Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson | 1. des. 1998 | ||||
|
Síða 219-222 | |||||
Dæmi 44 Í dæminu hér að ofan (dæmi 44), sem fylgdi skýringum höfundar í Morgunblaðinu reynir höfundur að skýra aðferð sína í þá veru hvernig punktarnir ákvarða rytmann. Það eina sem við fáum út úr þessum skýringum er það að hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að afstaða punktanna breytist lítilsháttar á láréttu línunni þegar ferhyrningunum er snúið, en honum tekst ekki að skýra það hvernig hann yfirfærir þessar afstöður yfir í ákveðinn rytma; hann gat heldur ekki sjálfur bent mér á það þegar ég bar það undir hann.
Elektrónski þáttur verksins er u.þ.b. þriðjungur tímalegndar verksins og er um að ræða 4 innskot, mislöng sem samanlagt eru um 5 mínútur. Stærsti hluti hins elektróníska þáttar eru brot úr Constellation sem fjallað hefur verið um hér að framan, auk þess eru nokkur ný hljóð eins og píanóklasar og einstaka plokkað strengjahljóð. Lengsti elektróníski hlutinn, sem er um 2 mínútur og 20 sekúndur, byggir á orgelhljóðum. Undirliggjandi er sama orgelhljóðbrotið sem notað er í B-hluta Constellation og sótt er í orgelverkið Ionization, en í stað rytmaslaufanna, sem fyrir koma í Constellation, hefur höfundur búið til nokkra orgelklasa sem klipptir eru inn, snögg og skörp hljóð. Miðað við úrvinnslu hljóða í Constellation hefur ekkert nýtt gerst í þessu verki annað en að nokkur önnur hljóð hafa orðið til þar sem líkum aðferðum er beitt og í Constellation enda tækin þau sömu og áður. Mér hefur ekki tekist að fá tónskáldið til að skýra nákvæmleg fyrir mér á hvern hátt hann vann úr hugmyndum sínum í sjálfu verkinu; það eru líka liðin 35 ár síðan verkið var samið. En það liggur þó ljóst fyrir hvaðan hann sótti hugmyndir sínar til úrvinnslu geometríunnar og samtímis tónhæðaskalann. Dæmi 45
Í 7. hefti af die Reihe sem kom út árið 1960 er grein eftir Mauricio Kagel sem heitir Translation Rotation. Í þessari grein setur Kagel fram kenningar sínar og aðferðir við, að hringsnúa fyrirframgefnum lóðréttuppstilltum fimmundarskala sem er settur fram í Hz-tölum, að ákvarða tónhæðir (Dæmi 45). Án þess að fara ofan í smáatriði í kenningum Kaegels má sjá, sérstaklega á næstu mynd (dæmi 46), að henni ber saman við þá handskrifuðu skitsu sem kemur úr safni MBJ og er sýnd hér að framan (dæmi 42).
Dæmi 46 Staða Magnúsar Blöndal Jóhannssonar í íslensku tónlistarlífi á þessum árum var að mörgu leyti sérstæð. Hann fylgdist vel með, var óhræddur að kynna sér nýja hluti og aðferðir og tileinka sér þær í sínum verkum - að því leytinu til var staða hans sérstæð meðal jafnaldra kollega hans. Honum tókst einnig að gera hugmyndir annarra að sínum og um leið persónulegar.
notar hljóðfærin sem hljóðgjafa þar sem hann blandar saman á sama tíma flaututóni, fiðluglissando og svo hljóðin sem myndast við að slá á strengi fiðlunnar með boganum. Í heild sinni má segja að verkið sé einskonar "collage" af áhrifum sem sótt eru til Varése, Stockhausen og "cluster" tækni hins pólska skóla. 296 Sem viðbót við hefðbundna notkun hljóðfæranna sem "tóngjafa". |
Vefarinn |
| Sett upp 1. des. 1998 |