Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Tvær Etýður
Are We?

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síða 282 - 287

Tvær Etýður (Segulbandsverk – 1980 – I 3:00 – II – 4:00

Eftir að Þorsteinn hætti sem aðstoðarmaður Matthews fékk hann tækifæri til að vinna að fleiri rannsóknum á viðfangsefninu sem skilgreint er hér að framan. Í framhaldi af því samdi hann

283

tvö verk, Etýðu nr. 1 og Etýðu nr. 2. Eru þessi tvö verk eins konar tónsmíðaleg skilgreining á rannsóknarvinnu hans. Þessi verk eru hrein tölvuverk. Ákveðin vandkvæði gátu fylgt því að hljóðrita hárfín stafræn hljóð, eins og þau sem Þorsteinn vann með í þessum verkum, yfir á analóg bönd. Ekki reyndist unnt að fá þessi pressuðu hátíðnihljóð nógu hrein á slíkum böndum – hin kristaltæru stafrænu hljóð komu fram sem eins konar truflanir á böndunum – vandamál sem var til staðar þegar hlustað var á verkin beint úr tölvunni.

Hljóðefni og úrvinnslan á því er allt unnið frá grunni af höfundi með útgangspunkt í hans eigin hugmyndum um strekkta og þjappaða yfirtóna. Höfundur gerir ákveðinn grunntón sem hann síðan hleður á sínustónum eftir fyrirfram ákveðnum formúlum.


Dæmi 80

Til að gera sér grein fyrir hversu mikið tæknilegt vald höfundur hafði orðið á hljóðheiminum er ágætt að skoða árangur hans með spectralgreiningu (dæmi 80). Við slíka grafíska greiningu teiknast F- og G- lykillinn við fyrri Etýðuna. Þessir lyklar koma fram hvor á sinni rás, þ.e. maður heyrir þá samtímis. F-lyklinum er "troðið inn" í G-lykilinn. Það að inngangstígullinn birtist í mismunandi stærðum á myndunum á rætur að rekja til stærðarmunar í hinu grafíska útliti (dæmi 81).

Dæmi 81
Dæmi 81

284

Í greiningunum er aðeins um að ræða tíðnina 0 - 2.000 Hz. Á sama tíma og höfundur leikur sér að teikna G-lykilinn á neðsta tíðnisviðinu eru í gangi ýmsir skalar á efra tíðnisviðinu, eins og fram kemur í greiningunni hér að neðan sem nær yfir tíðnisviðið 0-20.000 Hz. Lyklarnir birtast sem grafískur "klumpur" í vinstri kanti myndarinnar (dæmi 82). Þetta er líklega fyrsta verkið sem samið var með þessari aðferð.

Dæmi 82
Dæmi 82

    Þetta var í rauninni alveg nýtt og hafði ekki verið gert áður. Ég vissi það nú ekki sjálfur, en Gerard Bennett sagði mér þarna í IRCAM, þegar ég var að spyrja hvort ég gæti ekki lesið mér eitthvað til um þetta: "Það getur þú ekki því þetta hefur aldrei verið gert áður". Það var svolítið skemmtilegt að vinna þetta næsta skref þegar maður vissi að þetta hafði ekki verið gert áður. Líklega hef ég verið sá fyrsti sem notaði þetta síðan í tónsmíðum. (374)

Are We? (2 trompetar, 2 básúnur, 2 slagverksleikarar og segulband – 1980 – 12:20)

IRCAM stofnunin hefur haft fyrir reglu að panta þrjú ný tónverk á ári hverju frá tónskáldum og meðan Þorsteinn starfaði við stofnunina bauðst honum að semja eitt slíkt. Til varð Are We? sem hann samdi fyrir hljómsveitina þeirra, Ensemble InterContemporian. Verkið var frumflutt í París árið 1981 og er samið fyrir málmblásara, ásláttarhljóðfæri og tölvuhljóð.

Við nánari hlustun á verkið, og þá um leið tónsmíðahugmyndir þess, kemur í ljós að hugmyndirnar eru að hluta sóttar í rannsóknir Þorsteins við IRCAM. Í Etýðunum eru hljóðin hönnuð frá grunni af höfundinum. En þar sem tónskáldið valdi að nota blásturshljóðfæri í þessu verki þurfti að finna sameiginlegan farveg til að mynda tengingu milli tölvuhljóðanna og hljóðfæranna, því forðast varð allt of miklar andstæður í hljóðmyndinni. Á þeim tíma var nýlokið við að gera yfirtónagreiningar á málmblásturshljóðfærum við IRCAM og Stanford. Ekki einungis á því hvernig einstakur tónn var skilgreindur heldur einnig hvernig hver tónn jókst að styrkleika, og hvernig hann dó út.


