhildur Steingrímsdóttir - Fríða Sæmundsdóttir (nýliði) - Guðrún Árnadóttir - Jónborg Þorsteindóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Matthildur Olgeirsdóttir - Sigríður Pálína Jónsdóttir - Sigrún Bárðardóttir (nýliði) - Sigurjóna Jakobsdóttir - Svafa Olgeirsdóttir - Svafa Stefánsdóttir - Þóra Vilhjálmsdóttir
Alls 12 í röddinni | Tenór: | | Bassi: | - Eiríkur Guðmundsson - Georg Jónsson - Hermann Stefánsson - Jón A Guðlaugsson - Jónas Thórdarson - Karl Jónsson (nýliði) - Kristján Rögnvaldsson - Leó Árnason (Var viðloðandi árið áður en stopull v. Atvinnu.og annarra ástæðna) - Páll Jónsson - Ragnar Sigurðsson - Sigurgeir Sigurðsson (Nýliði en áður meðl.) - Sigurjón Einarsson (nýliði) - Sigurjón Þóroddsson (nýliði) - Þorsteinn Austman
Alls 16 í rödd | | - Axel Pjetursson - Barði Brynjólfsson - Bjarni Halldórsson - Finnbogi Jónsson - Gísli Kristinsson - Hjörtur Gíslason - Kristján Björnsson - Kristján Halldórsson - Kristján B Sigurðsson - Ólafur Metúsalmesson (nýliði) - Rósmann Mýrdal - St. Gunnbjörn Egilsson - Stefán Halldórsson (Geysism. En viðloðandi Kantötukórinn) - Valdimar Pálsson - Sigurður Róbertsson - Sigurgeri Jónsson
Alls 16 í röddinni. |
Þess skal getið jafnframt að tveir bassamenn kórsins voru aðeins forfallaðir þetta starfsár, þeir: Björn Júíusson og Eiður Haraldsson, en báðir fastir meðlimir. Er þá tala virkra meðlima 56 þetta starfsár, eða einum fleira en árið á undan. Heildar víxlingar þannig að 11 víkja burt en 12 bætast við, og víxlingar í hverri radddeild eins og eftirfylgjandi tafla sýnir. - Úr sópran viku 2 og við bættust 2 - Úr Alt viku 2 og við bættust 2 - Úr Tenór viku 3 og við bættust 5 - Úr bassa viku 4 og við bættust 3.
Standa þannig kvenraddirnar sópran og alt við í stað. Tenó fjölgar um 2 og bassa fækkar um einn. Afmælisfagnaður kórsins fjell niður að þessu sinni mest vegna þess að hann gat ekki fengið húsrúm, hvorki á afmælisdeginu eða nógu nálægt honum. Ein eitt prívat skemmtikvöld hafði kórinn 21. mars 1939. Var þar drukkið kaffi og dansað frameftir og fór sú samkoma vel fram í alla staði. Kórinn hjelt þrjá konserta með fyrrnefndum flutningsefnum. Þann fyrsta 28. febrúar 1939 og hinna 5. og 7. mars. Einsöngvarar voru sem fyrr Helga Jónsdóttir og Hermann Stefánsson og þar að auki Ingibjörg Steingrímsdóttir. Í fyrsta skifti sem sjálfstæður einsöngvari og þótti takast vel undirleik annaðist Þyrí Eydal, sem þetta starfsár var í fyrsta skipti aðal-spilari kórsins og leysti hún hlutverk sitt vel af hendi. Og yfirleitt heppnuðust konsertarnir hið besta, einkum sá fyrsti og síðasti. Aðsókn mátti heita sæmileg og söngnum var mjög vel tekið sem marka má að því að af 11 skemmtiatriðum voru 9 kölluð fram aftur í fyrsta konsertinum. Þar var m.a.a staddur Sigurður Birkis söngkennari og rómaði hann mjög frammistöðu bæði kórsins og einsöngvara. Þá varð og gott fólks þess valdandi að blöðin urðu að