Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Sonorities I
Sonorities II

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síða223-224

Sonorities I

Árið 1963 samdi Magnús Blöndal Jóhannsson verkið Sonorities fyrir píanó og var það frumflutt af Þorkeli Sigurbjörnssyni á tónleikum Musica Nova á Hótel Borg árið 1964.(297) Það var fyrsta verkið í röð verka með sama titli númeruð I-VI. Aðeins þrjú þeirra hafa verið flutt.

Til að undirstrika hugmyndafræði Magnúsar í tónsmíðum á þessum árum langar mig til að minnast lítillega á þessi verk.

Dæmi 47

Hér fyrir ofan (dæmi 47) birtast helstu spilaaðferðir sem höfundur notar í fyrsta verkinu. Með þessari aðferð tekst að auka mjög tjáningar-möguleika píanósins. Í þessu verki er samspil tónhæðar og tónblæs aðalþátturinn, en samtímis er rytminn nóteraður í sekúndum, atriði sem höfundur beitir svo oft á þessum árum.

Miðað við hefðbundinn klassískan leikhátt og í tengslum við hvaða augum menn á Íslandi skildi við píanóleik er hér um að ræða óvenjulegan leikhátt. Þó svo tilraunir með þess háttar nýjan leikhátt hafði lengi verið gerðar á meginlandinu, má fullyrða að á Íslandi hafi þetta verið ný aðferð við að leika á píanó.

Á fyrstu síðu frumuppkasts verksins kemur í ljós (sjá næstu síðu) að höfundur vinnur hér með tólf tóna raðir, í fjórum útgáfum eins og hann hefur notað í öllum verkum sínum frá því


297 Tónleikar þessir voru í tengslum við hátíð íslenskra listamanna, Listamannaþing

224

hann hóf að vinna með tólf tóna raðir í verkinu 4 Abstraktsjónir árið 1951 og minnst hefur verið á hér að framan.

Dæmi 48

Í þessari frumskissu (dæmi 48) af verkinu má sjá að tónskáldið hefur valið fjórar grunnútgáfur af röðinni. Hann velur brot úr röðunum sem hann leggur út sem tónefni eins og sjá má innrammað í upphafi verksins. Í skýringum sínum á leikhættinum segir hann t.d. að tónalengdin innan rammanna sé "frjáls en óregluleg". Hann vinnur með krómatík að hluta til á hljómborðið og að hluta til við að renna slegli yfir hljómborð hljóðfærisins eða nota flatan lófa.

Sonorities II(I)

Dæmi 49

Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998