Forsíðadiskar22. feb. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Leifur Þórarinsson: Kammermúsik  
Leifur Þórarinsson: Kammermúsik

GM2065CD GM Recordings 1999

Á þessum diski flytur CAPUT kammerverk Leifs Þórarinssonar (1934 - 98), samin á árunum 1960 - 95. Þessi tónverk eru:

  • Afstæður (1960), fyrir fiðlu, selló og píanó
  • Mosaik (1961), fyrir fiðlu og píanó
  • Smátríó (1974), fyrir flautu selló og píanó
  • Pente X (1994), fyrir flautu, selló, sembal og slagverk (2 spilarar)
  • Preludio - Intermezzo - Finale (1995), fyrir píano
  • Serena við hafið (1995), fyrir fiðlu og hörpu.

Verkin
Afstæður var fyrsta verkið sem ég samdi með aðferð tótalserialisma, undir miklum áhrifum frá Boulez og Schuller og uppgötvun minni á tónlist Charlie Parker sem ég lít enn á sem einn af mestu tónlistarmönnum aldarinnar. Þetta gerðist allt saman í New York árið 1960 þegar ég var að vinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar og nema tónsmíðar hjá Gunther Schuller. Afstæður var frumflutt á tónleikum „Composer's Forum“ í Ditson tónleikasalnum í desember 1961.

Mósaik var einnig frumflutt við sama tækifæri.

Smátríó var samið í Kaupmannahöfn árið 1974 sem afmælisgjöf til vinar míns og læriföður, Gunther Shuller sem varð fimmtugur í nóvember 1975. Stíll verksins er mjög ólíkur New York tónlistinni (1960 - 1965) enda er þetta kveðja frá þeirri glöðu Danmörku sem var samastaður minn frá '71 til '76.

Pente X er reyndar fimmti kafli 10 þátta tónverks sem hefur ekki enn verið skrifað niður. Pente var samið á mjög huggulegu hótelherbergi í bæ við Garda-vatnið á Ítalíu snemma vors árið 1994. Stíllinn ber keim af óperu minni „Maríuglerið“.

Hvatinn að Preludio - Intermezzo - Finale fyrir píano var tvíþættur. Annars vegar er verkið skrifað til minningar um vin sem lést af slysförum í Frakklandi, hins vegar er það tileinkað píanóleikara CAPUT-hópsins Snorra Sigfúsi Birgissyni sem er m.a. frábær Brahmstúlkandi.

Serena við hafið, einnig frá árinu 1995, var samið til að hemja alls kyns storma sálarlífsins.

Þetta er allt sem segja þarf. Leifur Þórarinsson (Frekari upplýsingar um Leif og tónsmíðar hans má finna á vef Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og á vef Tónskáldafélags Íslands.)

Flytjendur:

  • Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
  • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
  • Eggert Pálsson, slagverk
  • Elísabet Waage, harpa
  • Guðrún Óskarsdóttir, semball
  • Kolbeinn Bjarnason, flauta
  • Snorri Sigfús Birgisson, píanó
  • Steef van Oosterhout, slagverk

Við tókum þessi tónverk upp veturinn 1995 - 96 í framhaldi af Leifstónleikum CAPUT um haustið. Leifur var með í ráðum frá upphafi, valdi verkin, fylgdist með æfingum og upptökunum sjálfum. Þær fóru fram í Víðistaðakirkju, Fella- og Hólakirkju og Garðakirkju. Upptökurnar voru gerðar á vegum Ríkisútvarpsins. Bjarni Rúnar Bjarnason var upptökumeistari og annaðist alla eftirvinnslu.

Kolbeinn Bjarnason


Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa