Opnunartónleikar: Upphaf raftónlistar: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um upphaf raftónlistar. Fyrstu raftónverkin: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um fyrstu tilraunir til smíða á rafeindahljóðfærum, umfjöllun um fyrstu rafhljóðverin og gerður samanburður við helstu hljóðfæri og hljóðver samtímans. Fyrirlesari: Don Buchla, rafhljóðfærasmiður. Tölvutónlist - Upphafið: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um upphafsár tölvutónlistar. Borin saman tölvutónlist og hefðbundin raftónlist. Eftir hverju voru menn að leita og hver var framtíðarsýnin. Raf- og tölvutónleikar ásamt hefðbundnum hljóðfærum: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem borin er saman raftónlist ýmissa heimshluta og fjallað er um tilraunir manna til að tengja saman hefðbundin hljóðfæri og raf- og tölvuhljóðfæri. Kostir þess og gallar eru hafðir að leiðarljósi. Tölvutónlist og spuni: Gagnvirk (interaktíf) tölvutónlist og margmiðlun - Norðurlönd 1: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað eru um tilraunir manna til þess að skrifa tónverk þar sem þáttur tölvunar til meðleiks er hluti tónsmíðarinnar. Fyrirlesarar: Clarence Barlow, tónskáld og listrænn stjórnandi Instituut voor Sonologie í Haag og Jøran Rudi, forstöðumaður NoTAM í Noregi. Meðfram tónleikunum verður sett upp "installasjón" eftir Åke Parmerud (Svíþjóð). Gagnvirk tölvutónlist, dans og sýndarveruleiki - Norðurlönd 2: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um tilraunir manna til að nota aðra listmiðla sem stjórntæki fyrir tónlist. Fyrirlesari: Wayne Siegel, tónskáld og forstöðumaður DIEM, Dansk Institut for Elektroakustisk Musik í Árósum. Mannsröddin í tölvutónlist: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um tilraunir manna til þess nota mannsröddina sem uppistöðu tónsmíða. Fyrirlesarar: Paul Lansky, tónskáld og forstöðumaður tónlistardeildar Princeton háskóla og Trevor Wishart tónskáld frá Bretlandi. Biosphere: Framtíðartónleikar: Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um framtíðina og þá þróun sem hugsanlega mun verða. Fyrirlesarar: Jack Vees, forstöðumaður Music Technology deildar Yale háskólans og Konrad Boehmer prófessor við Konunglega Hollenska Tónlistarháskólann í Haag. --------- Uppfært 29. ágúst 2000 |