|
|
Inngangur: 1. gr.Um þjóðlög yfir höfuð að tala og um íslenzk þjóðlög sjerstaklegaÞegar talað er um þjóðlög einhverra þjóðar, er með því átt bæði við þau lög, sem að öllu leyti hafa myndazt hjá þjóðinni, án þess nokkur geti bent á stund eða stað, er lagið hafi myndazt, og einni þau lög, sem þjóðin hefur algerlega gert að sinni eign, með því að hafa þau lengi og iðuglega um hönd og setja á þau sinn einkennilega blæ, jafnvel þótt lögin sjeu upprunalega utan að komin. Mörg þjóðlög hafa verið ákaflega lengi að myndast, og hafa tekið margskonar breytingum; en aptur hafa sum þeirra myndazt á skömmum tíma og svo lítið breytzt úr því. Sumum lögum er miklu hættara við því en öðrum, að taka sífelldum breytingum, löngum og erfiðum lögum miklu hættara við því en stuttum og ljettum. lögum. Sum þjóðlög ferðast úr einu landi í annað, eins og þegar þjóðflokkar flytja sig; er það þá stundum, að lagið gleymist í hinu upprunalega heimkynni þess, en festir rætur í hinu nýja landi, og verður þar reglulegt þjóðlag. Á margan hátt getur þetta breytzt, og er ákaflega mikil fyrirhöfn að rekja slík ferðalög laganna og rannsaka allar þær breytingar, sem þau taka, eptir því, sem tímarnir líða. Nefnir, prófessor A. P. Berggreen, sem var allra manna fróðastur um þessa hluti, eitt dæmi þess, að gamalt sænskt þjóðlag haft flutzt frá Svíþjóð og til Þýzkalands; Þjóðverjum þótti lagið fallegt og 2 alvarlegt og orktu undir því sálma, og eptir mjög langan tíma fluttist lagið aptur frá Þýzkalandi til Svíþjóðar sem þýzkt sálmalag, auðvitað töluvert breytt. Allir vita, að þessi ferðalög og flutningar og margfaldar myndbreytingar eiga sjer stað að því er snertir þjóðsögur, fornkvæði, leiki, þulur og þesskonar; en þetta á sjer engu síður stað með þjóðlögin. Fyrir löngu síðan hafa skáldin og aðrir menntamenn viðurkennt, þá miklu þýðingu, sem þjóðkvæði, þjóðsögur og þesskonar fróðleikur hefur fyrir hverja þjóð fyrir sig, og hefur öllu slíku verið fyrir löngu safnað meðal flestra menntaðra þjóða; þar höfum vjer einnig farið að dæmi þeirra, þótt seint væri. En allt tregar hefur gengið að fá þýðingu þjóðlaganna viðurkennda meðal söngmannanna og tónskáldanna, og hefur því söfnun þjóðlaga hjá flestum þjóðum dregizt ótrúlega lengi, og lengur en æskilegt hefði verið; og þetta síðasta á í fullum mæli heima hjá oss. En nú eru menn þó farnir að sjá það í öðrum löndum, hvílík uppspretta fyrir tónskáldin er fólgin einmitt í þjóðlögunum; og þar þykir það nú orðið kostur á sjerhverri lagsmið, smárri sem stórri, að hún sje byggð á þjóðleguni grundvelli; ekki þannig; að tekin sjeu heil eða hálf þjóðlög, eða minni hlutar þeirra, og fljettaðir inn í hin nýju söngverk; ekki þannig, að eitt þjóðlag sje tekið, því vikið dálitið við, og búið til úr því nýtt þjóðlag; ekki þannig, að maður þekki neitt ákveðið þjóðlag i hinu nýja söngverki; heldur þannig, að hið nýja söngverk haft á sjer reglulega þjóðleganblæ, að tónskáldið haft lifað sig inn í anda þjóðlaganna, og einmitt fyrir það geti látið hið nýja söngverk sverja sig í ættina til síns eigin föðurlands og sinnar eigin þjóðar. Í þessu efni eiga hin íslenzku tónskáld komandi tíðar mikið verkefni fyrir höndum. Mörg þjóðlög hafa einkennileg tónasambönd, og eru í sjaldgæfum, gömlum tóntegundum, sem hætt er að hafa í nýrri söngverkum, og í mjög óreglulegum takti; sum af þessum einkennum eiga rót sína að rekja til þess, að alþýðan, sem mest hefur unnið að því að skapa lögin í 3 þeirri mynd, er þau hafa fengið, þekkir lítið hinar föstu allsherjar-reglur i söng, eða kærir sig ekki um að fylgja þeim, heldur vill hver söngvarinn hafa fullt frelsi til þess að syngja sem mest eptir sínum eigin geðþótta, og eins og andinn inn gefur honum í hvert skiptið; en nokkuð stafar þetta af hinum ófullkomnu hljóðfærum, sem alþýðan opt og tíðum hefur orðið að nota; söngvararnir hafa orðið að fylgja hljóðfærinu og þess vegna sleppt þeim tónum úr laginu, sem hið ófullkomna hljóðfæri gat ekki náð, og sett aðra tóna í staðinn. Þannig virðist t. d. mjög skiljanlegt, að hin ófullkomna fiðla og hið hálftónalausa langspil hjá oss hafi átt mestan þátt í því hve fá þjóðlög vjer eigum i moll, og einnig í því, að svo mörg lög, sem upprunalega hafa verið í moll , eru komin yfir í dúr eða hina lýdisku tóntegund; þær tóntegundir báðar, eins og allar hinar fornu kirkjutóntegundir, má auðveldlega spila á þau hljóðfæri, sem að eins hafa hinn diatoniska tónstiga en engar krómatiskar nótur eða svo kallaða hálftóna; en því er allt öðruvísi varið með flest lög i vanalegri moll-tóntegund. Um uppruna hinna einstöku þjóðlaga er sjaldan mögulegt að segja nokkuð ákveðið, stundum af því að nöfn þeirra manna, sem fyrstir kunna að hafa fundið lögin upp, eru löngu horfin í gleymskunnar djúp, og stundum af því að enginn einstakur maður hefur í raun og veru fundið lögin upp, heldur hafa þau myndazt smátt og smátt, af söngmönnum sjálfum næstum því óafvitandi. Stundum hefur lag, sem einhver hefur lært, komizt í aðra breytta mynd, af því að sá maður mundi lagið ekki fullkomlega rjett, en bætti svo frá eigin brjósti inn i eyðurnar, svo þannig hefur að nokkru leyti myndazt nýtt lag; aptur hefur byrjunin stundum verið sú, að menn hafa fyrst lært eitthvert lag, án þess að hafa við það nokkurn texta; svo hafa menn tekið einhvern texta og reynt að setja hann undir lagið; en texti og lag hafa ekki átt vel saman, svo öðru hvoru hefur orðið að breyta; og fyrir þeirri breytingu hefur lagið vanalega orðið. Þannig, og á margan annan hátt hafa lögin breytzt og orðið að þjóðlögum, þótt þau haft ekki verið það 4 upprunalega. Stundum get jeg ímyndað mjer, að breytingin hafi orðið til á þann hátt, að einhver hafi tekið einhverja gamla nótnabók, t. d. einhvern grallara, og svo eitthvert meira eða minna ófullkomið hljóðfæri, og svo farið að læra eitthvert lagið eptir hinum ógreinilegu nótum, en svo tekið algjörlega skakka tóntegund og fjarskylda þeirri, sem lagið i raun og veru var í, t.d. dúr í staðinn. fyrir moll, lýdiska tóntegund í staðinn fyrir dúr, eða ímyndað sjer að lagið byrjaði á undirstöðutóni tóntegundarinnar í staðinn fyrir að það byrjaði t.d. á þriðja tóni. Við þetta verður breytingin ákaflega mikil; eins og gefur að skilja, og á þennan hátt er jeg viss um, að mörg af vorum einkennilegu, gömlu sálmalögum hafa myndazt. Af því, sem áður er sagt, að menn stundum haft reynt að finna texta til þess að setja undir eitt eða annað lag, leiðir það, að þótt menn síðar geti fast ákveðið aldur textans, þá er alls ekki áreiðanlegt að lagið sje jafngamalt; það getur bæði verið yngra, en einnig eldra. Opt eru til margar, meira og minna ólíkar tilbreytingar af hinu sama þjóðlagi, og eiga þær opt allar hinn sama rjett á því að kallast þjóðlög, eptir þeirri útskýring á hugmyndinni þjóðlög, sem tekin er fram í byrjun þessarar greinar. Mjög mikið er komið undir því, að þeir; sem nótera þjóðlög upp eptir því, sem þjóðin syngur þau; sjeu trúir verkamenn i því starfi og breyti sem minnstu og lagi sem fæst eður fegri. Því meiri trúmennska og vandvirkni, sem sýnd er í þessu, þess meiri rjett hafa lögin til þess, að geta kallazt ekta þjóðlög; og því frekar sem lagið getur kallazt sannarlega ekta, þess meira virði er það fyrir þjóðina að hafa varðveitt það og að eiga það, jafnvel án tillits til þess, hvort lagið er sem kallað er fallegt eða ekki. Á forngripasöfnin er öllu gömlu og þjóðlegu safnað, jafnvel hversu ómerkilegt sem það er að öðru leyti ; og einmitt hið sama ætti að eiga sjer stað með alla andlega forngripi þjóðanna, hverju nafni sem þeir nefnast. Flest af því, sem hjer hefur verið sagt um þjóðlög almennt, má heimfæra upp á þjóðlög vor Íslendinga, því 5 þau eru í sínu innsta eðli að mörgu leyti með hinu sama marki brennd sem þjóðlög annara þjóða, eins og eðlilegt er. Þjóðin sjálf er ekki gagn-ólík öðrum þjóðum; allra sízt Norðurlandabúum, og þá er ekki að vænta, að andlegir vextir þjóðlífsins verði gagn-ólíkir hjá oss og hjá þeim. En sjerhver þjóð setur þó sinn einkennilega blæ á sín þjóðlög, og það höfum vjer einnig gert. Vjer höfum einnig gert það að því er snertir þjóðkvæði þau og þjóðsögur, sem hingað hafa flutzt snemma á öldunum og vjer nú köllum vora eign. Kvæðið um Ólaf liljurós, Ásukvæði og mörg fleiri fornkvæði eru mjög snemma á öldum, líklega um og eptir 1200, flutt hingað frá öðrum löndum; en þau hafa svo lengi verið alkunn um allt Ísland, og þau hafa bæði við útlegginguna og meðferðina fengið á sig svo þjóðlegt snið, að vjer teljum þau algerlega vora eign, og það fyrir æfa löngu. Meiri hlutinn af þeim kvæðum, 66 að tölu, sem þeir Sv. Grundtvig og Jón Sigurðsson forseti gáfu út og kölluðu Íslenzk fornkvæði, eru til á öðrum tungumálum, meira eða minna lík, en eflaust mjög snemma hingað komin; og þó kalla þeir öll þessi kvæði einu lagi íslenzk, og hefur ekki verið að því fundið. Sama máli er að gegna um allmargar sögur í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, að þær eru auðsjáanlega af útlendum rótum runnar, og svipaðar sögur til á öðrum málum; og þó er safnið í heild sinni kallað Íslenzkar þjóðsögur og þykir mjög mikils virði, eins og líka maklegt er. Nokkuð líkt má segja um ýmsa íslenzka leiki og margar íslenzkar þulur og gátur, að svipað má finna í útlendum söfnum af sömu tegund, og er það þó ekki látið rýra gildi þess. Þess vegna virðist svo sem hinn sami skynsamlegi dómur ætti að ganga yfir íslenzk þjóðlög, með öðrum orðum, að það ætti ekki að rýra gildi þeirra frekar en vera ber, þótt menn viti um einstöku lag, en ímyndi sjer um fleiri lög, að þau sjeu einhvern tíma á öldunum, fyrr eða síðar, flutt inn í landið i annari frábrugðinni mynd. Og þar sem einstakir menn, en jeg hef átt tal við um þetta efni, hafa látið i ljósi, að fá eða engin ekta 6 íslenzk þjóðlög mundu vera til, heldur væri það allt aðflutt frá öðrum löndum fyr eða síðar og því ekki okkar eign, þá liggur sú spurning harla nærri, hvort ekki sje mjög líklegt, að þjóðlög annara, þjóða, t. d. Dana og Svía, þessi lög, sem hvað eptir annað eru gefin út sem dönsk og sænsk þjóðlög, lögin, sem þeir eru svo ákaflega hreyknir af að eiga, og lögin, sem engum dettur i hug hjeðan af að rengja að þeir eigi, hvort ekki sje mjög líklegt, að slík lög sjeu upphaflega inn flutt t. d. frá Þýzkalandi eða Frakklandi með menntunarstraumunum eða með einstökum námsmönnum, sem stundað hafa nám í þessum löndum. Á það skal enginn dómur lagður hjer, hvort svo sje eða ekki. En að því er snertir þetta atriði, um inn flutt útlend lög, sem síðan gleymast í sínu eigin landi, en verða að þjóðlögum í hinu nýja heimkynni, eða um áhrif útlendra laga á hina þjóðlegu músik, þá verða fortakslaust hin sömu lög að gilda um þjóðlög vor, sem gilda um þjóðlög annara landa. Í safni þessu eru ekki svo fá lög, sem jeg veit um, að eru af útlendum rótum runnin og fyrir lengri eða skemri tíma flutt hjer inn i landið; en þau