þessu sinni vingjarnlegri í garð kórsins. Má þar einkum til nefna frk. Ragnheiði O. Björnsson, sem skrifaði ágætan ritdóm í Íslending og mag. Geir Jónasson . Eftir konsertana stóð til að kórinn syngi fljótlega í útvarp en af einhverum ástæðum drógst það á langinn svo ískyggilegt að all rökstuddur grunur fjell á andstæðinga klíku kórsins, Abrahamssinanna hjer á Akureyrir, um að hafa rægt kórinn þar syðra. M.a. kvað Helgi Hjörvar upp úr með það í símtali við Þórstein M. Jónsson að Abrahamskórinn syngi milklu betur, en hvaðan kom honum sú viska áður en hann hafði heyrt hvorugan kórinn? En allt um það var framkoma útvarpsins í fullu samræmi við þessi ummæli Hjörvars, því að í fyrirrúmi fyrir Kantötukórnum var Geysir látinn syngja tvisvar og Abrahamskórinn einusinni, en loks komst Kantötukórinn það að 25. apríl. Tókst sá söngur yfirleitt vel að einu lagi undanskildu sem fjell. Og fjekk kórinn þá reynslu af því hve varasamt er að hafa ekki fyrirfram æft undir alveg sömu kringumstæðum og fyrir liggja við útvarpssendingum, sem sje í tjölduðum sal með dempuðu hljóðfæri. Þá má geta þess að kórinn söng í aðalfundarlok KEA 18. apríl og þótti takast afburða vel. Um þetta leyti var ákveðið í samráði við menn á Blönduósi að kórinn fari söngför vestur í sýslur dagana 17. og 18. júní, en síðar breyttust skilyrði á Blönduósi þannig að kórinn áleit varhugavert að leggja upp í nefnda söngför og var því ákveðið að leggja niður starfið yfir sumarið. Var þá boðað til aðalfundar, og hann haldinn 23. maí 1939. Á fundi þessum voru rædd ýms mál m.a. svonefnd sambandsmál. Var það þannig til komið að snemma á starfsárinu fjekk stjórn, eða formaður kórsins brjef frá nokkrum mönnum í Reykjavík er bentu á nauðsyn þess að stofnað yrði landssamband blandaðra kóra og beiddust samvinnu við kantötukórinn. Fór söngstjóri þegar til verks og framsetti fjögur skilyrði fyrir þátttöku kórsins í sambandi þessu, en kórinn fól stjórninni að kynna sjer málið til frekari framkvæmda. Ákvað hún að hafa 2 fulltrúa mætta á bráðabyrgðar stofnfundi sem haldinn yrði 7. des. 1938. En þegar á fundinn kom vitnaðist að farið hafði verið á bak við kórinn á ýmsan hátt af forgöngumönnum þessarar stofnunar og var sumt að því þvert ofan í þau skilyrði sem kórinn setti fyrir þátttöku sinni í sambandinu. Á þessum forsendum samþykkti kórinn einróma, á nefndum aðalfundi að halda sig utan sambandsins. Þá var samþykkt að hefja æfingar á ný með September byrjun, og að söngför skyldi farin til Reykjavíkur, næsta vor. Loks var kosin stjórn, og hlutu þessi kosningu. Forseti. Frú Sigurjóna Jakobsdóttir. Varaforseti Finnbogi Jónsson. Ritari Bjarni Halldórsson, gjaldkeri Jónast Thordarson og meðstjórnandi Hjörtur Gíslason, en varmenn Guðrún Árnadóttir og Helga Jónsdóttir. Var þar með að öllu sköpuðu slitið vetrarstarfsemi kórsins á þessu 7unda starfsári hans sem hafði reynst fremur farsælt á ýmsan hátt.
