Art2000-logomusik.is/art2000
tónlist nýrrar aldar
English
English
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
--------- Tónver Tónlistarskóla Kópavogs (TTK) --------- Salurinn --------- Stuðningsform fyrir ART2000 ---------

Miðaverð kr. 1200
í forsölu
(stúdentaafsláttur kr. 1000)

Forsala í 12 tónum
Forsala aðgöngumiða <www.discovericeland.is>>Miðaverð kr. 1500

við dyrnar

(kr. 1000 rétt fyrir tónleika)
5 tónleikar kr. 5000Kort á alla tónleika kr. 8000
Bein útsending  D a g s k r á    Bein útsending

Fyrsta Alþjóðlega Raf- og Tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið á Íslandi verður haldin í Tónlistarhúsi Kópavogs, Salnum 18. - 28. október 2000.

Tilgangur hátíðarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif tækniframfara á tónlist, tónsköpun og tónflutning, að leita svara við þeirri áleitnu spurningu hver þáttur tækninnar verður í tónlist á nýrri öld og hvernig hún kemur til með að þróast og síðast en ekki síst kynning á tónlist sem gerð hefur verið með hjálp rafeinda- og tölvutækni. Segja má að raf- og tölvutónlist sé sú tónlist sem varð til (var sköpuð) á þessari öld sem er að líða. Hún er eina nýsköpunin í hljóðfæragerð á öldinni og sú tónlist sem á eftir að þróast hvað mest á nýrri öld sem sjálfstætt listform tónlistar og sem hluti af margmiðlunarlist.

Samhliða hátíðinni verður haldin ráðstefna um raf- og tölvutónlist. Þar verður með fyrirlestrum og sýningum fjallað um þróun hennar og í ljósi sögunnar reynt að leita svara við þeirri spurningu hvernig þróunin kunni að verða næstu 100 árin. Hátíðin stendur frá 18. - 28. október og haldnir verða ellefu tónleikar þar sem saga (fortíð), nútíð og framtíð raf- og tölvutónlistar er megin þemað. Jafnframt þessu verða einnig minni uppákomur svo sem innstallasjónir (innsetningar), bíósýningar o.fl. þar sem raf- og tölvutónlist kemur við sögu. Fyrirlestrar í tengslum við tónleikana halda svo öllu saman.

Til fyrirlestrahalds verða fengnir margir af þekktustu tónsmiðum og fræðimönnum á þessu sviði og nægir þar að nefna:

Paul Lansky
Paul Lansky, tónskáld og forstöðumaður tónlistardeildar Princeton háskóla
Trevor Wishart
Trevor Wishart, heimsþekkt enskt „hljóð“-skáld
Åke Parmerud
Åke Parmerud, sænskt sjálfstætt starfandi tónskáld
Jack Vees
Jack Vees, forstöðumaður Music Technology deildar Yale háskóla
Konrad Boehmer
Konrad Boehmer, prófessor við Konunglega Hollenska Tónlistarháskólann í Haag
George Lewis
Peter Apfelbaum, alhliða hljóðfæraleikari
Don Buchla
Don Buchla, rafhljóðfærasmiður og framleiðandi hinna þekktu Buchla hljóðgerfla
Jöran Rudi
Jøran Rudi, tónskáld og forstöðumaður norska NoTAM tónversins
Wayne Siegel
Wayne Siegel, tónskáld og forstöðumaður Dansk Institut for Elektroakustisk Musik í Árósum
Clarence Barlow
Clarence Barlow, tónskáld og listrænn stjórnandi Instituut voor Sonologie í Haag
Bernhard Guenter
Bernhard Günter, þýskur sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og tónskáld
Hans Peter Stubbe Teglbjærg
Hans Peter Stubbe Teglbjærg, danskt sjálfstætt starfandi tónskáld
Martin Knakkegaard
Martin Knakkegaard, lektor í tónlistartækni við Álaborgarháskóla
Biosphere (Geir Jenssen)
Biosphere
Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000

Tónlistarskóli Kópavogs
Salurinn

Kópavogur-skjaldarmerki


--------------------------------------------------------------------   B a k h j a r l a r   --------------------------------------------------------------------

Íslandsbanki-FBA

Net-album.net hf.Bókunarmiðstöð ÍslandsUndirtónar ehf.
Xnet / Gagnabanki Íslands

Landmat InternationalViðskiptanetið hf.Reynisson og Blöndal
Prentsmiðjan Litróf

SkjáreinnUppfært 27. okt. 2000--------- © 2000 Músík og saga