Tónlist á Íslandi á 20. öld. Copyright © 1998: Bjarki Sveinbjörnsson 1. des. 1998

Constellation (261) (Segulbandsverk-11:13)

Til bakaEfnisyfirlit Áfram

Síður 195-197

Constellation (Segulbandsverk – 11:13)

    "Von dem Isländer Magnus B. Johannsson hören Sie einen Ausschnitt aus seiner Komposition CONSTELLATION, die er in Radio Reykjavik realisierte. In dieser Komposition sind Singstimmen, Schlagzeugklänge – mehr oder weniger transformiert – und elektronische Klänge gemischt, ohne eine Beziehung zwischen den verschiedenen Kangquellen anzustreben". (262)

Constellation er líklegast það af verkum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar sem leikið hefur verið hvað víðast og oftast og oftast (263) er nefnt í umræðu um hann. Eins og fram kom í kaflanum um Musica Nova, þá boðaði þetta verk, ásamt verki Þorkels Sigurbjörnssonar Leikar 3, að mati Björns Franzsonar, dómsdag tónlistarinnar.

Í öllum sínum einfaldleik hefur þetta verk verið flutt aftur og aftur á tónleikum, bæði á Íslandi og erlendis. Þrátt fyrir að við fyrstu hlustun virðist erfitt að gera sér grein fyrir að þetta verk eigi nokkuð sameiginlegt með Gesang der Jünglinge eftir Stockhausen, þá má samt finna ýmis áhrif í "efnistöku" beggja verkanna.

    Þegar ég dvaldi í Köln haustið 1964 átti ég tal við Stockhausen um Magnús. Stockhausen sagði, að eftir því að dæma, sem hann hefði heyrt eftir Magnús, virtist sér hann vera mjög athyglisvert tónskáld. Magnús kompóneraði á þann hátt sem fæstum tónskáldum öðrum væri tilætlandi. Menn veigruðu sér við að nota jafn einfaldar sjálfsagðar vinnuaðferðir og jafn "útþvælt" efni sem Magnús, en einmitt í því birtist frumleiki hans og þar með kæmi hann öllum á óvart. (264)

Þetta er eitt af vörumerkjum Magnúsar í tónsmíðum. Hann notast við það sem „hendi er næst og fæst ekki um það sem ekki fæst“. Hann vinnur út frá stuttum hugmyndum sem elta hver aðra.

    Samstirni er ekki í sambandi við neitt sérstakt, það er byggt upp af andstæðum og til orðið frá sjálfu sér þ.e.a.s. ein einstök hugmynd leiðir af sér aðra sem svo leiðir af sér enn aðrar og svo frv... (265)

Hugmyndir að verkinu fékk höfundur „gegnum hlustun af tónlistarböndum sem bárust RUV frá erlendum útvarpsstöðvum“. Verkið var unnið á Telefunken tæki Ríkisútvarpsins. Einnig hér var notast við „það sem hendi var næst“. Sínustónar, þeir sömu og höfundur notaði í Elektrónískri stúdíu, cymbalahljóð, hljóðið sem myndast er lok er tekið af pappahólk, hljóðritun á orgerlverkinu Ionization, kvenraddir og taktmælir. Þetta hráefni er


261Ég hef valið hér að nota hinn enska titil verksins, Constellation í stað íslenska titilsins, Samstirni, þar sem enski titillinn er notaður í sjálfu verkinu.
262Karlheinz Stockhausen í útvarpsþáttaröðinni „Geschreben für einen Sendereihe des Westdeutschen-Rundfunks Köln 1964-66; Stockhausen Texte Bd. 3 bls. 259.
263Ef undanskilin er vókalísan "Sveitin milli sand" úr samnefndri kvikmynd.
264Atli Heimir Sveinsson: Birtingur 1.-4. hefti, 1964, bls. 45.
265Bréf til mín frá Magnúsi: 20.febrúar 1995
266Sama.


196

síðan unnið á einfaldastan hátt sem hugsast getur og takmarkast af þeim tækjum sem fyrir hendi voru.

Í verkinu notar höfundur eftirfarandi hljóðlindir.

1. Sínustónar


Dæmi 18

Við heyrum sínustóna sem framleiddir eru með sínusgenerator. Höfundur notar aðeins hreinar sínusbylgjur í þessu verki. Í sumum tilfellum leggur hann tvær sínusbylgjur mjög þétt saman þannig að við heyrum titrandi tón.

2. Taktmæli

Dæmi 19

Höfundur hljóðritaði smelli í taktmæli og vann þá síðan í gegnum klangplötu. Notaðir eru tveir hraðar í verkinu, M.M. 44 og M.M. 176 sem eru hljóðritaðir í tveimur mismunandi upptökum.

3. Symball

Dæmi 20

Notað er hljóð frá symbal, leikið bæði áfram og afturábak, hægt og hratt.

4. Pappahólkur

Dæmi 21

197

Hljóð sem myndast við að taka lokið af pappahólk.(267)

5. Talsöngur

Dæmi 22

Leikkonan Kristín Anna Þórarinsdóttir söng titil verksins inn á band.

6. Söngrödd

Dæmi 23

Söngkonan Þuríður Pálsdóttir syngur nokkrar hendingar í dæmigerðum punktualistiskum stíl.

7. Suð

Dæmi 24

Suðhljóð sem höfundur hljóðritaði við að stilla útvarpstæki "milli stöðva".

8. Orgelhljóð

Dæmi 25

Höfundur notar brot úr hljóðritun á orgelverkinu Ionization frá árinu 1957.


267Í Ríkisútvarpinu var til pappahólkur, notaður sem geymsla undir tónsprota. Höfundur hljóðritaði hljóðið sem myndaðist við að taka lokið af þessu hólk
Vefarinn
Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Sett upp 1. des. 1998