Áttunda starfsár (1939-40) hófst með því að skemmti-nefnd kórsins efndi til kvöldskemmtunar sem haldin var 7. október og endurtekin 14. sm.m við góða aðsókn og góðan orðstír. Þá var haustfundur kórsins haldinn 17. október og rætt um vetrar-starfið, liðið kannað o.s.frv. En ástæðan fyrir því að seinna var hafist handa, en ráðgert hafði verið var einkum sú að söngstjóri var sjúkur allan síðari hluta sama árs frá júlílokum og enn ekki rólfær þegar fundur loks var ákveðinn 17. okt. Einnig mun stríðið hafa átt nokkurn þátt í að starf kórsins var látið liggja niðri. En strax að þessum fundi loknum var hafist handa með raddæfingar. Tók Krisján Rögnvaldsson að sjer bassa og tenór, en Þyrí Eydal sópran og millirödd með aðstoð forvígiskvenna kórsins. Þá var hafist handa með söfnun nýliða með góðum árangri og bættist talsvert af nýjum meðlimum í kórinn, einkanlega varð mikil breyting á sóprandeildinni . Fer hjer á eftir meðlimaskrá kórsins.
Sópran: | | Alt: | - Aðalheiður Jenssen (fremur stopul) - Anna Pjetursdóttir - Ásthildur Guðlaugsdóttir (nýliði) - Björg Baldvinsdóttir - Halldóra Egilsdóttir (nýliði, stopul) - Helga Jónsdóttir (forfallaðist frá konsertum) - Hrefna Sigurjónsdóttir (nýliði) - Ingibjörg Steingrímsdóttir - Kristín Mikaelsdóttir (nýliði) - Margrjet Steingrímsdóttir - Sigrún Ingimarsdóttir (nýliði) - Snjólaug Baldvinsdóttir - Steingerður Hólmgeirsdóttir (nýliði) - Steinunn Jónasdóttir (forfallaðist frá konsertum vegna lasleika - Valgerður Bjarnadóttir, nýliði og forfallaðist. Þórunn Þorsteinsdóttir, nýlið nú, en var ein af stofnendum kórsins og meðlimur fyrsta veturinn, en fluttist síðan burtu. Forfallaðist frá konsertum en söng við ýms önnur tækifæri.
Alls 16 í röddinni. | | - Alfa Hjálmsdóttir (Nýliði) - Brynhildur Steingrímsdóttir - Fríða Sæmundsdóttir - Guðrún Árnadóttir - Jóninna Þorsteinsdóttir - Magnea Daníelsdóttir (nýliði) - Matthildur Olgeirsdóttir - Signý Sigmundsdóttir (nýliði) - Sigríður Skaftadóttir (nýliði) - Sigurjóna Jakobsdóttir - Svafa Olgeirsdóttir - Svafa Stefánsdóttir - Þóra Vilhjálmsdóttir - Þorhildur Steingrímsdóttir, nýliði nú. En ein af stofnendum kórsins og starfaði í honum fyrsta veturinn
Alls 14 í röddinni. | Tenór: | | Bassi: | - Baldur Sigurðsson, nýliði - Eiríkur Guðmundsson - Eyþór Ó. Sigurgeirsson, skólanemi, nýliði - Gary Jónsson . Kom seint í kórinn en söng á öllum konsertum. - Hermann Stefánsson - Jónas Þórðarson - Jón Á Guðlaugsson (Flutti úr bænum og ver lengst af fjarverandi en æfði þó flest viðfangsefnin) - Karl Jónsson - Kristján Rögnvaldsson - Páll Jónsson (fremur stopull) - Ragnar Sigurðsson (forfallaðist ) - Sigjón Þóroddsson - Svafar Helgason - Víkingur Guðmundsson (nýliði, forfallaðist frá konsertum) - Þorsteinn Austmann
Alls 16 í röddinni. | | - Axel Ásgeirsson (nýliði) - Axel Pjetursson (fluttist úr bænum snemma vetrar, en væntanlegur aftur með vorinu) - Bjarni Halldórsson - Eiður Haraldsson (að mestu forfallaður vegna náms) - Finnbogi Jónsson - Gísli kristinsson - Guðlaugur Sigmundsson (nýliði) - Gunnar Jónsson (Nýliði, en viðflæktur af og til og einn af stofnendum kórsins) - Gunnbjörn Egilsson (stopull) - Haukur Stefánsson (nýliði en starfandi meðlimur fyrr meir) - Hjörleifur Árnason, Nýliði, stopull - Hjörtur Gíslason - Kristján Björnsson - Kristján B. Sigurðsson - Sigurður Guðmundsson, nýhlið, námsmaður - Sigurgeir Jónsson - Stefán Halldórsson - Valdimar Pálsson - Þorvaldur Ágústsson, nýlið, námsmaður.
