Forsíðadiskar24. jan. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Haukur Tómasson: Portrait  
Haukur Tómasson – Portrait

Þessi plata hefur að geyma sex verk eftir Hauk Tómasson og kemur CAPUT við sögu í þremur þeirra; Spíral, Octette og Kvartett II. Verkin vorum hljóðrituð á árunum 1989 til 1993. Stjórnandi í Spíral og Ocette var Guðmundur Óli Gunnarsson. Að auki eru á diskinum hljómsveitarverkin Strati í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Afsprengi í flutningi Dönsku útvarpshljómsveitarinnar og síðast en ekki síst dúóið Eco del Passato fyrir flautu og sembal í flutningi Áshildar Haraldsdóttur og Önnu M. Magnúsdóttur.

Verkin:
Spírall var pantaður af CAPUT og Sumartónleikum í Skálholti og frumflutt árið 1992. Verkið er í sjö hlutum: formála, þremur hljómfrænum kölfum, tveimur millispilum og eftirmála. Hljómagangurin sem liggur til grundvallar birtist stundum í forgrunni en stundum fara hljóðfærin kringum hann eins og köttur kringum heitan graut.

Octette var samin sumarði 1987 fyrir CAPUT. Verkið er í sex samtengdum köflum og er hópnum oft deilt niður í fjögur dúó: flautu og klarinett, horn og saxófón, víólu og selló og loks píanó og slagverk. Í stað fjölröddunar í hefðbundnum skilningi eru búin til nokkur samtíma ferli sem hver hefur sinn þróunarhraða og takmark.

Kvartett II var samin í Kaliforníu árið 1989 fyrir fiðlu, klarinett, selló og píanó. Verkið er unnið útfrá einfaldri laglínu sem gengur í gengum sífelldar umbreytingar og hefur að lokum breyst í hljómrænt efni. Þessi þróun á sér stað mjög hægt og því ber ekki mikið á andstæðum í verkinu.

Flytjendur:
Hljóðfæraleikarar CAPUT á þessum diski eru:

Spírall: Kolbeinn Bjarnasson og Arna Kristín Einarsdóttir flauta, Peter Tompkins óbó, Guðni Franzson klarinett, Sigurður Þorbergsson básúna, Eggert Pálsson slagverk, Guðrún Óskarsdóttir semball, Zbigniew Dubik og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurður Halldórsson selló og Valur Pálsson kontrabassa.

Octette: Kolbeinn Bjarnasson flauta, Guðni Franzson klarinett, Sigurður Flosason saxófón, Emil Friðfinnsson horn, Pétur Grétarsson slagverk, Snorri Sigfús Birgisson píanó, Helga Þórarinsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló.

Kvartett II: Guðni Franzson klarinett, Bryndís Pálsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Daníel Þorsteinsson píanó.

Tónskáldið:
Haukur Tómasson er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk Mastersprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego 1990 og hefur síðan unnið að tónsmíðum og kennslu. Meðal helstu verka hans eru hljómsveitarverkin Strati og Storka og einleikskonsertar fyrir flautu og fiðlu. Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, annarsvegar fyrir hljómsveitarverkið Strati og hins vegar fyrir Sögu fyrir kammersveit. Þá hlaut hann Bjarsýnisverðlaun Bröste 1996 og Menningarverðlaun DV fyrir tónlist 1998. Haukur hefur tvívegis verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, árið 1996 fyrir Spíral og 2000 fyrir Fiðlukonsert. Geisladiskurinn Fjórði söngur Guðrúnar var valinn einn af 5 bestu diskum ársins 1998 af gagnrýnanda Gramophone.

© 2000 Haukur Tómasson


Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa