|
|
FormáliLoksins kemur hjer fyrir almennings sjónir safn það af íslenzkum þjóðlögum, sem jeg hef unnið að í rúm 25 ár. Þykir mjer vel við eiga að láta dálitinn formála fylgja riti þessu. Í inngangi safnsins hjer á eptir er bæði minnzt á hið litla sem áður hefur verið gjört til þess að safna íslenzkum þjóðlögum, svo og skýrt frá starfi mínu við söfnun laga þessara og tildrögunum til þess, að jeg tók mjer þetta starf fyrir hendur; þarf því ekki frekar að minnast á það hjer. Aptur á móti skal hjer með nokkrum orðum vikið að innihaldi safns þessa og niðurröðun þess ásamt fleiru, er þar að lýtur, svo og að því, hvernig gengið hefur að koma safni þessu á prent. Þar eð þetta má heita hin fyrsta tilraun til þess að rita íslenzka söngsögu, að rita um íslenzk þjóðlög og hinar ýmsu tegundir þeirra, eðli og einkenni og að gefa út nokkurn veginn fullkomið safn íslenzkra þjóðlaga, þá gefur að skilja, að við töluverða erfiðleika hefur verið að stríða, þar sem lítið og ósamstætt efni var fyrir hendi til að byggja á. Getur því tæplega hjá því farið, að ófullkomleikar finnist á ritsmíð þessari og safninu í heild sinni og munu sanngjarnir dómarar meta það svo sem við á. Í þessu efni sem öðrum, og jafnvel frekar en í öðrum efnum, getur og sitt sýnzt hverjum t. d. hvað taka skuli í slíkt safn og hvað ekki. Jeg hef haft fyrir reglu að taka inn í safnið allt, smátt og stórt, sem jeg náði í og með nokkru móti gat talizt til íslenzkra þjóðlaga eða sem gat orðið til þess, að efla og útbreiða þekkinguna á þessum fræðumum. II Og þótt sumir kunni að telja það ókost, þar sem safnið einmitt fyrir það verði miklu stærra, dýrara og óaðgengilegra, þá munu þó aðrir, og þeir fleiri, telja það rjett ráðið að taka allt með, smátt og stórt, og sem flestar tilbreytingar laganna, svo safnið verði sem fullkomnast. En síðar meir geta þeir, sem vilja, gert útdrætti úr safni þessu og gefið út svo mörg eða fá Iög, sem þeir vilja, og útsett þau á einn eða annan hátt eptir eigin geðþótta. Þetta safn, er jeg hef reynt að gjöra sem vandaðast og fullkomnast, verður þá eins og nokkurs konar forðabúr, sem úr má taka og hagnýta sjer eptir vild og þekkingu. Þá er annað atriðið, sem skiptar geta orðið skoðanir um þegar um slíkt safn er að ræða, og það er það, hvort láta skuli lögin i safnið að eins einrödduð eða hvort setja skuli við þau fylgiraddir, svo þau verði þegar tekin til notkunar í söngfjelögum og af öðrum, eða hvort setja skuli við Iögin undirspil á Fortepiano líkt og t. d. Berggreen gjörði í hinu stóra þjóðlagasafni sínu. Um fylgiraddir fannst mjer ekki geta verið að tala að svo stöddu; það má síðar taka einstöku lög, sem bezt eru til þess fallin, hingað og þangað úr safninu og setja raddir víð þau og nota þau til söngs ef svo sýnist; og það væri einmitt æskilegt að slíkt yrði gjört þegar fram í sækir; en að setja raddir við öll Iögin gat ekki komið til mála; það mundi og hafa lengt safnið allt of mikið. Og hitt mundi hafa lengt safnið engu minna að setja Piano-undirspil með öllum lögunum. Mjer datt að vísu fyrst í hug að gjöra það, en hvarf alveg frá því aptur bæði af þeirri ástæðu, hve mikið verk það og vandasamt og hve afar-umfangsmikið safnið þá yrði; þar að auki virðist mjer síkt undirspil eiga ills við æfagömul þjóðlög i hinum fornu kirkjutóntegundum; það er eins og ný bót á gamalt fat. Og enn þá bættist sú ástæðan við, að ýmsir málsmetandi Danir, er jeg átti tal við um þetta, rjeðu mjer fastlega frá því og töldu það mjög stóran ókost á safni Berggreens, að hann hafði sett undirspil við öll lögin; álitu þeir, að hann einmitt vegna þessa undirspils hefði víða breytt lögunum lítið eitt, sett kross og bje hjer og þar og vikið þeim úr hinum fornu tóntegundum yfir í dúr og moll, en um leið hefðu lögin misst mikið af sínu sanna gildi sem þjóðlög. Jeg læt því öll lögin koma fram á sjónarsviðið að eins einrödduð og án nokkurs III undirspils; þar frá eru auðvitað undantekin tvísöngslögin, svo og lög, sem i gömlum handritum eru með þremur eða fjórum röddum. Flest þau lög, sem í handritum finnast og þaðan eru tekin upp í safn þetta, hafa annaðhvort ekkert tónflutningsmerki eða þá einungis b fyrir h, með öðrum orðum eru annaðhvort í F-dúr eða C-dúr eða venjulegast i einhverri fornri kirkjutóntegund. Til samræmis og til glöggvunar við samanburð laga hef jeg haldið þessari reglu einnig að því er snertir meiri hluta þeirra laga, er jeg hef nóterað og fengið nóteruð upp eptir minni fólks, svo að þar er í flestum tilfellum annaðhvort b fyrir h eða ekkert tónfutningsmerki. Vilji einhver taka eitthvert af lögunum til notkunar annaðhvort til söngs eða hljóðfærasláttar, .getur hann sett lagið í hverja þá tóntegund, sem honum þóknast. Öll þau lög, sem eru tekin úr handritum upp i safn þetta, eru i handritunum skrifuð með fornum nótnamerkjum frá miðöldum, og eru bæði nóturnar, strengjafjöldi og lyklar öðruvísi en nú á sjer stað. ÖIl þessi lög, sem þar eru með hinni fornu nótnasetning, koma hjer fyrir sjónir með nótnagildum þessara tíma; hafa mjer meiri menn, eins og dr. Hammerich o. fl., gefið út nótur úr gömlum íslenzkum skinnhandritum á þennan hátt og ekki verið fundið að. Lagið á heldur ekki að þurfa að breytast hið minnsta við það, þótt skipt sje um mynd nótnanna eins og málsgreinin er hin sama, hvort sem hún er prentuð eða skrifuð og hvort sem hún er skrifuð með snarhönd eða settletri. Jeg tek þetta hjer fram, af því herra Björn Kristjánsson í Reykjavík, er var einn þeirra þriggja manna, sem Bókmenntafjelagið kaus til þess að segja álit sitt um safn þetta, telur það galla á nótunum i verki þessu (þ. e. þeim lögum, sem tekin eru úr handritum), að þær eru ekki látnar halda sjer í sinni upphaflegu mynd, svo að hver vísindamaður gæti rannsakað þær og þýtt eptir eigin skoðun og þekkingu. Hann hefði sjálf'sagt helzt óskað að öll handrit vor, sem nótur eru í, hefði orðið fotolithograferuð og komið fram i safninu í þeirri mynd. Þess hefði jeg líka helzt óskað og sjálfsagt allir þeir, sem þessum fræðum unna. En hvað hefði slíkt kostað? Eptir því, hve tregt hefur gengið að koma safni þessu á prent, einmitt vegna þess, hve prentunarkostnaðurinn er mikill, þá IV má ætla að það hefði gengið mörgum sinnum tregar, ef farið hefði verið fram á annaðhvort að fotolithografera allar nótur úr handritum eða prenta þær sem Facsimile. Prófessor Finnur Jónsson var fyrst á því máli, að þetta bæri að gjöra eða að minnsta kosti væri það lang æskilegast. En er hann hugleiddi betur það mál, og einkum eptir að hann varð þess vís, hversu mikið var af nótum í íslenzkum handritum, varð hann mjer sammála um það, að það væri algjörlega ótiltækilegt að ráðast í slíkt, kostnaðarins vegna, og einnig um hitt, að lögin í þessari mynd, sem þau hafa hjer í safninu, mundu nægja flestum eða nær því öllum, sem þjóðlög vor vilja sjá eða syngja eða lesa um þau; en hinum örfáu, ef nokkrir yrðu, sem ekki gætu látið sjer nægja lögin í þessum búningi eða með þessum nótnamyndum, þeim stæði vegurinn opinn, sem áður, að handritunum á bókasöfnunum. Jeg hef mikið hugsað um þetta mál, en ekki með nokkru móti getað sjeð það tiltækilegt að ráða því til lykta á annan eða betri hátt en hjer er gjört. Þá verður með fáum orðum að minnast á niðurröðun laganna. Hafði jeg lengi hugsað um það, hvernig