Alls 19 í röddinni.
|
Þannig telur kórinn þá 64 meðlimi, og af þeim forfölluðust 9 frá konsertum og þrír að mestu leiti frá virkri þátttöku. Hefur meðlimum kórsins því fjölgað um 8, úr 56 upp í 64 og eru heildarvíxlingar þannig að 16 víkja burt en 214 bætast við. Verður að geta þess í því sambandi að Eiður Haraldsson fjell burt af skrá virkra meðlima í fyrra en ekki nú og telst því til nýliðanna og eru þeir því raunverulega aðeins 23. En víxlingar í röddum eru þannig að - Úr sópran víkja 4 en við bætast 8 - Úr Alt víkja 3 en við bætast 5 - Úr tenór víkja 4 en við bætast 3 - Úr bassa víkja 5 en við bætast 8.
Sóprandeildin fjölgar því um 4, Altum 2, tenórar fækkar um 1 en bassi fjölgar um 3. Afmælisfagnaður fjell niður að þessu sinni, en í þess stað hjelt kórinn kaffidrykkju 10. nóv. Þá rjeðist kórinn í að gefa út sönglagahefti með 11 lögum og kom það útí desember byrjun. Fjölritaði Finnbogi Jónsson heftið og er það með ágætum af hendi leyst en söngstjóri sá um lagaval og prófarkalestur. Viðfangsefni kórsins voru yfir þetta starfsár meir hluta lög án undirleiks og flest úr fyrrnefndu sönglagahefti Söngva Borgu og Tónhendum. Þá var og haldið við þremur kórum úr Strengleikum . gangstætt venju fjellu niður hátíðahöld í Desember vegna innrásar Rússa í Finnland en litlu síðar var haldið Finnlandi kvöld og söng kórinn þar opinberlega í fyrsta sinn á starfsárinu. Þá hjelt kórinn tvo konserta fyrir sjálfan sig 2. og 7. apríl. Var sá fyrri afar fjölsóttur en sá síðar miklu miður en báðir heppnuðust prýðilega frá kórsins hendi og hlutu góða dóma. Þá var ákveðið að halda alþýðukonsert 9. sm.m en honum var aflýst vegna innrásar þýskara í Noreg. Þá hjeldu kantötukórinn og Geysir sameiginlegan konsert fyrir sjúkrahúsið 18. apríl og loks söng kantötukórinn fyrir KEA á lokafundi þess 9. maí. Og gerði þar fádæma lukku og varð að marg endurtaka og syngja aukalög Þá söng kórinn á Kristneshæli 7. mai og á spítalanum 13. sm. Loks söng kórinn í útvarp 26. maí. Tókst söngurinn vel frá kórsins hendi og mun hafa verið jafn best lukkaður útvarpssöngur kórsins að svo komnu. En um útsendinguna leikur á ýmsum tungum, enda er hún ávallt hæpin við þau skilyrði sem hjer eru fyrir hendi. Vegna hins óútreiknanlega ástands sem styrjöldin hefur skapað var aðalfundi kórsins frestað til hausts svo að formlega lok starfsársins fjelli niður að þessu sinni. En þegar alls er gætt verður ekki annað sagt en að þetta áttunda starfsár kantötukórsins hafi verið fasælt. Þrátt fyrir vaxandi dýrtíð og þar af leiðandi kreppu varð kórnum vel til með styrktarfjelaga svo að þeir munu auk heldur fremur hafa fjölgað en hitt. Þá hafa þeir nýliðar sem í kórinn gengu starfað flestir með meir áhuga en venjulega á sjer stað um nýliða enda samlagst kórnum fljótt og vel bæði sem söngfólk og fjelagar. má því vænta góðs af þeim í framtíðinni. Þá hafa og innbyrðist samkomur kórsins ótvírætt bent til þess að eindrægni og fjelagsandi sje búinn að festa þar rætur all verulega, og er það gleðilegt, og svo líka hitt að vinsældir kórsins virðast nú vaxa með hverju ári. |