Forsíðadiskar27. feb. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Riccardo Nova: Rythmes du Culte des Cristaux Rêvants  
Riccardo Nova: Rythmes du Culte des Cristaux Rêvants

STR-33394 Stradivarius 1995

Þessi diskur er ástarjátning Riccardos til slagverksins og ritmans yfirleitt. CAPUT leikur hér eitt verk - sem Riccardo samdi fyrir hópinn: Seconda Paraphrasi.

Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Einleikarar eru Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó og Steef van Oosterhout, slagverk. Aðrir hljóðfæraleikarar:

  • Kolbeinn Bjarnason, flauta
  • Eydís Franzdóttir, óbó
  • Guðni Franzson, klarinetta
  • Sigurður Flosasopn, tenórsaxófónn
  • Emil Friðfinnsson, horn
  • Eiríkur Örn Pálsson, básúna
  • Eggert Pálsson, slagverk
  • Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
  • Guðmundur Kristmundsson, víóla
  • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
  • Richard Korn, kontrabassi.

Seconda Paraphrasi var tekið upp í Listasafni Íslands í maí 1995 af Sigurði Rúnari Jónssyni en Riccardo Nova hafði yfirumsjón með upptökunum.

Önnur verk á þessum hljómdiski eru:

  • Rythmes du culte des Cristaux Revants, I, II og III í flutningi Tamborrino Ensemble og Gabriele Maggi, og
  • Etude fyrir píanó, flutt af Maria Grazia Bellocciho.

Kolbeinn Bjarnason


Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa