Forsíðadiskar24. feb. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Aldo Clementi / Roccardo Nova  
Aldo Clementi / Roccardo Nova

STR-33336 Stradivarius 1993

Aldo Clementi er fæddur á Sikiley árið 1925 og er einn af áhrifamestu og jafnframt sérstæðustu tónskáldum Ítala á síðari hluta tuttugustu aldar. Hann kom til Íslands sumarið 1993 til að vinna með okkur að upptökum. Við tókum upp eitt gamalt verk sem er löngu orðið „klassík“ á Ítalíu; Triplum fyrir flautu, klarinettu og óbó og fjögur nýrri verk:

  • Berceuse (1979) fyrir bassaklarinettu, víólu, selló og piano „preparato“
  • Adagio (1983) fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó „preperato“
  • Scherzo (1985) fyrir flautu, klarinettu, fiðlu og víólu
  • Impromptu (1989) fyrir klarinettu og strengja og strengjakvartett.

Ricarrdo Nova (f. 1960) er einn athyglisverðasti fulltrúi sinnar kynslóðar á Ítalíu. Hann sækir m.a. hugmyndir sínar til ritmískrar indverskrar tónlistar en hann hefur dvalið lengi á Suður-Indlandi. Á seinni árum hefur tecno-tónlistin einnig komið við sögu hjá Riccardo Nova. Hann kom eins og Clementi til Íslands sumarið 1993 og vann með okkur að upptökum fjögurra verka:

  • Carved Out (1988) fyrir flautu, óbó, klarinettu, bassaklarinettu og strengjakvartett
  • Sex Nova Organa fyrir flautur, klarinettur, fiðlu, víólu, selló og píanó
  • Sequentia Super Sex Nova Organa (1992) fyrir flautur, klarinettur, fagott, horn, fiðlu víólu, selló og píanó
  • Sequentia Super Beata Viscera (1992/93) fyrir flautu, óbó, klarinettu, tenórsaxófón, horn, píanó og slagverk.

Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði CAPUT í upptökum á Tónlist Riccardos en Guðni Franzson stjórnaði Adagio Clementis og Andreas Graap-Behrendt stjórnaði Berceuse. Vigfús Ingvarsson tók tónlistina upp, Haukur Tómasson var upptökustjóri. Upptökurnar fóru fram í Víðistaðakirkju. Verk beggja höfunda eru gefin út af Suvini Zerboni í Mílanó.

© 2001 Kolbeinn Bjarnason


Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa