| ||||||||||||||||||
FormáliÍ Magisterbladed Nr. 15 1993 auglýsti Aalborg Universitet 7 lausar ph.d. námsstöður innan Fornmenntadeildar (Humaniora) og hér undir verkefni með yfirskriftinni Tónlist og tækni, tengt Institut for Musik og Musikterapi með umsóknarfresti til 15. september 1993. Á þessum tíma var ég að ljúka kandidatsritgerð minni um tónlist Jóns Nordal með þræði til sögu íslensks tónlistarlífs. Þar sem engin hefð er fyrir stofnanatengdum tónlistarrannsóknum á Íslandi sá ég möguleika í þessari auglýsingu til frekari rannsókna á íslenskri tónlist og þróun tónlistarlífsins og öðlast á sama tíma menntun og reynslu í sjálfstæðri rannsóknarvinnu undir leiðsögn atvinnumanns. Þessi ph.d. rannsóknarritgerð í tónvísindum við Institut for Musik og Musikterapi við Aalborg Universitet er árangur þriggja ára rannsóknarmenntunar undir leiðsögn prófessors Dr. phil. Finn Egeland Hansen. Verkefnið tekur til rannsóknar á u.þ.b. 60 ára þróun íslensks tónlistarlífs, með sérstakri áherslu á uppruna og þróun elektrónískrar tónistar á árunum 1960-90 í seinni hluta ritgerðarinnar. Ég vil í tengslum við þetta rannsóknarverkefni þakka sérstaklega öllum tónskáldunum sem ritgerðin fjallar um. Það eru sérstök forréttindi að fá leyfi til að kafa svo djúpt í lífsstarf fólks og listræna sköpun. Mér hefur verið tekið sérstaklega vel af öllum þeim sem í hlut eiga. Rannsóknarráð Íslands, með Kristján Kristjánsson í forsvari, fær sérstakar þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning sem hann hefur veitt til rannsókna á handritum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn með Einars Sigurðsson og Ögmund Helgason í forsvari fá einnig miklar þakkir fyrir að skapa mér möguleika og stuðning við að yfirfara handrit hans og skrá þau. Ríkisútvarpið, með Elínu S. Kristinsdóttur yfirmann Safnadeildar í forsvari, fær sérstakar þakkir fyrir að lána mér hljóðritanir af útvarpsþáttum og einstökum tónverkum sem ég hafði not fyrir og ekki fundust annars staðar. Tónverkamiðstöðin og forstöðumenn hennar fyrst Bergljót Jónsdóttir og síðar Ásta Hrönn Maack fá sérstakar þakkir fyrir að útvega mér nauðsynlegar nótur til þessarar vinnu bæði til láns og á "viðráðanlegri" verðlagningu sem kom mér vel eins og á stóð.
Þýðandi minn, Lars H. Andersen fær kærar þakkir fyrir þá miklu vinnu að þýða ritgerðina frá íslensku yfir á dönsku. Hannah Werk fær einnig kærar þakkir fyrir að lesa prófarkir á dönsku útgáfunni og Ögmunur Helgason og Skúli Björn Gunnarsson fyrir að lesa prófarkir á íslensku útgáfunni. Institut for Musik og Musikterapi við Aalborg Universitet fær sérstakar þakkir fyrir að skapa mér það vinnuumhverfi, bæði skrifstofu og tæki og ekki síður veita mér fjárhagslegan stuðning til að geta unnið að þessu verkefni. Tore, Thorkil, Peder Kaj, Martin, Kirsten, Gerd og allir sem hafa gefið mér greinargóð svör við spurningum mínum í meira en átta ár þakk ég öll svörin. Prófessor Finn Egeland Hansen í allri vinnu minnu með íslenska tónlist, bæði í kandidatsritgerðinni og nú ph.d. ritgerðinni þakka ég þér fyrir hjálpina! Þið öll hin! Kærar þakkir.
