Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Constellation
Stórform verksins
1. hluti - A-

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síða 198-202

Stórform verksins

Verkið tekur 11 mínútur og 13 sekúndur í flutningi.(268) Það skiptist í þrjá aðalkafla sem deilast niður í eftirfarandi tímalengd:

1. kafli – A: 00.00 mín. – 04.15 mín. = 4.15 mínútur.
2. kafli – B: 04.17 mín. – 07.00 mín. = 2.43 mínútur
3. kafli – A: 07.01 mín. – 11.15 mín. = 4.15 mínútur.

A
B
A1
Áberandi suðhljóð
Áberandi orgelhljóð
Áberandi suðhljóð
00.00-4:15
04.17-07.00
07.01-11.15

Dæmi 26

Eins og fram kemur á stórforminu, þá eru A og A1 jafnlangir. Eru formhlutföll millikaflans og jaðarkaflana næstum samkvæmt "gylltu sniði". Fyrsti og síðasti kaflinn samanstanda nánast eingöngu af „suð“ hljóðum, þ.e. lítið er um ákveðnar tónhæðir og engar "laglínu" hendingar. Grunnhljóðlind miðkalflans er nánast eingöngu sótt í hljóðritun á orgelverki höfundar, Ionization frá árinu 1957. Hljóðlindir A1 kaflans eru nánast þær sömu og í A kaflanum, nema hér leiknar að mestu aftur á bak.

1. hluti – A –

 

Dæmi 27


268Þar sem upphaf og endir „læðist“ inn og fjarar út úr-í þögn er það dálítið persónubundið hvenær menn byrja að heyra verkið og hvenær þeir hætta að heyra það.

199

00.00 MÍN. – 04.15 MÍN.
Sínustónar.

Eins og fram kemur á yfirlitsmyndinni hér að ofan, þá hefst verkið á sínustónum. Þeir líða inn í verkið úr þögninni, stíga í styrk og ná hámarki á 45. sekúndu verksins þar sem þeir stökkva upp um stóra sjöund. Tíðni grunntónsins er 2218 Hz, eða tónninn C# ’’’’ sem síðar stekkur upp í tíðnina 4186 sem er tónninn C’’’’’, stórri sjöund ofar. Ef við lítum aðeins nánar á þessa mynd í "músíkölsku landslagi" þá kemur í ljós að um er að ræða fleiri en einn sínustón. Mest áberandi er sjálfur grunntónninn sem er 2218Hz, en samhliða honum fljóta tveir tónar, þ.e. sá fyrsti sem er áttund ofar upp á 4436Hz og svo hinn, sem er miklu öflugri og verður meira áberandi eftir því sem styrkurinn vex. Tíðnin er 6644 Hz sem er áttund + fimmund ofar. Það er nákvæmlega þetta form af harmónískrki "skekkju" sem myndast, þegar sínustónn er "klipptur" við að spila hann of sterkt inn á bandið. Á 45. sekúndu stekkur grunntónninn upp um stóra sjöund (4186 Hz).

01.19 – 01.25 :
Þögn

01.26 – 02.20:
Taktmælir.

Sömu aðferð er beitt við taktmælishljóðið og sínustónana á undan, að það "líður" inn úr þögninni, rís í styrk að hápunkti og hnígur síðan aftur út í þögnina. Um er að ræða reglulegt takmælishljóð í hraðanum 44 slög á mínútu. Slögin eru einnig 44. Fyrstu 19 slögin koma með vaxandi styrk. Á 20. slaginu eykst endurómun (reverb) hljóðsins og stígandin heldur áfram til 32. slagsins þaðan sem slögin falla í styrk og hverfa á næstu 12 slögum.

02.21 – 02.22:
Þögn

02.22 – 02.29:
Cymball.

Við heyrum kraftmikið Cymbal-hljóð. Það lifir í 7 sekúndur og skilur eftir sig djúpa suðtíðni sem eins konar orgelpunkt yfir í næsta hljóðefni. Cymbalhljóðið birtist hér á "eðlilegum" hraða.


200

02.29 – 02.34:
Talrödd

Dæmi 28

Hér fáum við fyrsta liðinn í titli verksins, orðið "Con" á tóninum h. Kristín Anna Þórarinsdóttir á þessa rödd. Hljóðinu er gefin dálítill eftirhljómur.

02.34 – 02.35:
Þögn.

02.36 – 02.44:
Sínustónn.

Dæmi 29

Hér er um að ræða sömu sínustóna og í upphafi. Þeir falla í styrk, og um leið eru þeir miklu styttri, eða aðeins um ca. 20% þess tíma sem þeir lifðu í upphafi.

02.44 – 02.47:
Cymball.

Upphaflega cymbalhljóðið er leikið á tvöföldum hraða – lifir nú aðeins í 3 sekúndur í stað 6 sekúndna áður.

02.46 – 02.50:
Talrödd.

201

Við heyrum næsta atkvæði í titli verksins – "stell". Atkvæðið hefst á nokkurs konar "upptakti" þar sem lok bergmálsins frá "Con" atkvæðinu hljómar fyrst. Getur það stafað af ónákvæmni í klippingu.

02.51 – 02.55:
Papparör.

Innslag sent í gegnum klangplötu, með krafmiklum eftirhljóm; leikið hægt.

02.56 – 03.08:
Hljóðsekvens.

Í fyrsta skipti í verkinu heyrum við eins konar kontrapunktískt samspil nokkurra hljóðlinda. Hér eru á ferðinni, suðið, cymball og taktmælirinn. Um er að ræða eins konar spegil af hljóðunum sem á undan eru komin. Mest áberandi er það fyrir cymbalinn.

Sekvensinn hefst á suðhljóði og þar að auki heyrum við takmælisslögin leikin aftur á bak. Í 13 sekúndna sekvens hljómar hið hægt leikna cymbalhljóð síðustu 10 sekúndurnar. Á tíundu sekúndu sekvensins kemur stutt suhljóð, einnig leikið aftur á bak.

03.08 – 03.09:
Þögn.

03.10 – 03.14:
Talrödd.

Dæmi 30

Kvenröddin flytur síðasta atkvæði í titli verksins, "lation" á stóru sexundinni sem sýnd er hér að ofan.

03.14 – 03.15:
Þögn

03.16 – 03.20:
Suð.

Kraftmikið suðhljóð með brattri innkomu. Það hljómar í 3 sekúndur.


Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998