Art2000-logomusik.is/art2000
t ó n l e i k a r
English
English
--------- Forsíða --------- hilthor@ismennt.is ---------

Opnunartónleikar:
Setningarathöfn og tónleikar þar sem leikin verða ný verk eftir innlenda og erlenda gesti hátíðarinnar. Þessi athöfn verður send út beint á "netinu".

Upphaf raftónlistar:
Tónleikar með verkum sem leikin eru á hljóðfæri en hljóma þannig að ætla mætti að höfundar hefðu notast við raf- og tölvutækni, hefði hún verið til staðar.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um upphaf raftónlistar.

Fyrstu raftónverkin:
Tónleikar þar sem leikin og sýnd (ef um kvikmyndatónlist er að ræða) verða þau verk sem þykja vera brautryðjendaverk í þróunarferli raftónlistar. Þau verða borin saman við nýleg verk sem greinilega eru vaxin af sömu rótum.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um fyrstu tilraunir til smíða á rafeindahljóðfærum, umfjöllun um fyrstu rafhljóðverin og gerður samanburður við helstu hljóðfæri og hljóðver samtímans. Fyrirlesari: Don Buchla, rafhljóðfærasmiður.

Tölvutónlist - Upphafið:
Flutt verða verk frá upphafsárum tölvutónlistar. Sýnd brot úr kvikmyndum þar sem tölvan er fyrst notuð til að gefa frá sér hljóð t.d. 2001, Star Wars og TRON.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur um upphafsár tölvutónlistar. Borin saman tölvutónlist og hefðbundin raftónlist. Eftir hverju voru menn að leita og hver var framtíðarsýnin.

Raf- og tölvutónleikar ásamt hefðbundnum hljóðfærum:
Flutt verða verk eftir norræna og bandaríska höfunda þar sem blandað er saman spilamennsku hljóðfæraleikara og raf- og tölvuunnum hljóðum.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem borin er saman raftónlist ýmissa heimshluta og fjallað er um tilraunir manna til að tengja saman hefðbundin hljóðfæri og raf- og tölvuhljóðfæri. Kostir þess og gallar eru hafðir að leiðarljósi.

Tölvutónlist og spuni:
Flutt verða verk þar sem hljóðfæraleikarar og tölvur flytja tónlist sem spunnin er á staðnum. Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað eru um tilraunir manna til þess að fá tölvur til þess að „hlusta“ á hljóðfæraleik og taka undir á „músíkalskan“ hátt.

Gagnvirk (interaktíf) tölvutónlist og margmiðlun - Norðurlönd 1:
Flutt verða verk þar sem hljóðfæraleikarar geta með leik sínum haft áhrif á undirleik tölvunnar og geta þannig til dæmis stjórnað hraða og tónstyrk. Flutt verða verk eftir m.a. Jøran Rudi (Noregur), Magnús Blöndal Jóhannsson (Ísland) og Hans Peter Stubbe Teglbjærg (Danmörk).

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað eru um tilraunir manna til þess að skrifa tónverk þar sem þáttur tölvunar til meðleiks er hluti tónsmíðarinnar. Fyrirlesarar: Clarence Barlow, tónskáld og listrænn stjórnandi Instituut voor Sonologie í Haag og Jøran Rudi, forstöðumaður NoTAM í Noregi.

Meðfram tónleikunum verður sett upp "installasjón" eftir Åke Parmerud (Svíþjóð).

Gagnvirk tölvutónlist, dans og sýndarveruleiki - Norðurlönd 2:
Flutt verða tónverk þar sem aðrir listmiðlar, svo sem dans, tölvugrafík og sýndarveruleiki stjórna tónlistinni. Flutt verða verk eftir m.a. Wayne Siegel (Danmörk) og Þorstein Hauksson (Ísland) og Åke Parmerud (Svíþjóð).

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um tilraunir manna til að nota aðra listmiðla sem stjórntæki fyrir tónlist. Fyrirlesari: Wayne Siegel, tónskáld og forstöðumaður DIEM, Dansk Institut for Elektroakustisk Musik í Árósum.

Mannsröddin í tölvutónlist:
Flutt verða tónverk þar sem mannsröddin er notuð sem meginviðfangsefni tónsmíðarinnar, bæði við flutning og hljóðgerð.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um tilraunir manna til þess nota mannsröddina sem uppistöðu tónsmíða.

Fyrirlesarar: Paul Lansky, tónskáld og forstöðumaður tónlistardeildar Princeton háskóla og Trevor Wishart tónskáld frá Bretlandi.

Biosphere:
Tæknihljómsveitin Biosphere frá Noregi sýnir listir sínar.

Framtíðartónleikar:
Tónleikar með lifandi og gagnvirkum flutningi hvaðanæva að úr heiminum. Flutt verða verk eftir höfunda víðsvegar um heim og þau sýnd beint á tjaldi í tónleikasal. Lögð verður sérstök áhersla á að velja ný tónverk af misjöfnum uppruna og mismunandi tónlistarstefnur til að sýna þá breidd sem ríkjandi er í heimi tölvutónlistarinnar.

Fyrir tónleikana verður fyrirlestur þar sem fjallað er um framtíðina og þá þróun sem hugsanlega mun verða. Fyrirlesarar: Jack Vees, forstöðumaður Music Technology deildar Yale háskólans og Konrad Boehmer prófessor við Konunglega Hollenska Tónlistarháskólann í Haag.

--------- Uppfært 29. ágúst 2000




--------- © 2000 Músík og saga