raða skyldi lögunum eða skipa þeim í flokka, og einnig ráðfærði jeg mig um þetta atriði við Ólaf Davíðsson frá Hofi, sem hafði gott vit á slíkum hlutum. Hjer gat ekki verið að tala um að raða eptir höfundum, þar sem varla þekkist höfundur að nokkru lagi, sem í safninu er. Ekki gat heldur komið til mála að raða lögunum eptir efni eins og þegar raðað er þjóðsögum eða öðru slíku. Og í þriðja lagi var ómögulegt að raða lögunum eptir aldri, þar sem mönnum er gjörsamlega ókunnugt um aldur nærfellt allra laganna. Yfir höfuð að tala var erfitt að fá nokkurn grundvöll til þess að byggja nokkra verulega eða eðlilega skiptingu á. Og óeðlileg flokkun laganna var engu betri en engin flokkun. Aðalniðurröðun laganna er þá að eins fólgin í því, að þegar innganginum sleppir, koma fyrst þau lög, er jeg hef nóterað upp úr handritum og eru þau að líkindum elzt; þar næst koma þau lög, er jeg hef tekið úr prentuðum bókum, eldri og yngri, og síðast þau lög, er jeg hef nóterað og fengið nóteruð eptir minni fólks, og meðal þeirra eru eflaust hin yngstu þjóðlög vor. Á einum stað mátti koma við skiptingu eptir efni eða eptir eðli laganna, og þar viðhafði jeg hana einnig, en það er að því leyti að öIl rímnalögin eru sjer í V flokk ásamt ritgjörð um hinn íslenzka rímnakveðskap. Einnig eru öll Passíusálmalögin út af fyrir sig. Þá er tvísöngurinn einnig að nokkru leyti út af fyrir sig, bæði ritgjörð um hann og þau tvírödduð tvísöngslög, er jeg gat náð í, en tvísöngurinn er án efa hinn merkilegasti og þjóðlegasti þáttur í öllum vorum þjóðsöng frá upphafi til enda. Þessi skipting eða flokkun gefur að eins lauslegt yfirlit, en kemur ekki að neinu haldi, þá er finna skal eitthvert lag í bókinni, sem ekki er heldur að búast við; en úr því á registrið að bæta, svo gott og fullkomið registur sem unnt er, eptir upphöfum textans undir hverju lagi. Jeg minntist á það lítið eitt áður, að ekki hefði gengið alveg tregðulaust að koma bók þessari á prent og skal hjer vikið nákvæmar að þeirri hlið málsins. Alþingistíðindin 1903 bera það með sjer, hver afdrif urðu þeirrar umsóknar, er jeg sendi þinginu um 1000 króna styrk til þess að ljúka við starf mitt á bókasöfnunum ytra, einkum á Árnasafni, í þarfir þjóðlagasafnsins; þau bera það með sjer, að umsókn þessi átti þar formælendur marga og góða en að eins einn andmælanda svo talið verði, Björn kaupmann Kristjánsson, sem barðist á móti því, meira af vilja en mætti, að þessi styrkur yrði veittur; og þau bera það einnig með sjer, að styrkveiting þessi var samþykkt á fjárlaga frumvarpinu í sameinuðu þingi með 28 atkv. gegn 2, og tek jeg þetta fram til þess að sýna, hve lítinn byr andmælin fengu. Þá er jeg fór frá Kaupmannahöfn vorið 1904 afhenti jeg stjórnarnefnd Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafjelagsins handrit mitt albúið til prentunar, og gaf stjórnarnefndin mjer góðar vonir um það, að deildin mundi takast á hendur að gefa safnið út hið fyrsta, en aðalfundur var þá enn ekki haldinn. Á aðalfundi deildarinnar síðar hið sama vor fór þetta allt á annan veg; pólitíkin komst inn í spilið, stjórnendum var hrundið af stóli og ný stjórn sett á laggirnar; en þjóðlagahandritinu var ekki gert svo hátt undir höfði að sett væri nefnd til þess að dæma um það, heldur vísaði fundurinn því frá sjer og sendi það síðan heim til Reykjavíkurdeildarinnar. En áður en það færi alfarið heim til Reykjavíkur tókst mjer að fá söngsögufræðing dr. Angul Hammerich í Kmhöfn til þess að yfirfara handritið og láta uppi álit sitt á því. Þetta álit hans varð svo handritinu samferða heim til Reykjavíkur og er það svo hljóðandi: VI Efter Anmodning af Pastor