hópurinn var stofnaður 1987 af ungum íslenskum tónlistarmönnum í þeim tilgangi að flytja nýja tónlist.
CAPUT hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverka og haldið tónleika Norður-Ameríku og í 15 löndum Evrópu.
CAPUT hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu, í Ameríku og á Íslandi. Hér má nefna: Haust í Varsjá, Gulbenkian hátíðina í Lissabon, New Concert Series í Toronto, Santa Secilia í Róm, Wigmore Hall í London, Holland Festival í Amsterdam, Listahátíð í Færeyjum, Listahátíð í Reykjavík og Sumartónleika í Skálholtskirkju
CAPUT hefur gefið út níu hljómdiska í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess hafa hljóðritanir hópsins komið út á sjö safndiskum.
CAPUT er leiðandi afl í nýrri tónlist á Íslandi og er á meðal fremstu tónlistarhópa í Evrópu sem fást við nýja tónlist. Hópurinn hefur hvarvetna hlotið lof fyrir kraftmikla túlkun og tæknilega yfirburði.
CAPUT hlaut menningarverðlaun Dagblaðsins árið 1995 og hafa tónverk flutt af hópnum margoft verið valin til kynningar á Alþjóðlega tónskáldaþinginu í París. |
Á döfinni | Meðlimir | Diskar | Tónskáld | Sagan | Umfjöllun |
Vefstjóri | Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja starfsemi CAPUT-hópsins | © 2001 - 2002 Músa |