hafa ílenzt hjer; sum svo öldum skiptir, sum um marga áratugi, og fengið á sig innlend einkenni og þjóðlegan blæ og orðið við það nær því önnur lög en þau upphaflega voru. Jeg vildi alls ekki útiloka þau frá safni þessu, því þau eiga eins mikinn rjett á því að vera kölluð íslenzk eins og fornkvæðin og sumar þjóðsögurnar og þulurnar. Lögin í þessari breyttu mynd álítur þjóðin sína eign, og það með fullum rjetti, jafnvel þótt hið útlenda, upprunalega lag finnist enn þá í bókum í öðrum löndum, en einkum og sjer í lagi þegar hið upprunalega, útlenda lag er fyrir æfa löngu algerlega glatað og enginn þar kannast við lagið framar. Því auk þess, sem þjóðin á með öllum rjetti allar breytingar, sem orðnar kunna að vera á laginu, smáar og stórar, og allt það þjóðlega, einkennilega, íslenzka snið, sem lagið kann að hafa fengið á sig við hina löngu veru vor á meðal og meðferðina í 7 þjóðarinnar munni, þá gildir hjer sem annarstaðar reglan gamla: beati possidentes. Að því er snertir eðli og einkenni íslenzkra þjóðlaga, þá má taka það fram, að í mjög mörgum þeirra eru ráðandi hinar gömlu kirkjutóntegundir, og yfir höfuð bera mjög mörg af lögunum það með sjer, að þau sjeu g ö m u l; þegar maður fer að lesa þau eða sökkva sjer niður í þau, er það eins og maður sje kominn aptur á m i ð al d i r. Hinar miklu sönglegu framfarir, sem áttu sjer stað i öðrum löndum álfunnar á 17. og 18 öld, náðu ekki til Íslands. Meðan öllu slíku fór stórkostlega fram annarstaðar, meðan hver meistarinn öðrum meiri kom fram á Þýzkalandi og víðar, meðan Beethoven og Mozart og aðrir ódauðlegir snillingar fæddust, lifðu og dóu, sátum vjer og sungum á Grallarann og þekktum fáar eða engar aðrar nótnabækur, sungum tvísöng i kirkjum og heimahúsum, ef ekki var sungið einraddað, og þekktum svo að segja engan annan samsöng, og fiðlan og langspilið voru helztu hljóðfærin; vjer vorum algjörlega útilokaðir frá hinum menntaða heimi i sönglegu tilliti, ekki síður en í öðru tilliti, heldur jafnvel fremur, svo að framfarirnar urðu um langan tíma litlar sem engar, en allt stóð í stað öld eptir öld; eru því mörg þjóðlög vor, þau, sem mest tíðkuðust langt fram eptir 19. öldinni, alveg með sama sniði og þau voru hjá oss mörgum öldum áður, og alveg með sama sniði og þjóðlögin í ýmsum öðrum löndum álfunnar snemma á miðöldunum. Sá kostur fylgir þessu, að vjer höfum þannig varðveitt það, sem aðrar þjóðir hafa fyrir æfa löngu glatað og gleymt, og einnig það, að þjóðlög vor, þegar þau loksins koma fyrir almennings sjónir, hafa miklu meira gildi bæði í sögulegu og sönglegu tilliti; en annars hefði orðið raunin á. En aptur á hinn bóginn er það auðvitað, að vjer höfum ávallt staðið og stöndum enn langt að baki öllum öðrum þjóðum álfunnar að framförum i hinum nýja söng og í allri músík, hverju nafni sem nefnist.. Mörg íslenzk þjóðlög eru í hinni dórisku tóntegund, (frá d til d án þess að hafa nokkurt cis), mörg í hinni 8 mixolýdisku tóntegund (frá g til g án þess að hafa nokkurt fís), mörg í hinni æ ó l i s k u tóntegund (Frá a til a án þess að hafa gis), og mörg i reglulegum dúr; en lang flest eru þau í hinni lýdisku tóntegund, (frá f til f án þess að hafa nokkurt b, og er tónstiginn því : f, g, a, h, c, d, e, f). Allur fjöldinn af íslenzkum tvísöngslögum, og þau eru mörg , eru í þessari tóntegund og svo er hún almenn og svo mikið ber á henni í íslenzkum þjóðlögum, að sá útlendingur, sem mest hefur rannsakað íslenzk þjóðlög, einkum þau, sem finnast í handritum í Kaupmannahöfn, dr. Angul Hammerich; hefur sagt bæði i gamni og alvöru, að full ástæða væri til að breyta nafni þessarar tóntegundar og kalla