B. Torsteinsson har jeg gjennemgaaet hans Manuskript over islandske Folkesange og gamle Sange, særlig den dertil hørende Melodisamling. Det er mig en Glæde at udtale, at jeg finder dette Arbejde særdeles værdifuldt. Med stor Samlerflid er det lykkedes ham at skaffe et ligesaa righoldigt som betydningsfuldt Materials til Veje til Belysning af Tonekunstens Stilling paa Island i Fortid og Nutid. Paa Grund af Islands hele kulturelle Stilling vil dette Materiale tillige blive af ikke ringe Værdi for den musikhistoriske Forskning i det hele taget. Jeg tager derfor ikke i Betænkning meget at anbefale det til Udgivelse i Trykken, især paa et af de store Kultursprog, hvorved det kunde komme Videnskaben til Gode. Um sama leyti skrifaði hann einnig mjer þessu máli viðvíkjandi ; úr því brjefi ætla jeg að eins að tilfæra þessi orð: Tak for Deres Værk om de islandske Sange; det er et stort og betydeligt Arbejde, og det har interesseret mig meget at lære det at kjende. Jeg anser det for givet, at det maa udgives i Trykken. Jeg mener, at Deres store Samlerflid og den Dygtighed, De samtidig har vist i Behandlingen, ikke maa gaa til Spilde. Og jeg synes, det er en stor Ting, at Island ogsaa i musikalsk Henseende viser sig at være et Skatkammer i langt højere Grad, end man paa Forhaand skulde tro det muligt. Reykjavikurdeildin kaus þriggja manna nefnd til þess að rannsaka handritið og gjöra tillögur um útgáfu þess, og var það merkilega óheppileg ráðstöfun, að jeg ekki segi meira, að kjósa í þá nefnd einmitt þann manninn, sem einn hafði opinberlega látið í ljósi, að hann væri andstæður þessu máli. Nefndarmennirnir gátu, eins og fyrirfram var auðvitað, ekki orðið á eitt sáttir. Meiri hluti nefndarinnar, þeir síra Jón Helgason prestaskólakennari og Jón Jónsson sagnfræðingur rannsökuðu handritið rækilega og segja þeir i álitsskjali sínu að handritið haft mikinn og margbreyttan fróðleik að geyma og hann jafnframt svo einkennilega þjóðlegan að mörgu leyti, að við hljótum að telja það mjög æskilegt að þjóðlögum þessum VII yrði komið á prent, eigi síður en öðrum fornum, þjóðlegum fræðum, (t. d. þulum og þjóðkvæðum, gátum og skemmtunum), er fjelagið hefir áður gefið út. Teljum við líklegt að safn þetta mætti verða til þess, að auka mjög þekkingu manna, bæði hjer á landi og erlendis, á hinum forna þjóðsöng vorum, er hingað til hefur verið svo lítill gaumur gefinn, og yfir höfuð að tala verða þjóð vorri til sóma. Margt fleira segja þeir um handrit þetta i álitsskjali sínu, og er mjer óhætt að fullyrða, að þeir höfðu nóga þekkingu til þess að dæma um ritgjörðirnar í safninu og allan hinn sögulega hluta þess; en að því er snertir lögin sjálf eða hinn sönglega hluta þess, þá vísa þeir til meðmæla dr. Hammerichs og leggja þau fram fyrir aðalfund deildarinnar, 8. júlí 1905, ásamt álitsskjali sínu. Að síðustu leggja þeir til að deildin gefi út safn þetta i heild sinni án þess að nokkru sje sleppt. Minni hluti nefndarinnar, Björn kaupmaður Kristjánsson, lagði á sama fundi fram álitsskjal sitt. Játar hann fyrst, að sjer haft verið alveg ókleift að yfirfara handritið eins og vera skyldi sökum utanferða og annríkis. Hann vill ekki láta gefa út svona stórar bækur sem litlar líkur eru til að nokkur maður í landinu lesi eða notfæri sjer. Nokkru síðar segir hann: Þeir kaflar, sem eru sögulegs efnis, en ekki nótur, álit jeg að sjeu vel þess verðir, að þeir birtist á prenti sem nokkurs konar saga sönglistarinnar hjer á landi, og með líku sniði og slíkar sögur eru út gefnar í öðrum löndum. En jeg óttast að þeir sögulegu kaflar í þessu handriti, sem jeg tel nytsamlega og fróðlega, yfirsjáist lesandanum, ef þeir eru í samblandi við allar nóturnar, sem jeg get ekki sjeð að nokkur maður á þessu landi hafi gagn af, því að þær geta tæplega verið fyrirmynd fyrir væntanlegu lagsmíði nje heldur sýnt sögulega, hvernig tilfinning og smekkur manna fyrir VIII söng hefur verið hjer á landi. Það geta nútíma nótur yfir höfuð ekki sýnt og yrði of langt mál að rökstyðja það hjer. Að lokum segir hann að litlar líkur sjeu til að bók þessi kæmi söngfræðisvísindamönnum að notum síðar meir, því þeir mundu helzt vilja rannsaka handritin sjálfir. Hann ræður því Bókmenntafjelaginu frá að gefa út þetta rit. Urðu töluverðar umræður um þetta mál á þessum fundi, og átti málefnið enn sem fyrri marga og góða formælendur en andmælendur enga, því ekki talaði Björn neitt á fundinum, nje neinn annar, á móti málinu. Var það síðan samþykkt á fundinum að gefa handritið út, ef nægilegur styrkur fengist til þess úr annari átt, (þ. e. af landssjóði og frá Hafnardeildinni), og þó með því skilyrði að jeg áskildi mjer engin ritlaun. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur (Björns og annars manns). Reykjavíkurdeildin gat ekki fengið þennan nægilega styrk annars staðar frá til útgáfunnar, hvorki frá Hafnardeildinni nje af landssjóði. Þá útvegaði jeg deildinni loforð fyrir 1000 til 1500 króna styrk af Carlsbergssjóði til útgáfunnar og var málið enn að nýju borið undir fundaratkvæði. En þrátt fyrir þennan styrk samþykkti fundurinn enn, eptir tillögum stjórnarinnar, að jeg mætti engin ritlaun áskilja mjer. Þá tilkynnti jeg deildinni, að jeg gæti ekki gengið að tilboði hennar, en snjeri mjer fyrir alvöru til stjórnar Carlsbergssjóðsins með útgáfu bókarinnar og hefði jeg átt að gjöra það fyrri. Stjórn þessa sjóðs tók vel og skjótt í málið og bauðst til þess, að taka að sjer útgáfu þjóðlagasafnsins að öllu leyti, ef Bókmenntafjelagið vildi veita 1000 kr. styrk til að gefa út sænskt rit nokkurt um norræn og íslenzk mannanöfn frá elztu tímum og fram að siðabót; það rit vildi stjórn Carlsbergssjóðsins að vísu styrkja, en reglurnar fyrir styrkveitingum af sjóðnum voru því eitthvað til fyrirstöðu, að fje yrði veitt til þess. Að þessu tilboði Carlsbergssjóðsins gekk svo aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar 1906 og hjet að veita ofannefndar 1000 krónur til útgáfu hins sænska rits, þó með því skilyrði að Bókmenntafjelagið fengi hjá mjer 500 eintök af hinu prentaða þjóðlagasafni til útbýtingar meðal meðlima sinna, fyrir að eins 75 aura hvert eintak. Að þessu varð jeg að ganga fyrir mitt leyti; IX og get jeg ómögulega gert að því, að jeg er stjórn Reykjavíkurdeildarinnar ekki neitt ákaflega þakklátur fyrir framkomu hennar og tillögur í þessu máli. Þá verð jeg, þótt leiðinlegt sje, að minnast á eitt lítið atvik. Þegar handrit mitt var albúið til prentunar var það í 9 pökkum, og í síðasta og 9. pakkanum voru öll rímnalögin og ritgjörð um rímnakveðskap vorn. En einhvern tíma á tímabilinu frá því jeg afhenti stjórn Kaupmannahafnardeildarinnar handritið í apríl 1904 og þangað til stjórn Reykjavíkurdeildarinnar sendi mjer handritið aptur (til yfirlesturs eptir ósk minni) haustið 1905, glataðist þessi síðasti og 9. pakki með öllu úr handritinu og kom hann ekki fyrir, hvernig sem um hann var spurt og eptir honum var grennslazt, og auðvitað vildi enginn kannast við að hafa týnt honum. Til allrar hamingju hafði jeg eptirrit af flestum rímnalögunum og meiri parti ritgerðarinnar um rímnakveðskapinn, og tók jeg því til að skrifa allt þetta upp að nýju. Svo var það löngu seinna, eptir að byrjað var á prentun bókarinnar, að hinn glataði rímnapakki kom til skila; hafði