InngangurRitgerðin skiptist í tvo aðalkafla sögulegan kafla og samsettan sögulegan/tónlistargreiningar kafla. Þessir kaflar fjalla hvor um sig um 30 ára tímabil, þ.e. sá fyrri um árin 1930-60 (með stuttum inngangi um árin 1920-30) og sá seinni um árin 1960-90 (sem þó í einstaka tilfellum fjalla um verk frá því um miðjan tíunda áratuginn). Ég mun hér á eftir skilgreina nánar hina tvo aðalkaflana, það er hvers vegna ég tel það nauðsynlegt að skipta ritgerðinni í tvo kafla og ennfremur spurninguna um heimildirnar og heimildasöfnunina og þýðingu þeirra fyrir rannsóknarvinnuna. Tímabilið frá 1930-60Árið 1930 markar tímamót í íslenskri tónlistarsögu, einskonar hápunkt á u.þ.b. 100 ára hægri þróun til nýrri tíma í íslensku tónlistarlífi. Þá koma á fót fyrstu nauðsynlegu stofnanirnar fyrir tónlistarlífið, sambærilegar svipuðum stofnunum í öðrum vestrænum löndum. Ég tel Tónlistarskólann í Reykjavík (1930) mikilvægasta áfangann, Ríkisútvarpið (1930), Tónlistarfélagið (1932) (i) og Alþinigshátíðina (1930). Næstu 30 árin fylgdu í kjölfarið margar stofnanir sem álitnar eru nauðsynlegar í hinum vestræna heimi til að menningarlíf geti þrifist á hæsta stigi. Íslenskt tónlistarlíf, eins og það hefur þróast á Ísland á þessar öld, er gott dæmi um á hvern hátt nútímalegt tónlistarlíf hefst og þróast í vestrænu samfélagi, en á miklu styttri tíma. Rannsóknum á því má nánast líkja þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslensku eynni Surtsey sem reis úr hafi við eldsumbrot árið 1963. Þar hafa vísindamenn geta rannsakað á hvern hátt nýtt líf hefst á nýju landi. Þar sem íslenskt nútíma tónlistarlíf á sér svo stutta sögu þróast í aðaldráttum á þessari öld þá álít ég upphaf þess og þróun einstakt rannsóknarverkefni á hvern hátt "nýtt líf hefst á nýrri eyju". Þessi möguleiki er ekki svo stór í öðrum vestrænum löndum vegna þeirrar löngu tónistarlífsþróunar sem þar hefur átt sér stað. Þar sem ekki er hefð fyrir tónlistarrannsóknum á Íslandi, finnast þar aðeins örfáar bækur og greinar um tónlistarlíf 20. aldar. Þessar bækur fjalla í aðaldráttum um gamla þjóðlega tónlist og hin gömlu þjóðlegu tónlistarform frá því fyrir 20. öld. Einstaka mjög stuttar greinar eða kafla má finna í uppsláttar- og yfirlitsritum um hinn svokallaða "nýja söng" sem leysti af gamla þjóðlega tónlist og söngstíl sem var ríkjandi fram að miðri 19. öld. Einnig má finna bók um sögu lúðrasveita á Íslandi. Þegar þetta er ritað finnst aðeins eitt rit New music in Iceland þó aðeins á ensku, sem í grófum dráttum rekur þróun íslenskrar tónlistarsögu frá u.þ.b. 1874 og fram á þennan dag, i Það kom í ljós hvað varðar Ísland að þetta félag var nauðsynlegt í tónlistarlífinu sem af því má marka hve stórt hlutverk það hafði í þróun tónlistarlífsins.
fjallar þó í aðaldráttum um nýja tónlist á Íslandi frá síðari heimsstyrjöldinni og tónskáld þessa tíma er sem sé uppsláttarrit um nokkrar staðreyndir í tónlistarlífinu. Hvergi er að finna bók (ii) sem fjallar um upphaf einstakra stofnana og félaga og þróun þeirra, þau vandamál sem upp komu, þjóðfélagsaðstæður, stöðu fólks, völd og áhrif þess á tónlistarlífið. Það er einnig nauðsynlegt að hafa vald á íslensku máli til að geta rakið þessa sögu. Sjálfar heimildirnar um stofnun einstakra félaga og samtaka og þróun þeirra liggja einnig dreifðar um "allt land", þ.e. í allt frá sérbyggðum geymslum í kjallara hinnar nýju Þjóðarbókhlöðu til ruslapoka í bílskúrum og kjöllurum. Maður þarf að búa yfir heilmiklu ímyndunarafli til að finna þessar heimildir og einnig að vera kunnugur staðháttum. Langtímamarkmið hlýtur að vera að safna heimildum um íslenskt tónlistarlíf á einn stað. Því tel ég það nauðsynlegt einkum þó fyrir íslenska lesendur að rekja þróun íslensks tónlistarlífs, og fyrir alla lesendur að reyna að átta sig á aðstæðum íslenskra tónskálda árið 1960, þegar þau hófu að semja nútímalega tónlist og þar með elektróníska tónlist. Aðstæður á Íslandi voru ekki sambærilegar við aðstæður elektrónískra tónskálda í hinum vestræna heimi þar sem hvergi á Íslandi var boðið upp á nauðsynleg tæki til að semja slíka tónlist. Af þeirri ástæðu má líta á verk Magnúsar Blöndal Jóhannssonar sem jákvæða tilviljun, þar sem frumkvöðulsvinna hans fór fram í íslenska útvarpinu á kvöldin, um nætur og um helgar. Stofnun Musika Nova árið 1960 hafði mikla þýðingu í samfélaginu og ruddi nýrri tónlist braut bæði fyrir hljóðfæraleikara og tónskáld í íslensku tónlistarlífi. Til að gera sér grein fyrir þessari þýðingarmiklu breytingu álít ég það nauðsynlegt fyrir lesendur að fá grunnþekkingu um hina stuttu en stundum bröttu þróun á tónlistarlífinu. Tímabilið Frá 1960-90Aðalefni ritgerðinnar Upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á Íslandi er rakið í þessum kafla. Ég fjalla um öll íslensk tónskáld sem hafa vakið athygli í íslensku tónlistarlífi og hafa samið a.m.k. eitt elektrónískt- eða tölvuverk. Ég nefni í stuttum ingangi við hvert tónskáld hvar þau hafa verið við nám, hver eða hverjir voru lærimeistarar hvers og eins, hvar þau hafa stundað rannsóknir (í þeim tilfellum sem það á við), hvar frumflutningur átti sér stað, hvort verkin eru "æfingar" verk eða pöntuð verk, hvar þau eru samin og með hvers konar tækjum. Samtíms leitast ég við í þessum kafla að rekja þróun elektrónískrar tónlistar í tónlistarlífinu. Ég leitast einnfremur við að skilgreina þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til að innleiða elektróníska tækni í tónlistarlífið í formi tækja, annað hvort í sérstökum stúdíóum eða við ríkisútvarpið. ii Í einstaka tilfellum má þó lesa gróft sögulegt yfirlit í hátíðarritum einstakra stofnana eins og t.d. hátíðarriti F.Í.H. sem gefið var út í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.
