Verkaskrá sr. Bjarn Þorsteinssonar

Una Margrét Jónsdóttir tók saman

Vefstjóri
sr. Bjarni
18.06.2012

Þessi verkaskrá er þannig upp byggð:

Fyrst kemur heiti verksins og upphaf textans, þá nafn textahöfundar. Þar á eftir kemur árið sem verkið var samið. Bjarni var mjög nákvæmur með það að skrifa dagsetningar og ártöl við verk sín, og því má stundum tímasetja þau upp á dag. Næst er tekið fram fyrir hvers konar flutning verkið sé samið, hvort það hafi verið gefið út, í hvaða riti og hvenær. Hafi verkið ekki komið út á prenti er þess getið hvar handritið sé geymt. Flest eru þau varðveitt í bókasafninu á Siglufirði. Sum verkin eru til í ýmsum útsetningum frá hendi Bjarna, og ég reyni að geta þeirra allra. Ég hef sett í þessa verkaskrá öll frumsamin verk sem mér er kunnugt um að til séu eftir Bjarna Þorsteinsson.

Nótnahefti með frumsömdum verkum Bjarna sem hann lét sjálfur gefa út:

Listi yfir verk Bjarna:

  1. Hjarta mitt titrar. Jón Thoroddsen. 1883, úts. 1895. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  2. Sjung, lilla fogel. Textahöf. ók. 1884, úts. 1895. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  3. Liten Elin. (Och hör du, liten Elin.) C. Helmer. 14. sept. 1886. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  4. Du kommer. C. Ploug. 1889. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  5. Runhenda. (Hér skal stef stæra.) Matthías Jochumsson. 12.3.1890. Átti að syngja í leikritinu Helga magra eftir Matthías, en var ekki notað. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  6. Quartett. Án texta. 24.4.1890. Átti að syngja á 1000 ári afmælishátíð Eyfirðinga, en var ekki notað. Fyrsta hendingin var síðar notuð í lagið „Ég vil elska mitt land.“ Karlakvartett. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  7. Brúin. (Þunga sigursöngva.) Hannes Hafstein. 16.11.1892. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  8. Stormur. (Ég elska þig, stormur.) Hannes Hafstein. 1894. Síðar (1899) var laginu breytt lítillega og notað við kvæðið Morgunstundir í skógi (Ég geng mig einn út í gróandi lund) eftir Jón Ólafsson.
    1. Kór. Útg. 1905 í Skírni.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    3. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  9. Vöggukvæði. (Bíum, bíum, blunda sætt.) Hannes Hafstein. 1894. Ádeilukvæði. Einsöngur með kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  10. Inter pocula. Bjarni Þorsteinsson. Sumardaginn fyrsta 1894. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  11. Systkinin. (Ég veit um systkin.) Einar H. Kvaran 14.9. 1894.
    1. Einsöngur. Útg. í Sex sönglögum 1899.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  12. Þess bera menn sár. Hannes Hafstein þýddi. 1894.
    1. Karlakór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
    2. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  13. Fyrir nokkru sól var sest í mar. Steingrímur Thorsteinsson. 1894. Einsöngur. Lagið birtist í Stúdentasöngbókinni 1894 án höfundarnafns, en merkt tveimur stjörnum, tákni sem Bjarni notaði oftar sem dulnefni. Handrit á Siglufirði.
  14. Kirkjuhvoll. (Hún amma mín það sagði mér.) Guðmundur Guðmundsson. Des. 1895.
    1. Einsöngur. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  15. Gullfoss. (Verður lítt úr ljóði.) Hannes Hafstein. 1897.
    1. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  16. Vornótt. (Við nemum ei staðar.) Einar H. Kvaran. 1897.
    1. Karlakór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
    2. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  17. Allir eitt. (Enn er lítil lands vors saga.) Matthías Jochumsson. 21.5.1898. Kór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
  18. Ísland. (Eitt er landið ægi girt.) Matthías Jochumsson. 22.5.1898. Kór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
  19. Ung er vor gleði. Einar Benediktsson. 1899.
    1. Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    3. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  20. Íslenskur hátíðasöngur. Texti úr Biblíunni. Einsöngur og kór. Útg. 1899
  21. Sólsetursljóð. (Nú vagga sér bárur.) Guðmundur Guðmundsson. 1900. Söngdúett. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  22. Mér bárust ómar. Hannes Jónasson. 1900. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  23. Vort framtíðarland. Páll J. Árdal. 1900. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  24. Naar Søvnen mig flyr. Bertel Þorleifsson. 1900. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  25. Agnar Stefán Klemensson. (Nú drúpir húsið.) Matthías Jochumsson. 1900. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  26. Sveitin mín. (Fjalladrottning, móðir mín.) Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1901.