hann þá fundizt að því er sagt var inni í skáp á lestrarsal landsbókasafnsins. Allt er gott þegar endirinn er góður, og svo er með útgáfu bókar þessarar. Að lokum er hún komin út og vel gefin út, á kostnað Carlsbergssjóðsins í Kaupmannaböfn. Er jeg stjórn þessa sjóðs mjög þakklátur bæði fyrir þann styrk, sem hún hefir veitt mjer til rannsóknar þessa máls 1901-1904, svo og sjerstaklega fyrir útgáfu bókarinnar og það, hve annt hún hefur látið sjer um, að útgáfan yrði í alla staði vel af hendi leyst. Síðari partur þjóðlagasafns þessa ber það ótvíræðlega með sjer, að margir hafa veitt mjer mikla hjálp við söfnun laganna; þar sjest það einnig, hverjir það eru og hverjir hafa þar gengið bezt fram; öllum þessum mönnum er jeg mjög þakklátur fyrir hina veittu hjálp og sýnir safnið þegjandi, hversu mikið það á þeim að þakka; var það næstum furða, að sumir þessara manna skyldu ekki vera orðnir sárleiðir á bónakvabbi mínu og endalausum spurningum. En þótt sumir lærðu mennirnir virðist fremur hafa horn í síðu þjóðlaganna, þá er meðal alþýðunnar í ýmsum sveitum rík tilfinning fyrir gildi og þýðingu þeirra, eigi síður en annara þjóðlegra fræða; og margur hefur látið í ljósi mjög X mikla ánægju yfir því, að loksins skyldi vera farið að safna íslenzkum þjóðlögum, þótt seint væri. Það yrði of langt mál að telja hjer upp alla þá, sem hafa stutt þá viðleitni mína á undanförnum árum, að láta þetta safn verða sem bezt og fjölskrúðugast; nöfn þeirra standa aptar i safninu á víð og dreif og jeg þakka þeim öllum. Sjerstaklega vil jeg ekki láta þess ógetið, hve þægt og auðsveipið gamla fólkið ávallt var við mig í þessum efnum, og hve viljugt það var að raula fyrir mig gömlu lögin sín. Alþingi voru geld jeg verðugt þakklæti fyrir þann styrk af landsfje, sem það veitti mjer tvisvar til utanfarar til rannsóknar á íslenzkum nótnahandritum í Kaupmannahöfn og i Stokkhólmi. Var hin brýnasta þörf á slíkum styrk, og aldrei hefði þjóðlagasafnið orðið annað en hálfverk, ef slík rannsókn hefði ekki getað farið fram, en hún er miklum erfiðleikum bundin og útheimtir mikla sjerþekkingu á fornum söng yfirleitt og mjög mikinn tíma. Í sambandi við þetta er mjer ljúft að minnast ú bókavörðinn við handritasafn Árna Magnússonar á bókhlöðu háskólans í Kaupmannahöfn, dr. Kr. Kålund, með þakklæti fyrir alla hjálpsemi hans við mig og ýmsar góðar bendingar, er hann fúslega ljet mjer í tje, þegar um úrlausn lítt læsilegra staða í textum handritanna var að gjöra. Þeim prófessor Finni Jónssyni og dr. Angul Hammerich í Kaupmannahöfn er jeg innilega þakklátur fyrir alla þá hjálp, er þeir hafa veitt mjer við þetta verk, fyrir öll þeirra góðu ráð og bendingar og fyrir það, hve ákaflega annt þeir hafa látið sjer um það, hvor í sínu lagi og báðir saman, að verk þetta kæmist á prent, enda eru þessum mönnum töluvert mikið að þakka hin góðu úrslit þessa máls. Eins og auðvitað er, gafst mjer ekki kostur á að lesa prófarkir af bók þessari, þar sem hún er prentuð í öðru landi. Það starf hafa þeir haft á hendi, prófessor Finnur Jónsson og Hjalmar Thuren guðfræðingur; las hinn fyrr nefndi prófarkir af öllu lesmáli en hinn síðar nefndi af öllum nótum, og hafa þeir báðir leyst þetta vandasama verk mjög samvizkusamlega af hendi og eiga þar fyrir skildar hinar beztu þakkir. Læt jeg svo bók þessa frá mjer fara og legg hans XI undir dóm skynsamra manna. Vænti jeg þess að um hana verði dæmt með greind og gætni, og allrar sanngirni gætt, því við ýmsa erfiðleika hefur verið að stríða. Mín innilegasta ósk er sú, að bók þessi mætti sem bezt fylla það skarð í íslenzkum þjóðfræðum, sem hingað til hefur verið svo autt.
|
|
|