Í þessum hluta beini ég kastljósinu sérstaklega að félaginu Musica Nova og hlutverki þess í samfélaginu. Það leikur enginn vafi á að það félag átti stærstan þátt í að leiðir 20. aldar tónlistar opnuðust inn í íslenskt tónlistarlíf. Segja má að í þau þrettán ár sem félagið var virkt næði nýja tónlistin álíka stöðu og hin klassísk- rómantíska tónlist í tónlistarlífinu, þó ekki að magni til. Ég rek einnig í þessum kafla á hvern hátt elektrónískri tónlist var tekið af gagnrýnendum og flétta inn í umræðuna þær dagblaðaumfjallanir sem ég hef fundið í íslenskum blöðum um einstaka tónleika frá 1960 og fram til um 1990 til að sýna fram á á hvern hátt hinni elektrónísku tónlist og samtímis annarri nýrri tónlist var tekið í samfélaginu. Kaflinn inniheldur einnig fjölda meira eða minna nákvæmra greininga á elektrónískum verkum. Heimildasöfnun og vandamál þar að lútandi Gildi heimildarsöfnunar fyrir ritgerðinaHvergi er ritað að ph.d. menntun sé auðveld. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef heldur ekki gert mér námið auðveldara við einmitt að velja sem rannsóknarefni sögu 20. aldar tónlistar á Íslandi. Í fyrsta lagi er lítið efni útgefið um íslenskt tónlistarlíf á Íslandi (og ég búsettur í Danmörku) og í öðru lagi getur verið erfitt að finna efni þar sem skjöl, nótur og tengt efni hefur ekki í öllum tilfellum verið afhent Landsbókasafni. Búseta mín í Danmörku gerði hlutina heldur ekki auðvelda þar sem ég hef þurft oftsinnis að ferðast til Íslands til að leita heimilda. En þó svo ég vissi vel hvar heimildanna væri að leita þá hefur það í einstaka tilfellum orðið mér erfitt að fá ljósrit af þeim til frekari rannsókna. Dæmi um söfnun á dagblaðaheimildumVið upphaf ph.d. náms míns í febrúar á rið 1994 voru aðstæður þær að Landsbókasafnið var ekki ennþá flutt í hina nýju byggingu Þjóðarbókhlöðu. Í dag eru þrír möguleikar á að lesa gömul og ný dagblöð: dagblaðið sjálft, dagblaðið myndað á örfilmu og nú í dag á alnetinu (í síðasta tilfellinu hefur lesandinn þó í flestum tilfellum aðeins aðgang að u.þ.b. síðustu 10 árum). Í hinu gamla Landsbókasafni var möguleiki á að lesa sjálft dagblaðið og örfilmu af því. Sá var þó ljóður á að lesa blaðið á örfilmu að ekki var unnt að taka ljósrit af þeirri blaðsíðu sem maður vildi fá ljósrit af sem hafði í för með sér að ég gat ekki nýtt mér þennan möguleika. Því varð ég að nota hinn möguleikann, þ.e. að lesa sjálft dagblaðið. Á þessum tíma lék vafi á innan Landsbókasafns að hve miklu leyti skyldi leyfa að lesa sjálf blöðin, einkum gömul blöð, sem aðeins funndust í einu eintaki á safninu. Með persónulegu leyfi frá Landsbókaverði, Finnboga Guðmundssyni, fékk ég strax í upphafi leyfi til að lesa gömul dagblöð og leyfi til að starfsmenn safnsins tækju ljósrit fyrir mig af þeim greinum sem ég hafði not fyrir.
Þá gerði ég mér ekki grein fyrir að safnið hafði aðeins yfir að ráða einum starfsmanni í hálfri stöðu til að taka ljósrit fyrir alla gesti safnsins. Þetta leiddi til þess að eftir einnar viku vinnu lá stór stafli inbundinna dagblaða í gólfinu í hinu litla herbergi þar sem ljósritunarvélin var staðsett og beið eftir að ljósritað yrði , allt frá einu ljósriti úr bók (iii) upp í 30 ljósrit. Nú var Landsbókaverði nóg boðið: "Þetta gengur ekki, þetta leyfi ég ekki lengur". Aðspurður um hvort þetta þýddi að mér væri vísað út úr safninu með óskir mínar var svarið "Já" (iv). Nú voru góð ráð dýr! Þá rifjaðist það upp fyrir mér að í byrjun áttunda áratugarins, þegar ég vann í fjölritunardeild Seðlabanka Íslands, frétti ég að bankinn hafði á sínum snærum einkabókasafn þar sem finna mætti m.a. öll íslensk dagblöð frá upphafi. Eftir fund með einum af bankastjórum bankans, Birni Tryggvasyni, var mér veitt persónulegt leyfi til að vinna í bókasafni hans við heimildasöfnun og var boðinn velkominn. Þar vann ég seinustu 14 dagana sem eftir voru af Íslandsheimsókn minni í það skipti og gat tekið með mér heilmikið efni til Danmerkur. Í desembermánuði 1994 opnaði hið nýja Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn í nýrri glæsilegri byggingu í Reykjavík. Þar er að finna alla nútíma tækni sem hægt er að óska sér. Þá gerbreyttist aðstaðan til leitunar heimilda úr dagblöðum og allt sumarið 1995 og síðar gat ég lesið íslensk dagblöð á örfilmu í nýjum nútímalegum vélum og ljósritað þær síður sem ég hafði not fyrir. Dæmi um tónlistarefniUm söfnun mína á tónlistarefni Magnúsar Blöndal Jóhannssonar mætti vel skrifa þykkar bækur, en sagan er þannig í stuttu máli: Árið 1993 þegar ég vann að tónlist Jóns Nordal í verkefni við AUC reyndi ég að ná fundum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar sem bjó í Hátúni 10 í Reykjavík. Fyrstu fjögur skiptin sem við ákváðum að hittast runnu út í sandinn þar sem hann var aldrei heima á þeim tíma sem við vorum ásáttir um. Í fimmta sinn tókst mér að hitta Magnús og ræddum við lengi um tónlistarlífið í Reykjavík á árunum í kringum 1960. Þegar ég spurði hann um handrit hans og skitsur, bæði varðandi hljóðfæratónlistina og elektrónísku tónlistina þá var lítið um svör af þeirri ástæðu að hann vissi ekki hvar allir hans hlutir voru. Til að gera langa sögu stutta, þá vil ég segja að í hvert sinn sem ég fór til Íslands til að safna heimildum til nota í þessari ritgerð minni notaði ég hvert tækifæri til að hitta Magnús og samtímis gera tilraunir til að finna hvar handrit hans lágu. Hann sagði mér m.a. að hann teldi að eitthvað af þeim væri á vissum stöðum í New York. Eftir nokkur símtöl við Írisi iii Dagblöðin voru bundin inn í bækur - allt upp í fleiri bækur fyrir hvert ár, eftir síðufjölda blaðanna í gegnum árin. iv Það skal taka fram hér að bókasafnsfræðingarnir voru svo vinsamlegir að sjá til þess að úr þeim dagblöðum sem ég hafði þá þegar lesið fékk ég ljósrit og spöruðu þeir mér þar með mikla tvöfalda vinnu.
Karlsson, fyrrum ritara hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í 25 ár, sem aðstoðaði mig við þessa leit, fékk ég upplýsingar um að efnið hefði verið sent til Íslands með skipi fyrir tólf árum. Það reyndist rétt því ég fann megnið af því í kjallarageymslu á Barónsstíg í Reykjavík geymslu sem ekki hafði verið opnuð síðustu tíu ár. Í innbúsgeymslu Reykjavíkurborgar fyrir innbú fólks, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki nokkurn stað til að geyma eigur sína á í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn fann ég heilmikið af gömlu innbúi Magnúsar, bæði frá þeim tíma sem hann bjó í USA í byrjun 9. áratugarins og síðar. Þar fann ég handrit og m.a. dagbók frá fyrstu námsárum hans í USA, árið 1946. Það má gjarnan kom fram hér að þrátt fyrir að ég hefði skriflega og undirritaða heimild Magnúsar til að fara í gegnum innbú hans, varð ég að greiða umsjónamanninum 2000 krónur beint í vasann til að fá leyfi til að taka það efni sem ég hafi not fyrir úr innbúinu. Þetta bendi ég á hér aðeins sem dæmi um þau ýmsu vandamál, stór sem smá, er ég stóð frammi fyrir. Í