Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson | 1. des. 1998 | ||||
|
Síða 273 - 277 | |||||||||||
Þorsteinn Hauksson (1949-)Þorsteinn Hauksson hóf píanónám tíu ára gamall hjá Carl Billich en innritaðist síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk árið 1974 einleikaraprófi á píanó, undir handleiðslu Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara. Ásamt píanónáminu sótti Þorsteinn tíma í ýmsum fræðigreinum. Tónsmíðum kynntist hann í svokölluðum föndurtímum Þorkels Sigurbjörnssonar í kringum 1970, en í þeim tímum kynnti Þorkell nemendum sínum allt það nýjasta sem var að gerast í nútímatónlist. Urðu þessir tímar nemendum hvatning til eigin tónsköpunar. Meðal þess efnis sem Þorkell tók til umfjöllunar var elektrónísk tónlist. Hann lék ýmis verk fyrir nemendur, bæði gömul og ný, og kynnti þeim helstu aðferðir við samningu slíkrar tónlistar. Fyrstu hljóðfæraverkinÞó svo umfjöllun um einstök hljóðfæraverk höfundanna sé ekki innan ramma þessarar ritgerðar, þá tel ég nauðsynlegt í einstaka tilfellum að minnast á þau, t.d. þar sem um er að ræða frumkvöðulsverk í vissum þáttum tónsmíðastílsins og einnig þegar vitna má til uppruna hugmynda í síðari verkum. Að mínu mati á þetta við um tónlist Þorsteins og því mun ég fjalla lítillega um fyrstu hljóðfæraverk hans. Hið sama á í rauninni við um flest tónskáldanna sem fjallað verðum um hér á eftir. Humma (2 sópran- og bassarödd 1972 4:18)Þrátt fyrir að tónskáldið skilgreini þetta verk sem skólaverkefni, þá telst það verk op. 1 frá hans hendi. Það var tekið til flutnings á tónleikum í Svíþjóð (365). Verkið er samið fyrir tvær sópransöngkonur og bassasöngvara. 365 Á UNM tónleikum í Framensi í Svíþjóð árið 1974. Þetta var í fyrsta sinni sem ungir Íslendingar tóku þátt í UNM.
Hugmyndin að baki verkinu er hvernig ýmsir músíkalskir og hljóðeðlisfræðilegir möguleikar eru nýttir í tengslum við fimmundartónbilið. Textinn eru einungis sérhljóðar notaðir sem einskonar hljóðfæri í verkinu. Í lok verksins standa sópransöngkonurnar þétt saman og syngja sterkt í fimmundartónbili glissando upp og niður. Við það myndast svokallaður ãdifferencialÒ tónn sem heyra má ef rétt er staðið að flutningnum. Auk þess að leggja áherslu á hljóðið og möguleika þess, leggur höfundur áherslu á rytmann í verkinu á sérstakan hátt. Eins og sýnt er á teikninguni hér til vinstri (dæmi 75), ganga söngvararnir í hring á sviðinu á tréklossum og myndar fótatak þeirra grunnrytma verksins klossarnir gegna hlutverki ásláttarhljóðfæris. Hér er um að ræða frummynd pákunotkunarinnar sem er nokkuð algeng í síðari verkum Þorsteins. Í þessu verki leggur höfundur á vissan hátt grunninn að því sem á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í tónsköpun hans, bæði í hljóðfæratónlist og elektrónískri tónlist. Taija (Barnakór, alt og tréblásarar 1974 10:55)Á sama hátt og í Humma þá gegnir textinn músíkölsku hlutverki sem hljóð. Verkið er samið fyrir barnakór, altsöngkonu og dimma tréblásara. Það var flutt á UNM í Helsinki árið 1975. Í þessu verki sem og í Humma birtast andstæður hins djúpa og hins háa hljóðs. Í Humma voru það sópranraddir og bassi, í Taija er barnaröddum teflt gegn kontraaltsöngkona og dimmum tréblásurum. Í millikafla Taija er að finna fyrsta dæmið í verkum Þorsteins um notkun á seríelum keðjum. Millikaflinn er byggður á einungis fjórum tónum, eða fjögurra tóna kluster sem síðan fær ákveðna seríella úrvinnslu, klusterhljómurinn þynnist út í einn tón og svo tekur annað við. Einnig er þar að finna nokkra aleatoríska kafla sem byggja á tónaröðum. Framhaldsnám í BandaríkjunumÁrið 1975 hélt Þorsteinn Hauksson til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í University of Illinois. Hann hélt þar áfram píanónáminu (minor) en valdi tónsmíðar sem aðalgrein (major). Einnig sótti hann tíma í tölvutónlist, inngang að tölvufræðum og sónólógíu.