hana hina íslenzku tóntegund. Þetta.og margt fleira fróðlegt viðvíkjandi íslenzkum þjóðlögum í handritum og hinu sjerkennilega eðli þeirra má lesa í hinni ágætu ritgjörð hans: Studier over islandsk Musik. Kbhavn 1900. Meiri hlutinn af íslenzkum þjóðlögum, einkum frá fyrri öldum, er andleglög eða lög við andlega texta, og er það í sjálfu sjer mjög eðlilegt og í fullu samræmi við það, að meira en helmingur af öllum fornum íslenzkum þjóðarskáldskap er sálmar og andleg kvæði. Og að vjer eigum ýms sálmalög, sum sungin enn þann dag i dag, sem eru ekta íslenzk þjóðlög, er ekkert óeðlilegt eða eins dæmi; slíkt á sjer víða stað í útlöndum. Sum gömul og mjög almenn sálmalög eru hrein og bein þjóðlög, og um sum þeirra veit enginn með fullri vissu hvaðan þau eru upp runnin. Fögur er foldin er gamalt þjóðlag frá miðöldunum, mjög útbreitt. O sanctissima er þjóðlag frá Sikiley. Jesú þínar opnu undir talið franskt þjóðlag. Sigurhátíð sæl og blíð og mörg fleiri af lögunum hjá Kingó talin skozk þjóðlög. Alls eru i Berggreens kóralbók 25 til 30 sálmalög, sem hann telur þjóðlög, þar af nokkur dönsk þjóðlög, t. d. Kross á negldur meðal manna, Í Betlehem er barn oss fætt, Herra guð í himnaríki. Fá íslensk þjóðlög eru með gleðiblæ, flest með alvörublæ og nokkuð þunglamaleg, einkum hin eldri og eru 9 þau í því töluvert lík skapferli þjóðarinnar, sem þau hafa myndazt hjá. Sannarleg þjóðlög hverrar þjóðar sem er eru að vissu leyti sem hold af hennar holdi og bein af hennar beinum; og svo er einnig um þjóðlög vor. Jafnvel lögin við drykkjuvísur og ástavísur vorar frá fyrri öldum eru harla lík seinum og rólegum sálmalögum; það var líka eins og samvaxið eðli tvísöngsins að syngja hann seint og draga endanótu hverrar hendingar lengi. Úr því kom fram á 18. öld og það fram undir miðja 19. öld höfum vjer yfirleitt ekki þekkt annan fleirraddaðan söng en tvísönginn, og hefur hann tíðkazt hjer frá því mjög snemma á öldum og allt fram á þennan dag. Á hann verður sjerstaklega minnzt síðar. En ýms eldri handrit vor ber þess ljósan vott, að áður fyrri, á 16. og 17. öld og ef til vill fyr, hefur hjer einnig verið sungið þríraddað og fjórraddað, og eru nokkur slík lög úr gömlum, íslenzkum handritum tekin upp í safn þetta. Einna merkast i þessu efni er handritið AM. 102, 8vo frá 17. öld, er sýnir oss ýmsar tegundir af fleirrödduðum söng, sem þá var um hönd hafður á Íslandi, og verður minnzt á það handrit síðar. Í nr. 98 i Rasks safni er sýnishorn af reglulegum kanón; er hann tvíraddaður, en hvor röddin tekur það upp aptur, sem hin er nýbúin að syngja, eins og sjá má, þar sem þetta lag er nóterað (Heyr þú oss himnum á). Fleiri dæmi upp á slíka kanóna, og þá þríraddaða, finnast í íslenzkum handritum, og eru þau til færð í safni þessu. Allur slíkur fleirraddaður söngur mun hafa lagzt hjer niður eptir að kom fram á 18. öld, en tvísöngurinn verið tíðkaður þeim mun meir; og mörg lög hafa menn þá farið að syngja í tvísöng, er ekki voru áður sungin svo; við það færðust þau smátt og smátt yfir í hina lýdisku tóntegund, því það virðist svo, sem sú tóntegund eigi lang-bezt við tvísönginn og sje honum eiginlegust. Jafnframt þessu fóru á l8. öld og fyrri hluta 19. aldar að myndast þjóðlög einnig í öðrum tóntegundum, t.d. í almennri dúr-tóntegund, og einnig fóru sum þjóðlögin þá að verða dálítið fjörugri; sjást þar áhrif útlendra, veraldlegra laga, sem um það leyti 10 tóku að flytjast til landsins með ýmsum menntamönnum, sem stunduðu nám utanlands. Má þannig auðveldlega þekkja fáein útlend lög meðal þjóðlaga vorra, jafnvel þótt þau sjeu komin í íslenzkan búning endanna á milli. |
|
|