Hátúni 10, þar sem Magnús býr, fann ég þrjá fulla ruslapoka með pappírum í kjallaranum. Þar lá m.a. helmingur frumritsins af verkinu Punktar, meðan hinn helmingurinn lá í öðrum ruslapoka í geymslunni á Barónsstíg. Á báðum stöðum fann ég einnig heilmörg segulbönd. Seinasti staðurinn þar sem ég fann handrit fram að þessu var í húsi í Elliðarárdal í Reykjavík. Þar hafði Magnús leigt herbergi á tímabili á 9. áratugnum. Konan, sem bjó í húsinu var mér mjög hjálpleg við að fara í gegnum húsið, þar sem við fundum heilmörg handrit, og það var einnig hún sem benti mér á geymsluna á Barónsstíg. Árangur þessarar vinnu má finna í viðauka með þessari ritgerð. Allt þetta efni liggur nú í Handritadeild Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns, en Magnús hefur persónluega afhent það til vörslu þar. Vísindasjóður styrkti mig í að yfirfara þetta efni, raða því og skrásetja. Heimildirnar- Heimildagerð A BlaðagreinarLista yfir meira en tvö þúsund blaðagreinar sem ég hef safnað og lesið til notkunar fyrir skilgreiningu á þróun hins almenna tónlistarlífs á Íslandi er að finna í viðauka með ritgerðinni. Ég hef flokkað þær í heimildaskránni í eftirfarandi einkenni:
heimasíðu blaðsins á alnetinu. Morgunblaðið veitti mér ó keypis aðgang að blaðinu í yfir eitt ár til að leita í heimildabanka þess og prenta út greinar þaðan. Það var mér stór hjálp og samtímist tímasparandi. ad 2) Ég valdi að skrifa út allar heimildagerðir eftir dagsetningu, þar sem ritgerðin þróast að mestu leyti sögulega í tíma. Það gerir áhugasömum lesendum auðveldara að finna viðeigandi greinar. ad 3) Ég hef í öllum tilfellum skráð yfirskrift greinar. Þar að auki hef í nokkrum tilfellum gefið enn frekari upplýsingar í formi nafns eða atburðar sem koma fram í greininni. Ef um er að ræða grein sem t.d. er viðtal við ákveðna persónu án þess að það komi fram í yfirskrift greinarinnar hver sú persóna er þá hef ég bætt nafninu við. ad 4) Ég hef reynt í öllum tilfellum að nefna höfunda dagblaðagreinanna, en í þeim tilfellum þar sem stendur "frétt", er um að ræða greinar eða smáfréttir þar sem ekki er tilnefndur greinarhöfundur né upphafsstafir hans. Þar sem standa upphafsstafir greinarhöfundar undir greininni, hef ég aðeins nefnt þá í dálkinum "höfundur". Gildi einstakra blaðagreina við að meta einstök mál er mismunandi. Margar greinanna hafa eins konar staðtölulegt gildi þar sem ég hef nýtt þær í tengslum við ýmsar staðreyndir eins og t.d. konserta, dagsetningar konserta eða mismunandi atburði grunnstaðreyndir um tónlistarlífið. Um leið og málið snýst um umræðu um ýmis mál, sjónarmið og gagnrýni þá er um leið erfiðara að túlka raunverulegt innihald málsins. Maður verður að gera sér ljóst að í svo litlu samfélagi sem Reykjavík er, og ekki síst var, þá hefur valdatafl verið háð af persónulegri ástæðum en annars mætti ætla. Hér var valdatafl, bæði á persónulegu sviði og á stofnanasviði. Í nokkrum tilfellum samtímis. Til að komast að eiginlegum kjarna hvers máls hef ég í nokkrum tilfellum þurft að útvega mér upplýsingar frá öllum málsaðilum. Gott dæmi um það er stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármögnun hennar. Það voru þrír aðilar í því máli: Útvarpið, Tónlistarfélagið og Þjóðleikhúsið. Það er ekki nóg að lesa blaðagreinar og það er heldur ekki nóg að lesa gerðarbækur útvarpsins eða bréf frá Tónlistarfélaginu þessu varðandi. Myndin verður fyrst skýr eftir einnig að hafa lesið gerðabækur Þjóðleikhússins og um þær ákvarðanir sem þar voru teknar. Í þessu tilfelli varð ég að styðjast við mismunandi heimildagerðir til að geta skapað mér heildstæða mynd. Blaðaskrif um tilurð nýrrar tónlistar og á sama tíma stofnun Musica Nova eru gott dæmi um bæði pólítísk og "tónlistartrúarleg" sjónarmið. Andstæðurnar mætast t.d. í skrifum Björns Franzsonar í hinu sósíalistíska dagblaði Þjóðviljanum annars vegar og hins vegar í því sem lesa mátti í t.d. Morgunblaðinu sem var mjög hægrisinnað dagblað. Einnig sést munur á hversu mikið þessi blöð rituðu um vissa tónleika í Reykjavík allt eftir því hvort tónlistarmennirnir voru gestir frá kommúnistaríkjum eða t.d. frá USA.