    1. Einsöngur. Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  27. Taktu sorg mína, svala haf. Guðmundur Guðmundsson. 1901. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  28. Vor og haust. (Í fögrum lundi.) Páll J. Árdal. 1901. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  29. Söngur Þórðar Andréssonar kvöldið áður en hann var hálshöggvinn. (Gissur ríður góðum fáki.) Indriði Einarsson. 25.9.1902. Úr leikritinu „Skipið sekkur“. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  30. Hann hraustur var sem dauðinn. Indriði Einarsson. 4.10.1902. Úr leikritinu „Skipið sekkur“. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  31. Íslands vísur. (Ég vil elska mitt land.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). 1903.
    1. Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  32. Draumalandið. (Ó, leyf mér þig að leiða.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti.). 1903. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  33. Í djúpið mig langar. Páll J. Árdal. 1903. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
  34. Jónas Hallgrímsson. (Hátt yfir dranga.) Matthías Jochumsson. 1905.
    1. Bl. kór. Birtist í Skírni 1905.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  35. Vakir vor í blæ. Hannes Hafstein. 1905. Kór. Birtist í Skírni 1906.
  36. Þá hugsjónir fæðast. Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). Maí 1906. Samið fyrir góðtemplararegluna. Bl. kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  37. Herhvöt. (Heyrðu yfir höfin gjalla.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). Júní 1906. Samið fyrir góðtemplararegluna.
    1. Einsöngur. Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  38. Húsavík við Skjálfanda. (Opið haf og heiðkvöld skær.) Hulda. 1906.
    1. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    2. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  39. Svanasöngur Heiðbláinar. (Ein sit ég úti á steini.) Indriði Einarsson. Október 1907. Úr leikritinu „Nýársnóttin“. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  40. Nú vakna þú, Ísland. Steingrímur Thorsteinsson. 1908.
    1. Bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  41. Einhuga fram. Guðmundur Guðmundsson. 1908.
    1. Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    3. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  42. Svanir. (Ég heyrði þá syngja.) Hulda. 1909. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
  43. Söngurinn. (Söngurinn göfgar.) Matthías Jochumsson. 1910. Einsöngur. Birtist í Organtónum 1913. Einnig útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  44. Kvöldljóð. (Sólin rennur í roðasæ.) Hulda. 1910.
    1. Bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    3. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  45. Burnirótin. (Í skúta inni í gljúfrum grám.) Páll J. Árdal.
    1. Einsöngur og bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
    2. Einsöngur og karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
  46. Heyskaparvísur. (Nú er tími tún að slá.) Án ártals. Kór. Óútg. Handrit í Árnasafni, Reykjavík.
  47. Konungur lífsins. Friðrik Friðriksson. Kór. Birtist í Viðbæti við sálmasöngbók 1912.
  48. Ó, blessa, Guð, vort feðra frón. Stefán Thorarensen. Kór. Birtist í Viðbæti við sálmasöngbók 1912.
  49. Faðir vor og innsetningarorð - nýtt tónlag. Birtist í Hljómlistinni í janúar 1913.
  50. Variation yfir „Heims um ból“. Líklega í kringum 1913. Orgel. Óútg. Handrit á Siglufirði í skrifaðri nótnabók sem merkt er „Lára Bjarnadóttir, 1913. Á sumardaginn fyrsta“.
  51. Prelúdía í e-moll. Orgel. Birtist í Organtónum 1913.
  52. Þormóðs ramma fagri fjörður. Matthías Jochumsson. 1918. Sungið á 100 ára afmæli Siglufjarðar, 1918. Síðar haft við textann Landið góða, landið kæra e. Hannes Hafstein.
    1. Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
    2. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  53. Siglufjörður! Siglufjörður! Happasæla sumarfagra blíða. Hannes Hafstein. 1918. Sungið á 100 ára afmæli Siglufjarðar, 1918. Síðar haft við textann Íslands fáni, heill á himinboga e. Guðmund Guðmundsson.
    1. Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
    2. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    3. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  54. Hvöt. (Vér tölum um ljómandi fornaldarfrægð.) Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
  55. Útfararljóð. (Er klukknahljóð úr fjarska.) Indriði Þorkelsson. 20.2.1924. Lagið hefur í handriti á Siglufirði undirtitilinn „Ofurlítil endurminning frá ráðhúsklukkum Kmhafnar“.)
    1. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
    2. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
  56. Alþingishátíðarkantata. Davíð Stefánsson. 1930. Einsöngur og kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.

Una Margrét Jónsdóttir, janúar 2001


Vefstjóri
sr. Bjarni
Fyrst á Vefinn 17. jan. 2002