Þetta var á árum gataspjaldanna í elektrónískri tónsmíðatækni. Vinnsluferlið var afskaplega hægt og sem dæmi um það hafði háskólinn á þeim tíma ekki yfir neinni DA breytu að ráða, þ.e. tæki sem breytti hinum stafrænu upplýsingum á gataspjöldunum yfir í hljóð. Þetta langa ferli hafði þau áhrif á Þorstein að hann gafst hálfvegis upp á öllum hugmyndum um elektróníska tónlist og endaði síðasta tilraun hans til slíkra hluta á spjöldum er aðeins til í formi gataspjalda en hefur aldrei verið yfirfærð í hljóð. Enda ber þessi spjaldabunki, og þar með hið óflutta verk, titilinn Gataspjaldið. Mosaic (Blásarakvintett og strengjakvartett 1975 12:30)Stuttu eftir komuna til Bandaríkjanna árið 1975 barst ósk frá NOMUS (366) um tónverk frá Þorsteini. Í framhaldi af því samdi hann verkið Mosaic sem er fyrir strengjakvartett og blásarakvintett. Verkið var frumflutt árið 1976 í Ósló. Dæmi 76 Höfuðeinkenni tónsmíðastílsins í þessu verki, og einnig í Taija, er m.a. aleatorík. Einnig einkenna þetta verk seríalar keðjur og klusterhljómar sem byggðir eru á fjórum tónum. Höfundur leggur út skalabrot, eins og þau sem römmuð eru inn í raddskránni, og er hljóðfæraleikurunum í sjálfsvald sett í hvaða röð tónarnir eru leiknir (dæmi 76). & ;msar hugmyndir sem nýttar eru í þessu verki voru teknar upp síðar í verkinu Ever Changing Waves, sem er orðinn hluti óratóríunnar Psychomacia. Hér má einnig bæta við að þetta verk, Mosaic, var valið til flutnings á Norrænum músíkdögum í Stokkhólmi árið 1978. 366 NOMUS er heiti yfir Norræna samvinnu í tónlist, og Ísland hefur átt fulltrúa á fundum þess síðan 1971.
Fyrstu raftónverkin17. júní 1944 - 1,2 og 3 (Segulbandsverk 1977)Dæmi 77 Þorsteinn Hauksson sótti tíma í raftónlist við háskólann í Illinois. Þar sat hann tíma hjá John Melby (367) og Scott Rayatt ásamt Salvatore Martirano. (368) Niðurstöður fyrstu tilrauna hans með elektrónískar tónsmíðar birtast í verkinu 17. júní 1944, nr. 1, 2 og 3. (Dæmi 77). Þetta verk var flutt á UNM tónleikum í árið 1978. Grunnefni verksins er tvíþætt; annars vegar hrein elektrónísk hljóð og hins vegar raddir ræðumanna á lýðveldisdegi Íslands, 17. júní 1944, en þær voru gefnar út á hljómplötu árið 1964. (369) Verkið er í rauninni þrjú verk. (370) Fyrsta verkið er hrein elektrónísk tónlist; í öðru verkinu er eingöngu unnið með raddir; og þriðja verkið er blanda af tveimur fyrri verkunum. Verkin er fjögurra rása og er nr. 2 byggt upp á þann hátt að höfundur leikur sér með raddir, annars vegar stjórnmálamannanna og hins vegar skáldanna. Skáldin byrja aftast í hljóðmyndinni og pólitíkusarnir fremst og meira áberandi. Síðar færa skáldin sig yfir höfuðið á hlustandanum yfir í framhátalarann pólitíkusarnir enda aftast hverfa og listin vinnur sigur yfir stjórnmálunum. Þriðja verkið er svo byggt á hljóðlindum fyrstu tveggja verkanna. (371) Verkin eru eins og áður segir unnin í stúdíóinu við háskólann í Illionis sem er hreint elektrónískt stúdíó. Þar sem elektróníska námið var hluti tónsmíðanámsins fengu nemendur að vinna að sjálfstæðum tónsmíðum í stúdíóinu og er þetta verk árangur slíkrar vinnu. Tækin voru í takt við það sem algengt var á þeim árum í elektrónískum stúdíóum, Buchla 367 Sjá nánar um hann í Manning: Electronic and computer music s. 234 368 Sjá nánar í Cope: New Directions in Music. s 206 og víðar. 369 Á þessari plötu eru að finna raddir eftirfarandi ræðumanna: Inngangur: Vihjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri; Björn Þórðarson forsætisráðherra; Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs þings; Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti Íslands; Brynjólfur Jóhannesson leikari les kafla úr verðlaunaljóði Huldu; Jóhannes úr Kötlum skáld les kafla úr verðlaunakvæði sínu, Íslendingaljóðum. Einnig er að finna á þessari plötu raddir Tryggva Þórhallssonar frá setningu Alþingishátíðarinnar 1930 og rödd Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta sameinaðs þings frá sama tilefni. 370 Í bókinni New music in Iceland eftir Göran Bergendal stendur að fyrsti kafli verksins sé byggður á röddum, en svo er ekki. Verkið er byggt upp á þann hátt sem fram kemur hér að ofan. 371 Í bókinni New Music in Iceland gefur höfundur hennar í skyn að verkið hafi aldrei verið flutt vegna höfundarréttarvandamála. Það er ekki rétt. Þriðja verkið var, eins og bent hefur verið á, flutt á UNM í Reykjavík 1978. Höfundur valdi að halda þessu verki ekki á lofti vegna þess að hann hafði ekki gengið frá höfundarréttarmálum vegna upptakanna á plötunni. Það hafa hins vegar aldrei komið upp nein vandamál vegna þessa.
hljóðgerfill, tveggja og fjögurra rása segulbönd og ýmsir filterar, phonogéne, þ.e. segulbandstæki sem heldur upphaflegri tónhæð þrátt fyrir aukinn hraða. Sellófansvítur (Segulbandsverk 1977)Eitt verkanna frá fyrstu námsárum Þorsteins í Illionis er það sem hann kallar Sellófansvítur. Um er að ræða nokkur smáverk sem hann samdi út frá því hljóðefni sem myndast við að krumpa saman sellófanpappír. Verkið bíður enn flutnings.
|