Það verður því að staðhæfa at blaðagreinarnar hafa mjög mismunandi gildi sem heimildir allt eftir kjarna málsins. Við að rannsaka allar þær heimildir sem skráðar eru í heimildalistanum tel ég mig hafa haft möguleika á að meta hverja einstaka grein, bæði út frá stöðu dagblaðsins í samfélaginu, pólítískt og menningarlega, ásamt stöðu einstakra greinahöfunda í einstökum málum. Heimildagerð B VikublöðÍ þessum flokki er eingöngu um að ræða tvö vikublöð sem komu út í Reykjavík og þar af annað sem enn er gefið út. Hér er eingöngu um að ræða hlutlausar frásagnir af fólki, um kóra, um tónlistarviðburði o.fl. Þessar greinar hafa eingöngu haft það hlutverk að gefa mér yfirsýn yfir útbreiðslu tónlistarlífsins og sögulega þróun þess. Ekki er um að ræða umræðu á neinn hátt, heldur eingöngu frásagnir og fréttir Heimildagerð C TímaritÍ slensku tónlistarlífi hefur ekki tekist að gefa út eigið tónlistartímarit, og tilraunir í þá áttina hafa varað stutt eða fáein ár. Síðasta tilraun sem gerð hefur verið er uþb. 50 ára gömul, þ.e. tímaritið Tónlistin sem kom út á árunum 1942-47. Ástæða þessa er m.a. skortur bæði á menntun í tónvísindum á Íslandi og einnig á stofnun sem staðið gæti að baki útgáfu slíkra tímarita. Til að "leysa" þetta vandamál hafa menn í einstökum tilfellum fengið inni með greinar sínar í öðrum menningartímaritum eins og Andvara og Birtingi. Í tímaritinu Helgafell frá 6. áratugnum má finna nokkrar greinar um menningarlífið í heild sinni og þar með tónlistarlífið. Við lestur þessara greina þarf maður að gera sér grein fyrir stöðu Helgafells og eiganda þess, Ragnars Jónssonar í tónlistarlífinu. Tímaritið endurspeglaði, hvað tónlistarlífið varðar, sjónarmið Tónlistarfélagsins og tónlistarlífið og stofnanir þess. Gott dæmi um þetta er sú kúvending sem varð á meðhöndlun á stöðu Viktors Urbancic sem hljómsveitarstjóra eftir að hann var ráðinn sem hljómsveitarstjóri við Þjóðleikhúsið. Urbancic hafði starfað sem stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur og Kórs Tónlistarfélagsins í fjölda ára. Hann hafði stjórnað ýmsum tónleikum á vegum félagsins og fengið miklar þakkir fyrir framtak sitt, sökum mikillar þekkingar og hæfileika. En um leið og hann var ekki lengur "maður Tónlistarfélagsins" þegar hann þáði stöðu hljómsveitarstjóra við Þjóðleikhúsið og hreyfði þar með við valdajafnvæginu í tónlistarlífinu í Reykjavík, kom annað hljóð frá formanni Tónlistarfélagsins, Ragnari Jónssyni á margan hátt "eiganda" menningarlífsins í garð Urbancic. Því skal þessi heimild skoðast út frá því. Ég hef jafnframt stuðst við nokkrar greinar frá öðrum norrænum tónlistartímaritum eins og hinu danska Dansk Musiktidssrift og hinu sænska Nutida Musik. Dansk Musiktidsskrift hef ég í aðalatriðum notað til að finna upplýsingar um sameiginlega norræna tónleika, þar sem
Ísland hefur verið þátttakandi og Nutida Musik hef ég í aðalatriðum notað sem heimild í tengslum við þau vandamál sem upp komu við ISCM hátíðina á Íslandi árið 1973. Heimildagerð D BæklingarÍ leit minni að heimildum hef ég nokkrum sinnum rekist á bæ klinga sem gefnir hafa verið út í tengslum við einstaka atburði. Þessir bæklingar eru mismunandi gerðar, allt frá því að vera "auknar" tónleikarskrár til að vera minni hátíðarrit eða sérútgáfur á sjónarmiðum viðkomandi. Því hafa þeir haft mjög mismunandi gildi fyrir ritgerðina. Heimildagerð E GerðabækurÞær gerðabækur sem ég hef farið yfir og lesið á lít ég hafa mikilvægt gildi í rannsóknarvinnunni. Hér má lesa um hvað í rauninni fór fram og um þau sjónarmið sem koma fram á fundum. Niðurstöður þeirra eru sameiginlegar ákvarðanir þar sem fundargerðir eru lesnar upp og samþykktar af fundarmönnum. Í þeim tilfellum sem menn höfðu aðrar skoðanir var það skráð sérstaklega. Ég hef stuðst við þessar gerðabækur sem aðalheimild í einstökum málum og því álít ég þær sérstaklega mikilvægar. Heimildagerð F SkýrslurHinar ýmsu skýrslur sem ég nota til undirstöðu í hluta ritgerðar minnar eru mismunandi gerðar. Ef um er að ræða opinberar skýrslur eins og frá Ríkisútvarpinu, frá Menntamálaráðuneyti o.fl. þá álít ég þær upplýsingar sem þaðan koma áreiðanlegar. Aðrar skýrslur, eins og t.d. nokkrar þeirra sem Jón Leifs hefur skrifað í nafni STEFs og Tónskáldafélagsins skulu skoðast með varúð þar sem þær í nokkrum tilfellum endurspegla persónulegar skoðanir Jóns Leifs frekar en skoðun stjórnanna. Ég tel skýrslurnar sem mikilvægar heimildir í einstökum málum málum eins og t.d. stofnun Tónverkamiðstöðvarinnar. Heimildagerð G TónleikaskrárTónleikaskrár nota ég nánast eingöngu sem stað ræ nar upplýsingar, sem gefa til kynna dagsetningar á tónleikum, tónleikastaði, hljóðfæraleikarana og hvaða verk voru flutt. Heimildagerð H BréfMörg bréfanna hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki í ritgerð inni. Sem dæmi um það vil ég nefna kaflann um samspil hátíðarnefndar Alþingishátíðarinnar og Jóns Leifs. Í þessu sambandi hafa bréfin gegnt því hlutverki að "fletta ofan af" goðsögninni um þátttöku Jóns Leifs í Alþingishátíðinni sem tónskáld. Sama á við um mörg bréf í tengslum við kaflann um Tónskáldafélagið og kaflann um Sinfóníuhljómsveitina. Þó svo ég vitni ekki beint í bréfin,