274 Einkaviðtal við Þorstein Hauksson 27. júní 1995.

285

Yfirtónahlutföllin voru ekki endilega 1:2:3 o.s.frv, heldur gátu þau verið 1:2,1:3,3 o.s.frv. Út frá þessu kviknaði sú hugmynd hjá tónskáldinu að nota þessar greiningar og meðhöndla á svipaðan hátt og í Etýðunum. Forritið sem Þorsteinn hafði búið til gat þjappað og strekkt einstaka tóna, en þeir gátu einnig verið harmónískir. Þarna er m.a. skýring á hvers vegna Þorsteini hefur tekist að blanda akústíska og elektróníska hljóðheiminum svo vel saman; sem á ríkan þátt í að heilla áheyrendur. Til gamans má geta að í verkinu má heyra örlítið, skarpt einnar sekúndu hljóð. Það er tilvísun í Etýðurnar sem eru leiknar á svo miklum hraða að það tekur einungis eina sekúndu að spila þær (í kringum 9Õ40Ó verksins).

Annað einkenni á flutningi þessa verks er sjálf uppsetning hljómsveitarinnar. Höfundur gerir nákvæma yfirlitsmynd í partítúr verksins yfir það hvernig uppsetning flytjenda og áheyrenda skuli vera (dæmi 83). Þetta var alls ekki óalgengt þegar elektrónísk tónlist var flutt til að njóta mætti sem best hljóðmyndarinnar og samspils hinna elektrónísku hljóða og hljóðfærahljóðanna.

Dæmi 83
Dæmi 83

Hér kemur greinilega fram hvernig höfundur ætlast til að uppsetning hljómsveitar skuli vera með tilliti til áheyrenda. Þar að auki má nefna að höfundur gerir ráð fyrir að trompetleikararnir séu hreyfanlegir á sviðinu og á þá sé varpað lituðu ljósi: rauðu á fyrsta trompet og grænu á annan trompet. Lituðu ljósi á einnig að varpa á aðra hljóðfæaraleikara: bláu ljósi á básúnuleikarana, gulleitu ljósi á ásláttarhljóðfæraleikarana og hvítu á hljómsveitarstjórann. Með þessu tekur tónskáldið umhverfið að miklu leyti inn í flutning og upplifun verksins.

286

Dæmi 84
Dæmi 84

Kjarni hljóðmyndunarinnar er (að mestu) myndaður úr undirliggjandi hljóðteppi segulbandsins, þéttliggjandi tónbilum og krómatískri hreyfingu trompetanna í skörpum rytma, ásamt kraftmiklu spili ásláttarhljóðfæranna (dæmi 84).

Um miðbik verksins kemur stuttur einleikskafli trompetanna sem er hljóðritaður á staðnum á Tape II. Sá kafli er stuttu síðar leikinn að nýju af bandinu, með Tape I og hljómsveitinni. Í framhaldi af þessum einleikskafla heyrum við skæra elektróníska tóna – millispil – af bandi, skala byggða á yfirtónum, í stíl við fyrri Etýðuna.

Einkenni verksins Are We? eru hinir skörpu rytmar í blásturshljóðfærunum, mikil og kröftug notkun pákunnar og svo skærir elektrónískir tónar eins og heyra má í þessu stutta elektróníska millispili sem minnst er á hér að ofan. Verkið Are We? svipar í mörgu til verksins Bells of Earth sem höfundur samdi 14 árum síðar og fjallað verður um hér á eftir.

    Þetta blandast mjög vel saman, þessir tveir hljóðheimar... Lausnin á því var að mér fannst sú að nota sams konar yfirtónaseríu í hljóðfærunum og tölvuhljóðunum og það var hugmyndin á bak við það að ná í þessar analýsur úr trompetunum. Ég notaði sama munstrið, en bjó til ný hljóð úr analýsunum, þessum yfirtónaanalýsum, og svo strekkti ég og þjappaði og lykill að því að þetta blandaðist svona


287

    vel var það að þetta voru sams konar yfirtónamynstur í brössunum og tölvuhljóðunum, en sem samt hljómuðu ólíkt. (375)


275 Einkaviðtal 27. júní 1995.
Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998