--------- Tónver Tónlistarskóla Kópavogs (TTK) --------- Salurinn --------- Stuðningsform fyrir ART2000 ---------
Fyrsta Alþjóðlega Raf- og Tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið á Íslandi verður haldin í Tónlistarhúsi Kópavogs, Salnum 18. - 28. október 2000. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif tækniframfara á tónlist, tónsköpun og tónflutning, að leita svara við þeirri áleitnu spurningu hver þáttur tækninnar verður í tónlist á nýrri öld og hvernig hún kemur til með að þróast og síðast en ekki síst kynning á tónlist sem gerð hefur verið með hjálp rafeinda- og tölvutækni. Segja má að raf- og tölvutónlist sé sú tónlist sem varð til (var sköpuð) á þessari öld sem er að líða. Hún er eina nýsköpunin í hljóðfæragerð á öldinni og sú tónlist sem á eftir að þróast hvað mest á nýrri öld sem sjálfstætt listform tónlistar og sem hluti af margmiðlunarlist. Samhliða hátíðinni verður haldin ráðstefna um raf- og tölvutónlist. Þar verður með fyrirlestrum og sýningum fjallað um þróun hennar og í ljósi sögunnar reynt að leita svara við þeirri spurningu hvernig þróunin kunni að verða næstu 100 árin. Hátíðin stendur frá 18. - 28. október og haldnir verða ellefu tónleikar þar sem saga (fortíð), nútíð og framtíð raf- og tölvutónlistar er megin þemað. Jafnframt þessu verða einnig minni uppákomur svo sem innstallasjónir (innsetningar), bíósýningar o.fl. þar sem raf- og tölvutónlist kemur við sögu. Fyrirlestrar í tengslum við tónleikana halda svo öllu saman. Til fyrirlestrahalds verða fengnir margir af þekktustu tónsmiðum og fræðimönnum á þessu sviði og nægir þar að nefna:
|