hafa þau öll gegnt því hlutverki að skapa yfirsýn yfir einstök mál og eru því mjög þýðingarmikil. Í skránni og í listanum í viðaukanum eru bréfin flokkuð á eftirfarandi hátt:
Heimildagerð J Íslenskar bækuÉg hefði óskað mér að þessi listi væri sá lengsti, en í stað þess er hann sá stysti. Í listanum í viðaukanum nefni ég heiti bókarinnar, útgáfuár, nafn höfundar og að lokum hvenær bókin var gefin út. Bækurnar hafa vegna þess hve fáar þær eru haft minniháttar þýðingu fyrir rannsóknina. Heimildagerð K Eigin greinarHér nefni ég þær greinar sem ég sjálfur hef skrifað um íslenskt tónlistarlíf og hvar þær hafa verið birtar. Ég álít þær hafa minni háttar þýðingu í þessu samhengi þar sem þær eru í nokkrum tilfellum stuttar útgáfur á því sem stendur í ritgerðinni. Heimildagerð L Erlendar bækurErlendar bækur hafa haft mismunandi þýðingu fyrir ritgerðina. Margar hafa haft óbeina þýðingu en nokkrar hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem heimildir. Mjög mikilvægar eru t.d. Die Reihe í tengslum við tónlist Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Heimildagerð M ViðtölÁlíta verður það forréttindi að hafa átt viðtöl við öll tónskáldin sem fjallað er um í rannsóknarefni sem þessu; að hafa haft aðgang að frumheimildum í þróun einnar listastefnu í einu landi. Því álít ég viðtölin sem ég hef haft við tónskáldin sérlega mikilvæg en þó ekki án fyrirvara. Maður getur ekki alltaf munað nákvæmlega á hvern hátt hlutirnir voru gerðir fyrir mörgum árum, jafnvel áratugum. En þá hefur verið séstaklega þýðingarmikið fyrir mig að eiga samtal við tónskáldin bæði til að kortleggja tónlist þeirra, fá upplýsingar um á hvern hátt verkin voru samin og einnig heilmörg smáatriði sem komu fram í viðtölunum.
Ég hef aðallega notað 4 útvarpsþætti í tengslum við ritgerðina. Þeir fjalla um Magnús Blöndal Jóhannsson og tónlist hans. Þessi útvarpsþættir eru gerðir af fjórum mismunandi einstaklingum og því koma oft fram sömu upplýsingarnar í þáttunum. Þeir hafa þrátt fyrir það verið með til að skapa heildstæða mynd af tónskáldinu. Heimildagerð O HljóðritanirÞessi listi nær yfir a) alla elektrónísku tónlistina, 2) tilvísunarverk. Hljóðritanir af verkunum hafa gegnt mikilvægu hlutverki við greiningu á verkunum. Fyrir rannsóknarverkefnið í heild sinni hafa nokkrar hljóðritanir verið mikilvægari en aðrar þær sem skilgreindar eru í skránni á kassettuböndum. Það er vegna þess að þessi verk fyrirfinnast eingöngu í hljóðritunum hjá tónskáldunum, og nú í afriti hjá mér. Nokkur verkanna hafa eingöngu verið flutt einstaka sinnum og ef þau eru elektrónísk þó aðeins af frumbandinu sem er í vörslu tónskáldsins þau hafa ekki verið gefin út. Ég hef í safni mínu afrit af nánast allri íslenskri elektrónískri tónlist sem samin hefur verið hingað til. Heimildagerð P Nótur af íslenskum verkumÞað sama gildir um nótur af íslenskum verkum. Þær eru mikilvægar heimildir í tilliti til sjálfrar tónlistarinnar og greiningu á henni. Í listanum hef ég skráð nafn tónskáldsins, nafnið á verkinu og hvenær það var samið. Heimildagerð Q Erlendar nóturÞær erlendu nótur sem ég nefni í heimildalistanum hafa gegnt höfuðhlutverki í ákvörðun um áhrif á tónlist Magnúsar Blöndal Jóhannssonar og eru í því samhengi mjög mikilvæg heimild. * * * Þó svo þessi listi virðist langur gæti hann í rauninni hafa verið miklu lengri. Ég hef farið í gegnum "heilt bílhlass" af gömlum bréfum frá Tónskáldafélaginu og STEFi ásamt fjölda bréfa frá tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Einnig hef ég farið yfir fjölda bréfa og skjala í Menntamálaráðuneytinu. Sem dæmi um bréf hef ég lesið yfir mörg hundruð handskrifuð bréf frá Jóni Leifs frá tíma hans sem formanns Tónskáldafélagsins. En öll þessi bréf eru uppköst að vélrituðum bréfum eða bréfum sem birtast sem viðtöl (v) í dagblöðum. Þessi bréf fann ég í bílskúrskjallara v Hann skrifaði öll viðtöl við sig, sem birtust í íslenskum dagblöðum, sjálfur.
