"15:15" í BorgarleikhúsinuTónleikar í Borgarleikhúsinu, Nýja sviði. Alla laugardaga klukkan 15:15
2003 – 200413.10.2003
CAPUT, Ferðalög, slagverkshópurinn Benda og 12 Tónar í samvinnu við Borgarleikhúsið

– 18. október 2003 – Voces Thules - Þá og Nú.

  • Clement Jannequin: La Guerre (Marignano 1515), L´alouette og fleiri söngvar
  • Hafdís Bjarnadóttir: Landslag (fyrsti opinberi flutningur) – lög af „Nú“ auk nýrra verka
  • Flytjendur:
    • Voces Thules:
      • Sigurður Halldórsson kontratenor
      • Guðlaugur Viktorsson tenor
      • Rúnar Óskarsson tenor
      • Eggert Pálsson bariton
    • Hafdís Bjarnadóttir gítar
    • Ragnar Emilsson gítar o.fl.

  • Styrkt af Menningarsjóði FÍH

– 25. október 2003Tilraunaeldhúsið / 12 Tónar

  • Please make my space noisy (frumflutningur)
    • Flytjendur:
      • Hilmar Jensson
      • Kristín Björk Kristjánsdóttir
      • Jóhann Jóhannsson
      • Andrew DÁngelo
      • Orri Jónsson
      • Ólöfu Arnalds
      • Sigurður Halldórsson

    – 1. nóvember 2003 – Mussorgski - sunginn og leikinn

    • Barnaherbergið
    • Söngvar og dansar um dauðann
    • Flytjendur:
      • Í samvinnu við Hugleik
      • Þórunn Guðmundsdóttir - sópran
      • Hrefna Eggertsdóttir - píanó

    Camerarctica– 6. nóvember 2003 – Camerarctica -

    • Olivier Messiaen
      • Kvartett fyrir endalok tímans

    • Flytjendur:
      • Ármann Helgason - klarinett
      • Hildigunnur Halldórsdóttir - fiðla
      • Sigurður Halldórsson - selló
      • Örn Magnússon - píanó

    Atli Heimir SveinssonCAPUT– 15. nóvember 2003CAPUT - Grand dui concertante

    • Atli H. Sveinsson
      • Grand duo concertante nr. I fyrir tvær flautur
      • Grand duo concertante nr. II fyrir flautu og klarinettu
      • Grand duo concertante nr. III fyrir flautu og selló
      • Grand duo concertante nr. IV fyrir tvo saxofóna
    • Flytjendur:
      • Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og Kolbeinn Bjarnason flautur
      • Guðni Franzson klarinetta
      • Sigurður Halldórsson selló
      • Vigdís Klara Aradóttir og Guido Baeumer saxófónar

    – 22. nóvember 2003 – Fljóðleikur

    • Beckard D´Harcourt: Chants Preuvians
    • Debussy: Syrinx
    • J.S.Bach: Partita í a-moll
    • Atli Heimir Sveinsson: Kvennatónar
    • Ian Vine: Kon tai né
    • Þuríður Jónsdóttir: Ryk (frumflutningur)
    • Janice Dockendorff Boland: The Banks of Hyr (skoskt þjóðlag)
    • Geir Rafnsson: Hugleiðing
    • Flauta og ljóð: Arna Kristín Einarsdóttir
    • Hönnun og uppsetning texta: Hilmar Þorsteinn Hilmarsson
    • Lýsing: Kári Gíslason

    Benda– 20. desember 2003 – Benda – Vetrarsólstöður / Jólagleði

    • Meðal annars verk eftir Crumb
    • Flytjendur:
      • Steef van Oosterhout
      • Pétur Grétarsson
      • Eggert Pálsson
      • Snorri Sigfús Birgisson
      • o.fl.

    Hafliði HallgrímssonCAPUT– 21. febrúar 2004CAPUT - Tvennur

    • Hafliði Hallgrímsson:
      • Tristia fyrir gítar og selló
      • Þula fyrir flautu og selló
      • 7 Epigröm fyrir fiðlu og selló
      • Nýtt verk fyrir selló og píanó
    • Flytjendur:
      • Daníel Þorsteinsson - píanó
      • Hildigunnur Halldórsdóttir - fiðla
      • Kolbeinn Bjarnason - flauta
      • Pétur Jónasson - gítar
      • Sigurður Halldórsson - selló

    – 28. febrúar 2004 – Vetrarhátíð: CAPUT, Tilraunaeldhúsið og Leikfélag Reykjavíkur

