CDC-52 Fonit Cetra / Ricordi 1990 Á tónleikum CAPUT-hópsins í Íslensku Óperunni þann þriðja janúar 1989 fluttum við Dialoges Entre Metopes eftir tuttugu og þriggja ára gamalt ítalskt tónskáld, Pietro Borradori. Þetta var samkvæmt stefnu hópsins, að flytja fyrir íslendinga splunkunýja erlenda tónlist og ekki endalega eftir löngu viðurkennd tónskáld. Tónleikar þessir voru teknir upp af RÚV og skömmu síðar var þessi tónleikaupptaka notuð á fyrsta portret diski tónskáldsins. Það er Guðmundur Óli Gunnarsson sem stjórnar verkinu en hljóðfæraleikarar eru: - Kolbeinn Bjarnason, flauta
- Guðni Franzson, klarinetta
- Eggert Pálsson, víbrafónn
- Gerður Gunnarsdóttir, fiðla
- Bryndís Halla Gylfadóttir, selló.
Stjórn upptöku: Bjarni Rúnar Bjarnason © 2001 Kolbeinn Bjarnason
|