húsnæðis Tónskáldafélagsins. Ég setti þau í öskjur og nú eru þau varðveitt í Handritadeild Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Sérstakur viðauki um Magnús Blöndal Jóhannsson inniheldur lista yfir 117 segulbönd og allt annað skriflegt efni. * * * Fyrstu heimildir um söngkennslu á Íslandi eru um þá kennslu í söng og söngfræði sem fór fram í skóla þeim er Jón biskup helgi Ögmundsson stofnaði á Hólum í Hjáltadal árið 1107. Þangað var ráðinn söngkennari frá Frakklandi að nafni Richini og kenndi hann þar "sönglist og versgerð". Næstu kaflaskifti í íslenskri tónlistarsögu, sem eru einskonar inngangur að þeim tímamótum er urðu árið 1930, eru svo ekki fyrr en árið 1840, er orgel kom í Dómkirkjuna í Reykjavík. Um svipað leyti kom Pétur Guðjónsson organleikari til starfa á Íslandi. Með tilkomu þessa hljóðfæris, og svo starfi Péturs, skapast nýtt hugtak í íslenskri tónlistarsögu; "hinn nýi söngur". Þar er átt við að gömlu íslensku sönglögin eru stílfærð eftir dúr og moll kerfinu, og tilkoma nýrra laga sem bárust til landsins, aðallega frá Danmörku. Þessi þróun, frá 1840 fram undir 1930, var hægfara en stígandi. Íslensk tónlistarhefð þróast smám saman í þá átt er þekktist í Evrópu á þeim tíma; ungir og efnilegir menn fóru til útlanda til tónlistarnáms og náðu sumir þeirra góðum árangri sem tónlistarmenn. Hér skal nefna tvo menn, sem í upphafi voru einna mest áberandi og gáfu íslensku tónlistarlífi á okkar öld þann kraft sem til þurfti, til að hefja það til flugs og í átt til nútíðar. Það voru þeir Sigfús Einarsson (1877-39) og Páll Ísólfsson (1893-74). Báðir höfðu þeir sótt menntun til útlanda, Sigfús í Danmörku og Páll í Þýskalandi, og báðir voru fullir þeirrar lífsorku sem þurfti til að koma hlutunum í gang. Til að byrja með fór stór hluti starfa þeirra fram í sjálfboðavinnu, en það tók samfélagið töluverðan tíma að átta sig á því að það að iðka tónlist gat verið "vinna". Sigfús kom heim frá námi í Kaupmannahöfn vorið 1906 ásamt konu sinni, Valborgu Hellemann píanóleikara, og áttu þau hjónin eftir að vera íslenskri sönglist mikil lyftistöng með störfum sínum allt fram til andláts Sigfúsar árið 1939. Páll Ísólfsson flutti heim alkominn árið 1921 og átti næstu 50 árin eftir að vera virkur þátttakandi í nánast öllu tónlistarlífi í landinu. Ég vil í þessum fyrsta kafla rekja þróun helstu mála sem viðkomu uppbyggingu tónlistarlífsins á árunum 1920-60. Það má segja að í kringum 1960 hafi flestar þær stofnanir verið komnar á laggirnar sem þurftu að vera fyrir hendi í nútímalegu menningarsamfélagi til að tónlistarmálin gætu þróast á eðlilegan hátt. Um það leyti urðu einnig ákveðin kynslóðaskipti meðal tónlistarfólks, ungir menn komu inn í tónlistarlífið með ný viðhorf og markmið í tónlist. Modernisminn í tónlist kemur af fullu afli inn í íslenskt tónlistarlíf. Fram
að þeim tíma eru sett á laggirnar ýmis þjóðþrifamál eins og Hljómsveit Reykjavíkur, Ríkisútvarpið, Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarfélagið, Félag íslenskra Hljómlistarmanna, Tónskáldafélag íslands, STEF, Þjóðleikhúsið, Háskólabíó og aðrar minni stofnanir. Mun ég nú rekja upphaf og þróun þeirra mála fram til um 1960, en inn í hana fléttast ýmis mál eins og minni samspilshópar, einstakir tónlistarmenn og viðburðir, baráttumál um réttindi, barátta við fordóma og völd, og einnig mun ég fjalla um ýmis ágreiningsmál sem upp komu meðal tónlistarfólks fram að þeim tíma. Frekar er um yfirlit að ræða en mjög nákvæma lýsingu á þróun þessara mála, m.a. vegna þess hve það hefur verið mjög tímafrekt að afla frumheimilda í ýmsum málum, bæði vegna þess hve dreifðar þær eru og hreinlega að finna hvar þær eru. Í þessum næstu köflum mun ég styðjast við þær heimildir sem ég hef fundið og vona ég að mér takist að skapa heildstæða mynd af þeirri þróun sem varð á þessum árum. Ætlun mín er að gefa yfirlit yfir hvernig lítilli, einangraðri þjóð norður í Atlantshafi tekst á fáum árum að lyfta Grettistaki í tónlistarlífi sínu, frá því að vera með einföldum þorpsbrag upp í stórborgarbrag á alþjóðlegum mælikvarða. Ef fram kemur spurning í þá átt hvernig ég hef fundið allt þetta efni og hvernig mér tókst að fara í gegnum það, þá verður svarið: Ég veit það ekki og ég skil það ekki, en ég hef þó gert það. Hin íslenska sumarnótt er svo björt að maður getur "tínt lús úr fötum sínum um miðnætti" (vi). Ég hef ekki alltaf farið snemma í háttinn. vi Þessa tilvitnun má finna í bók írsks munks fyrir landnámstið íslands, þar sem hann lýsir eyjunni í norðri. | ||||||||||||||||||
|