    • Nýtt verk

    Hildigunnur Rúnarsdóttir– 6. mars 2004CAPUT – Madrigalar – Schnittke 70 ár

    • A. Schnittke: 3 madrigalar fyrir sópran og 5 hljóðfæri
    • Hildigunnur Rúnarsdóttir: „Kemur kvöld“ fyrir sópran og 10 hljóðfæri (frumflutningur)
    • A. Schnittke: 4 Hymnar fyrir selló, kontrabassa, fagott, sembal og slagverk
    • Einsöngvari: Hallveig Rúnarsdóttir sópran

    – 13. mars 2004 – Ferðalög – Breskar fantasíur 1

    • Benjamin Britten: Phantasy Quartet
    • Arthur Bliss: Quintet
    • R.Vaughan Williams: Six Studies in English Folksong
    • Peter Warlock: The Curlew
    • Arnold Bax: Quintet
    • Flytjendur: Poulenc-hópurinn

    – 20. mars 2004 – Ferðalög – Breskar fantasíur 2

    • Benjamin Britten: Sónata fyrir selló og píanó
    • James Macmillan: Sónata nr. 1 fyrir selló og píanó
    • Francis Routh: Shakespeare Songs
    • Flytjendur:
      • Sverrir Guðjónsson - kontratenór
      • Daníel Þorsteinsson - píanó
      • Sigurður Halldórsson - selló

    – 27. mars 2004CAPUT – Egophonic

    • Sveinn L. Björnsson: Egophonic I-V fyrir einleikshljóðfæri og tónband (II-IV frumflutningur)
    • Flytjendur:
      • Eydís Franzdóttir - óbó
      • Guðni Franzson - klarinett
      • Kolbeinn Bjarnason - flauta
      • Pétur Jónasson - gítar
      • Sigurður Halldórsson - selló

    Snorri Sigfús BirgissonHávarður Tryggvason– 3. apríl 2004CAPUT – Solo

    • Úlfar Ingi Haraldsson: „Secret Psalms“ fyrir kontrabassa og rafhljóð (2002)
    • Atli Ingólfsson: Nýtt verk fyrir einleikskontrabassa (frumflutningur)
    • Þórólfur Eiríksson: Nýtt verk fyrir kontrabassa og rafhljóð (frumflutningur)
    • Karólína Eiríksdóttir: „Gradus ad Profundum“ fyrir einleikskontrabassa
    • Haraldur V. Sveinbjörnsson: Nýtt verk fyrir einleikskontrabassa (frumflutningur)
    • Gubajdulina: Sónata fyrir kontrabassa og píanó (1975 )
    • Flytjendur:
      • Hávarður Tryggvason - kontrabassi
      • Snorri Sigfús Birgissoni - píanó

     


    CAPUTCAPUT-hópurinn var stofnaður 1987 til að flytja nýja tónlist og hefur frumflutt fjölda tónverka og haldið tónleika í 15 Evrópulöndum og í N-Ameríku. CAPUT hefur m.a. spilað á Holland Festival, „Hausti í Varsjá“, Gulbenkian-listahátíðinni í Lissabon, New Concert Series í Toronto, Santa Secilia í Róm, Wigmore Hall í London og Fílharmóníunni í Berlín. Hljómdiskar CAPUT eru orðnir 11 talsins. Þar eru nýjastar útgáfur BIS á tónlist Sunleifs Rasmussen og Hauks Tómassonar og útgáfur Smekkleysu á verkum Hróðmars I. Sigurbjörnssonar. Á næstunni kemur út hjá BIS útgáfufyrirtækinu hljóðritun CAPUT á verkum Atla Ingólfssonar. Þá hljóðritaði hópurinn nýverið Örsögur Hafliða Hallgrímssonar sem fluttar voru á Tíbrártónleikum í Salnum í janúar sl.

    Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja CAPUT.

    FerðalögFerðalög er röð tónleika þar sem efnisskráin er byggð á landfræðilegum forsendum. Afmarkað svæði er tekið fyrir og sérkenni þess dregin fram. Þar er kammertónlist og ljóðasöngur síðustu 100 ára í öndvegi. Listræn stjórnun er í höndum Daníels Þorsteinssonar, Eydísar Franzdóttur og Sigurðar Halldórssonar.

    BendaSlagverkshópurinn Benda hefur starfað í þrjú ár og meðal annars staðið fyrir Degi slagverksins í Gerðubergi 2001, leikið á Menningarnóttu í Reykjavík, Listahátíð í Reykjavík auk ýmissa annarra tónleika. Benda hefur einnig nýlokið við hljóðupptökur fyrir RÚV á verkum eftir John Cage. Meðlimir hópsins eru Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Fastur aukameðlimur er Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld.


    Vefstjóri© 2003  Músa